5 sep. 2016Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði íslenska liðsins, og leikmaður Stjörnunnar, leikur sinn 100. landsleik á miðvikudaginn kemur gegn Belgíu.
Hlynur hefur verið einn af lykilmönnum íslenska liðsins síðustu ár og átt stóran þátt í velgengi liðsins.
Hlynur verður 13. íslenski körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Hinir eru Guðmundur Bragason, Valur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, Torfi Magnússon, Guðjón Skúlason, Jón Sigurðsson, Teitur Örlygsson, Friðrik Stefánsson, Herbert Arnarson, Falur Harðarson, Jón Arnar Ingvarsson og núverandi samherji Hlyns, Logi Gunnarsson, sem hafa einnig náði því að spila 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Logi náði 100. landsleiknum sínum í júlí 2014 gegn Lúxemborg.
Meira