Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EM · EuroBasket 2017: Miðasalan hefst á morgun · Besta verðið og bestu sætin!

10 okt. 2016Í dag er einn (1) dagur þar til forsala miða hefst á www.tix.is á leiki Íslands á EuroBasket 2017 í Finnlandi en miðasaln hefst kl. 10:00 í fyrramálið. KKÍ hvetur alla þá sem ákveðnir eru í að fara til Finnlands og upplifa EM í Helsinki að tryggja sér miða á morgun í forsölunni á netinu og eru helstu ástæður þess eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

EM · EuroBasket 2017 í Finnlandi: Allt sem þú þarft að vita fyrir þriðjudaginn þegar miðasalan hefst

8 okt. 2016​Ísland mun leika í Finnlandi á EuroBasket 2017 eins og tilkynnt var formlega í gær. Miðasalan hefst á www.tix.is á þriðjudagsmorguninn kemur kl. 10:00. Takmarkað miðamagn er í boði í forsölu. Fyrir EuroBasket 2015 í Berlín seldust 1.000 miðapakkar upp samdægurs og hvetur KKÍ því áhugasama um að kaupa sína miða tímanlega.Meira
Mynd með frétt

EM · EuroBasket 2017: ÍSLAND leikur í Finnlandi

7 okt. 2016KKÍ, finnska körfuknattleikssambandið og FIBA geta nú staðfest að Ísland mun leika í Finnlandi í Helsinki á lokamóti EM, EuroBasket 2017. Finnland gat sem gestgjafi eins riðilsins af fjórum, valið sér meðskipuleggjendur, að sínum riðli í Finnlandi og er nú staðfest að samningar hafa náðst milli Finnlands og Íslands. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir íslenska aðdáendur sem geta nú farið að skipuleggja ferðir á mótið næsta haust. Miðasalan mun hefjast á tix.is á þriðjudaginn 11. október kl. 10:00.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tvíhöfði á Stöð 2 Sport, tveir leikir í beinni!

7 okt. 2016Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild karla og verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla hefst í kvöld · Tveir leikir kl. 18:00

6 okt. 2016Í kvöld er komið að upphafi Domino's deildar karla tímabilið 2016-2017 en þá fara fram tveir leikir kl. 18:00. Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðanefndar í kærumáli

6 okt. 2016Aga- og úrskurðarnefnd hefur haft eitt mál til umfjöllunar í kærumáli milli ÍR og Hauka vegna félagaskiptaágreinings og er eftirfarandi niðurstaða málsins.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna hefst í kvöld · Skallagrímur-Snæfell beint á Stöð 2 Sport

5 okt. 2016Í kvöld er komið að því að Domino's deild kvenna tímablið 2016-2017 hefjist og verður leikin heil umferð í kvöld. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og verða þeir allir í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. Stöð 2 Sport mun svo sýna beint frá leik nýliða Skallagríms og íslandsmeistara Snæfells, en báðum liðum er spáð góðu gengi á tímabilinu.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar kynntar til leiks · Spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir tímabilið

3 okt. 2016Domino's deildirnar voru kynntar til leiks í dag á blaðamannafundi í hádeginu. Kynnt var hin árlega spá liðanna fyrir komandi tímabil og þar eru Snæfell hjá konum og Stjörnunni hjá körlum spáð titlinum.Meira
Mynd með frétt

Blaðamannafundur Domino's og KKÍ í dag

3 okt. 2016Í dag kl. 12:00 verður haldinn kynningarfundur fyrir Domino's deildirnar sem nú eru að hefjast. Þar verða þjálfarar allra liða og leikmenn frá hverju liði til taks.Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2016 · Snæfell kvenna og Þór Þorlákshöfn karla

3 okt. 2016Í gær fóru fram hinir árlegu leikir Meistarar meistaranna þar sem íslandsmeistarar mæta bikarmeisturum síðasta árs. Að þessu sinni var leikið í DHL-höllinni á heimavelli Íslandsmeistara KR og mættust Snæfell og Grindavík hjá konum og KR og Þór Þorlákshöfn hjá körlum.Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2016 - Ágóði leikjanna rennur í minningarsjóð Ölla

29 sep. 2016Á sunnudaginn kemur, 2. október, er komið að hinum árlegu leikjum íslandsmeistara og bikarmeistara karla og kvenna frá síðasta keppnistímabili. Leikið verður að þessu sinni á heimavelli íslandsmeistara karla og fara leikirnir því fram í DHL-höll KR-inga. Meira
Mynd með frétt

FIBA hefur gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017

22 sep. 2016FIBA hefur gefið út styrkleikaröðun liða fyrir EuroBasket 2017 og er Ísland er þar í 21. sæti af 24 þjóðum. Ísland var fyrir EuroBasket 2015 í sæti 23 af 24 þátttökuþjóðum en það er árangur liða í undankeppninni sem ræður röðun liða. Eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki (sex flokkar) leika saman í fjórum riðlum á EuroBasket 2017.Meira
Mynd með frétt

Haustfjarnám 2016 · Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ

21 sep. 2016Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 26. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur og gildir námið jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Meira
Mynd með frétt

Unglingadómaranámskeið

20 sep. 2016Á næstunni mun KKÍ fara af stað með unglingadómaranámskeið fyrir leikmenn 10. flokks. Námskeiðin munu fara fram innanbúðar hjá hverju félagi, eftir því sem hægt er, og verður hvert námskeið fyrir bæði stúlkur og drengi. Er námskeiðið aðildarfélögum að kostnaðarlausu.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Dregið í riðla 22. nóvember

19 sep. 2016Ísland verður meðal 24 bestu þjóða Evrópu í körfuknattleik karla næsta haust en þetta var staðfest á laugardaginn þegar liðið tryggði sæti sitt á lokamótinu, EuroBasket 2017 með sigri á landsliði Belga í Laugardalshöll. Þar með endaði Ísland í 2. sæti síns riðils og með næst besta árangurinn af þeim fjórum liðum sem fóru áfram með því að lenda í öðru sæti í undankeppninni.Meira
Mynd með frétt

Ísland komið á lokamót EM, EuroBasket 2017 í annað sinn!

17 sep. 201617. september er dagurinn sem markar söguleg tímamót í sögu Körfuknattleikssambands Íslands en í kvöld tryggði karla landsliðið sér sæti á lokamóti EM á næsta ári, EuroBasket 2017. Ísland tók þátt á síðasta lokamóti 2015 í Berlín og því er þetta í annað skipti í röð sem Ísland tekur þátt á stórasviðinu.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Úrslitastund! ÍSLAND-BELGÍA í dag kl. 16:00

17 sep. 2016Í dag er komið að síðasta leikdegi í undankeppni EuroBasket 2017, lokakeppni EM. Íslenska liðið tekur á móti liði Belga og hefst leikurinn kl. 16:00 í Laugardalshöllinni. Ísland þarf að sækja sigur til að reyna að tryggja sæti sitt á lokamótinu á næsta ári og þess sem úrslit úr öðrum leikjum og riðlum þurfa að vera Íslandi í hag.Meira
Mynd með frétt

Tölfræðilegar vangaveltur um möguleika Íslands

15 sep. 2016Það er óhætt að segja að staða Íslands fyrir lokaleikinn við Belga á laugardag sé flókin. Margir velta fyrir sér hverjir möguleikar Íslands eru og ekki allir sem treysta sér í að rýna í það. KKÍ ætlar hér að reyna að gefa eins glögga mynd og hægt er en óhætt er að segja að það eru mörg EF inn í þessu. Auðveldast er að segja að Ísland verður að vinna og þá er málið dautt, það er því um að gera að drífa sig inn á tix.is, kaupa miða og mæta í stuði á laugardaginn í Laugardalshöllina og hvetja strákan til dáða.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Sigur á Kýpur í kvöld · Lokaleikurinn á laugardaginn

14 sep. 2016Ísland vann í kvöld sannfærandi sigur á Kýpur í seinni leik liðanna sem fór fram á heimavelli Íslands. LokatölurMeira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmir í Lúxemborg

14 sep. 2016Sigmundur Már Herbertsson dæmir í kvöld leik Lúxemborg og Ungverjalands í G riðli undankeppni EuroBasket 2017.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira