Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Afreksbúðir drengja og stúlkna · Fyrri helgin 2018 um helgina

1 jún. 2018KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands. Yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni að þessu sinni sem fædd eru árið 2004 og verða haldnar tvisvar í sumar. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50-60 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2018 eru þeir Lárus Jónsson hjá drengjum og Kristjana Eir Jónsdóttir hjá stúlkum. · Fyrri helgin verður 2.-3. júní í DHL höllinni í Vesturbæ.​Meira
Mynd með frétt

Mikið um að vera í íslenskum körfubolta í sumar

1 jún. 2018Þótt keppnistímabilinu sé lokið í meistaraflokkum og hjá yngri liðunum í ár þá hefur verið mikið um vera á vegum KKÍ síðan úrslit yngri flokka kláruðustu um miðjan maí og er viðamikið landsliðsár framundan í sumar hjá landsliðum KKÍ. Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 3.a með Bob McKillob · 1.-3. júní

29 maí 2018​Næstu helgi fer fram veglegt þriggja daga þjálfaranámskeið sem haldið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði. Námskeiðið er haldið af KKÍ og FIBA Europe. Aðalfyrirlesari þess verður Bob McKillop þjálfari karlaliðs Davidson háskólans í Norður-Karolínu en með skólanum leikur einmitt Jón Axel Guðmundsson um þessar mundir. Meðal helstu leikmanna sem Bob hefur þjálfað á sínum 17. árum með skólann má nefna Stephen Curry, leikmann Golden State Warriors í NBA-deildinni sem í nótt trygðu sér sæti í úrslitum NBA-úrslitakeppninnar þar sem þeir mæta Cleveland Cavaliers.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir KKÍ um helgina - Fyrri helgi 2018

25 maí 2018Síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar. Úrvalsbúðirnar í ár eru fyrir ungmenni fædd 2005, 2006 og 2007. Æfingabúðirnar verða haldnar tvisvar í sumar og er dagskráin sú sama báðar helgarnar. Fyrri helgin verður haldin dagana 26.-27. maí og sú síðari 18.-19. ágúst. Staðsetningar fyrri helgar í maí: · Drengir verða DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði. · Stúlkur verða í Valshöllinni að Hlíðarenda Yfirþjálfarar Úrvalsbúðana eru þau Ingi Þór Steinþórsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum. Hægt er að sjá tíma á æfingum og nánari upplýsingar á: kki.is/urvalsbudir Meira
Mynd með frétt

Molduxamótið 2018 · Úrslit

22 maí 2018Laugardaginn 12. maí síðastliðin fór fram hið árlega körfuboltamót Molduxa en það hefur unnið sér fastan sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda, enda það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið var að venju í Síkinu á Sauðárkróki undir öruggri mótsstjórn Molduxa sem að þessu sinni áttu tvö lið í mótinu í sitthvorum aldursflokknum. Leikið var í tveimur riðlum, +30 ára og +45 ára og skráðu sig fimm lið til leiks í hvorn riðil. Leikar fóru þannig að sigurvegarar „unglingadeildar“ var lið FSu frá Selfossi og í flokki eldri leikmanna var það lið Stauka úr Hafnarfirði sem hafði sigur. ​Meira
Mynd með frétt

Þjálfaramenntun KKÍ · KKÍ 1.a dagana 25.-27. maí · Skráning

17 maí 2018KKÍ þjálfari 1.a fer fram dagana 25.-27. maí 2018. KKÍ hvetur félögin til að skrá sína þjálfara til leiks sem ekki hafa setið námskeiðið, sérstaklega unga þjálfar sem og nýja þjálfara sem eru að hefja störf. Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja 2018!

15 maí 2018Um helgina 4.-6. maí var leikið til úrslita á íslandsmótinu í minnibolta 11 ára drengja í Garðabæ. Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018 en stjarnan átti tvö lið í úrslitariðlinum á lokamótinu. Með Stjörnuliðunum léku einnig Grindavík, KR, Haukar og Keflavík á mótinu. Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson og aðstoðarþjálfari er Ingimundur Orri Jóhannsson. KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju með titilinn! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Njarðvík er íslandsmeistari í unglingaflokki karla 2018!

14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í unglingaflokki karla í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. Það var lið Njarðvíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Njarðvík lék í undanúrslitunum gegn Grindavík og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Breiðablik sem höfðu betur í gegn KR. Í úrslitaleiknum var það svo Njarðvík sem lagði Blika, lokatölur 83:68. Þjálfari liðsins er Rúnar Ingi Erlingsson. Besti leikmaður úrslitaleiksins var valinn í leikslok Kristinn Pálsson sem átti mjög góðan leik, var með 33 stig, tók 17 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir sitt lið. Meira
Mynd með frétt

Grindavík er íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna 2018!

14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki stúlkna í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. Það var lið Grindavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Grindavík lék í undanúrslitunum gegn Hamar/Hrunamönnum og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Keflavíkurstúlkur sem höfðu betur í tvíframlengdum leik gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það svo Grindavík sem vann Keflavík 53:36. Þjálfari liðsins er Ólöf Helga Pálsdóttir og aðstoðarþjálfari er Erna Rún Magnúsdóttir. Besti leikmaður úrslitaleiksins var valin Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir en hún skilaði 12 stigum og tók 15 fráköst fyrir Grindavíkurliðið.Meira
Mynd með frétt

KR eru íslandsmeistarar í 10. flokki drengja 2018!

14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki drengja í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. Það var lið KR sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. KR lék í undanúrslitunum gegn Stjörnunni og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Vestri/Skallagrímur sem höfðu betur gegn Val. Í úrslitaleiknum var það svo KR sem vann Vestra/Skallagrím eftir framlengdan spennuleik 75:74. Þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Jens Guðmundsson. Óli Gunnar Gestsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann var með 23 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar og skoraði að auki stóra jöfnunarkörfu sem kom leiknum í framlengingu.Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka · Seinni helgin 2018 11.-13. maí í Njarðvík

7 maí 2018Úrslit yngri flokka á þessu tímabili eru síðustu viðburðir Íslandsmótsins 2017/2018 og eru jafnan hápunktur tímabilsins hjá mörgum leikmönnum í yngri flokkunum. Tímabilið í ár hefur verið mjög gott fyrir körfuboltann í landinu og hefur íslenskur körfubolti hefur sjaldan eða aldrei fengið eins mikla athygli og í ár. Dagskrá seinni úrslitahelgar yngri flokka sem fram fer 11.-13. maí er tilbúin. Leikið verður í Ljónagryfjunni í umsjón Njarðvíkur og dagskráin fyrir helgina hér fyrir neðan. Meira
Mynd með frétt

Haukar eru íslandsmeistarar í Drengjaflokki 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í Drengjaflokki í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Hauka sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Haukar léku í undanúrslitunum gegn KR og í hinum undanúrslitaleiknum var það Stjarnan sem hafði betur gegn Þór Akureyri. Í úrslitaleiknum voru það svo Haukar sem stóðu upppi sem sigurvegarar í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni en lokatölur urðu 79:89 fyrir Hauka. Þjálfari liðsins Ívar Ásgrímsson. Hilmar Pétursson var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann endaði skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Hauka.Meira
Mynd með frétt

Keflavík er íslandsmeistari í Stúlknaflokki 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í Stúlknaflokki í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Keflavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Keflavík lék í undanúrslitunum gegn Ármanni/Val og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Haukar sem höfðu betur gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það svo Keflavík sem vann Hauka en lokatölur urðu 53:74 fyrir Keflavík. Þjálfari liðsins Marín Rós Karlsdóttir. Elsa Albertsdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún endaði með 6 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta og 3 stoðsendingar.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir er íslandsmeistari í 9. flokki drengja 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni. Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson. Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Meira
Mynd með frétt

Grindavík er íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki stúlkna í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Grindavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Grindavík lék í undanúrslitunum gegn Keflavík og í hinum undanúrslitaleiknum var það Tindastóll/Þór Akureyri sem hafði betur gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það Grindavík sem vann Tindastól/Þór Akureyri en lokatölur urðu 59:27. Þjálfari liðsins er Ellert Magnússon. Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins en hún var með 16 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 3 skot í leiknum.Meira
Mynd með frétt

Keflavík íslandsmeistari í 7. flokki stúkna 2018!

7 maí 2018Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokk9 stúlkna. Síðasta umferðing var leikin í Akurskóla í Njarðvík og sigruðu Keflavíkurstelpur alla leiki sína á mótinu og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að því loknu. Ásamt Keflavík léku Haukar, KR, ÍR og sameinað lið Þór/Hrunamenn á mótinu en Þór/Hrunamenn höfnuðu í öðru sæti. Þjálfari liðsins er Kristjana Eir Jónsdóttir. Til hamingju Keflavík!Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna og karla · Kristófer og Helena valin leikmenn ársins!

4 maí 2018Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í dag og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Helena Sverrisdóttir og Kristófer Acox voru valin bestu leikmenn Domino's deildanna og þá voru þjálfarar íslandsmeistaraliðanna, þeir Ingvar Þór Guðjónsson Haukum og Finnur Freyr Stefánsson, KR, valdir þjálfarar ársins. Lið ársins og önnur verðlaun voru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna og karla · Eyjólfur og Perla valin leikmenn ársins!

4 maí 2018Í hádeginu fór fram verðlaunaafhending fyrir 1. deildir karla og kvenna á nýloknum tímabili. Veitt voru verðlaun fyrir lið ársins sem og einstaklingsverðlaun. Bestu leikmenn ársins voru valin Perla Jóhannsdóttir frá KR og Eyjólfur Ásberg Halldórsson frá Skallagrím og þá var Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms valinn þjálfari ársins í 1. deild karla og Benedikt Rúnar Guðmundsson valinni besti þjálfari 1. deildar kvenna. Önnur verðlaun voru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Verðlaunahóf KKÍ 2017-2018 í hádeginu í dag

4 maí 2018Í hádeginu í dag, föstudaginn 4. maí, verður tímabilið gert upp og veitt verða einstaklingsverðlaun í Domino´s deild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Verðlaunahófið verður í í veislusölum nýju Laugardalshallarinnar og hefst það kl. 12:00 og hafa verðlaunahafar, forráðamenn liða og fjölmiðlafólki verið boðið. Veitt verða einstaklingsverðlaun fyrir Domino's deild kvenna og karla og í 1. deild kvenna og karla. Meira
Mynd með frétt

Israel Martin tekur við U20 landsliði karla · Evrópumót FIBA í sumar

3 maí 2018​Fyrir skömmu ákvað Arnar Guðjónsson, þjálfari U20 landsliðs karla og aðstoðarþjálfari A-liðs karla, eftir því að fá að segja sig frá störfum hjá KKÍ þegar ljóst var að hann samdi við Stjörnuna um að vera aðalþjálfari liðsins næsta vetur. KKÍ varð við ósk Arnars og í fyrsta lagi þakkar honum frábær störf fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum og þá óskar KKÍ honum alls hins besta í sínum störfum í vetur. Áður hafði verið búið að ganga frá því að Baldur Þór Ragnarsson yrði áfram með liðinu í þjálfarateyminu líkt og undanfarin ár sem aðstoðar- og styrktarþjálfari sem og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, sem hafði bæst við í þjálfarateymi liðsins. Nú hefur verið gengið frá því að Israel Martin taki við af Arnari og verði aðalþjálfari liðsins í sumar og Baldur Þór verði honum til aðstoðar og verði styrktarþjálfari liðsins. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira