7 okt. 2016KKÍ, finnska körfuknattleikssambandið og FIBA geta nú staðfest að Ísland mun leika í Finnlandi í Helsinki á lokamóti EM, EuroBasket 2017.
Finnland gat sem gestgjafi eins riðilsins af fjórum, valið sér meðskipuleggjendur, að sínum riðli í Finnlandi og er nú staðfest að samningar hafa náðst milli Finnlands og Íslands. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir íslenska aðdáendur sem geta nú farið að skipuleggja ferðir á mótið næsta haust.
Miðasalan mun hefjast á tix.is á þriðjudaginn 11. október kl. 10:00.
Meira