Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Fjölnir-Hamar · Oddaleikur í undanúrslitum 1. deildar karla í dag

25 mar. 2017Í dag er komið að stórleik Fjölnis og Hamars í undanúrslitum 1. deildar karla. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og því hreinn úrslitaleikur í dag kl. 17:00 um sæti í lokaúrslitunum í ár þar sem sæti í Domino's deild karla að ári er í boði. Leikið er í Dalhúsum í Grafarvogi og má búast við fjölmenni og góðri stemmningu líkt og verið hefur á öllum leikjum liðanna hingað til, en þeir hafa einmitt verið mjög spennandi og hefur þurft þrjár framlengingar í síðustu tveimur leikjum. Lifandi tölfræði frá leiknum verður á kki.is Á morgun sunnudag mætast svo Valur og Breiðablik í Valshöllinni í hinum oddaleik undanúrslitana. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Úrslitakeppnin og leikdagar

25 mar. 2017Í dag hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fysta leiknum í einvígi Þórs Akureyri og Breiðabliks um laust sæti í Domino's deild kvenna á næsta tímabili. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer upp um deild. Meira
Mynd með frétt

Nýr íslandsmeistarabikar kvenna kynntur til leiks

24 mar. 2017Nýr íslandsmeistarabikar kvenna var kynntur til leiks í dag á blaðamannafundi fyrir úrslitakeppni Domino's deild kvenna. Bikarinn er gerður að fyrirmynd íslandsmeistarabikars karla, sem afhentur hefur verið frá árinu 1987, en nýji bikarinn er handsmíðaður í New York í Bandaríkjunum, af sama fyrirtæki og framleiðir alla verðlaunagripi fyrir NBA-deildina, til dæmis fyrir Stjörnuleikshátíðina ár hvert.Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit · Keflavík-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

24 mar. 2017Úrslitakeppni Domino's deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld kl. 19:15 í 8-liða úrslitunum og mun Keflavík-Tindastóll verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá TM höllinni í Keflavík. Körfuboltakvöld verður svo í beinni útsendingu strax á eftir þar sem síðustu leikir verða gerðir upp.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Leikir kvöldsins í undanúrslitunum

23 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í úrslitakeppni 1. deildar karla en þetta eru fjórðu leikir einvíganna. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í sínum einvígum fara áfram í úrslit! Leikir kvöldsins: (Sigrar í sviga)Meira
Mynd með frétt

Merki FIBA Basketball World Cup 2019 kynnt til leiks

23 mar. 2017Nýtt merki Heimsmeistarakeppninnar 2019, eða FIBA Basketball World Cup 2019, var kynnt til leiks á laugardaginn var. Merki keppninnar er hannað með áhrifum frá óperuhúsi Bejing, einu helsta menningar kennileiti Kína, og táknar arfleið hinna sterku. Litirnir vísa í hina litríku andlitsmálningu sem leikar nota og túlka persónueinkenni eins og þekkingu, stöðuleika, kraft og fullkomnun í leik sínum, hluti sem sannir sigurvegarar á körfuboltavellinum þurfa að búa yfir. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Leikdagar undanúrslitanna

22 mar. 2017Í fyrradag lauk deildarkeppni Domino's deildar kvenna og nú er ljóst hvaða daga liðin munu leika í undanúrslitunum í ár. Það verða Snæfell(1) og Stjarnan (4) sem mætast annarsvegar og hinsvegar Keflavík (3) og Skallagrímur (4). Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í undanúrslitunum í beinni útsendingu.​ Leikdagar undanúrslitana:Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

22 mar. 2017Í kvöld fara fram þrír leikir í 8-liða úrslitum karla í Domino's deildinni. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni í kvöld en Grindavík-Þór Þ. verður á Stöð 2 Sport 2 kl. 19.15 og síðan kl. 20:00 hefst Stjarnan-ÍR sem verður á Stöð 2 Sport. Tindastóll-TV mun svo sýna beint frá Sauðárkróki á netinu. Eftir seinni leikinn, eða um 21:50 fer svo Körfuboltakvöld í loftið í beinni útsendingu þar sem þriðju leikir allra einvíganna í 8-liða úrslitunum verða gerðir upp. Meira
Mynd með frétt

Snæfell deildarmeistari Domino's deildar kvenna 2016-2017

22 mar. 2017Snæfell fengu í gær afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari Domino's deildar kvenna á yfirstandandi tímabili 2016-2017. Það var Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenti verðlaunin. Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla · KR-Þór Akureyri í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

21 mar. 2017Í kvöld er einn leikur á dagskránni í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Í DHL-höllinni í Vesturbænum mætast í þriðja sinn KR og Þór Akureyri. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir KR en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslitin. Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sendir leikinn út í beinni. Yfirlitssíða úrslitakeppninnar er á forsíðu KKÍ og einnig hérna en þar eru upplýsingar um næstu leiki og tímasetningar, sjónvarpsútsendingar og úrslit leikja.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Lokaumferðin í kvöld

21 mar. 2017Í kvöld fer fram lokaumferðina í Domino's deild kvenna á þessu tímabili þegar fjórir leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir leik Snæfells og Keflavíkur í beinni útsendingu. Snæfell fær í kvöld deildarmeistaratitilinn sinn afhendann í leikslok, en þær hafa tryggt sér titilinn nú þegar, fyrir lokaleikinn í kvöld. Það verða þau Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem afhenda verðlaunin í kvöld. Leikir kvöldins · Domino's deild kvenna Meira
Mynd með frétt

Þór Akureyri deildarmeistari 1. deildar kvenna

21 mar. 2017Þór Akureyri varð deildarmeistari 1. deildar kvenna í vetur á dögunum. Liðið fékk verðlaunin afhent í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni karla á laugardaginn var. Þór vann síðast verðlaun í meistaraflokki kvenna árið 1976 þegar liðið varð Íslandsmeistari í efstu deild kvenna. Framundan er svo úrslitakeppnin þar sem Þór Akureyri og Breiðablik munu eigast við í lokaúrslitum 1. deildar en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur í Domino's deild kvenna að ári. Til hamingju Þór Akureyri! #korfubolti Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Undanúrslitin í kvöld

20 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla býður upp á tvo leiki í kvöld þegar leikir 3 í einvígum liðanna í undanúrslitunum fara fram. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslit 1. deildarinnar. Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Leikir kvöldsins · Undanúrslit 1. deildar karlaMeira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 19.03.17

19 mar. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í dag. Þegar í úrslitakeppni er komið úrskurðar aganefnd um agamál jafnóðum og þau berast inn á borð nefndarinnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 8-liða úrslit í kvöld

19 mar. 2017Í kvöld fara fram tveir leikir í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla kl. 19:15 og eru þetta leikir 2 í viðureignum liðanna. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá leik Keflavíkur og Tindastóls. Lifandi tölfræði frá báðum leikjunum er á kki.is.​ 8-liða úrslit karla · Leikir kvöldsins (staða einvíganna í sviga)Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Domino's deildar karla í dag · 2 leikir

18 mar. 2017Í dag laugardag fara fram tveir spennandi leikir í úrslitakeppni Domino's deildar karla í 8-liða úrslitunum. Þá mætast öðru sinni KR og Þór Akureyri fyrir norðan og Stjarnan og ÍR í Breiðholti. 8-liða úrslit karla · Leikir dagsinsMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · 3 leikir

18 mar. 2017Í dag fara fram þrír leikir í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. Baráttan um röðun efstu þriggja liðana er spennandi og ræðst endanlega á miðvikudaginn þegar lokaumferðin fer fram. Stöð 2 Sport 4 sýnir leik Keflavíkur og Vals beint í dag. Leikir dagsins:Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Deildarmeistar Þórs Akureyri krýndir á morgun laugardag

17 mar. 2017Þór Akureyri varð á dögunum deildarmeistarar kvenna í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Á morgun laugardaginn 18. mars mun liðið fá verðlaun sín afhend í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni Domino's deildar karla í Höllinni á Akureyri, en leikurinn verður sýndur í beinni á netinu í Þór-TV á thorsport.is. Leikurinn hefst kl. 16:00 og mun Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenda verðlaunin eins og áður segir í hálfleik og krýna lið Þórs deildarmeistara. Meira
Mynd með frétt

Fjölnir og KKÍ funda · Ný stjórn

17 mar. 2017Starfsmenn KKÍ funduðu og kynntu starfsemina fyrir nýrri stjórn kkd. Fjölnis og starfsmönnum félagins á þriðjudaginn var í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Farið var yfir ýmis praktís atriði og málefni körfunnar bæði hjá KKÍ og innnan Fjölnis rædd en í stjórn Fjölnis nú eru bæði nýjir stjórnarmenn með enga stjórnarreynslu og eldri stjórnarmenn, bæði frá núverandi tímabili sem og frá því áður, og því gott að stilla saman strengi. ​ KKÍ minnir félögin á að leita til sín ef einhverjar spurningar eða málefni eru sem félögin vilja ræða við starfsmenn skrifstofu, hvort sem er símleiðis eða með tölvupósti.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla: Undanúrslitin í kvöld · Leikir 2

17 mar. 2017Úrslitakeppni 1. deildar karla heldur áfram í kvöld og nú er komið að öðrum leik liðanna í undanúrslitunum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin! Báðir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. Leikir kvöldsins:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira