Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Sigmundur Már dæmir sinn 800. leik í úrvalsdeild karla

26 jan. 2024Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson mun í kvöld dæma sinn 800. deildarleik í efstu deild karla í kvöld þegar hann dæmir leik Keflavíkur og Stjörnunar. Sigmundur dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla í Keflavík í desember 1995 og hefur dæmt í efstu deild síðan og er þetta því 29. tímabilið sem hann er í efstu deild. Meðdómari í fyrsta leiknum var Kristján Möller. Sigmundur er aðeins annar dómarinn í sögunni til að ná þessum leikjafjölda en Kristinn Óskarsson náði því í febrúar 2021. Þess má til gamans geta að sá leikmaður sem leikið hefur flesta leik í efstu deild er Marel Guðlaugsson með 416 leik, nærri helmingi færri en dómararnir eru að dæma. KKÍ óskar Sigmundi til hamingju með áfangann.Meira
Mynd með frétt

Félagskipti tímabilið 2023-2024 · Félagaskiptaglugginn lokar eftir 31. janúar

26 jan. 2024Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti allra leikmanna, það er bæði fyrir yngri flokka leikmenn og leikmenn eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis miðvikudaginn 31. janúar. Eftir það lokar fyrir ÖLL félagskipti út tímabilið. · Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. · Það sama gildir um nýja/breytingar á venslasamningum þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. · Þá þurfa leikmenn eldri en 18 ára innan félaga einnig að vera komnir á leikmannalista félags í GameDay (roster) til að geta leikið eftir lokun gluggans í viðeigandi mfl. · Leikmenn undir 18 ára aldri (yngri flokka leikmenn) má bæta við út tímabilið á leikmannalista innan félaga.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | seinkun á tveimur leikjum

25 jan. 2024Seinka þurfti tveimur leikjum í Subway deild karla í kvöld. Annars vegar er það leikur Hamars og Hauka sem hefst kl. 19:45 og hins vegar leikur Þórs Þ. og Hattar sem hefst kl. 20:00. Seinkanir þessar koma til vegna mikilla umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu seinni part dagsins, sem tafði bæði lið og dómara.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 24 JANÚAR 2024

25 jan. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2025: Miðasala hafin á ÍSLAND-UNGVERJALAND

23 jan. 2024Landslið karla hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 fimmtudaginn 22. febrúar í Laugardalshöllinni þegar liðið mætir Ungverjalandi í fyrsta leik. Leikurinn hefst kl. 19:30 og nú er miðasalan hafin á STUBB.is. Miðasala: 👉 https://stubb.is/events/oOYDJn Tryggið ykkur miða í tíma, fyllum höllina og styðjum strákana okkar! Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 17 JANÚAR 2024

18 jan. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

EuroCup Women: Davíð Tómas dæmir í 16-liða úrslitunum í kvöld

18 jan. 2024Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, er með leik fyrir FIBA í 16-liða úrslitum EuroCup Women sem fram fer í kvöld í London. Um er að ræða seinni leik London London Lions Group Limited gegn Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni. Jón Bender var eftirlitsmaður á fyrri leik liðana á Spáni á heimavelli Lointek fyrir rúmri viku. Þar hafði Lions betur 69:76 og hafa því sjö stiga forskot fyrir leikinn í kvöld. Liðið sem stendur betur að vígi eftir leiki heima og að heiman fer áfram í 8-liða úrslitin. Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppnir 2024

17 jan. 2024Dagatal úrslitakeppni 2024 má finna í viðhengi og á heimasíðu KKÍ. Dagatalið hefur ekki breyst frá því keppnisdagatali sem kynnt var í apríl 2023. Frekari upplýsingar má sjá með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

Jón Bender í eftirliti fyrir FIBA í kvöld

10 jan. 2024Jón Bender, eftirlitsmaður FIBA, verður með verkefni í kvöld í EuroCup Women þegar hann verður á leik Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni gegn London Lions Group Limited. Leikurinn fer fram í Gernika-Lumo, á heimavelli Lointek. Þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum en liðið sem stendur betur að vígi eftir leiki heima og að heiman fer áfram í 8-liða úrslitin. Leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og verður í beinu streymi á heimasíðu keppninnar. Dómari leiksins kemur frá Póllandi og meðdómararnir frá Frakklandi.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið í Keflavík 20. janúar

8 jan. 2024Þann 20. janúar 2024 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Blue höllinni í Keflavík. Leiðbeinandi verður Birgir Örn Hjörvarsson. Meiri upplýsingar má finna í fréttinni.Meira
Mynd með frétt

Íþróttamaður ársins: Elvar Már í 6. sæti í kjörinu

5 jan. 2024Í gærkvöld fór fram kjör og verðlaunahátíð á Íþróttamanni ársins, þjálfara ársins og liði ársins 2023 sem haldin var hátíðleg á Hótel Nordica. Elvar Már Friðriksson endaði í 6. sæti í kjörinu á lista yfir íþróttamenn á topp 10 listanum, Pavel Ermolinskij varð í 3. sæti í kjörinu um þjálfara ársins og lið Tindastóls varð einnig í 3. sæti í kjörinu um lið árins. Um leið og við óskum sigurvegurum til hamingju þá óskum við okkar fólki innilega til hamingju með sinn árangur. Það voru þau Friðrik Pétur Ragnarsson faðir Elvars Más og Inga Fríða Guðbjörnsdóttir móðir Söru Rúnar sem tóku við viðurkenningum fyrir þeirra hönd vegna kjörs á Körfuknattleiksfólki ársins. Hægt er að lesa um sögu körfuknattleiksmanna í kjöri íþróttamanns ársins á kki.isMeira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 3 JANÚAR 2024

4 jan. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Kjör á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins í kvöld

4 jan. 2024Kjör samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ á Íþróttamanni ársins fer fram í kvöld 4. janúar og verður hófið í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:35. Áður en útsending hefst verður fyrri hluti hófsins þar sem íþróttamenn ársins hjá hverju sambandi fá sínar viðurkenningar en það voru þau Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson sem voru Körfuknattleiksfólk ársins 2023. Sýnt verður frá seinni hlutanum en þá er kjörið á topp 10 kunngjört og á íþróttamanni ársins, en einnig eru veitt verðlaun til lið ársins og þjálfara ársins. Meira
Mynd með frétt

FIBA: Birgir Örn á dómaranámskiði milli jóla og nýárs

4 jan. 2024Birgir Örn Hjörvarsson, körfuknattleiksdómari, hélt út milli jóla og nýárs til Kortrijk í Belgíu á vegum KKÍ, þar sem FIBA var með námskeið fyrir „Potential National Referees“. Þar dæmdu þátttakendur á U19 X-Mastournament mótinu sem þar fór fram og væntanleg dómaraefni í gegnum ýmsa þjálfun og fræðslu auk þess að dæma leiki á mótinu. Þátttakendur voru tilnefndir hver frá sínu landi, en eingöngu voru alls 24 þátttakendur samþykktir á námskeiðið, og var Birgir Örn einn þeirra. Það verður spennandi að fylgjast með Birgi Erni í framhaldinu en hann á möguleika á að verða fullgildur FIBA dómari á næstu árum.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið á næstunni

3 jan. 2024Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B. Frekari upplýsingar um námskeiðin má finna með því að smella á fréttina.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2023 · Sara Rún og Elvar Már kjörin best

20 des. 2023Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2023 af KKÍ. Þetta er í 26. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Bæði voru þau ríkjandi Körfuknattleiks karl og kona síðasta árs. Elvar Már er nú að fá tilnefninguna í þriðja sinn og Sara Rún er að hljóta nafnbótina í fjórða sinn og fjórða árið í röð. Níu karlar fengu atkvæði og ellefu konur.Meira
Mynd með frétt

Æfingar yngri landsliða · Jól 2023

17 des. 2023Um helgina hafa farið fram landsliðsæfingar yngri landsliða Íslands en um er að ræða fyrstu æfingahópa í U15, U16, U18 og U20 landsliðum drengja og stúlkna fyrir sumarið 2024. Landsliðsþjálfarar liðanna boðuðu sína fyrstu hópa til æfinga og hafa þau æft annaðhvort frá föstudegi eða laugardegi en hvert lið æfir þrisvar sinnum Það voru 332 einstaklingar sem voru boðaðir til æfinga frá 27 íþróttafélögum af öllum landinu og erlendum félögum. Ljóst er að framtíðin er björt í íslenskum körfubolta með alla þá hæfileikaríku einstaklinga sem hafa verið valin og þá aðila sem er leggja hart að sér alla daga við að æfa íþróttina sem við öll elskum. Auk þessu fóru yngri hóparnir þrír í HR-mælingar að venju og öllum var boðið á fræðslufyrirlestur á föstudaginn samhliða æfingunum um helgina. Þá var foreldrum einnig boðið á fræðslufund fyrir foreldra um landsliðsstarfið og verkefnin framundan hjá hverju landsliði næsta sumar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 13 DESEMBER 2023

14 des. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

VÍS Bikarinn · Viðureignirnar í 8-liða úrslitunum

13 des. 2023Dregið var í 8-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna rétt í þessu en fjórar viðureignir eru framundan í VÍS Bikarnum. Leikið verður dagana 20.-22. janúar 2024. Eftir það verða 4-liða úrslitin klár, en þau fara fram 19. og 20. mars í Laugardalshöll, en úrslitaleikir karla og kvenna verða síðan laugardaginn 23. mars ásamt úrslitaleikjum yngri flokka þá helgi einnig á VÍS Bikar-hátíðinni sem haldin verður þá vikuna með pompi og prakt.Meira
Mynd með frétt

EuroCup Women: Rúnar Birgir og Davíð Tómas með verkefni í desember

13 des. 2023Þeir félagar, Davíð Tómas Tómasson, FIBA dómari, og Rúnar Birgir Gíslason, FIBA eftirlitsmaður, verða með flott verkefni fyrir FIBA á næstu dögum. Um er að ræða leiki í 32-liða úrslitum EuroCup Women en sigurvegarar leikjanna fara áfram í 16-liða úrslitin. Fyrst verður Davíð Tómas með leik í annað kvöld 14. desember þar sem hann verður aðaldómari leiksins en það er leikur í milli Kangoeroes Basket Mechelen frá Belgíu og Lointek Gernika Bizkaia frá Spáni, en leikið er í Mechelen í Belgíu. Meðdómarar hans koma frá Frakklandi og Írlandi og eftirlitsmaðurinn frá Danmörku. Davíð Tómas og Rúnar Birgir verða svo saman á ný líkt og nýverið með leik saman þann 21. desember þegar þeir fara til East Kilbride rétt fyrir utan Glasgow í Skotlandi og verða á leik Caledonia Gladiators og NKA Universitas PEAC frá Ungverjalandi. Með þeim verður aðaldómarinn frá Grikklandi og meðdómari hans og Davíðs kemur frá Lettlandi. KKÍ óskar þeim félögum Rúnari Birgi og Davíð Tómasi góðs gengis í sínum störfum.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira