Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Heiðursveitingar á Körfuknattleiksþingi

25 apr. 2017Á Körfuknattleiksþinginu sem fram fór um síðastliðna helgi voru nokkrir aðilar heiðraðir fyrir sín störf, bæði fyrir KKÍ og svo ÍSÍ. Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 24.4.2017

24 apr. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum í dag.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir Íslandsmeistari 7. flokks drengja 2017

24 apr. 2017Loka fjölliðamótið í 7. flokki drengja fór fram í Dalhúsum um helgina og var niðurstaðan sú að Fjölnir varð Íslandsmeistari í mótslok. Í A-riðli á mótinu léku lið Fjölnis, Stjörnunnar, Breiðabliks, ÍR, Þór Akureyris og Njarðvíkur.Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar karla: KR-Grindavík í kvöld · Leikur 3

24 apr. 2017Í Domino's deild karla mætast í kvöld KR og Grindavík kl. 19:15 í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.​ Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR og með sigri í kvöld verða þeir krýndir Íslandsmeistari 2017. Ef Grindavík vinnur fer fjórði leikur liðanna fram í Grindavík á fimmtudaginn kemur 27. apríl. Meira
Mynd með frétt

Snæfell-Keflavík í kvöld í úrslitum Domino's deildar kvenna

23 apr. 2017Snæfell og Keflavík mætast í þriðja leiknum í kvöld í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna. Leikurinn fer fram í Stykkishólmi og hefst hann kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sýnir beint frá leiknum. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Keflavík. Nái Keflavík í sigur í kvöld verður liðið krýnt Íslandsmeistari 2017 en sigri Snæfell þá fer fjórði leikurinn fram í Keflavík á miðvikudaginn kemur þann 26. apríl.Meira
Mynd með frétt

52. Körfuknattleiksþingi lokið

22 apr. 2017Í dag fór fram 52. Körfuknattleiksþing KKÍ og fór þingið fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. Meira
Mynd með frétt

Ræða formanns frá 52. Körfuknattleiksþingi KKÍ

22 apr. 2017Hannes S. Jónsson, hélt ræðu rétt í þessu á Körfuknattleiksþinginu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.Meira
Mynd með frétt

52. Körfuknattleiksþing KKÍ haldið á morgun, laugardaginn 22. apríl

21 apr. 2017Laugardaginn 22. apríl fer fram Körfuknattleiksþing en það er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsölum á 3. hæð. Meira
Mynd með frétt

Úrslit: Grindavík-KR í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport

21 apr. 2017Í kvöld fer fram annar leikur lokaúrslita Domino's deildar karla þegar Grindavík og KR mætast í Mustad höllinni í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leikinn er 1-0 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum 2017.​Meira
Mynd með frétt

Keflavík-Snæfell · Leikur 2 í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld!

20 apr. 2017Í kvöld er komið að öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna. Keflavík vann fyrsta leik liðana og leiðir einvígið 1-0. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2017​!Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla og kvenna

19 apr. 2017Landsliðsþjálfarar U20 liðanna hafa valið þá leikmenn sem koma saman til áframhaldandi æfinga.Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deilda karla og kvenna hefjast í kvöld!

18 apr. 2017Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar úrslitaeinvígi í Domino's deildum karla og kvenna hefjast! Í Domino's deild karla mætast KR og Grindavík kl. 18:15 í DHL-höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik liðanna. Í Domino's deild kvenna mætast Snæfell og Keflavík kl. 20:00 í Stykkishólmi í sínum fyrsta leik. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Frestað í Stykkishólmi í dag - leikið á morgun

17 apr. 2017Fresta þarf leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino´s deildar kvenna í kvöld vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Meira
Mynd með frétt

Leikdagar í lokaúrslitum Domino's deildanna

15 apr. 2017Fyrstu leikirnir í lokaúrslitum Domino's deilda kvenna og karla hefjast 17. og 18. apríl, sem eru mánudagur annar dagur páska og þriðjudagur. Deildarmeistarar Snæfells og KR eiga fyrst heimaleiki í einvígunum og svo verður leikið til skiptist á heimavelli liðanna þar til þrír sigrar nást og íslandsmeistarabikararnir fara á loft.Meira
Mynd með frétt

Keflavík-Skallagrímur · Oddaleikur um sæti í lokaúrslitunum

13 apr. 2017Í kvöld fer fram hreinn úrslitaleikur milli Keflavíkur og Skallagríms sem mætast í oddaleik um sæti í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna í ár. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer hann fram í TM höllinni að Sunnubraut. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá leiknum.Meira
Mynd með frétt

Valur í Domino's deild karla að ári

12 apr. 2017Valur tryggði sér sigur í úrslitakeppni 1. deildar karla eftir oddaleik gegn Hamri og þar með sæti í Domino's deildinni að ári. Liðin mættust í hreinum úrslitaleik í lokaúrslitunum í kvöld sem fram fór í Valshöllinni. Leikurinn endaði 109:33 fyrir Val. Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2017 · Þinggögnin aðgengileg

12 apr. 2017Ársskýrsla KKÍ 2015-2017 ásamt þingtillögum fyrir Körfuknattleiksþingið 2017 er nú hægt að nálgast hérna á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Oddaleikur! Valur-Hamar kl. 18:00 í kvöld · Sýndur beint á RÚV2

12 apr. 2017Í kvöld verður leikinn hreinn úrslitaleikur um laust sæti í Domino's deild karla að ári! Valur og Hamar mætast í fimmta leik sínum í lokaúrslitum 1. deildar karla í Valshöllinni og hefst leikurinn kl. 18:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

Keflavík-KR í kvöld! Undanúrslit Domino's deildar karla

11 apr. 2017Keflavík og KR mætast í kvöld í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikið er í kvöld á heimavelli Kelfavíkur, í TM höllinni Sunnubraut, og hefst hann kl. 19:15. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin og mætir þar Grindavík.Meira
Mynd með frétt

KR-b Íslandsmeistari B-liða 2017

10 apr. 2017Á laugardaginn fór fram úrslitaleikur B-liða fram í Seljaskóla. Fjögur efstu B-liðin í 2. deildinni í vetur fóru í úrslit og léku Haukar-b og Fjölnir-b í undanúrslitunum og Njarðvík-b og KR-b í hinum undanúrslitaleiknum. Haukar-b og KR-b léku svo til úrslita í ár þar sem KR-b hafði sigur 69:83 og eru því meistarar B-liða árið 2017. KKÍ óskar KR-b til hamingju!Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira