Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Ein breyting á liði Íslands: Ísland-Portúgal í kvöld

23 nóv. 2016Ísland mætir Portúgal í kvöld í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2017. Stelpurnar eru búnar að spila fimm leiki og eru með einn sigur úr þessum leikjum eins og Portúgal. Liðið sem vinnur í kvöld tekur þriðja sætið í riðlinum. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Riðill Íslands klár!

22 nóv. 2016Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir lokamót EM karla í körfuknattleik eða EuroBasket2017. Drátturinn fór fram í Istanbúl í Tyrklandi þar sem úrslitin fara fram í keppninni. Ísland var fyrir dráttinn í riðli með Finnlandi en nú er ljóst að hin liðin fjögur sem leika í A-riðli eru Frakkland, Grikkland, Slóvenía og Pólland.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Dregið í dag - Fylgist með í beinni á netinu

22 nóv. 2016Í dag 22. nóvember er komið að stóru stundinni þegar dregið verður í riðla fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017, hjá landsliði karla, en dregið verður kl. 14:00 að íslenskum tíma. Ísland leikur eins og alþjóð veit í annað skipti í sögu KKÍ á lokamóti Evrópumótsins og mun leika í Finnlandi í byrjun september á næsta ári. Miðasala á leiki Íslands fer fram á www.tix.is.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Ísland-Portúgal annað kvöld

22 nóv. 2016Á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember, leikur íslenska A-landslið kvenna gegn Portúgal í Laugardalshöllinni í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður sýndur í beinni á RÚV. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Dregið í riðla á morgun þriðjudag

21 nóv. 2016Á morgun þriðjudaginn 22. nóvember er komið að stóru stundinni þegar dregið verður í riðla fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017, hjá landsliði karla, en dregið verður kl. 14:00 að íslenskum tíma. Ísland leikur eins og alþjóð veit í annað skipti í sögu KKÍ á lokamóti Evrópumótsins og mun leika í Finnlandi í byrjun september á næsta ári. Miðasala á leiki Íslands fer fram á www.tix.is. Drátturinn fer fram í Istanbul í Tyrklandi og verða fulltrúar KKÍ viðstaddir ásamt fulltrúum allra landanna 24 sem taka þátt á EM. Hefð er fyrir því að það land sem mun hýsa úrslitakeppnina sjái um dráttinn en slíkt var gert í Frakklandi fyrir árið 2015.Meira
Mynd með frétt

A-landslið kvenna: Ívar Ásgrímsson endurráðinn til næstu 2 ára

21 nóv. 2016Stjórn KKÍ hefur gert nýjan samning við Ívar Ásgrímsson, þjálfara A-landsliðs kvenna, til næstu tveggja ára, eða fram yfir EuroBasket 2019. Auk þess að vera aðalþjálfari liðsins mun Ívar taka þátt í að móta enn frekar stefnu A-liðsins og markmiðasetningu til næstu ára í samráði við stjórn og afreksnefnd KKÍ. Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Ísland-Porgúal á miðvikudaginn · Miðasala á tix.is

21 nóv. 2016Á miðvikudaginn kemur, 23. nóvember, leikur íslenska A-landslið kvenna gegn Portúgal í Laugardalshöllinni í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður sýndur í beinni á RÚV. Miðasala er hafin á tix.is á leikinn en KKÍ hvetur körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja við bakið á stelpunum í Höllinni. Meira
Mynd með frétt

Landsliðið á heimleið í dag · Ísland-Portúgal á miðvikudaginn

20 nóv. 2016Íslenska kvennalandsliðið ferðast heim í dag frá Slóvakíu og kemur heim seinnipartinn og hefst þá undirbúningurinn fyrir síðasta leik liðsins í undankeppninni sem er gegn Portúgal.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Tap í Slóvakíu · Næsti leikur heima á miðvikudaginn

19 nóv. 2016Íslenska kvennalandsliðið lék í kvöld gegn landsliði Slóvakíu á útivelli í undankeppni EM, EuroBasket Women 2017. Heimakonur unnu sannfærandi sigur á okkar liði 86:40Meira
Mynd með frétt

Slóvakía - Ísland í undankeppni EM kvenna í beinni á RÚV

18 nóv. 2016Íslenska kvennalandsliðið mætir Slóvakíu laugardaginn 19. nóvember klukkan 17:00.Meira
Mynd með frétt

Ísland-Portúgal: Miðaafhending til korthafa fer fram föstudaginn 18. nóvember

18 nóv. 2016Á miðvikudaginn 23. nóvember fer fram landsleikur Íslands-Portúgals í undankeppni EM kvenna 2017. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 19:30. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir leikinn því ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana fyrir úrslitaleikina í eigin persónu föstudaginn 18. nóvember á skrifstofu KKÍ á milli 09:00 og 16:00.​ Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tvíhöfði á Stöð 2 Sport

18 nóv. 2016Domino’s deild karla býður upp á þrjá leiki í kvöld, föstudaginn 18. nóvember, og verður Stöð 2 Sport með tvær beinar útsendingar í kvöld frá tveim leikjum og gerir svo upp umferðirnar í deildum karla og kvenna í þættinum Körfuboltakvöld.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 17.11.16

17 nóv. 2016Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál fyrir í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Tvö dómaranámskeið dagana 25.-27. nóvember

17 nóv. 2016KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á tveimur stöðum, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í Reykjanesbæ, frá föstudegi til sunnudags, dagana 25.-27. nóvember 2016. Athygli er vakin á að námskeiðin verða ekki í fjarnámi, heldur fer bóklegi hlutinn fram í kennslustofu. Verklegi hlutinn verður eftir sem áður í íþróttasal.Meira
Mynd með frétt

ÍR-KR í beinni: Fjórir af sex leikjum umferðarinnar í beinni

17 nóv. 2016Meira
Mynd með frétt

Stjarnan-Tindastól frestað

17 nóv. 2016Búið er að fresta leik Stjörnunnar og Tindastóls vegna veðurs og fer hann fram á morgun kl. 18:00.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld

17 nóv. 2016Í Domino’s deild karla í kvöld fara fram þrír leikir sem hefjast kl. 19:15. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna ferðast til Slóvakíu í dag

17 nóv. 2016Í morgun lagði íslenska kvennalandsliðið af stað til Slóvakíu þar sem þau koma á áfanga stað um kl. 16:00 í dag. Liðið dvelur í borginni Pieštany þar sem leikurinn fer fram á laugardaginn kl. 16:00 að íslenskum tíma. Dagurinn á morgun fer í æfingar og hvíld. RÚV sýnir beint frá leikum ytra á laugardaginn. Meira
Mynd með frétt

Njarðvík-Haukar í Domino's deild karla í kvöld · Beint á Stöð 2 Sport

16 nóv. 2016Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla en þá koma Haukar í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. Fylgist með umræðunni á twitter undir #korfubolti og #dominos365.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · 12 manna lið Íslands gegn Slóvakíu

16 nóv. 2016Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið 12 manna landslið kvenna fyrir útileikinn gegn Slóvakíu sem fram fer á laugardaginn kemur 19. nóvember. Liðið æfir tvisvar í dag og heldur að utan í fyrramálið. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 16:00 að íslenskum tíma. Landslið Íslands gegn Slóvakíu:​Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira