Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2017 · Fyrri helgi lokið í Dalhúsum

8 maí 2017Um helgina fór fram fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2017 og var hún leikin í umsjón Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Leikið var í undanúrslitum föstudag og laugardag og til úrslita í 9. flokki stúlkna, 9. flokki drengja, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna á sunnudaginn.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir HM karla 2019 í dag kl. 12:00 á hádegi

7 maí 2017Núna kl. 12:00 að íslenskum tíma er komið að stórri stund í körfuboltanum þegar karlalandsliðið okkar verður í fyrsta sinn í pottinum þegar dregið verður í undankeppni HM 2019 sem haldið verður í Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem undankeppni með þessu sniði er haldin og í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA. Ísland verður í riðli með þremur öðrum Evrópuþjóðum. Takist Íslandi að verða meðal þriggja efstu að loknum sex leikjum (leikið er heima og að heiman í nóv, feb og júní) fer liðið í aðra umferð undankeppninnar.Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ 2017 · Thelma Dís og Jón Arnór valin best

5 maí 2017Nú rétt í þessu voru verðlaun fyrir tímabilið 2016-2107 afhent á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu. Veitt voru hin ýmsu einstaklingsverðlaun leikmanna, þjálfara og dómara og úrvalslið Domino's deilda og 1. deilda karla og kvenna valin. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildunum sem kjósa ásamt nokkrum sérfræðingum að auki. Í Domino's deildunum voru þau Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík, og Jón Arnór Stefánsson, KR, valin bestu leikmenn ársins eða MVP. Jón Arnór var að hljóta verðlaunin í þriðja sinn á ferlinum (2002 og 2009 áður) en Thelma Dís er að hljóta þau í fyrsta sinn. Þess má geta að móðir Thelmu Dísar, Björg Hafsteinsdóttir, hlaut verðlaunin árið 1990, og því er Thelma Dís að feta í fótspor móður sinar. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjst í dag í Dalhúsum · Fyrri helgin 2017

5 maí 2017Í kvöld hefst fyrri úrslita helgi yngri flokka í Dalhúsum í Grafarvogi í umsjón Fjölnis. Leiknir verða undanúrslitaleiki í kvöld og á morgun og á sunnudaginn er komið að úrslitaleikjunum. Keppt verður til úrslita í 9. flokki drengja og stúlkna, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna um þessa helgi. Sýnt verður beint frá úrslitaleikjunum á sunnudaginn á YouTube-rás KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir HM karla í Kína 2019 á sunnudaginn

4 maí 2017Á sunnudagin kemur er komið að stórri stund í íslenzkum körfuknattleik þegar karlalandslið Íslands verður í fyrsta sinn í pottinum þegar dregið verður í undankeppni HM 2019 sem haldið verður í Kína.Meira
Mynd með frétt

FIBA þing sett á í Hong Kong

4 maí 2017Þessa dagana verður haldið FIBA þing og í nótt var þingið sett formlega. Þingið er haldið Hong Kong og mun standa yfir í tvo daga, 4. og 5. maí. ​ Fulltrúar 188 þjóða eru mættir til Hong Kong til að ræða málefni körfuboltans í heiminum. Fulltrúar KKÍ eru Hannes S. Jónsson, formaður, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdótttir, varaformaður. Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ · Föstudaginn 5. maí

3 maí 2017Föstudaginn 5. maí verður keppnistímabilið 2016-2017 gert upp með einstaklingsverðlaunum. Eins og síðustu tvö keppnistímabil verður tímabilið gert uppá annan máta. Í stað hefðbundins lokahófs á laugardagskvöldi verður létt hóf á föstudeginum þar sem vinningshöfum, forráðamönnum liða og fjölmiðlafólki verður boðið að mæta. Hófið verður í haldið úti á Granda, á Ægisgarði, Eyjaslóð 5, í Reykjavík og hefst það kl. 12:15.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2017

2 maí 2017Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari i 8. flokki drengja árið 2017. Úrslitamótið fór fram á Flúðum í umsjón Hrunamanna og léku með Stjörnunni lið Fjölnis sem varð í öðru sæti, Hrunamenn/Þór Þ., KR og Stjarnan-b. Meira
Mynd með frétt

Njarðvík Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna 2017

2 maí 2017Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna árið 2017. Stelpurnar í Njarðvík unnu 19 af 20 leikjum sínum í vetur og þar af alla leiki helgarinnar og stóðu því uppi sem sigurvegarar í mótslok.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: KR Íslandsmeistari 2017!

30 apr. 2017KR varð í kvöld Íslandsmeistari 2017 í Domino's deild karla eftir 95:56 sigur á Grindavík oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. KR vann því einvígið 3-2 og fengu titilinn afhendann í leikslok. ​ Hannes S. Jónsson afhendi fyrirliða KR, Brynjari Þór Björnssyni, Íslandsmeistarabikarinn en þetta er 16. íslandsmeistaratitill KR frá upphafi. Jón Arnór Stefánsson var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok.Meira
Mynd með frétt

Hverjir verða Íslandsmeistarar 2017? · Oddaleikur KR og Grindavíkur í kvöld

30 apr. 2017Í kvöld er komið að oddaleik um íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla, en þá verður leikinn hreinn úrslitaleikur um titilinn. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 og því stendur sigurvegari kvöldsins uppi sem Íslandsmeistari í körfuknattleik karla 2017. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 5.-7. maí

28 apr. 2017Dagskrá vegna fyrri helgi úrslita yngri flokka er klár. Leikið verður í Dalhúsum í umsjón Fjölnis. Helgina eftir klárast úrslit yngri flokka og þá verður leikið á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Dagskrá þeirrar helgar verður gefin út í næstu viku.Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ vegna oddaleiks KR og Grindavíkur

28 apr. 2017Vegna mikillar aðsóknar á oddaleik KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla þurfa þeir handhafar KKÍ korta sem ætla sér að sækja leikinn að ná sér í miða í DHL-höllinni fyrirfram. Meira
Mynd með frétt

Keflavík Íslandsmeistari 2017 í minnibolta stúlkna 11 ára

28 apr. 2017Keflavík varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna en þetta er fyrsti árgangurinn sem keppir um Íslandsmeistaratitilinn. Með Keflavík léku í A-riðli á lokamótinu Njarðvík, Þór Þ., Hrunamenn, Haukar-b og Stjarnan og unnu Keflavík alla leiki sína á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að öll mót vetrarins voru talin. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: ODDALEIKUR um titilinn á sunnudaginn!

27 apr. 2017Hreinan oddaleik þarf til að skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari 2017 í Domino's deildar karla! ​Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur 30. apríl kl. 19:15 í DHL-höllinni í Vesturbænum á heimavelli KR og verður sjónvarpað beint á Stöð 2 Sport! Þá verður leikinn 5. og síðasti leikurinn í lokaúrslitunum á milli KR og Grindavíkur. Staðan er 2-2 og leikið verður til þrautar og fer sigurvegari leiksins heim með Íslandsmeistarabikarinn.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2017 · Þingforsetar

27 apr. 2017Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram 22. apríl síðastliðin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var það vel sótt af félögunum og var góð þátttaka í þingsstörfum af hálfu þingfulltrúa þeirra.Meira
Mynd með frétt

Úrslit: Grindavík-KR í kvöld · Leikur 4

27 apr. 2017Grindavík og KR mætast í Mustad höllinni í Grindavík í kvöld kl. 19:15 í fjórða leik liðanna í úrslitum Domino's deildar karla. Stöð 2 Sport verður í Grindavík og sýnir beint frá leiknum. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Keflavík er Íslandsmeistari 2017!

26 apr. 2017Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari 2017 í Domino's deild kvenna eftir 70:50 sigur á Snæfell í lokaúrslitaleik fjögur. Keflavík vann því einvígið 3-1 og fengu titilinn afhendann í leikslok. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar kvenna: Keflavík-Snæfell · Leikur 4 í beinni á Stöð 2 Sport

26 apr. 2017Í kvöld er komið að fjórða leik úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna. Liðin mætast í TM höllinni í Keflavík og hefst leikurinn kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá leiknum.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2017 · Fyrri æfingahelgin 20.-21. maí

25 apr. 2017Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira