Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið karla: Leikdagur · ÍSLAND-LÚXEMBORG beint á RÚV kl. 15:00 í dag

26 nóv. 2020Íslenska karlalandsliðið leikur í dag fyrri leikinn af tveim í þessum landsliðsglugga sem fram fer í Slóvakíu. Leikurinn í dag hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á RÚV. Seinni leikurinn fer fram á sama tíma á laugardaginn gegn Kosovó og verður einnig í beinni útsendingu. Eftir einn glugga af þrem er Ísland í öðru sæti riðilsins með einn sigur og eitt tap á eftir Kosovó sem er með tvo sigra en í febrúar sl. tapaði Ísland með tveim stigum fyrir Kosovó en vann Slóvakíu með níu stigum. Slóvakía er í 3. sæti riðilsins með sömu stöðu og Ísland. Þetta er því fyrsti leikur liðanna sem mætast í dag í undankeppninni. Lúxemborg er í neðsta sæti riðilsins eftir tvo leiki. Hægt er að sjá nánari upplýsingar á heimasíðu undankeppninnar. Liðsskipan Íslands er eftirfarandi í leiknum í dag: Meira
Mynd með frétt

KKÍ: Haukur Helgi greindist jákvæður á ný · Leikur ekki með liðinu að þessu sinni

25 nóv. 2020Nýjustu fréttir úr „sóttvarnar-bubblunni“ í Bratislava í Slóvakíu hjá íslenska karlalandsliðunu eru þær að í morgun bárust því miður fréttir um að Haukur Helgi Briem Pálsson, leikmaður MoraBanc Andorra á Spáni, hefði greinst aftur jákvæður í seinni skimun sinni sem nauðsynlegt var að taka fyrir brottför hans til íslenska hópsins. Ferðalag hans var á dagskránni seinni partinn í dag. Það þýðir einfaldega að hann missir af leikjunum tveim í þessum landsliðsglugga þar sem ekki er tími og rúm fyrir frekari skimanir og ferðalög samkvæmt reglum FIBA. Haukur Helgi hafði greinst neikvæður og með mótefni í blóðprufu, en því miður eru þetta nýjustu fréttirnar eins og áður segir í morgun, úr prufu sem tekin var í gær. Vonir stóðu til að hún yrði aftur neikvæð.Meira
Mynd með frétt

Dómarar duglegir

24 nóv. 2020Þó ekki hafi verið leiknir margir körfuboltaleikir á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hafa dómarar ekki setið auðum höndum. Haldnir hafa verið alls 15 fjarfundir með mismunandi sniðum.Meira
Mynd með frétt

Haukur Helgi verður með íslenska liðinu · Búinn að ná sér af kórónaveirunni

23 nóv. 2020Nú er íslenska landslið karla í körfuknattleik að safnast saman í Bratislava í Slóvakíu í sóttvarnar „búbblunni“ sem FIBA heldur fyrir leikina í forkeppni að HM 2023. Í riðli með Íslandi leika Lúxemborg, Kosovó og Slóvakía. Framundan eru leikir í þessum landsliðsglugga gegn Lúxemborg sem fram fer á fimmtudaginn 26. nóvember og svo gegm Kosovó laugardaginn 28. nóvember. Báðir leikirnir hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma og verða í beinni útsendingu á RÚV. Í kvöld verða allir leikmenn mættir á liðshótelið fyrir utan Hauk Helga Briem Pálsson sem ferðast til Slóvakíu á þriðjudags- eða miðvikudagskvöld frá Andorra en hann þarf að skila neikvæðri niðurstöðu úr seinni COVID skimuninni sinni áður en hann mætir á svæðið og inn í „bubbluna“. Meira
Mynd með frétt

Kærumál 1/2020-2021

18 nóv. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í kærumáli 1/2020-2021, þar sem Breiðablik kærði afgreiðslu KKÍ vegna ólöglegs leikmanns.Meira
Mynd með frétt

Nýjar reglur um æfingar gefnar út

18 nóv. 2020KKÍ hefur nú gefið út nýjar reglur um æfingar í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var 13. nóvember.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Liðið sem leikur tvo leiki 23.-29. nóv.

17 nóv. 2020Framundan dagana 23.-29. nóvember er landsliðsgluggi karlalandsliðsins og verður líkt og hjá konunum leikið í sóttvarnar „bubblu“ á vegum FIBA og fer hún fram í Bratislava í Slóvakíu. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefur valið liðið sitt fyrir leikina tvo en þá mætir Ísland fyrst Lúxemborg þann 26. nóvember og svo Kosovó þann 28. nóvember. Leikirnir nú í þessum öðrum glugga eru liðir í forkeppni að HM 2023 en þetta er annar af þrem landsliðsgluggum í þessum riðli. Sá seinni er á dagskránni í febrúar 2021. Tvö efstu liði riðilsins fara áfram í forkeppnina sem leikin verður í ágúst næsta sumar. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði. Til að mynda átti Ísland að eiga tvo heimaleiki en leikur nú tvo leiki ytra. Meira
Mynd með frétt

Jón Axel Guðmundsson verður í NBA-nýliðavalinu á morgun

17 nóv. 2020Framundan er NBA-nýliðavalið og í ár er einn íslenskur leikmaður í valinu en það er landsliðsmaðurinn og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem leikið hefur með Davidson háskólanum undanfarin tímabil. Hann gekk til liðs við Fraport Skyliners sem atvinnumaður fyrir þetta tímabil en liðið hans leikur í efstu deild í Þýskalandi. Nýliðavalinu verður sjónvarpað frá höfuðstöðvum ESPN á netinu en ekki með viðhöfn líkt og venjulega en athöfnin átti að fara fram í Bacley Center í Brooklyn. Engu að síður er mikil dagskrá framundan og bíða margir spenntir eftir valinu að venju.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: BÚLGARÍA-ÍSLAND í dag kl. 15:00 · Beint á RÚV

14 nóv. 2020Framundan í dag er landsleikur kvennaliðsins gegn Búlgaríu í FIBA bubblunni á Heraklion, Grikklandi. Þetta er seinni leikur liðsins í þessum landsliðsglugga. Leikurinn verður í beinn á RÚV og hefst kl. 15:00. Liðsskipan Íslands er óbreytt frá fyrri leiknum og er því þannig skipað í dag: Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: ÍSLAND-SLÓVENÍA í dag kl. 15:00 · Beint á RÚV

12 nóv. 2020Í dag er komið að fyrri leik landsliðs kvenna í þessum landsliðsglugga sem fram fer dagana 8.-15. nóvember og verða leiknir á Grikklandi í Heraklion á eyjunni Krít í „bubblu“ sem FIBA hefur sett upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði. Í dag er komið að fyrri leik íslenska liðsins og verður hann gegn sterku liði Slóveníu. Seinni leikurinn í glugganum verður á laugardaginn gegn Búlgaríu. Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:00 að íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna: Ein breyting á hópnum fyrir landsleikina í nóvember

3 nóv. 2020Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik sem er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021, og undirbýr liðið sig eftir eins og hægt er fyrir brottför. Eins og allir vita er æfingabann í augnablikinu sem gerir allan undirbúning erfiðari, en biðlað hefur verið til yfirvalda um undanþágu fyrir 11 leikmenn hér á landi til einstaklingsæfinga innandyra sem myndi hjálpa liðinu mikið. Eina breytingu þurfti að gera á liðsskipan landsliðsins en Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, er ennþá meidd og verður ekki leikfær þegar haldið verður út. Hún hefur verið að glíma við brot á þumalfingri, og hefur bataferlið verið hægara en vonir stóðu til. Í staðinn hefur Benedikt Guðmundsson þjálfari boðað Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur frá Keflavík inn í hópinn til að leysa leikstöðu Hildar Bjargar. Salbjörg Ragna á að baki sex landsleiki.Meira
Mynd með frétt

Bílaleiga Akureyrar nýr samstarfsaðili KKÍ

28 okt. 2020Nú í september gerðu KKÍ og Bílaleiga Akureyrar með sér samstarfssamning til tveggja ára. KKÍ fær bíla til afnota hjá bílaleigunni fyrir starfsemi sambandsins. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar undirrituðu samninginn í húsakynnum Bílaleigu Akureyrar í lok september. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ: „Það er okkur hjá KKÍ afar mikilvægt að hafa góða samstarfsaðila með okkur og það er sérlega ánægjulegt að á þessum sérstöku tímum sem við lifum núna að fyrirtæki eins og Bílaleiga Akureyrar sjái hag sinn í því að styða við bakið á KKÍ með þessum myndarlega hætti. Bílaleiga Akureyrar er eitt af þeim fyrirtækjum sem er þekkt fyrir öflugt samstarf við íþróttahreyfinguna undanfarna áratugi og hlökkum við til að vinna með því öfluga fólki sem starfar hjá Bílaleigu Akureyrar“. ​ Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar: „Það er okkur sönn ánægja að hefja samstarf við KKÍ. Við hjá Bílaleigu Akureyrar styðjum stolt við bakið á sérsamböndum og íþróttafélögum um land allt, við teljum það hluta af okkar samfélagslegu ábyrgð og leggjum metnað í að eiga í góðu samstarfi við okkar samstarfsaðila. Á sérstökum tímum sem þessum er því sérstaklega ánægjulegt að hefja þetta samstarf og styðja við bakið á öflugu starfi KKÍ“.Meira
Mynd með frétt

Hugmyndafræði leiksins - Fyrirlestur KKÍ 1. nóvember 2020

28 okt. 2020Nú þegar leiktíðin er stopp er um að gera að nota tímann til að grúska svolítið. Kristinn Óskarsson alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi (FIBA Referees Instructor) og KKÍ dómari síðan 1987 mun halda fyrirlestur á sunnudaginn 1. nóvember kl. 10:30 á Zoom og mun standa í 75-90 mínútur.Meira
Mynd með frétt

IceMar ehf. styrkir landsliðsstarf KKÍ um 500.000 kr.

26 okt. 2020IceMar ehf. hefur styrkt KKÍ fyrir landsliðsverkefnin í komandi glugga og þessi frábæru skilaboð komu frá Gunnari Örlygssyni hjá IceMar fyrr í dag: „Fyrirtæki okkar bræðra, IceMar ehf, hefur ákveðið að styrkja landsliðsverkefni KKÍ í nóvember um 500.000 kr. Úrval og gæði leikmanna eru stórkostleg og tækifæri til afreka eftir því. Rekstur KKÍ verður að fá eðlilega aðstoð frá hinu opinbera til að halda úti landsliðum okkar á þessum erfiðu tímum og ekki er verra ef einkageirinn getur hjálpað til. Áfram Ísland.” Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna í körfuknattleik · Leikmenn í nóvember-glugganum 2020

26 okt. 2020Framundan er landsleikjagluggi hjá landsliði kvenna í körfuknattleik og hefur Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, valið liðið sitt og þá leikmenn sem leika í landsliðsglugganum en hann er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Leikirnir fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 8.-15. nóvember og verða leiknir á Grikklandi í Heraklion á eyjunni Krít í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Farið verður eftir ströngum reglum innan hennar með sóttvarnir. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvemeber áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði, líkt og NBA-deildinn vestanhafs gerði á Florída nú í haust. Íslenska liðið heldur utan 7. nóvember til Grikklands og æfir saman í „bubblunni“ en leikdagar verða 12. og 14. nóvember. Þrír nýliðar eru í hópnum, þær Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík, og Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum sem eru í 12 manna hóp. Þrettán leikmenn voru valdar í verkefnið en nýliðinn Anna Ingunn Svansdóttir frá Keflavík er 13. leikmaður liðisins og mun æfa og ferðast með liðinu og vera til taks ef gera þarf breytingar á liðinu í verkefninu. Meira
Mynd með frétt

Aftur á parketið - leiðbeiningar KKÍ til félaga

23 okt. 2020KKÍ hefur gefið út Aftur á parketið - Leiðbeiningar um endurræsingu keppnistímabils Domino‘s og 1. deilda eftir stopp vegna sóttvarnarráðstafana yfirvalda. Leiðbeiningarnar hafa þegar verið sendar út til aðildarfélaga KKÍ í Domino's og 1. deildum karla og kvenna og eru einnig aðgengilegar hér á heimasíðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Afreksstarf hefst á höfuðborgarsvæðinu

21 okt. 2020Fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins funduðu nú síðdegis með ÍSÍ, sérsamböndum þess, ÍBR, ÍBH, UMSK og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum var kynnt ákvörðun sviðsstjóra íþrótta og tómstundasviða sveitarfélaganna og almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að meistaraflokkar og afrekshópar/fólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna.Meira
Mynd með frétt

Reglur KKÍ og HSÍ um sóttvarnir á æfingum og leikjum vegna COVID-19

21 okt. 2020Reglur KKÍ og HSÍ um æfingar og keppni vegna COVID-19 hafa verið samþykktar af yfirvöldum. Þessar reglur taka gildi frá og með 20.10.2020.Meira
Mynd með frétt

Framlenging samkomutakmarkana – mótahaldi frestað til 3. nóvember

19 okt. 2020Þeim sóttvarnaraðgerðum yfirvalda sem komið var á 7. október hefur nú verið framlengt til og með 3. nóvember, en þessar aðgerðir eru áfram mun harðari á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Meira
Mynd með frétt

Áherslur dómaranefndar

14 okt. 2020Á fundi dómaranefndar með þjálfurum í september kynnti Jón Bender áherslur dómaranefndar fyrir núverandi keppnistímabil ásamt yfirferð Kristins Óskarssonar á reglubreytingum fyrir þetta tímabil.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira