20 apr. 2016Þjálfarar U15, U16 og U18 ára liða stúlkna og drengja hafa valið æfingahópa sína sem koma saman til æfinga. U15 ára liðin æfa í lok apríl og U16 og U18 liðin helgina 20.-22. maí. Hóparnir skipa 16-18 leikmenn hver og eftir æfingahelgarnar verða endanleg 12 manna lið valin.
Í kjölfarið halda liðin svo áfram æfingum fram að CPH-Invitational (U15) um miðjan júní og NM í Finnlandi (U16 og U18) í lok júní.
Alls eru 101 leikmaður boðaður til æfinga en þeir koma frá 20 félögum KKÍ.
Meira