Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

U20 ára karla · Mót í Laugardalshöllinni 19.-21. júní

14 jún. 2017Á mánudaginn kemur mun U20 lið karla taka á móti þremur liðum hér á Íslandi og munu þau etja kappi á æfingamóti sem fram fer í Laugardalshöllinni. Liðin sem koma til landsins eru U20 lið Finnlands, Svíþjóðar og Ísraels. Leiknir verða tveir leikir á dag kl. 17 og kl. 20 og verður leikur Íslands alltaf kvöldleikur hvers leikdags. Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2017

13 jún. 2017Búið er að velja lokahóp U20 landsliðs karla fyrir sumarið en framundan er eitt stærsta verkefni yngri landsliða KKÍ frá upphafi þegar þeir fara á lokamót EM, A-deild U20 liða, í fyrsta sinn í íslenskri körfuboltasögu.​ Strákarnir hafa verið við æfingar að undanförnu og var hluti þeirra einnig í landsliði karla á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Meira
Mynd með frétt

3X3 körfubolti verður ólympíugrein í Tokyo 2020

13 jún. 2017Alþjóða Ólympíunefndin nýverið að 3X3 körfubolti verður Ólympíugrein á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Þá verða átta karlalið í keppninni og átta kvennalið. Keppt var í fyrsta sinn alþjóðlega í 3X3 körfubolta á Ólympíuhátíð æskunnar árið 2010 í Singapúr. Meira
Mynd með frétt

Dagatal yngri flokka veturinn 2017-18

10 jún. 2017Á vefinn er komið dagatal yngri flokka fyrir næsta vetur.Meira
Mynd með frétt

Írland-Ísland: Landslið kvenna gegn Írum í dag kl. 16

10 jún. 2017Landslið kvenna, vináttulandsleikur. Seinni leikur liðanna í dag kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið verður í Dublin.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna á Írlandi: Sigur í fyrri leiknum

9 jún. 2017Landslið kvenna vann Írland í kvöld, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem spilaðir eru á Írlandi. Leikurinn í kvöld var í Cork og fór 69:63 fyrir Íslandi en staðan í hálfleik var 28:27 fyrir okkar stelpum.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Írland-Ísland í kvöld í fyrri leik liðanna

9 jún. 2017Landslið kvenna mætir landsliði Írlands í kvöld kl. 18:30 að íslenskum tíma í fyrri leik liðanna í þessari vináttuheimsókn okkar til Írlands. Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna á Írlandi · 2 æfingaleikir um helgina

8 jún. 2017Landslið kvenna hélt í morgun til Írlands í boði írska sambandins og mun leika tvo vináttulandsleiki við landslið þeirra. Stelpurnar eru nýkomnar frá Smáþjóðaleikunum og verður þetta síðasta verkefnið þeirra þangað til í haust. Þá mun liðið æfa síðar í sumar á nokkrum æfingahelgum. Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon eru þjálfarar og gerðu þeir fimm breytingar frá hópnum á Smáþjóðaleikunum.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Konurnar í 2. sæti og karlarnir í 3. sæti

3 jún. 2017Nú er keppni á Smáþjóðaleikunum 2017 lokið í San Marínó og bara lokahátíðin eftir í kvöld. Strákarnir töpuðu í dag fyrir Svartfjallalandi og urðu lokatölur 61:86. Lokastaðan í keppni karla var því þannig að Kýpur unnu leikana, Svartfjallaland varð í öðru sæti og Ísland í þriðja og fengu strákarnir brons. Stelpurnar tryggðu sér með sigri á Lúxemborg silfrið þar sem Malta vann alla leikina sína þrjá og Lúxemborg varð í þriðja sæti.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Lokakeppnisdagurinn í San Marino

3 jún. 2017Í dag mæta strákarnir okkar í sínu síðasta leik á mótinu sterku liði Svartfjallalands kl. 13:00 að ísl. tíma. Í kjölfarið verður verðlaunaafhending í keppni karla og kvenna. Þar eru stelpurnar með silfur og svo skýrist í lok leiks í dag hvar strákarnir lenda.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Samantekt fjórða keppnisdagsins

2 jún. 2017Í dag léku bæði liðin okkar gegn Lúxemborg í lokaleik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marino. Virkilega flottur sigur hjá okkar stelpum en þær hafa tapað fyrir Lúxemborg á síðustu þrem Smáþjóðaleikum. Þetta eru fimmtu silfurverðlaun Íslands í röð og spurning hvort að við náum gulli í Svartfjallalandi 2019 en þar verða næstu leikar haldnir. Lokatölur 44:59.Meira
Mynd með frétt

Gatorade-búðirnar 2017

2 jún. 2017Gatorate körfuboltabúðirnar árlegu fara fram í Valshöllinni að Hlíðarenda þann 6. til 9. júní 2017. Þetta er 16. árið í röð sem búðirnar fara fram en það er Ágúst S. Björgvinsson þjálfari karlaliðs Vals sem er yfirþjálfari að vanda. Búðirnar í ár eru frá þriðjudegi 6. júní til föstudagsins 9. júní næstkomandi, en þær eru hugsaðar fyrir áhugasama körfuboltastráka og körfuboltastelpur á aldrinum 12 til 18 ára.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltabúðir Jóns Arnórs

2 jún. 2017Dagana 12.-16. júní stendur Jón Arnór Stefánsson fyrir körfuboltabúðum fyrir stelpur og stráka fædd á árunum 2001-2007. Þjálfarar með Jóni Arnóri verða Benedikt Guðmundsson og Halldór Karl Þórsson.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Leikir dagsins föstudaginn 2. júní

2 jún. 2017Þessa stundina eru íslensku stelpurnar okkar á leiðinni niður frá hóteli í íþróttahúsið þar sem þær hefja undirbúning fyrir leik dagsins. Hann byrjar kl. 10:30 að íslenskum tíma en það er leikurinn sem var færður í upphafi móts aftur á daginn í dag vegna aðstæðnanna sem sköpuðust við ferðalagið á leikana. Leikurinn í dag er hreinn úrslitaleikur um annað sætið á mótinu og þar með silfrið. Malta hefur unnið alla leiki sína á mótinu og þar með gullið.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Samantekt þriðja keppnisdagsins

1 jún. 2017Í dag léku bæði liðin okkar sitthvorn leikinn og fóru leikar þannig að strákarnir okkar töpuðu í dag fyrir Andorra í sínum þriðja leik á Smáþjóðaleikunum 2017 á meðan stelpurnar unnu sinn leik. Meira
Mynd með frétt

Kristinn Óskarsson endurnýjar dómaraleiðbeinendaréttindin

1 jún. 2017Kristinn Óskarsson var á dögunum í Zagreb í Króatíu þar sem hann endurnýjaði réttindi sín sem dómaraleiðbeinandi.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Leikir dagsins fimmtudaginn 1. júní

1 jún. 2017Í dag er komið að þriðja keppnisdeginum á Smáþjóðaleikunum og eiga bæði liðin okkar leik í dag. Leikir dagsins: Landslið karla mætir Andorra kl. 13:00 að íslenskum tíma. Landslið kvenna mætir Kýpur kl. 15:30 að íslenskum tíma. Lifandi tölfræði og útsendingar: Lifandi tölfræði frá öllum leikjum er að finna á www.statbasket.it Dagskrá og úrslit og liðsskipan liða karla og kvenna er að finna á slóðinni www.sanmarino2017.sm/en/live-score/Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Samantekt annars keppnisdags

31 maí 2017Keppni í körfuknattleik á Smáþjóðaleikunum bauð upp á tvo leiki í dag, einn hjá stelpunum og einn hjá strákunum. Stelpurnar okkar léku sinn fyrsta leik á mótinu og mættu Möltu í dag. Í fyrsta leikhluta náði Malta forskoti sem þær létu ekki af hendi og unnu öruggan sigur liðinu okkar, lokatölur 49:68. Stelpurnar okkar eru staðráðnar að sína sitt rétta andlit á morgun. Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 23.5.2017

31 maí 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2017 · Miðvikudagurinn 31. maí (Dagur 2)

31 maí 2017Í dag er komið að öðrum keppnisdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum 2017. Landslið kvenna mætir Möltu kl. 13:00 að íslenskum tíma. Malta lék í gær gegn Kýpur og vann öruggan sigur. Landslið karla mætir heimamönnum San Marínó kl. 18:00 að íslenskum tíma. San Marínó tapaði í gær fyrir Andorra. Mjög líklegt er að leikurinn sé sýndur á RTV San Marino sjónvarpsstöðinni og hægt er að finna link frá því í gær á netútsendingu á facebook.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira