29 mar. 2019Þjálfarar U16 og U18 ára liða drengja og stúlkna hafa nú valið sín 12 manna landslið og tilkynnt þeim sem skipuðu 16-17 manna æfingahópa frá febrúar hvaða leikmenn mun vera varamenn liðanna áfram. Allir leikmenn eru hluti af sínum liðum og munu koma til æfinga í vor og æfa áfram í sumar og vera mikilvægur hluti af liðunum. Ef upp koma meiðsli eða forföll eru þeir klárir að koma inn í sín verkefni.
Liðin æfðu síðast eina helgi í febrúar og hafa þjálfarar liðanna fylgst með sínum leikmönnum í vetur. Allir þjálfarar liðanna sátu að lokum fund með yfirþjálfara KKÍ og afreksstjóra KKÍ í sérstakri valnefnd þar sem gert var grein fyrir vali hvers liðs og farið yfir einstaka leikmenn, leikstöður og samsetningu liða sem og styrkleika leikmanna áður en endanlegt lið var valið fyrir verkefni liðanna í sumar.
Yngri landsliðin koma næst saman eftir lok íslandsmótsins í lok maí til æfinga en þá verður stór fyrsta æfingahelgi allra liða dagana 24.-26. að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Eftirtaldir leikmenn skipta hvert lið:
Meira