Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Kristinn dæmdi sinn 2000. leik

28 mar. 2024Kristinn Óskarsson dómari dæmdi sinn 2000. leik á vegum KKÍ í gær þegar hann dæmdi leik Njarðvíkur og Hauka í Subway deild kvenna og er hann þriðji dómarinn sem nær þeim áfanga í sögu KKÍ. Rögnvaldur Hreiðarsson var fyrstur til að ná því og Sigmundur Már Herbertsson annar.Meira
Mynd með frétt

3x3 mót · 13.-14. apríl í Garðabæ

27 mar. 2024Helgina 13.-14. apríl nk. verður haldið Vormót í 3x3 körfubolta fyrir 2007-2012 árganga í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Mótið er opið öllum áhugasömum ungmennum fæddum 2007 til 2012. Í hverju liði geta minnst verið þrír (3) og mest verið fjórir (4) leikmenn. Leikreglur og frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Við biðjum ykkur að kynna þetta vel fyrir ykkar iðkendum. Þátttökugjald er kr. 6.000 pr. lið. Frekari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast með því að smella á Meira.Meira
Mynd með frétt

KR deildarmeistari 1. deildar karla

26 mar. 2024KR bar sigur úr býtum í 1. deild karla þetta tímabilið og taka því sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. KR liðið vann 20 leiki af 22 og höfðu efsta sætið eftir spennandi lokaumferðir. Til hamingju KR!Meira
Mynd með frétt

KR BIKARMEISTARI 10. FLOKKS STÚLKNA

24 mar. 2024KR varð í dag bikarmeistari 10. flokks stúlkna eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik 86-48. Kristrún Kjartansdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 18 stigum, 12 fráköstum, 11 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Til hamingju KR! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

STJARNAN BIKARMEISTARI 10. FLOKKS DRENGJA

24 mar. 2024Stjarnan varð í dag bikarmeistari 10. flokks drengja eftir sigur á ÍR í úrslitaleik 112-80. Jakob Kári Leifsson var valinn maður leiksins en hann skilaði 40 stigum, 9 fráköstum, 7 stoðsendingum og 7 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is Meira
Mynd með frétt

STJARNAN BIKARMEISTARI 9. FLOKKS STÚLKNA

24 mar. 2024Stjarnan varð í dag bikarmeistari 9. flokks stúlkna eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik 53-46. Berglind Hlynsdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 14 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is Meira
Mynd með frétt

AÞENA BIKARMEISTARI 12. FLOKKS KVENNA

22 mar. 2024Aþena varða í dag bikarmeistari 12. flokks kvenna eftir sigur á Þór/Hamar í úrslitaleik 71-63. Dzana Crnac var valin maður leiksins en hún skilaði 19 stigum og 3 fráköstum. Til hamingju Aþena! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is Meira
Mynd með frétt

ÍR BIKARMEISTARI 12. FLOKKS KARLA

22 mar. 2024ÍR varð í dag bikarmeistari 12. flokks karla eftir sigur á KR í úrslitaleik 95-68. Friðrik Leó Curtis var valinn maður leiksins en hann skilaði 41 stigi, 13 fráköstum og 4 vörðum skotum. Til hamingju ÍR! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð mánudaginn 25. mars

22 mar. 2024Skrifstofa KKÍ verður lokuð mánudaginn 25. mars, en starfsfólk sambandsins hefur staðið í ströngu síðustu vikuna við framkvæmd VÍS bikarviku KKÍ. Póstum verður svarað eins og kostur gefst. Ef bregðast þarf við vegna leikja mánudagsins er hægt að ná sambandi við Snorri Örn mótastjóra símleiðis.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 21 MARS 2024

21 mar. 2024 Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

STJARNAN/KFG BIKARMEISTARI 11. FLOKKS DRENGJA

21 mar. 2024Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 11. flokks drengja eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik 106-79. Björn Skúli Birnisson var valinn maður leiksins en hann skilaði 24 stigum, 4 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan/KFG! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

KR VÍS BIKARMEISTARI 9. FLOKKS DRENGJA

21 mar. 2024KR varð í dag VÍS bikarmeistari 9. flokks drengja eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik 56-48. Benóní Stefán Andrason var valinn maður leiksins en hann skilaði 17 stigum, 13 fráköstum og 3 stolnum boltum á 30 mínútum. Til hamingju KR! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn | undanúrslit kvenna

20 mar. 2024VÍS bikarvikan heldur áfram í dag með undanúrslitum kvenna, en framundan er vika af spennandi og áhugaverðum leikjum. Það verða Njarðvík og Keflavík sem mætast í fyrri leik dagsins kl. 17:15 í Laugardalshöll. Klukkan 20:00 er svo undanúrslitaleikur Þórs Akureyri og Grindavík, en liðin sem vinna í dag mætast í bikarúrslitum kvenna kl. 19:00 laugardaginn 23. mars. Miðasala fer fram á stubbur.app og snjalltækjaappinu Stubbur.Meira
Mynd með frétt

Kveðja frá KKÍ · Einar Ólafsson 13.1.1928 - 12.03.2024

20 mar. 2024Einar Ólafsson hlaut heiðurkross KKÍ í febrúar 2001 og er hann einn fimm einstaklinga sem hafa hlotið heiðurskross KKÍ í 63 ára sögu sambandsins. Það sýnir hversu öflugur eldhugi Einar var og á hann mjög stóran þátt í útbreiðslu og kennslu á körfuboltanum hér fyrr á árum. Einar var hlédrægur og lét yfirleitt lítið fyrir sér fara en ávalt tilbúinn að kenna og leiðbeina. Þrátt fyrir háan aldur var hann að mæta á leiki þar til allra síðustu ár og þá aðallega hjá ÍR en einnig mætti hann á einstaka landsleiki. Alltaf var gaman að ræða við hann og finna væntumþykju hans fyrir íþróttinni okkar og KKÍ. Hann vildi sjaldan geri mikið úr sínum afrekum og hversu mikinn þátt hann átti í að efla körfuboltann í landinu sem sýnir svo vel hlédrægni hans fyrir hans góðu störfum. Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarvikan hefst í dag | undanúrslit karla

19 mar. 2024VÍS bikarvikan hefst með undanúrslitum karla í Laugardalshöll í dag, en framundan er vika af spennandi og áhugaverðum leikjum. Það verða Álftanes og Tindastóll sem ríða á vaðið, en liðin mætast í undanúrslitum VÍS bikars karla kl. 17:15 í Laugardalshöll. Klukkan 20:00 er svo undanúrslitaleikur Keflavíkur og Stjörnunnar, en liðin sem vinna í dag mætast í bikarúrslitum karla kl. 16:00 laugardaginn 23. mars. Miðasala fer fram á stubbur.app og snjalltækjaappinu Stubbur.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 14 MARS 2024

14 mar. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Unglingaráðsfundur KKÍ 23. mars

13 mar. 2024Þann 23. mars nk. stendur KKÍ fyrir unglingaráðsfundi, en fundurinn er ætlaður þeim sem koma að barna- og unglingastarfi félaganna. Mörg aðkallandi verkefni eru í starfi hreyfingarinnar og því leiðum við saman áhugasama aðila innan félaganna til að ræða hvernig við viljum skipuleggja og vinna með málefni yngri flokka. Skráning á unglingaráðsfundinn er enn opin, en við höfum einmitt hvatt tengiliði aðildarfélaga til að kynna fundinn innan sinna félaga og hvetja alla þá sem áhuga hafa á þessum málefnum og vilja ræða að koma á fundinn. Hér er skráningarhlekkur á fundinn.Meira
Mynd með frétt

Starf hjá KKÍ til umsóknar

7 mar. 2024Körfuknattleikssamband Íslands leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni til starfa á skrifstofu sambandsins. Starf á skrifstofu KKÍ er afar fjölbreytt enda starfsemi KKÍ viðamikil og hin ýmsu verkefni sem þarf að sinna hverju sinni. Verkefni sem starfsmaður mun sinna eru af ýmsum toga og eru meðal annars: Mótamál, dómaramál, fræðslumál, félagaskipti, afreks- og landsliðsmál sem og annað sem tilfellur hverju sinni.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 6 MARS 2024

7 mar. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

VÍS Bikarinn 2024 · 19.-24. mars

6 mar. 2024Nú styttist í VÍS Bikarhátíðina þegar úrslit fara fram í öllum flokkum auk undanúrslita meistaraflokka dagana 19.-24. mars. Leikið verður í Laugardalshöllinni í VÍS bikar umgjörð og má búast við spennu og fjöri að venju. Miðasala félaganna á meistaraflokksleiki er hafin hjá félögunum sem taka þátt auk miðasölu á þeirra vegum á STUBB. (www.stubb.is/category/basketball).Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira