Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Golfmót körfuboltamanna 2016

27 apr. 2016Golfmót körfuboltamanna 2016 verður haldið í sumar föstudaginn 10. júní á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur. ​Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur í Domio's deild karla á næstu leiktíð

27 apr. 2016Skallgrímur hafði sigur í gærkvöldi á Fjölni í oddaleik 1. deildar karla i úrslitunum 2016. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki hvort og því hreinn úrslitaleikur um sæti í deild þeirra efstu á næstu leiktíð.Meira
Mynd með frétt

SNÆFELL ÍSLANDSMEISTARI KVENNA 2016

26 apr. 2016Snæfell er Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna árið 2016 eftir sigur í oddaleik um titilinn! Haukar og Snæfell áttust við í hreinum úrslitaleik í lokaúrslitunum kvenna í kvöld í Hafnarfirði og höfðu Snæfell sigur í spennuleik og lyftu því bikarnum í leikslok. Meira
Mynd með frétt

Grindavík Íslandsmeistari minnibolta 11 ára kvenna 2016

26 apr. 2016Grindavík varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára kvenna. Lokaleikur A-riðils var hreinn úrslitaleikur milli Keflavíkur og Grindavíkur um titilinn. Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild kvenna: Haukar-Snæfell · Oddaleikur um titilinn!

26 apr. 2016Það ræðst í kvöld hvort það verða Haukar eða Snæfell sem verða íslandsmeistarar Domino's deildar kvenna 2016, en oddaleik þarf til að skera úr um það.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla 2016 · Fjölnir-Skallagrímur · Oddaleikur

26 apr. 2016Það ræðst í kvöld hvaða lið fer upp úr 1. deild karla ásamt Þór Akureyri og leikur í Domino's deildinni á næsta ári en oddaleikur Fjölnis og Skallagríms sker úr um það. Meira
Mynd með frétt

KR íslandsmeistarar B-liða 2016

26 apr. 2016KR-b urðu íslandsmeistarar B-liða 2016 eftir úrslitaleik gegn Njarðvík-b á laugardaginn. Lokatölur urðu 97:80 fyrir KR. Bæði lið léku í 2. deild karla í ár en þegar kom að úrslitakeppninni kepptu B-liðin innbyrðis og A-lið deildarinnar sér. Meira
Mynd með frétt

Leiknir Reykjavík íslandsmeistari 2. deildar 2016

25 apr. 2016Leiknir Reykjavík eru íslandsmeistarar 2. deildar karla. Leiknir lék til úrslita gegn liði KV og urðu lokatölur 99:68. Eftir jafnan fyrri hluta leiksins og í upphafi 3. leikhluta, tóku Leiknis menn forystu sem þeir létu ekki af hendi, og hrósuðu sigri í leikslok.Meira
Mynd með frétt

Gnúpverjar íslandsmeistarar 3. deildar

25 apr. 2016Gnúpverjar eru íslandsmeistarar 3. deildar karla í ár. Þeir lögðu liði Laugdæla í úrslitaleiknum í deildinni sem fram fór á föstudaginn. Lokatölur urðu 78:72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári.Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild karla: KR-Haukar leikur 3

25 apr. 2016Það er komið að þriðja leik KR og Hauka í úrslitum Domino's deildar karla um íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild kvenna: Snæfell-Haukar leikur 4

24 apr. 2016Haukar og Snæfell mætast í úrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 en leikurinn fer fram á heimvelli Snæfells í Stykkishólmi. Staðan í einvíginu um íslandsmeistaratitilinn er 2-1 fyrir Hauka en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu hampar titlinum í ár. Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla 2016 · Skallagrímur-Fjölnir

23 apr. 2016Fjórði leikur Fjölnis og Skallagríms í lokaúrslitum 1. deildar karla fara fram í dag í Borgarnesi. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Fjölni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki sigrar einvígið og fer upp um deild ásamt deildarmeisturum Þórs Akureyri.Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild karla: Haukar-KR

22 apr. 2016Lokaúrslit karla halda áfram í kvöld og nú er komið að leik 2 milli KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum í ár. Leikur kvöldins fer fram í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann kl. 18:30 að þessu sinni. ​Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild kvenna: Haukar-Snæfell leikur 3

21 apr. 2016Haukar og Snæfell leika þriðja leik sinn í úrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld kl. 19:15 en leikurinn fer fram á heimvelli Hauka í Hafnarfirði. Staðan í einvígi félaganna er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu hampar íslandsmeistaratitlinum í ár.Meira
Mynd með frétt

Æfingahópar yngri landsliða Íslands 2016

20 apr. 2016Þjálfarar U15, U16 og U18 ára liða stúlkna og drengja hafa valið æfingahópa sína sem koma saman til æfinga. U15 ára liðin æfa í lok apríl og U16 og U18 liðin helgina 20.-22. maí. Hóparnir skipa 16-18 leikmenn hver og eftir æfingahelgarnar verða endanleg 12 manna lið valin. Í kjölfarið halda liðin svo áfram æfingum fram að CPH-Invitational (U15) um miðjan júní og NM í Finnlandi (U16 og U18) í lok júní. Alls eru 101 leikmaður boðaður til æfinga en þeir koma frá 20 félögum KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla 2016 · Fjölnir-Skallagrímur

20 apr. 2016Þriðji leikur Fjölnis og Skallagríms í lokaúrslitum 1. deildar karla fara fram í kvöld í Dalhúsum í Grafarvogi. Staðan í einvígi liðanna er 1-1 en bæði liði hafa unnið sitthvorn útileikinn.Meira
Mynd með frétt

Kjarnafæðismót Þórs Akureyri 30. apríl · Skráning hafin!

19 apr. 2016Hið árlega Kjarnafæðismót í körfubolta fyrir drengi og stúlkur í 1.–6. bekk verður haldið laugardaginn 30. apríl 2016 í Síðuskóla á Akureyri. Spilað er eftir minniboltareglum og eru fimm leikmenn inná í einu og leiktími verður 2x12. mín.Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild karla: KR-Haukar

19 apr. 2016Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar lokaúrslit karla 2016 hefjast. Það verða KR og Haukar sem leika til úrslita í ár og verður því annað liðið krýnt íslandsmeistari í ár. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 2. deildar · Undanúrslit í kvöld

18 apr. 2016Um helgina hófust úrslit 2. deildar karla. B-lið deildarinnar leika saman í fjögurra liða úrslitakeppni og hin 2. deildar liðin sér. Þau lið sem mætast í kvöld í undanúrslitum 2. deildar leika um að komast í úrslitaleikinn og þar með vinna sér inn sæti í 1. deild karla að ári en bæði lið tryggja sér sæti í deildinni fyrir ofan með því að vinna í kvöld. Liðin munu svo leika til úrslita í deildinni næstu helgi um sigur í deildinni.Meira
Mynd með frétt

ÚRSLIT · Domino's deild kvenna: Snæfell-Haukar leikur 2

18 apr. 2016Í kvöld mætast Snæfell og Haukar öðru sinni í úrslitum Domino's deildar kvenna. Leikurinn fer fram á heimavelli Snæfells í Stykkishólmi kl. 19:15 í kvöld. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leikinn á laugardag er 1-0 fyrir Hauka en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu hampar íslandsmeistaratitlinum. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira