Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino’s deild karla · Tindastóll-KR í beinni á Stöð 2 Sport

6 jan. 2017Domino’s deild karla er með tvo leiki á dagskránni í dag föstudaginn 6. janúar. Þór Þ. fær Grindavík í heimsókn yfir suðurstrandarveginn Þorlákshöfn og á Sauðárkróki mæta heimamenn, sem voru á toppnum um áramótin, íslandsmeisturum KR. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Tindastóls og KR kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið KKÍ 4.-5. febrúar

6 jan. 2017KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-5. febrúar 2017. Athygli er vakin á að þetta námskeið verður ekki í fjarnámi þar sem bóklegi hlutinn fer fram í kennslustofu. Verklegi hlutinn verður eftir sem áður í íþróttasal.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla hefst á ný í kvöld

5 jan. 2017Seinni hluti Domino's deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Á morgun föstudag eru svo síðustu tveir leikir umferðarinnar á dagskránni. Stöð 2 Sport verður í Keflavík í kvöld þar sem nágrannarnir mætast, Keflavík og Njarðvík, og sýnir beint frá leiknum kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

Þjálfaramenntun KKÍ · Fjarnám

4 jan. 2017Fjarnám þjálfaramenntunar Körfuknattleikssambands Íslands mun hefjast mánudaginn 23. janúar. Námið eru tvö námskeið þar sem kennt verður KKÍ þjálfari 1.b og 2.b. Meira
Mynd með frétt

Félagaskiptaglugginn opinn á ný út janúar · Nýjar verklagsreglur UTL vegna erlendra leikmanna

3 jan. 2017Félagaskiptaglugginn Félagskiptaglugginn er nú opinn frá 1. janúar til og með til miðnættis þriðjudagsins 31. janúar í öllum flokkum. Eftir 31. janúar eru félagskipti allra leikmanna (yngri sem erlendra) ekki heimil út tímabilið. ​ Nýjar verklagsreglur UTL vegna erlendra leikmanna KKÍ og UTL hafa á undanförnum árum unnið í sameiningu að bættum verklagsreglum innan hreyfingarinnar og afgreiðslu umsókna vegna erlendra leikmanna og hefur KKÍ verið í fararbroddi sérsambanda hvað það varðar. Síðasta vetur vann Alþingi að breytingum á lögum um útlendinga. KKÍ sendi inn breytingartillögu við lögin sem voru samþykkt, en breytingarnar fela í sér, að auðveldara er fyrir íþróttahreyfinguna að sækja um atvinnu- og dvalarleyfi en áður var.Meira
Mynd með frétt

Gleðilegt nýtt ár 2017

1 jan. 2017Körfuknattleikssamband Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem var að líða. Framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar í íslenskum körfuknattleik á árinu og óskar KKÍ öllum körfuknattleiksaðdáendum farsældar innan sem utan vallar á nýja árinu.Meira
Mynd með frétt

Martin í 9. sæti í kjöri íþróttamanns ársins

30 des. 2016Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Martin Hermannsson var á topp 10 í kjörinu í ár og var hann í 9. sæti að þessu sinni. Martin og Gunnhildur Gunnarsdóttir tóku við viðurkenningum í kvöld sem körfuknattleiksfólk ársins. Atkvæði í kjörinu 2016 skiptust eftirfarandi:​Meira
Mynd með frétt

Íþróttamaður ársins 2016 · Martin á topp 10

28 des. 2016Samtök íþróttafréttamanna hefur kunngjört hverjir eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins 2016, þjálfari ársins og lið ársins. Í körfuknattleik er Martin Hermannsson á topp 10 yfir þá einstaklinga sem hlutu flest atkvæði í kjörinu og kemur í ljós á morgun í hvaða sæti hann verður. Þá er karlalandsliðið í körfuknattleik tilnefnt sem lið ársins. 24 meðlimir samtakanna greiddu atkvæði í kjörinu. Kjörinu verður lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland í Hörpu sem fram fer á morgun, fimmtudagskvöldið 29. desember, í beinni útsendingu á RÚV.Meira
Mynd með frétt

Landsliðsæfingar yngri liða yfir jólin

27 des. 2016Æfingahópar yngri landsliðanna koma saman í fyrsta sinn til æfinga fyrir og milli jóla og nýárs. Átta lið munu æfa og eru æfingatímar liðanna hér fyrir neðan. KKÍ þakkar öllum félögunum, íþróttahúsum sveitarfélganna og umsjónarmönnum þeirra þeirra kærlega fyrir veitta aðstoð við að koma öllum æfingum liðanna fyrir hjá sér. Æfingatímar yngri liða - Desember 2016 ​Meira
Mynd með frétt

Gleðilega hátíð

23 des. 2016KKÍ óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 2017. KKÍ þakkar körfuknattleikshreyfingunni allri fyrir skemmtilegt og minnistætt ár 2016 og samstarfsaðilum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól!Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar 22.12.2016

22 des. 2016Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 í Helsinki · Pólland

22 des. 2016Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust. Liðið sem drógst í riðilinn úr 5. styrkleikaflokki er lið Póllands. Leikur Íslands og Póllands fer fram á öðrum leikdegi mótsins, laugardaginn 2. september. Ísland hefur 14 sinnum mætt Póllandi, nú síðast sumarið 2016 á æfingamóti í Austurríki og þar á undan á æfingamóti í Póllandi fyrir EuroBasket 2015, en í bæði skiptin vann Pólland. Í heildina standa leikar 11:3 fyrir Pólland í sögunni (21% sigurhlutfall Íslands). Meira
Mynd með frétt

Opnunartími skrifstofu KKÍ um jólin

22 des. 2016Á morgun á Þorláksmessu, 23. desember, verður skrifstofa KKÍ lokuð.Meira
Mynd með frétt

Bók Helga Jónasar · Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum yfir jólin

21 des. 2016Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður íslenska landsliðsins og atvinnumaður í körfubolta, hefur einbeitt sér að styrktarþjálfun á undanförnum árum. Hann er um þessar mundir að gefa út nýja bók sem á erindi við alla körfuknattleiksþjálfara en það er bókin „Little lessons about Basketball“.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 í Helsinki · Slóvenía

19 des. 2016Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust. Liðið sem drógst í riðilinn úr 4. styrkleikaflokki er lið Slóveníu. Leikur Íslands og Slóveníu fer fram á fjórða leikdegi þriðjudaginn 5. september. Ísland hefur þrívegis mætt Slóveníu, nú síðast sumarið 2016 á æfingamóti í Austurríki, og hefur Slóvenía unnið í öll skiptin (0% sigurhlutfall Íslands). Hinir leikirnir fóru fram árin 1999 og 2000 í undankeppni EM það árið. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í dag - Stjarnan-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

17 des. 2016Í dag fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna. Stöð 2 Sport sýnir beint frá nágrannaslag Stjörnunnar og Hauka frá Ásgarði í Garðabæ kl. 16:30.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar · Umferðarverðlaun fyrri hluta tímabilsins 2016-2017

16 des. 2016Stöð 2 Sport, KKÍ og Domino's verðlaunuðu í kvöld bestu leikmenn, þjálfara og dómara fyrir fyrri hluta Domino's deilda karla og kvenna á þessu keppnistímabili. Jólaþáttur Körfuboltakvölds var sendur beint út frá Hótel Borg þar sem farið var yfir síðustu umferð og verðlanahafar mættu og tóku við verðlaunum sínum. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar í kvöld:Meira
Mynd með frétt

Í kvöld: Einn leikur í Domino's deild kvenna og fjórir í 1. deild karla

16 des. 2016Í kvöld fer einn leikur fram í Domino's deild kvenna þegar Valur fær Keflavík í heimsókn í Valshöllina að Hlíðarenda kl. 18:00. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Körfuboltakvöld · Verðlaun afhent fyrir fyrri hluta tímabilsins af Stöð 2 Sport, KKÍ og Domino's

16 des. 2016Í kvöld kl. 22:00 verður Körfuboltakvöld í beinni útsendingu þar sem síðasta umferð verður gerð skil og að auki verða verðlaun afhent fyrir frammistöðu í fyrri hlutanum í deildinni í Domino's deildum karla og kvenna. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Tvíhöfði á Stöð 2 Sport

15 des. 2016Í Domino’s deild karla fer fram lokaumferðin fyrir áramót í kvöld með sex leikjum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum í kvöld. Fyrst frá leik Skallagríms og Grindavíkur kl. 19:15 og svo frá leik Stjörnunnar og KR kl. 20:00. Leikir kvöldsins:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira