Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

8-liða úrslit · Keflavík-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

24 mar. 2017Úrslitakeppni Domino's deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld kl. 19:15 í 8-liða úrslitunum og mun Keflavík-Tindastóll verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá TM höllinni í Keflavík. Körfuboltakvöld verður svo í beinni útsendingu strax á eftir þar sem síðustu leikir verða gerðir upp.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Leikir kvöldsins í undanúrslitunum

23 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í úrslitakeppni 1. deildar karla en þetta eru fjórðu leikir einvíganna. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í sínum einvígum fara áfram í úrslit! Leikir kvöldsins: (Sigrar í sviga)Meira
Mynd með frétt

Merki FIBA Basketball World Cup 2019 kynnt til leiks

23 mar. 2017Nýtt merki Heimsmeistarakeppninnar 2019, eða FIBA Basketball World Cup 2019, var kynnt til leiks á laugardaginn var. Merki keppninnar er hannað með áhrifum frá óperuhúsi Bejing, einu helsta menningar kennileiti Kína, og táknar arfleið hinna sterku. Litirnir vísa í hina litríku andlitsmálningu sem leikar nota og túlka persónueinkenni eins og þekkingu, stöðuleika, kraft og fullkomnun í leik sínum, hluti sem sannir sigurvegarar á körfuboltavellinum þurfa að búa yfir. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Leikdagar undanúrslitanna

22 mar. 2017Í fyrradag lauk deildarkeppni Domino's deildar kvenna og nú er ljóst hvaða daga liðin munu leika í undanúrslitunum í ár. Það verða Snæfell(1) og Stjarnan (4) sem mætast annarsvegar og hinsvegar Keflavík (3) og Skallagrímur (4). Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í undanúrslitunum í beinni útsendingu.​ Leikdagar undanúrslitana:Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

22 mar. 2017Í kvöld fara fram þrír leikir í 8-liða úrslitum karla í Domino's deildinni. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld en Grindavík-Þór Þ. verður á Stöð 2 Sport 2 kl. 19.15 og síðan kl. 20:00 hefst Stjarnan-ÍR sem verður á Stöð 2 Sport. Tindastóll-TV mun svo sýna beint frá Sauðárkróki á netinu. Eftir seinni leikinn, eða um 21:50 fer svo Körfuboltakvöld í loftið í beinni útsendingu þar sem þriðju leikir allra einvíganna í 8-liða úrslitunum verða gerðir upp. Meira
Mynd með frétt

Snæfell deildarmeistari Domino's deildar kvenna 2016-2017

22 mar. 2017Snæfell fengu í gær afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari Domino's deildar kvenna á yfirstandandi tímabili 2016-2017. Það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti verðlaunin. Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla · KR-Þór Akureyri í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

21 mar. 2017Í kvöld er einn leikur á dagskránni í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Í DHL-höllinni í Vesturbænum mætast í þriðja sinn KR og Þór Akureyri. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslitin. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sendir leikinn út í beinni. Yfirlitssíða úrslitakeppninnar er á forsíðu KKÍ og einnig hérna en þar eru upplýsingar um næstu leiki og tímasetningar, sjónvarpsútsendingar og úrslit leikja.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Lokaumferðin í kvöld

21 mar. 2017Í kvöld fer fram lokaumferðina í Domino's deild kvenna á þessu tímabili þegar fjórir leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir leik Snæfells og Keflavíkur í beinni útsendingu. Snæfell fær í kvöld deildarmeistaratitilinn sinn afhendann í leikslok, en þær hafa tryggt sér titilinn nú þegar, fyrir lokaleikinn í kvöld. Það verða þau Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenda verðlaunin í kvöld. Leikir kvöldins · Domino's deild kvenna Meira
Mynd með frétt

Þór Akureyri deildarmeistari 1. deildar kvenna

21 mar. 2017Þór Akureyri varð deildarmeistari 1. deildar kvenna í vetur á dögunum. Liðið fékk verðlaunin afhent í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni karla á laugardaginn var. Þór vann síðast verðlaun í meistaraflokki kvenna árið 1976 þegar liðið varð Íslandsmeistari í efstu deild kvenna. Framundan er svo úrslitakeppnin þar sem Þór Akureyri og Breiðablik munu eigast við í lokaúrslitum 1. deildar en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur í Domino's deild kvenna að ári. Til hamingju Þór Akureyri! #korfubolti Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Undanúrslitin í kvöld

20 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld þegar leikir 3 í einvígum liðanna í undanúrslitunum fara fram. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslit 1. deildarinnar. Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Leikir kvöldsins · Undanúrslit 1. deildar karlaMeira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 19.03.17

19 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í dag. Þegar í úrslitakeppni er komið úrskurðar aganefnd um agamál jafnóðum og þau berast inn á borð nefndarinnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 8-liða úrslit í kvöld

19 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla kl. 19:15 og eru þetta leikir 2 í viðureignum liðanna. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá leik Keflavíkur og Tindastóls. Lifandi tölfræði frá báðum leikjunum er á kki.is.​ 8-liða úrslit karla · Leikir kvöldsins (staða einvíganna í sviga)Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla í dag · 2 leikir

18 mar. 2017Í dag laugardag fara fram tveir spennandi leikir í úrslitakeppni Domino's deildar karla í 8-liða úrslitunum. Þá mætast öðru sinni KR og Þór Akureyri fyrir norðan og Stjarnan og ÍR í Breiðholti. 8-liða úrslit karla · Leikir dagsinsMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · 3 leikir

18 mar. 2017Í dag fara fram þrír leikir í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. Baráttan um röðun efstu þriggja liðana er spennandi og ræðst endanlega á miðvikudaginn þegar lokaumferðin fer fram. Stöð 2 Sport 4 sýnir leik Keflavíkur og Vals beint í dag. Leikir dagsins:Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Deildarmeistar Þórs Akureyri krýndir á morgun laugardag

17 mar. 2017Þór Akureyri varð á dögunum deildarmeistarar kvenna í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Á morgun laugardaginn 18. mars mun liðið fá verðlaun sín afhend í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni Domino's deildar karla í Höllinni á Akureyri, en leikurinn verður sýndur í beinni á netinu í Þór-TV á thorsport.is. Leikurinn hefst kl. 16:00 og mun Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenda verðlaunin eins og áður segir í hálfleik og krýna lið Þórs deildarmeistara. Meira
Mynd með frétt

Fjölnir og KKÍ funda · Ný stjórn

17 mar. 2017Starfsmenn KKÍ funduðu og kynntu starfsemina fyrir nýrri stjórn kkd. Fjölnis og starfsmönnum félagins á þriðjudaginn var í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Farið var yfir ýmis praktís atriði og málefni körfunnar bæði hjá KKÍ og innnan Fjölnis rædd en í stjórn Fjölnis nú eru bæði nýjir stjórnarmenn með enga stjórnarreynslu og eldri stjórnarmenn, bæði frá núverandi tímabili sem og frá því áður, og því gott að stilla saman strengi. ​ KKÍ minnir félögin á að leita til sín ef einhverjar spurningar eða málefni eru sem félögin vilja ræða við starfsmenn skrifstofu, hvort sem er símleiðis eða með tölvupósti.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla: Undanúrslitin í kvöld · Leikir 2

17 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla heldur áfram í kvöld og nú er komið að öðrum leik liðanna í undanúrslitunum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin! Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Leikir kvöldsins:Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 16.03.17

16 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 8-liða úrslitin í kvöld

16 mar. 2017Í dag er komið að upphafi þriggja viðureigna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði og sýnir beint frá leik Stjörnunnar og ÍR. Körfuboltakvöld verður svo í beinni frá Ásgarði í lok leiksins og fyrsta umferðin gerð upp í beinni. Góða skemmtun! 8-liða úrslit karla:Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnin hefst í Domino's deild karla í kvöld · KR-Þór Akureyri í beinni á Stöð 2 Sport

15 mar. 2017Úrslitakeppnin í Domino’s deild karla hefst í kvöld með einum leik í 8-liða úrslitunum. Þá mætast deildarmeistarar KR og Þór Akureyri sem lenti í 8. sæti deildarinnar í fyrstu umferð. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sýnir beint frá leiknum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira