Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Noregi

27 jún. 2017Nú er leikdegi tvö á NM í Finnlandi lokið og stóðu öll okkar lið sig vel. U16 lið kvenna, U16 lið drengja og U18 lið stúlkna unnu öll sín leiki​.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Leikdagur 2 · ISL-NOR

27 jún. 2017🇮🇸Ísland - 🇳🇴Noregur · 27. júní Í dag þriðjudag er komið að öðrum leikdeginum á NM og er hann gegn Noregi. Þá munu öll okkar lið mæta norsku liðunum í leikjum dagsins. Liðin okkar hófu leik í gær gegn Finnum og töpuðust allir leikir íslensku liðanna. Í dag eru okkar lið staðráðin í að bæta upp fyrir það og ætla að sækja sigur.Meira
Mynd með frétt

Spánverjar Evrópumeistarar kvenna 2017

26 jún. 2017Í gærkvöldi lauk EuroBasket kvenna með úrslitaleik Spánar og Frakklands en mótið var haldið í Prag í Tékklandi. Lokatölur urðu 71:55. Frakkar urðu þar með að sætta sig við þriðja tapið í röð í úrslitaleiknum á EM á meðan Spánverjar fögnuðu sínum fyrsta sigri á síðustu þrem lokamótum, eða síðan á EuroBasket 2013.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Finnlandi

26 jún. 2017Nú er leikjum dagsins lokið í Finnlandi og fóru leikar þannig að öll liðin okkar töpuðu sínum leikjum sem voru þeir fyrstu á mótinu. Finnsku liðin hafa verið mjög góð á undanförnum árum og ávalt hörku leikir milli landanna tveggja. Í ár voru þeir sterkari og náðu í fjóra sigra. Meira
Mynd með frétt

NM 2017: Nýr landsliðsbúningur Íslands frumsýndur í dag

26 jún. 2017Á Norðurlandamótinu í ár verður nýr landsliðsbúningur tekinn í notkun en búningurinn var sérhannaður af Errea og KKÍ. Búningurinn er hinn glæsilegasti og skartar hann m.a. íslenskri fánarönd og hann verður merktur að framan ÍSLAND en ekki ICELAND eins og áður og fáni Íslands er kominn á brjóst fyrir neðan hálsmálið. Allar merkingar á búningnum að númerum undanskyldum eru prentaðar í búninginn og er mikil ánægja meðal Errea og KKÍ með útkomuna.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 Leikdagur 1 · ISL-FIN

26 jún. 2017🇮🇸Ísland - 🇫🇮Finnland · 26. júní Í gær ferðuðust liðin okkar á leikstað og komu sér fyrir. Í dag er komið að fyrsta leikdegi og eru það heimamenn sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í ár. Öll okkar lið leika hvern dag gegn sömu þjóð. Þátttökuþjóðir á NM yngri liða eru Danmörk, Eistland, Finnland, Íslands, Noregur og Svíþjóð.Meira
Mynd með frétt

NM í Finnlandi 2017

25 jún. 2017Þessa stundina eru landslið U16 og U18 og fylgdarlið, alls 69 manns, á ferðalagi til Finnlands á Norðurlandmót yngri liða 2017. Mótið verður haldið annað árið í röð í umsjón Finnlands í Kisakallio íþróttamiðstöðinni í Lohja, sem er í um 50 mín. akstri frá Helsinki.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 og landsleikur í knattspyrnu · Lestarferð VITA Sport milli Helsinki og Tampere

24 jún. 2017Laugardagurinn 2. september verður stór dagur í íslenskri íþróttasögu en þá fara fram tveir landsleikir, í körfubolta og knattspyrnu. VITA Sport ætlar að bjóða upp á lest frá Helsinki þar sem karfan er leikin til Tampere á landsleikinn í fótbolta laugardaginn 2. september. Meira
Mynd með frétt

Ólíkt hlutskipti Íslandsmeistaranna

23 jún. 2017Búið er að draga í töfluröð fyrir næsta vetur í tveimur efstu deildum karla og kvenna og eru drög næsta keppnistímabils aðgengileg á mótavef KKÍ.Meira
Mynd með frétt

U20 landslið karla: Ísland vann mótið

21 jún. 2017Ísland vann 75-60 Finnland fyrr í kvöld á æfingarmóti U20 í Laugardalshöll. Þrátt fyrir tap Íslands gegn Ísrael í gær var hreinn úrslitaleikur milli Íslands og Finnlands vegna þess að Svíþjóð lagði Ísreal í fyrri leik dagsins. Þetta þýddi að liðin léku hreinan úrslitaleik og stigamunur skipti ekki máli.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2017 · Leikdagur 3

21 jún. 2017Í dag er komið að síðasta leikdeginum á U20 ára móti karla sem fram fer í Laugardalshöllinni. Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Naumt tap fyrir Ísrael

20 jún. 2017Ísland tapaði fyrir Ísrael á æfingarmótinu í U20 sem fer fram í Laugardalshöll í dag 74-81. Finnar lögðu Svía 74-70 eftir að hafa verið undir stóran hluta af leiknum.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2017 · Leikdagur 2

20 jún. 2017Í dag fer fram annar leikdagurinn af þrem á U20 móti karla sem haldið er hérna á landi ásamt liðum Finna, Svía og Ísraela. Leiknir verða tveir leikir á dag kl. 17 og kl. 20 og spilar Ísland alla dagana þrjá kl. 20:00. ​Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Íslenskur sigur á fyrsta leikdegi

19 jún. 2017Ísland lagði Svíþjóð í hörkuleik 61-58 á U20 æfingarmótinu sem fer fram í Laugardalshöll í vikunni. Í hinni viðureign mótsins lögðu Finnar Ísrael 68-86.Meira
Mynd með frétt

U20 mótið · Leikdagur 1

19 jún. 2017Í dag er komið að upphafi U20 vináttulandsleikjamóti karla sem fram fer í Laugardalshöllinni. Liðin sem koma til landsins eru U20 lið Finnlands, Svíþjóðar og Ísraels og verða leiknir tveir leikir á dag næstu þrjá daga. Leiknir verða tveir leikir á dag kl. 17 og kl. 20 og spilar Ísland alla dagana þrjá kl. 20:00. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna 2017 hafið!

16 jún. 2017Í dag hófst EM kvenna í körfubolta, EuroBasket 2017. Mótið er haldið í Tékklandi í ár. Gaman verður að fylgjast með Ungverjum og Slóvakíu í mótinu, en það eru liðin sem komust á EuroBasket úr okkar riðli sl. tvo vetur. Heimasíða mótsins með leikjum, lifandi tölfræði og upplýsingum er að finna hérna: fiba.com/eurobasketwomen/2017Meira
Mynd með frétt

CPH-Invitational 2017 · Leikjaplan Íslensku liðanna

16 jún. 2017Sú nýbreytni er í ár að Ísland sendir tvö lið drengja og tvö lið stúlkna sem bæði eru skipuð níu leikmönnum. Báðir þjálfarar liðanna skiptu liðunum sínum í tvö jöfn lið og þannig fá allir leikmenn meiri reynslu. Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið kvenna 2017

15 jún. 2017Bjarni Magnússon og aðstoðarþjálfari hans Árni Eggert Harðarson hafa valið endanlegt lið sitt fyrir U20 ára lið kvenna fyrir sumarið. Liðið fer í Evrópukeppni FIBA sem haldin er í Eliat í Ísrael í byrjun júlí en þetta er í fyrsta sinn sem U20 ára lið kvenna frá Íslandi fer í evrópukeppni FIBA. Liðið hefur verið við æfingar að undanförnu og verð það fram að brottför. Eftirtaldir leikmenn skipa U20 ára landslið kvenna 2017:Meira
Mynd með frétt

U15 liðin komin til Kaupmannahafnar · CPH-Invitational 2017 hefst á morgun

15 jún. 2017Í morgun héldu U15 ára lið Íslands í körfuknattleik út til Kaupmannahafnar með Icelandair þar sem þau munu etja kappi á hinu árlega Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku. Meira
Mynd með frétt

Körfuboltasumarið af stað á ný

14 jún. 2017Körfuboltasumarið er hafið á nýju líkt og byrjað var á í fyrra en markmið þess er að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund). Meðal verkefna þeirra er að heimsækja félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið. Verða landsliðsmennirnir til taks fyrir þau félög sem óska eftir því og geta félög haft samband við skrifstofu KKÍ fyrir nánari upplýsingar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira