Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Breiðablik komið í Domino's deild kvenna

31 mar. 2017Í kvöld fór fram oddaleikur á Akureyri milli Þórs Akureyri og Breiðabliks í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Staðan í einvíginu var 1-1 og því hreinn úrsllitaleikur um sætið í efstu deild að ári.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Stjarnan-Grindavík sýndur beint á Stöð 2 Sport

31 mar. 2017Í kvöld hefst undanúrslitaeinvígi Stjörnunnar og Grindavíkur í Domino's deild karla. Liðin mætast í Ásgarði í Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19:15. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár. Allt um einvígin í undanúrslitunum má nálgast á forsíðu KKÍ.is eða hérnaMeira
Mynd með frétt

Oddaleikur! Þór Akureyri-Breiðablik í 1. deild kvenna í kvöld

31 mar. 2017Í kvöld ræðst í hreinum úrslitaleik milli Þórs Akureyri og Breiðablik í 1. deild kvenna hvort liðið vinnur sér inn sæti í Domion's deildinni að ári. Liðin hafa unnið sitthvorn útileikinn og því þarf oddaleik til að skera úr um það hvort liðið fer upp um deild. Leikurinn fer fram í Síðuskóla á Akureyri og hefst hann kl. 19:30 í kvöld. Bein netútsending verður á thorsport.is og lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. Meira
Mynd með frétt

1. deild karla: Úrslit · Valur-Hamar

30 mar. 2017Í kvöld er komið að fyrsta leiknum í úrslitum 1. deildar karla en þar mætast Valur og Hamar og fer fyrsti leikurinn fram í Valshöllinni í kvöld kl. 19:30. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur í Domino's deildinni á næsta ári!Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla hefjast í kvöld · KR-Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport

30 mar. 2017Undanúrslit Domino's deildar karla hefjast í kvöld með fyrsta leiknum í einvígi KR og Keflavíkur. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár. Liðin mætast í DHL-höllinni í kvöld kl. 19:15 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræðin verður á sýnum stað á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Keflavík-Skallagrímur í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

29 mar. 2017Í kvöld er komið að fyrsta leik Keflavíkur og Skallagríms í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Liðin mætast í TM höllinni í Keflavík kl. 19:15 og verður bein útsending frá leiknum á Stöð 2 Sport. 🍕Domino’s deild kvenna 🏆Undanúrslit 🏀 Keflavík-Skallagrímur ➡️ TM höllin ⏰ 19:15 · Leikur 1 📺 Sýndur beint á @St2Sport #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Breiðablik-Þór Akureyri í kvöld

28 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar kvenna hófst á sunnudaginn með fyrsta leik Þórs Akureyri og Breiðablik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Þar höfðu Breiðablik sigur og leiða því einvígið 1-0. Í kvöld er komið að leik tvö í Smáranum og hefst hann kl. 19:00. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Úrslitakeppnin hefst í kvöld!

28 mar. 2017Í kvöld er komið að upphafi úrslitakeppninnar í Domino's deild kvenna þegar Snæfell og Stjarnan mætast í Hólminum kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum í kvöld. Þetta er fyrsti leikur liðana í undanúrslitunum en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin. Á morgun mætast svo Keflavík og Skallagrímur í sínum fyrsta leik í hinu einvíginu í Keflavík. Meira
Mynd með frétt

Körfuboltakvöld kl. 20:50 í kvöld · Seinni hluti Domino's deildar kvenna og úrslitakeppnin

27 mar. 2017Í kvöld mun Stöð 2 Sport mun upplýsa um umferðarverðlaun leikmanna og þjálfara í Domino’s deild kvenna fyrir seinni hluta þessa tímabils í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit Domino's deildar karla · Leikir 1

27 mar. 2017Á fimmtudaginn kemur, 30. mars, hefjast undanúrslit Domino's deildar karla með leik KR og Keflavíkur í DHL-höllinni kl. 19:15. Daginn eftir, föstudaginn 31. mars, mætast svo Stjarnan og Grindavík kl. 19:15 í Ásgarði. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

Úrslit 1. deildar karla · Valur-Hamar

27 mar. 2017Um helgina réðst hvaða lið mætast í úrslitum 1. deildar karla í ár en oddaleiki þurfti til að skera úr um það í báðum undanúrslita viðureignunum. Hamar vann Fjölni á laugardaginn og í gær sunnudag, hafði Valur betur gegn Breiðablik eftir framlengdan leik. Það eru því Valur og Hamar sem mætast í úrslitunum um laust sæti í Domino's deildinni að ári og þarf þrjá sigurleiki til að vinna einvígið. Fyrsti leikur Vals og Hamars fer fram á fimmtudaginn kemur, 30. mars, kl. 19:30 í Valshöllinni. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Stjarnan mætir Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar karla

26 mar. 2017Það réðst í kvöld að það verða Stjarnan og Grindavík sem mætast í undanúrslitum Domino's deildar karla í ár en Grindavík og Þór Þ. léku oddaleik í 8-liða úrslitunum í kvöld þar sem Grindavík hafði betur í spennandi leik.Meira
Mynd með frétt

Oddaleikur í kvöld · Grindavík-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport

26 mar. 2017Í kvöld mætast í hreinum úrslitaleik í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla Grindavík og Þór Þórlákshöfn. Leikurinn verður í beinni úsendingu á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Oddaleikur í kvöld · Valur-Breiðablik í undanúrslitum 1. deildar

26 mar. 2017Í kvöld ræðst það hvaða lið fer í úrslit 1. deildar karla í ár en Valur og Breiðablik mætast í oddaleik í undanúrslitunum kl. 19:30 í kvöld. Leikurinn fer fram í Valshöllinni að Hlíðarenda og má búast við fjölmenni og góðri stemmningu líkt og verið hefur á öllum leikjum liðanna hingað til. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni 1. deldar kvenna - Frestað til morguns!

25 mar. 2017Leikur Þórs Akureyri og Breiðabliks í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sem átti að hefjast kl.16.30 í dag hefur verið frestað til morgundagsins vegna þess að flugsamkomur féllu niður í dag. Meira
Mynd með frétt

Fjölnir-Hamar · Oddaleikur í undanúrslitum 1. deildar karla í dag

25 mar. 2017Í dag er komið að stórleik Fjölnis og Hamars í undanúrslitum 1. deildar karla. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og því hreinn úrslitaleikur í dag kl. 17:00 um sæti í lokaúrslitunum í ár þar sem sæti í Domino's deild karla að ári er í boði. Leikið er í Dalhúsum í Grafarvogi og má búast við fjölmenni og góðri stemmningu líkt og verið hefur á öllum leikjum liðanna hingað til, en þeir hafa einmitt verið mjög spennandi og hefur þurft þrjár framlengingar í síðustu tveimur leikjum. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á kki.is Á morgun sunnudag mætast svo Valur og Breiðablik í Valshöllinni í hinum oddaleik undanúrslitana. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Úrslitakeppnin og leikdagar

25 mar. 2017Í dag hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fysta leiknum í einvígi Þórs Akureyri og Breiðabliks um laust sæti í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer upp um deild. Meira
Mynd með frétt

Nýr íslandsmeistarabikar kvenna kynntur til leiks

24 mar. 2017Nýr íslandsmeistarabikar kvenna var kynntur til leiks í dag á blaðamannafundi fyrir úrslitakeppni Domino's deild kvenna. Bikarinn er gerður að fyrirmynd íslandsmeistarabikars karla, sem afhentur hefur verið frá árinu 1987, en nýji bikarinn er handsmíðaður í New York í Bandaríkjunum, af sama fyrirtæki og framleiðir alla verðlaunagripi fyrir NBA-deildina, til dæmis fyrir Stjörnuleikshátíðina ár hvert.Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit · Keflavík-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

24 mar. 2017Úrslitakeppni Domino's deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld kl. 19:15 í 8-liða úrslitunum og mun Keflavík-Tindastóll verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá TM höllinni í Keflavík. Körfuboltakvöld verður svo í beinni útsendingu strax á eftir þar sem síðustu leikir verða gerðir upp.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Leikir kvöldsins í undanúrslitunum

23 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í úrslitakeppni 1. deildar karla en þetta eru fjórðu leikir einvíganna. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í sínum einvígum fara áfram í úrslit! Leikir kvöldsins: (Sigrar í sviga)Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira