Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Stjarnan er deildarmeistari í Domino´s deildar karla 2019

15 mar. 2019Stjarnan er deildarmeistari í Domino´s deild karla.Meira
Mynd með frétt

U15 ára lið drengja og stúlkna · Sumar 2019

15 mar. 2019Þjálfarar U15 ára liðanna hjá drengjum og stúlkum hafa valið sín 18 manna lokalið fyrir sumarið 2019. Þá mun Ísland senda til leiks á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvo 9 manna lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní. Þjálfarar liðana héldu Afreksbúðir sl. sumar og voru með æfingar milli jóla og nýárs auk þess að hafa fylgst með leikmönnum í vetur í leikjum. Þá var valnefnd sem kom að og fór yfir rökstuðning þjálfara um val á einstökum leikmönnum í lokahópunum en valnefndin samastendur af þjálfara og aðstoðarþjálfara liðanna beggja og yfirþjálfara yngri landsliðs KKÍ og afreksstjóra KKÍ. Eftirtaldir leikmenn skipa lið Íslands hjá U15 í sumar:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Lokaumferðin í kvöld + Domino's Körfuboltakvöld uppgjör og verðlaun

14 mar. 2019Í kvöld fer fram 22. og jafnframt síðasta umferðin í Domino's deild karla kl. 19:15 þegar leiknir verða sex leikir. Stöð 2 Sport sýnir beint frá tveim leikjum samtímis, það er leik Tindastóls og Keflavíkur og Grindavíkur og ÍR. Á morgun föstudag verður bein útsending frá uppgjörsþætti þar sem leikmenn og þjálfarar verða verðlaunaðir fyrir seinni hluta tímabilsins og úrslitakeppninni gerð skil sem framundan er.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · SNÆ-KR í beinni á Stöð 2 Sport

13 mar. 2019Heil umferð fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hólminum og sýnir beint frá leik Snæfells og KR. 🍕 Domino's deild kvenna í kvöld 🗓 Miðvikudaginn 13. mars 4️⃣ leikir í kvöld 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 SNÆFELL-KR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 KEFLAVÍK-HAUKAR 🏀 BREIÐABLIK-VALUR 🏀 STJARNAN-SKALLAGRÍMUR #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Fjölnir er deildarmeistari í 1. deild kvenna

11 mar. 2019Fjölniskonur fengu bikar afhentan fyrir að vera deildarmeistari í 1. deild kvenna.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

11 mar. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Breiðholtinu og sýnir beint frá Hertz-hellinum frá leik ÍR og KR. Á sama tíma mætast einnig Stjarnan og Grindavík í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Í lok leikjanna verður svo farið yfir málin í Domino's deildum karla og kvenna og rýnt í leiki helgarinnar í deildunum. 🍕 Domino's deild karla 2️⃣ leikir í kvöld + Körfuboltakvöld 🗓 Mánudaginn 11. mars 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 ÍR-KR ➡️📺Beint á Stöð 2 Sport 🏀 STJARNAN-GRINDAVÍK ⏰ 21:15 ➡️ KÖRFUBOLTAKVÖLD á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2019

8 mar. 2019Laugardaginn 16. mars fer fram 53. Körfuknattleiksþing KKÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Nú eru komin inn öll helstu gögnin fyrir þingið svo sem tillögur sem ræddar verða á þinginu og skýrsla KKÍ fyrir 207-2019. Nöfn þingfulltrúa bætast svo við eftir helgi eftir að öllum kjörbréfum hefur verið skilað inn. Hægt er að skoða öll gögn fyrir þingið hér á kki.is undir > um KKÍ eða hér á síðu þingsins: Körfuknattleiksþing 2019Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld

7 mar. 2019Fimm leikir fara fram í kvöld í Domino's deild karla kl. 18:30, 19:15 og 20:15. Stöð 2 Sport sýnir fyrst frá leik Þórs Þ. og Keflavíkur kl. 18:30 og síðan leik Vals og Skallagríms kl. 20:15. Allir leikir að venju í lifandi tölfræði hér á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Þrír leikir í kvöld

6 mar. 2019Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna kl. 19:15. Breiðablik tekur á móti Skallagrím í Smáranum, Keflavík fær Snæfell í heimsókn á Blue-höllina í Keflavík og Stjarnan og KR mætast í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði. Stöð 2 Sport verður í Kópavogi og sýnir Breiðablik-Skallagrímur beint. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Valur-Haukar kl. 20:00

5 mar. 2019Einn leikur fer fram kl. 20:00 í kvöld að Hlíðarenda í Origo-höll Vals, þegar Valur mætir Haukum. 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Miðvikudagur 5. mars 🎪 Origo-höllin, Hlíðarenda 🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is ⏰ 20:00 🏀 VALUR-HAUKAR #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Toppslagur í kvöld

4 mar. 2019Í kvöld fara fram tveir leikir í Domino's deild karla en þá mætast efstu tvö liðin í deildinni, Stjarnan sem er í öðru sæti með 28 stig og Njarðvík sem er með 30 stig, en leikið verður í Garðabænum á heimavelli Stjörnunnar. Þá mætast Keflavík og Haukar í Keflavík en báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðbænum og sýnir beint frá leiknum í kvöld. Að honum loknum tekur svo við Domino's körfuboltakvöld kl. 21:10 þar sem farið verður yfir síðustu leiki hjá körlum og konum.Meira
Mynd með frétt

Benedikt Guðmundsson ráðinn nýr þjálfari landsliðs kvenna

1 mar. 2019Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari landsliðs kvenna til næstu fjögurra ára. Hann tekur við starfinu af Ívari Ásgrímsyni sem lét af störfum í lok nóvember eftir undankeppnin fyrir EM2019, sem fram fer í sumar, var lokið. Framundan er undankeppni fyrir EuroBasket 2021 sem hefst næsta haust sem og Smáþjóðaleikar í lok maí á þessu ári á vegum ÍSÍ en þar mun Íslands eiga tvö lið í keppni. Undankeppni EM hefst svo í nóvember 2019 og verður haldið áfram í nóvember 2020 og febrúar 2021. Dregið verður í riðla í sumar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Fjórir leikir kl. 19:15

27 feb. 2019Heil umferð fer fram í kvöld í Domino's deild kvenna og mun Stöð 2 Sport sýna beint frá Garðabænum þar sem Stjarnan og Keflavík mætast í Mathús Garðabæjar höllinni. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15. Meira
Mynd með frétt

Forkeppni EM2021: Tap gegn Belgíu · Ísland endar í öðru sæti riðilsins

25 feb. 2019Í gær dag léku Belgía og Ísland sinn síðasta leik í forkeppni að undankeppni EM2021 í Mons í Belgíu. Fyrir leikinn hafði Belgía tryggt sér sigur í riðlinum og ljóst eftir sigur Íslands á Portúgal að Ísland myndi hafna í öðru sæti riðsilsins og því leika í þriðju umferð forkeppninnar sem fram fer í 7.-21. ágúst. Meira
Mynd með frétt

Forkeppni EM2021: BELGÍA-ÍSLAND í dag kl. 14:15 að íslenskum tíma í Mons

24 feb. 2019Karlalandsliðið leikur sinn síðasta leik í annari umferð forkeppni EuroBasket 2021 í Belgíu í dag, 24. febrúar. Leikurinn fer fram í bænum Mons á heimavelli Belfius Mons-Hainut og hefst leikurinn kl. 15:15 að staðartíma eða kl. 14:15 á Íslandi. Belgía hefur þegar tryggt sér sigur í umferðinni og leika okkar strákar því næst í ágúst í þriðju og jafnframt síðustu umferð forkeppninnar til að komast í undankeppni EM 2021. Þá verður leikið heima og að heiman 7.-21. ágúst gegn Sviss og Portúgal. Ísland mun leika heimaleiki 10. og 17. ágúst og úti 7. og 21. ágúst. Sigurvegari þess riðils fer í undankepni EM sem hefst næsta haust.Meira
Mynd með frétt

Sigur í kveðjuleik Jóns og Hlyns

21 feb. 2019Ísland lagði Portúgal 91-67 í forkeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í kvöld. Frábær stemning var á leiknum og áhorfendur sem fylltu Laugardalshöll fengu að sjá Jón Arnór Stefánsson og Hlyn Bæringsson í síðasta sinn í íslensku landsliðstreyjunni.Meira
Mynd með frétt

LEIKDAGUR: ÍSLAND-PORTÚGAL í kvöld

21 feb. 2019Í kvöld kl. 19:45 fer fram leikur Íslands og Portúgals í Laugardalshöllinni. Leikurinn verður í beinni á RÚV2 og lifandi tölfræði á heimasíðu keppninnar. Eins og alþjóð veit er þetta kveðjuleikur Hlyns Bæringssonar og Jóns Arnórs Stefánssonar með Íslenska landsliðinu en þeir hafa eftir leik kvöldsins leikið 125 leiki og 100 fyrir Ísland.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar vegna kæru ÍR

21 feb. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir kæru sem ÍR sendi inn vegna framkvæmdar á leiks ÍR og Vals á Íslandsmótinu í drengjaflokki 5. febrúar s.l. ÍR krefst þess að leikurinn verði úrskurðaður ógildur og endurtekinn. Valur bar við aðildarskorti að málinu.Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Ágúst S. Björgvinsson verður þjálfari liðsins næstu tvö árin

20 feb. 2019KKÍ hefur samið við Ágúst S. Björgvinsson um að þjálfa U20 ára lið karla næstu tvö sumur í komandi verkefnum. Liðið mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA á komandi sumri en þá verður leikið í Matoshinos á Portúgal. Ágúst býr yfir mikilli reynslu og hefur auk þess bæði þjálfað yngri lið KKÍ og séð um þjálfaramenntun sambandsins. Hann er um þessar mundir að skoða stöðu aðstoðarþjálfara hjá sér og síðan mun hann fylgjast náið með leikmönnum í deildum og leikjum fram á vorið þegar formlegar æfingar hefjast. KKÍ býður Ágúst velkominn til starfa.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 20.02.2019

20 feb. 2019Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira