Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 21.03.2018

21 mar. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna: Tveir leikir í úrslitakeppninni í kvöld

21 mar. 2018Í kvöld eru tveir leikir á dagskránni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í undanúrslitunum en þá mætast Grindavík og KR öðru sinni og Fjölnir og Þór Akureyri í þriðja leik sinnar viðureignar. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Næst síðasta umferðin

21 mar. 2018Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15 en þetta er næst síðasta umferð deildarkeppninnar og það er hörð baraátta um annað sætið í deildinni sem og fjórða og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi í kvöld og sýnir beint frá slag Skallagríms og Stjörnunnar en liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar og eru að keppa um fjórða sætið sín á milli í síðustu tveim umferðunum.Meira
Mynd með frétt

Stjórn evrópska körfuknattleikssambandsins fundar á Íslandi

20 mar. 2018Stjórnarfundur FIBA Europe(evrópska körfuknattleikssambandið) verður í Reykjavík um næstu helgi. Er þetta í fyrsta sinn sem stjórn FIBA Europe kemur saman til fundar á Íslandi en fundurinn verður á Grand hóteli. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ er í stjórn FIBA Europe.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í beinni í kvöld á Stöð 2 Sport

20 mar. 2018Tveir leikir eru á dagskránni í kvöld í úrslitakeppni Domino's deildar karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á leikjunum í kvöld og sýnir beint frá þeim báðum. Leikir kvöldsins · 8-liða úrslit karla: 🏀 Keflavík-Haukar í TM-höllinni í Keflavík (staðan er 0-1 fyrir Hauka) 🏀 Grindavík-Tindastóll, í Mustad höllinni í Grindavík (staðan er 0-1 fyrir Tindastól) Kl. 21:00 verður Domino's Körfuboltakvöld ​síðan sent út í beinni frá Keflavík þar sem farið verður yfir leikina í gær og í kvöld. ​ Á öllum stigum úrslitakeppninnar er leikið er heima og að heiman til skiptis. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í 8-liða úrslitunum fer í undanúrslitin í ár. Leikjaplan allra viðureignanna, úrslit og fleira má sjá á síðu úrslitakeppninnar hér á kki.is. 8-liða úrslit karla: 🍕Domino's deild karla ➡️Leikir 2 ⏰19:15 🏀KEFLAVÍK-HAUKAR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀GRINDAVÍK-TINDASTÓLL · Sýndur beint á Stöð 2 SportMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Leikir kvöldsins í 8-liða úrslitunum

19 mar. 2018Í kvöld heldur úrslitakeppni Domino's deildar karla áfram með tveimur leikjum sem hefjast báðir kl. 19:15 en leikir kvöldsins eru: 🏀 Stjarnan-ÍR í Ásgarði, Garðabæ (staðan er 0-1 fyrir ÍR) 🏀 Njarðvík-KR í Ljónagryfjunni, Njarðvík (staðan er 0-1 fyrir KR) Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni og sýnir beint frá leik Njarðvíkur og KR.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla: Snæfell-Hamar í kvöld · Leikur 2

19 mar. 2018Í kvöld mætast öðru sinni í sinni undanúrslitaviðureign, lið Snæfells og Hamars, en leikið verður í Stykkishólmi. Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hamars í Hveragerði. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í lifandi tölfræði á kki.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í lokaúrslitin, en næsti leikur liðanna verður 23. mars og svo ef þarf dagana 27. og 29. mars. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild karla · Úrslitakeppnin: Vestri-Breiðablik í kvöld

18 mar. 2018Í kvöld er komið að öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla. Staðan í einvígi liðanna er 1-0 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í lokaúrslitin. Leikurinn verður í lifandi tölfræði á kki.is og sýndur beint á netinu hjá Vestra. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Haukar krýndir deildarmeistarar í dag

17 mar. 2018Lið Hauka eru deildarmeistarar í Domino’s deild kvenna tímabilið 2017-2018 en þær tryggðu sér titilinn nú í vikunni þegar þrjár umferðir eru eftir að deildarkeppninni. Lið Hauka mun fá verðlaun sín afhent í dag að leik loknum á sínum heimavelli. Það verður Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð, varaformaður KKÍ, sem mun afhenda liðinu verðlaunin í dag. KKÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn! ​ Domino's deild kvenna í dag · 26. umferð Allir leikirnir hefjast kl. 16:30 ​ Haukar-Breiðablik í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum Njarðvík-Valur í Ljónagryfjunni Stjarnan-Snæfell í Ásgarði í Garðabæ #korfubolti Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · KR-Grindavík í dag

17 mar. 2018Í dag er komið að fyrsta leik KR og Grindavíkur í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Liðin mætast í DHL-höllinni í Vesturbænum kl. 16:30. Leikurinn verður í lifandi tölfræðilýsingu á kki.is. Efstu fjögur liðin leika öll í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni að ári liðnu. Liðin sem leika í úrslitakeppninni í ár eru lið KR sem urðu deildarmeistarar, lið Fjölnis sem hafnaði í 2. sæti, Þór Akureyri sem varð í 3. sæti og Grindavík sem varð í 4. sæti. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 2 leikir í 8-liða úrslitunum í kvöld

16 mar. 2018Í kvöld hefjst tvær viðureignir í 8-liða úrslitunum í Domino's deild karla þegar fyrstu leikir Hauka og Keflavíkur og Tindastóls og Grindavíkur fara fram kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í DB Schenker-höllinni og sýnir beint frá leik Hauka og Keflavíkur. Tindastóll-TV mun sýna beint á netinu á Youtube-rás sinni frá leik Tindastóls og Grindavíkur. Kl. 21:00 er svo komið að Domino's körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport sem verður í beinni frá parketinu á Ásvöllum en þar verða fyrstu leikir 8-liða úrslitanna gerðir upp. Á öllum stigum úrslitakeppninnar er leikið er heima og að heiman til skiptis. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í 8-liða úrslitunum fer í undanúrslitin í ár. Leikjaplan allra viðureignanna, úrslit og fleira má sjá á síðu úrslitakeppninnar hér á kki.is. 8-liða úrslit karla: 🍕 Domino's deild karla ➡️ Leikir 1 ⏰ 19:15 🏀 HAUKAR-KEFLAVÍK · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK · Netútsending á youtuberás Tindastóll TV #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Úrslitakeppnin hefst í kvöld

16 mar. 2018Í kvöld er komið að fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna með leik Fjölnis og Þórs Akureyri. Efstu fjögur liðin leika öll í úrslitakeppni um eitt laust sæti í Domino's deildinni að ári liðnu. Liðin sem leika í úrslitakeppninni í ár eru lið KR sem urðu deildarmeistarar, lið Fjölnis sem hafnaði í 2. sæti, Þór Akureyri sem varð í 3. sæti og Grindavík sem varð í 4. sæti. Leikur kvöldsins Í kvöld tekur Fjölnir á móti liði Þórs Akureyri í Dalhúsum í Grafarvogi og hefst leikurinn kl. 19:30. Á morgun hefst svo viðureign KR og Grindavíkur í hinni undanúrslitaviðureigninni. ​​ Fyrirkomulag úrslitakeppni 1. deilda Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í undanúrslitum, þar sem leikið er heima og að heiman til skiptis, komast í lokaúrslitin þar sem sami háttur er á, vinna þarf þrjá leiki til að vinna viðureignina og þar með sæti í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

1. deild karla · Úrslitakeppnin

16 mar. 2018Í kvöld fer fram einn leikur í úrslitakeppni 1. deildar karla en það er fyrsti leikur Hamars og Snæfells í undanúrslitunum. Leikurinn fer fram í Hveragerði og munu liðin leika til skiptis á sínum heimavelli þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki. Í gær hófst einnig hin viðureignin í undanúrslitunum en þar mætast Breiðablik og Vestri. Í gær hafði Breiðablik sigur 93:64.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · 8-liða úrslitin hefjast í kvöld!

15 mar. 2018Í kvöld er komið að stóru stundinni í Domino's deild karla þegar úrslitakeppnin 2018 hefst með fyrstu leikjum 8-liða úrslitanna. Tveir leikir fara fram í kvöld og eru það fyrstu leikirnir í viðureignum ÍR og Stjörnunnar og KR og Njarðvíkur. ÍR lenti í 2. sæti í deildinni og fær því lið Stjörnunnar sem hafnaði í 7. sæti. KR lenti í 4. sæti og fær því liði Njarðvíkur í 5. sætinu. Stöð 2 Sport verður í Hertz-hellinum í Seljaskóla og sýnir beint frá leik ÍR og Stjörnunnar. KRTV mun sýna beint á netinu leik KR og Njarðvíkur í DHL-höllinni.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Úrslitakeppnin hefst í kvöld

15 mar. 2018Í kvöld er komið að fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í 1. deild karla þegar liðin sem höfnuðu í 2.-5. sæti munu leika til úrslita um eitt laust sæti í Domino's deildinni að ári. Skallagrímur vann deildarkeppnina í ár og tryggði sér þar með sæti í Domino's deildinni á leiktímabilinu 2018-2019. Tvö lið fara upp um deild og það lið sem sigrar úrslitakeppnina fylgir Skallagrím upp um deild. Leikur kvöldsins Í kvöld leikur Breiðablik, sem lenti í 3. sæti í deildinni, gegn liðinu í 4. sæti, sem er lið Vestra og fer fyrsti leikur liðanna fram í Smáranum í Kópavogi kl. 19:15 í kvöld. Á morgun mætast svo í hinni undanúrslitaviðureigninni lið Hamars, sem lenti í 2. sæti og Snæfells, sem lenti í 5. sæti, í Hveragerði í sínum fyrsta leik. Fyrirkomulag úrslitakeppni 1. deilda Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki í undanúrslitum, þar sem leikið er heima og að heiman til skiptis, komast í lokaúrslitin þar sem sami háttur er á, vinna þarf þrjá leiki til að vinna viðureignina og þar með sæti í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Leikir kvöldsins

14 mar. 2018Í kvöld klárast 25. umferð Domino's deildar kvenna þegar þrír leikir fara fram, en þessari umferð lokinni eru aðeins þrír leikir eftir að deildarkeppninni í ár. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15 og verða í lifandi tölfræðilýsingu á kki.is að venju. Leikir kvöldsins: 🍕Domino's deild kvenna ➡️3 leikir í kvöld ⏰19:15 🏀Snæfell-Njarðvík 🏀Keflavík-Stjarnan 🏀Breiðablik-Skallagrímur #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Haukar beint á Stöð 2 Sport

13 mar. 2018Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna en það er toppslagur tveggja efstu liðanna í deildinni, liða Vals og Hauka. Leikurinn fer fram í Valshöllinni að Hlíðarenda og hefst kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum í kvöld og lifandi tölfræði er á sýnum stað. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni í Domino's deild karla hefst 15. mars · Leikjaplan 8-liða úrslitanna

9 mar. 2018Nú er dagskrá 8-liða úrslita Domino´s deildar karla aðgengileg á mótavef KKÍ. Fyrsti leikdagur er 15. mars en þá hefst viðureign ÍR og Stjörnunnar og KR og Njarðvíkur. Oddaleikir allra viðureigna verða miðvikudaignn 28. mars en allir oddaleikirnir eru ótímasettir. Tímasetning þeirra verður ákveðin í samráði við Stöð 2 Sport þegar nær dregur.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Haukar deildarmeistarar 2017-2018

9 mar. 2018Lið Hauka tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Domino's deild karla á leiktímabilinu í lokaleik sínum í gærkvöldi en deildarmeistaratitill Hauka er sá fyrsti í sögu félagsins hjá körlunum. Þá fór fram lokaumferð tímabilsins og endanleg röð liða réðst fyrir úrslitakeppnina sem framundan er. Úrslitakeppninn hefst 15. og 16. mars en eftir úrslit gærdagsins er verið að raða niður fyrstu leikjunum og leikjaplaninu í 8-liða úrslitunum. Liðin sem mætast í úrslitakeppni Domino's deildar karla í ár: (sæti í deild í sviga) Haukar (1) - Keflavík (8) ÍR (2) - Stjarnan (7) Tindastóll (3) - Grindavík (6) KR (4) - Njarðvík (5) Meira
Mynd með frétt

Lokaumferð Domino's deildarinnar í kvöld · Haukar eða ÍR deildarmeistarar

8 mar. 2018Í kvöld er komið að síðustu umferðinni í Domino's deild karla og verða allir sex leikir umferðarinnar á dagskránni í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í beinni í kvöld, en þeir sýna frá báðum leikjum liðanna sem eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum. Það eru lið Hauka og ÍR sem geta orðið deildarmeistarar í kvöld og ræðst það allt á úrslitum kvöldsins. Haukar fá Val í heimsókn í Hafnarfjörðinn og ÍR fara til Keflavíkur.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira