Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landsliðsþjálfarar yngri liða KKÍ 2017

31 okt. 2016KKÍ hefur gengið frá skipun landsliðsþjálfara yngri liða fyrir komandi landsliðssumar 2017. Liðin taka öll þátt í verkefnum í sumar en framundan er stærsta landsliðssumar í sögu KKÍ þar sem lið í U15, U16, U18 og U20 í flokki drengja og stúlkna verða öll í verkefnum. Einar Árni Jóhannsson er yfirþjálfari yngri landsliða KKÍ og verður hann öllum þjálfurum innan handar og hefur yfirumsjón með undirbúningi liðanna. Æfingahópar liðanna verða valdir í lok nóvember og síðan munu öll liðin æfa milli jóla og nýárs í ár, þrjá daga hvert, á tímabilinu 27.-30. desember.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · STJ-KEF beint og Körfuboltakvöld

28 okt. 2016Þrír leikir eru á dagskránni í kvöld í Domino's deild karla og verður viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur sýnd beint á Stöð 2 Sport kl. 20:00. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · SKA-ÍR beint á Stöð 2 Sport

27 okt. 2016Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins eru í lifandi tölfræði á kki.is. Stöð 2 Sport verður í Fjósinu, Borgarnesi og sýnir beint frá leik Skallagríms og ÍR.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Dregið í bikarkeppni yngri flokka

26 okt. 2016Í dag var dregið í 32-liða úrslit og 16-liða úrslit í bikarkeppni yngri flokka.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 26.10.16

26 okt. 2016Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · GRI-SNÆ beint á Stöð 2 Sport

26 okt. 2016Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða á sínum stað á kki.is í lifandi tölfræði. Sýnt verður beint frá leik Grindavíkur og Snæfells frá Mustad-höllinni í Grindavík á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag - Valur-Grindavík

23 okt. 2016Einn leikur fer fram í dag í Domino's deild kvenna þegar Valur fær Grindavík í heimsókn í Valshöllina kl. 16:15 í dag. Leikurinn verður í lifandi tölfræðilýsingu hér á kki.is #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna - Þrír leikir í dag

22 okt. 2016Í dag laugardaginn 22. október fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna. Allir leikir dagsins verða í lifandi tölfræði á kki.is og sýnt verður beint frá leikjum Snæfells og Stjörnunnar kl. 14:30 og Njarðvíkur og Keflavíkur kl. 16:20 á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Ölgerðin nýr samstarfsaðili KKÍ. Bikarkeppnin ber nafnið Maltbikarin næstu þrjú árin

21 okt. 2016KKÍ kynnti til leiks Ölgerðina sem nýjan samstarfsaðila sambandsins og mun Bikarkeppni KKÍ bera nafnið Maltbikarinn næstu þrjú árin. Dregið var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar rétt í þessu í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna. Eftirtalin lið drógust saman en leikið verður dagana 5.-7. nóvember:Meira
Mynd með frétt

Bikarkeppni KKÍ · Dregið í dag og nýtt nafn keppninar tilkynnt

21 okt. 2016Í hádeginu í dag verður dregið í Bikarkeppni KKÍ en nýr samstarfsaðili verður kynntur til leiks og nýtt nafn keppninnar opinberað. Undanfarin ár hefur bikarinn borið nafnið Poweradebikarinn og þakkar KKÍ Vífilfelli kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Nú er komið að næsta kafla í sögu bikarkeppninnar og mun hann því fá nýtt nafn fyrir næstu þrjú árin. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · NJA-STJ beint + Körfuboltakvöld

21 okt. 2016Domino’s deild karla býður upp á tvo leiki í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Ljónagryfjunni kl. 20:00. Kl. 22:00 er svo komið að Domino's Körfuboltakvöld þar sem umferðir karla og kvenna verða gerðar upp, leikirnir og helstu atriði og tilþrif krufin. Hin viðureigning kvöldsins fer fram á Ásvöllum þegar Haukar taka á móti Þór Þorlákshöfn kl. 19:15. Leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræðilýsingu á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Fjórir leikir í kvöld

20 okt. 2016Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino’s deild karla. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verða í lifandi tölfræði á kki.is. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Höllinni á Akureyri, leik Þórs Akureyri og Skallagríms.Meira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmir í Hollandi

19 okt. 2016Sigmundur Már Herbertsson dæmir í dag leik Donar Groningen og BCM Gravelines í FIBA Europe Cup.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld

19 okt. 2016Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og hefjast þeir allir kl. 19:15. Því miður næst ekki að sýna leik í kvöld en í staðin verður boðið upp á tvíhöðfa á laugardaginn kemur með tveimur útsendingum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Þór Þ.-Keflavík og Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport í kvöld

14 okt. 2016Einn leikur fer fram í Domino's deild karla í kvöld og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. Sýnt verður beint frá Þorlákshöfn frá viðureign Þórs og Keflavíkur í Icelandic Glacial-höllinni. Þór Þorlákshöfn-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Leikurinn hefst kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

EM · EuroBasket í Finnlandi: Forsala miða gengur vel

13 okt. 2016Á þriðjudaginn þegar salan hófst seldist upp í miðapakka 1 og eru því þeir miðar sem til eru allir í miðapakka 2 og 3. Eini munurinn á þessum pökkum er sá að bara á leik FIN-ISL sitja áhorfendur í svæði 3 eða 4 í staðin fyrir á svæði 2 eins og var í pakka 1. Á öllum öðrum leikjum eru íslendingar saman á svæði 1 á öllum öðrum leikjum.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Fimm leikir á dagskránni

13 okt. 2016Í kvöld er mikið um að vera í Domino's deild karla en þá fara fram fimm leikir kl. 19:15 og er einn leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 12.10.16

12 okt. 2016Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Einn leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport

12 okt. 2016Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Leikur Keflavíkur og Hauka verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

EM · EuroBasket 2017: Um 1000 miðar seldir á fyrsta degi!

11 okt. 2016Forsala KKÍ hófst í morgun á tix.is fyrir EuroBasket 2017 í Helsinki í Finnlandi. Hátt í 1.000 miðapakkar hafa selst nú þegar og er það svipaður fjöldi og lagði leið sína til Berlínar 2015. Það er því útlit fyrir að það verði mun fleiri sem sæki Finnland heim á EM 2017. Nú er pakki 1 (svæði 1 og 2) nánast uppseldur en ennþá eru þó þó nokkrir miðapakkar lausir í Pakka 2 (Svæði 1 og 3-4) og má búast við að þeir seljist upp næstu daga. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira