Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Njarðvík-KR í Domino's deild karla í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

24 feb. 2017Leikur kvöldsins í Domino's deild karla er viðureign Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni og verður Stöð 2 Sport á staðnum og sýnir beint frá leiknum kl. 20:00. Strax á eftir kl. 22:00 verður svo Körfuboltakvöld á dagskránni þar sem farið verður yfir gang mála í Domino's deildunum. Leikur kvöldsins: 🏀 Njarðvík-KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Lifandi tölfræði á kki.is. Fylgist með á twitter og takið þátt í umræðunni undir #korfubolti og #dominos365 Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · KEF-HAU í beinni á Stöð 2 Sport

23 feb. 2017Í kvöld verða fimm leikir á dagskránni í Domino's deild karla og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Leikir kvöldsins: Keflavík-Haukar · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Stjarnan-Skallagrímur Snæfell-Grindavík ÍR-Þór Akureyri Tindastóll-Þór Þorlákshöfn ​ Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 22.02.17

22 feb. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Stjarnan - Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport

22 feb. 2017Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar fjórir leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði og sýnir beint leik Stjörnunnar og Skallagríms. Leikir kvöldsins:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · GRI-KEF í beinni á Stöð 2 Sport

19 feb. 2017Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Grindavík og sýnir beint frá leik Grindavíkur og Keflavíkur. Leikir kvöldsins kl. 19:15: 🏀 Grindavík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KR-ÍR 🏀 Haukar-Njarðvík 🏀 Skallagrímur-Snæfell 🏀 Þór Þ.-Þór Ak. Lifandi tölfræði frá öllum leikjum á kki.is. ​ #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Skallagrímur-Snæfell sýndur beint á Stöð 2 Sport

18 feb. 2017Í dag fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna. Stöð 2 Sport sýnir beint frá toppslag Skallagríms og Snæfells. Leikir dagsins:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Þór Ak.-KR í beinni á Stöð 2 Sport

17 feb. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Akureyri frá leik Þórs Ak. og KR. Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi þar sem farið verður yfir gang mála í Domino's deildunum.Meira
Mynd með frétt

Þórdís og Kolbrún heiðursgestir KKÍ

16 feb. 2017Á úrslitaleikjum Maltbikars karla og kvenna voru þær Þórdís Kristjánsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir(Dolla) heiðursgestir KKÍ. Þær Þórdís og Kolbrún skipa merkan sess í sögu KKÍ en þær eru fyrstu og einu konurnar sem hafa gegnt stöðu formanns, Þórdís, og framkvæmdastjóra, Kolbrún.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Stjarnan-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

16 feb. 2017Í kvöld hefst Domino's deild karla að nýju eftir bikarhlé og verða fjórir leikir á dagskránni kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði í Garðabæ og sýnir beint leik Stjörnunnar og Þórs Þ. Meira
Mynd með frétt

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í febrúar úr Domino's deildunum

15 feb. 2017Stöð 2 Sport mun sýna frá fjölmörgum leikjum í Domino's deildum karla og kvenna í febrúar og hér fyrir neðan er listi yfir allt sjónvarpsleiki sem settir hafa verið á dagskrá (með fyrirvara um breytingar).Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 15.02.2017

15 feb. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Heil umferð í Domino's deild kvenna í kvöld

15 feb. 2017Í kvöld fer Domino's deild kvenna af stað aftur eftir Bikarhelgina og fara fram fjórir leikir í kvöld. Stöð 2 Sport verður í TM höllinni í Keflavík og sýnir frá leik nýkrýndra bikarmeistara Keflavíkur og íslandsmeistara Snæfells kl. 19:15. Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Bikarmeistarar 2017

14 feb. 2017Yfir helgina voru leiknir níu bikarúrslitaleikir í öllum flokkum í glæsilegri umgjörð KKÍ í Laugardalshöllinni. Margir skemmtilegir leikir litu dagsins ljós og voru allir leikirnir sendir út annaðhvort beint á RÚV í sjónvarpinu eða á netinu á ruv.is. Eftirfarandi lið urðu Maltbikarmeistarar 2017 og óskar KKÍ öllum liðunum sem tóku þátt í úrslitaleikjunum, bæði leikmönnum og þjálfurum til hamingju með árangurinn. Meira
Mynd með frétt

Að lokinni Maltbikarhelgi 2017

13 feb. 2017Bikarkeppni KKÍ, Maltbikarinn lauk nú um helgina. Maltbikarinn var haldinn með breyttu fyrirkomulagi þetta árið og voru undanúrslit meistaraflokkanna haldin í Laugardalshöll ásamt úrslitum í öllum flokkum. Það má því segja að um sannkallaða körfubolta hátíð hafi verið að ræða sem stóð frá miðvikudegi til sunnudags. Þetta fyrirkomulag þótti heppnast mjög vel í alla staði.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Úrslit yngri flokka í dag sunnudaginn 12. febrúar

12 feb. 2017Í dag fara fram síðustu fimm úrslitaleikir Maltbikarsins, bikarkeppni KKÍ, sem leiknir verða í Laugardalshöllinni. Allir leikir dagsins verða sýndir beint. Fyrstu tveir leikir dagsins verða á netinu á ruv.is. RÚV mun svo sýna í sjónvarpinu úrslitaleikir Unglingaflokka karla og kvenna og að lokum verður síðasti leikur dagsins sýndur ruv.is. ​ Sunnudagur 12. febrúar · Dagskráin: Kl. 09:45 · 9. flokkur drengja · Valur-Vestri ruv.is Kl. 11:45 · 10. flokkur drengja · Þór Ak.-Stjarnan ruv.is Kl. 13:45 · Unglingaflokkur kvenna · Keflavík-Haukar RÚV Kl. 16:00 · Unglingaflokkur karla · Tindastóll-KR RÚV Kl. 18:15 · 9. flokkur stúlkna · Grindavík-Keflavík ruv.is Aðgangur er ókeypis og eru körfuknattleiksaðdáendur hvattir til að koma og njóta veislunnar í dag og kvöld. #maltbikarinn Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Úrslit yngri flokka hefjast í dag

10 feb. 2017Í kvöld hefjast bikarúrslit yngri flokka en leikið verður til úrslita í 10. flokki stúlkna og í Drengjaflokki. Leikið veðrur í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð. Úrslit yngri flokka halda svo áfram á sunnudaginn kemur. Leikir kvöldsins eru: Föstudagur 10. febrúar Kl. 18.00 · 10. flokkur stúlkna · Keflavík-Njarðvík Kl. 20.00 · Drengjaflokkur · KR-Stjarnan Báðir leikirnir verða í beinni á netinu á ruv.is. #maltbikarinnMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Úrslitaleikir karla og kvenna laugardag

10 feb. 2017Nú er orðið ljóst hvaða lið munu leika til úrslita í Maltbikarnum, bikarkeppni KKÍ, árið 2017 en undanúrslitunum lauk í gær. Hjá konunum verða það Keflavík og Skallagrímur sem munu leika til úrslita í Laugardalshöllinni kl. 13:30 og hjá körlum verða það KR og Þór Þ. sem munu mætastMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslit karla í dag

9 feb. 2017Í dag verður leikið í undanúrslitum Maltbikars karla í Laugardalshöllinni. Tveir leikir fara fram og munu sigurvegarar þeirra mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur kl. 16:30 í Höllinni. Leikirnir: Fyrri undanúrslitaleikur dagsins er viðureign Vals og KR​ sem hefst kl. 17:00. Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Þórs Þ. og Grindavíkur sem hefst kl. 20:00. RÚV sýnir beint frá fyrri leiknum í sjónvarpinu á aðalrás sinni og seinni leiknum á RÚV2. Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum á kki.is Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslit kvenna í dag

8 feb. 2017Í dag verður leikið í undanúrslitum Maltbikars kvenna í Laugardalshöllinni. Tveir leikir fara fram og munu sigurvegarar þeirra mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur kl. 13:30 í Höllinni. Leikirnir: Fyrri undanúrslitaleikur dagsins er viðureign Keflavíkur og Hauka sem hefst kl. 17:00. Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Skallagríms og Snæfells sem hefst kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Bikartitlar félaganna

7 feb. 2017Á laugardaginn verða krýndir bikarmeistarar karla og kvenna. Hjá félögunnum sem taka þátt í undanúrslitunum hafa öll liðin orðið bikarmeistarar í sögunni fyrir utan eitt félag (Þór Þ.) en þeir léku til úrslita í fyrra og stefna á að endurskrifa sína sögu á fimmtudaginn þegar undanúrslitin hjá körlum fara fram. Undanúrslit kvenna fara fram á morgun miðvikudag kl. 17:00 og 20:00 í Laugardalshöllinni. Nýr farandbikar verður afhendur hjá konunum og því spennandi að sjá hvaða lið verður fyrst til að rita nafn sitt á hann. Bikar karla hefur safnað sögu síðan 1988 og stendur ennþá vel fyrir sínu. Miðasala á leikina fer fram á tix.is en selt er inn á hvern leik fyrir sig og er miðaverð 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16-6 ára krakka.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira