Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

BREIÐABLIK ER ÍSLANDSMEISTARI Í 10. FLOKKI DRENGJA 2019!

20 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki drengja í Mustad-höllinni á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2019.Meira
Mynd með frétt

GSSE2019: Landslið kvenna á Smáþjóðaleikunum

20 maí 2019Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfari og Halldór Karl Þórsson aðstoðarþjálfari hans, hafa valið þá 12 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í landsliði kvenna á Smáþjóðaleikunum 2019 sem fara fram í Svartfjallalandi 27. maí -1. júní. Benedikt og Halldór verða þjálfarar liðsins á leikunum en það er fyrsta verkefni þeirra með liðið. Pálína Gunnlaugsdóttir er einnig í þjálfarateymi liðsins en hún verður ekki með liðinu á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið leikur fimm leiki á mótinu gegn liði Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á leikunum. Í liðinu eru tveir nýliðar, þær Sigrún Björg Ólafsdóttir frá Haukum og Þóranna Kika Hodge-Carr frá Keflavík. Bryndís Guðmundsdóttir að koma til baka inn í liðið en hún lék síðast landsleik árið 2016. Í síðustu viku voru 16 leikmenn eftir í æfingahóp og nú hefur lokavalið farið fram og munu eftirtaldir leikmenn skipa landsliðið á leikunum:Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2019 · Seinni helgin 17.-19. maí

17 maí 2019Fyrri úrslitahelgi yngri flokka hefst í dag með undanúrslitaleikjum stúlknaflokks. Um helgina er leikið í Grindavík í umsjón heimamanna. Undanúrslit fara fram á föstudagskvöldið í unglingaflokki og á laugardaginn eru undanúrslit í 10. flokki stúlkna og 10. flokki drengja. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag. Lifandi tölfræði er frá öllum leikjum hér á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Sumarfjarnám ÍSÍ · 1. og 2. hluti

17 maí 2019Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst þriðjudaginn 18. júní næstkomandi. KKÍ hvetur félög og þjálfara til þátttöku í þessu vinsæla námi sem er í takt við áherslur íþróttahreyfingarinnar um menntun íþróttaþjálfara og liður í þjálfaramenntun KKÍ (ÍSÍ hlutinn á móti KKÍ hluta 1-3).Meira
Mynd með frétt

16. maí 1959: 60 ár í dag frá fyrsta landsleik Íslands í körfuknattleik

16 maí 2019Í dag 16. maí eru liðin 60 ár liðin frá því að Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik en þá fór íslenskt lið til Danmerkur að etja kappi við Dani árið 1959. Fyrir 10 árum voru liðsmenn liðsins heiðraðir fyrir landsleik sem þá fór fram í Smáranum og hægt er að sjá gamla frétt um heiðrunina hérna. Í hópnum voru:Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 14.05.19

15 maí 2019Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í einu máli sem var til meðferðar hjá nefndinni.Meira
Mynd með frétt

Smáþjóðaleikarnir 2019 · Æfingahópur landsliðs karla

15 maí 2019Craig Pedersen, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfarar landsliðs karla, hafa kallað saman 16 leikmenn til æfinga fyrir Smáþjóðaleika 2019 en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní. Liðið hóf æfingar á mánudaginn í Ásgarði í Garðabæ. Finnur Freyr og Baldur Þór munu stýra liðinu á æfingum og á mótinu í lok mánaðarins. Eftir næstu helgi verður svo hópurinn minnkaður niður í endanlegt 12 manna lið. Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og þar á meðal eru nokkrir sem ennþá eru að spila eða í verkefnum með sínum liðum. Smáþjóðaleikarnir eru ekki innan keppnisdagatals FIBA sem orsakar skörun við félagslið í dagatali hjá þeim sem leika sem erlendis. Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Meira
Mynd með frétt

ÞÓR AKUREYRI ER ÍSLANDSMEISTARI Í DRENGJAFLOKKI 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í drengjaflokki í Origo-höllinni á fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2019. Meira
Mynd með frétt

KEFLAVÍK ER ÍSLANDSMEISTARI Í STÚLKNAFLOKKI 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í stúlknaflokki Origo-höllinni á fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2019. Meira
Mynd með frétt

FJÖLNIR ER ÍSLANDSMEISTARI Í 9. FLOKKI DRENGJA 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja Origo-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2019.Meira
Mynd með frétt

GRINDAVÍK ER ÍSLANDSMEISTARI Í 9. FLOKKI STÚLKNA 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki stúlkna Origo-höllinni á fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2019. Meira
Mynd með frétt

NJARÐVÍK ER ÍSLANDSMEISTARI Í MINNIBOLTA 10 ÁRA DRENGJA 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið úrslitamót í minnibolta 10 ára drengja 2019 í Mathús Garðabæjar-höllinniMeira
Mynd með frétt

KR ER ÍSLANDSMEISTARI Í MINNIBOLTA 10 ÁRA STÚLKNA 2019!

14 maí 2019Um helgina var leikið úrslitamót í minnibolta 10 ára stúlkna 2019 í Schenker-höllinni Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 13.05.19

13 maí 2019Aga- og úrskurðanefnd hefur komist að niðurstöðu í einu máli sem var til meðferðar hjá nefndinni. Mál 61. Úrskurðarorð: „Með vísan til ákvæðis a. liðar, sbr. f. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði Sæmundur Þór Guðveigsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Þórs Þorlákshafnar og ÍA/Skallagríms í Íslandsmóti unglingaflokks karla sem leikinn var þann 3. maí 2019. “Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 10.05.19

11 maí 2019Aga- og úrskurðanefnd hefur komist að niðurstöðu í einu máli. Mál nr. 60. Úrskurðarorð: „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í Íslandsmóti unglingaflokks karla sem leikinn var þann 7. maí 2019.“ Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjast í dag

10 maí 2019Fyrri úrslitahelgi yngri flokka hefst í dag með undanúrslitaleikjum stúlknaflokks. Um helgina er leikið í Origo-höllinni í umsjón Valsmanna. Undanúrslit fara fram í kvöld í stúlknaflokki og svo á morgun eru undanúrslit í 9. flokki stúlkna, 9. flokki drengja og drengjaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna og karla: Hrund og Róbert leikmenn ársins

10 maí 2019Í hádeginu fór fram verðlaunaafhending fyrir 1. deildir karla og kvenna á nýloknum tímabili. Veitt voru verðlaun fyrir lið ársins sem og einstaklingsverðlaun. Bestu leikmenn ársins voru valin Hrund Skúladóttir úr Grindavík og Róbert Sigurðsson úr Fjölni og þá var Lárus Jónsson þjálfari Þórs Ak. valinn þjálfari ársins í 1. deild karla og Jóhann Árni Ólafsson valinn besti þjálfari 1. deildar kvenna.Meira
Mynd með frétt

Domino´s deild karla og kvenna: Helena og Kristófer valin bestu leikmenn tímabilsins

10 maí 2019Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í dag og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Helena Sverrisdóttir og Kristófer Acox voru valin bestu leikmenn Domino's deildanna en þaú voru einnig valin bestu leikmenn síðasta tímabils. Þjálfarar ársins voru þeir Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðanefndar 09.05.19

9 maí 2019Aga- og úrskurðanefnd hefur komist að niðurstöðu í einu máli sem barst nefndinni til umfjöllunar. Mál nr. 59. Úrskurðarorð: „Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Baldur Örn Jóhannesson, leikmaður Þórs Akureyri, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Akureyri gegn Njarðvík í drengjaflokki karla sem leikinn var þann 5. maí 2019.“Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Æfingahópurinn kominn saman fyrir Smáþjóðaleikana 2019

8 maí 2019Landsliðsæfingahópur kvenna er kominn saman og hóf æfingar á mánudaginn í Dalhúsum. Þær munu vera við æfingar næstu þrjár vikurnar en Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarar hans völdu í upphafi 31 leikmann til að koma saman í upphafi verkefnisins. Nokrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og því verða 25 leikmenn til taks í upphafi. Hópurinn verður svo minnkaður niður fljótlega eftir þessa æfingaviku og upp úr þeim hóp verður svo endanlegt lið valið sem tekur svo þátt á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira