23 mar. 2017Nýtt merki Heimsmeistarakeppninnar 2019, eða FIBA Basketball World Cup 2019, var kynnt til leiks á laugardaginn var. Merki keppninnar er hannað með áhrifum frá óperuhúsi Bejing, einu helsta menningar kennileiti Kína, og táknar arfleið hinna sterku. Litirnir vísa í hina litríku andlitsmálningu sem leikar nota og túlka persónueinkenni eins og þekkingu, stöðuleika, kraft og fullkomnun í leik sínum, hluti sem sannir sigurvegarar á körfuboltavellinum þurfa að búa yfir.
Keppnisleikir á mótinu mun einnig verða líkt við hið kínverska menningartákn „Hinna tveggja fljúgandi dreka” í leit sinni að „skínandi perlu“ sem er skýrskot í sjálfan bikarinn sem sigurvegararnir munu fá í mótslok.
Heimsmeistarakeppnin fer fram 31. ágúst til 15. september árið 2019 þar sem 32-lið munu keppa um titilinn. Keppt verður í átta borgum í Kína, í Beijing, Foshan, Wuhan, Shenzhen, Dongguan, Nanjing, Shanghai og Guangzhou.
Næsta skrefið í vegferðinni til Kína er drátturinn í riðla en hann mun fara fram 7. maí. og þar verður Ísland í pottinum og fær þrjú önnur lönd með sér í riðil í fyrstu umferð keppninnar. Þrjú efstu í riðlinum fara svo áfram í umferð tvö í nýjan riðil.
Fyrsti leikgluggi keppninnar verður svo dagana 20.-28. nóvember í lok ársins.
#FIBAWC2019 #RoadToChina