Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Þjálfarafyrirlestrar WABC og FIBA á næstunni · Alla þriðjudaga og fimmtudaga

2 sep. 2020Heimssamband körfuboltaþjálfara (WABC) eru samtök þjálfara undir merkjum FIBA. Þau hafa sett upp röð fyrirlestra með frábærum þjálfurum héðan og þaðan næstu 10 vikurnar sem fram fara á netinu. Fyrirlestrarnir verða næstu þriðjudaga og fimmtudaga á facebook-síðu samtakana. Þeir hefjast alltaf kl. 12:00 að íslenskum tíma (14.00 CET). Meðal þjálfara sem verða með innslög (ásamt fleirum) eru þeir Scott Brooks, Mike Brown, Sergio Scariolo, Rick Carlisle, Romeo Sacchetti, Zeljko Obradovic og Ettore Messina.Meira
Mynd með frétt

Keppnistímabilið 2020-2021 hefst í kvöld!

1 sep. 2020Eftir langa bið hefst nýtt keppnistímabil í kvöld á sjö leikjum í drengjaflokki. Ekki er þó hægt að taka við áhorfendum á öllum leikstöðum.Meira
Mynd með frétt

Spænski körfuboltinn á Stöð 2 Sport

31 ágú. 2020KKÍ kynnir með ánægju frábærar fréttir fyrir íslenska körfuknattleiks aðdáendur en Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn að leikjum ACB, efstu deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða eina sterkustu deildarkeppni heims í körfubolta, með mörgum af sterkustu og sögufrægustu liðum Evrópu. Nægir þar að nefna íþróttastórveldin Real Madrid og Barcelona. Þrír lykilmenn íslenska landsliðsins leika með spænskum félagsliðum. Martin Hermannsson (Valencia) og Haukur Helgi Pálsson (Andorra) eru að hefja sínar fyrstu leiktíðir í ACB-deildinnni og Tryggvi Snær Hlinason hefur senn sitt fimmta keppnistímabil á Spáni og annað með núverandi liði sínu, Zaragoza. Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 5. september · Dagsnámskeið

27 ágú. 2020KKÍ heldur dómaranámskeið fyrir alla áhugasama í byrjun september. Námskeiðið fer fram á netinu og fer fram laugardaginn 5. september. Áætlað er að það standi yfir milli kl. 09:30-16:00. Þátttakendur taka þátt í fjarnámi á netinu og verður farið yfir kennsluefni leiðbeinanda og þátttakendur leysa verkefni sjálfir og saman í hóp. Mikilvægt er að þátttakendur hafi tölvu með vefmyndavél og nettengingu til að taka þátt.Meira
Mynd með frétt

Reglugerð um ráðstafanir vegna heimsfaraldurs COVID-19

26 ágú. 2020Á stjórnarfundi KKÍ síðasta mánudag 24.ágúst samþykkti stjórn KKÍ nýja reglugerð sem hefur verið í smíðum um ráðstafanir vegna COVID-19 fyrir komandi keppnistímabil 2020-2021. Ákvæði reglugerðarinnar gilda umfram ákvæði annarra reglugerða ef grípa þarf til ráðstafana vegna COVID-19 faraldursins á tímabilinu og tekur hún gildi nú þegar. KKÍ hvetur ykkur að kynna ykkur efni þessarar nýju reglugerðar vel. Meira
Mynd með frétt

Afreksbúðir fyrir boðaða leikmenn · Fyrri æfingahelgin 2020

21 ágú. 2020KKÍ standa fyrir Afreksbúðum næstu tvær helgar í ágúst og fylgja sóttvarnarreglum yfirvalda. Fyrri æfingahelgin verður í íþróttahúsinu í Grindavík (Strákar og stelpur). Helgina 29.-30. ágúst verða leikmenn svo við æfingar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Æfingahelgar í sumar 2020: Fyrri: 22. -23. ágúst · Íþróttahúsið í Grindavík Seinni: 29. -30. ágúst · Ólafssalur (Hauka-húsið að Ásvöllum í Hafnarfirði) Meira
Mynd með frétt

Grunnnámskeið í tölfræðiskrásetningu félaga í vetur

20 ágú. 2020Þann 26. september kl. 14:00 verður haldið grunnnámskeið í statti. Markhópur námskeiðisins eru nýir stattarar, bæði skrásetjarar (input á tölvu) eða hvíslarar (callers), en reyndari stattarar sem og aðrir sem hafa áhuga á körfubolta eru velkomnir. Farið verður yfir tölfræðiskilgreiningarnar með vídjóum, tæknileg atriði varðandi frágang leikja og rennt yfir helstu atriði í stattforritinu FIBA Livestats 7. Námskeiðið fer fram á netinu í gegnum Zoom og verður ca. 2 klst. og mun Jón Svan Sverrisson mun stýra námskeiðinu og kenna ásamt því að fara yfir ýmis praktísk atriði og áherslur fyrir veturinn. Meira
Mynd með frétt

Sóttvarnarfulltrúar félaga

18 ágú. 2020Flest aðildarfélög KKÍ hafa nú skilað inn upplýsingum um sóttvarnarfulltrúa til sambandsins, en leyfi til æfinga og keppni er háð því að viðkomandi félag sé með virkan sóttvarnarfulltrúa.Meira
Mynd með frétt

Bikarkeppni 9. flokks - 32 liða úrslit

18 ágú. 2020Dregið hefur verið í 32 liða úrslit bikarkeppni 9. flokks drengja, en alls eru 28 lið skráð til leiks þetta tímabilið. Ekki var dregið í bikarkeppni 9. flokks stúlkna þar sem 16 lið eru skráð til leiks.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna æfir kemur saman um helgina til æfinga

15 ágú. 2020Landslið kvenna mun koma saman og æfa um helgina líkt og staðið hefur til frá í vor. Búið er að samþykkja reglur af yfirvöldum sem KKÍ og HSÍ unnu að í sameiningu fyrir æfingar sinna félagsliða og verður þeim fylgt til fullnustu. Hægt er að lesa um reglurnar hérna nánar, en þær fjalla um skilyrði og sóttvarnarreglur til æfingahalds í íþróttahúsum. Benedikt Guðmundsson boðaði eftirtalda leikmenn hér fyrir neðan til æfinga að þessu sinni og undirbúa sig fyrir komandi vetur. Framundan á tímabilinu eru leikir í undankeppni EM kvenna, en það mun koma í ljós í byrjun september hjá FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandinu, hvort af þeim landsliðsgluggum verður sem eru á dagskránni í nóvember og febrúar. Meira
Mynd með frétt

Danielle Rodriguez til liðs við þjálfarateymi kvennalandsliðsins

15 ágú. 2020KKÍ hefur ráðið Daniellu Rodriguez til starfa sem aðstoðarþjálfara hjá kvennalandsliðinu. Hún bætist í þjálfarahóp Benedikt Guðmundssonar en honum til aðstoðar er fyrir Halldór Karl Þórsson og nýtur Benedikt því nú liðsinnis tveggja aðstoðarþjálfara. Meira
Mynd með frétt

Reglur KKÍ og HSÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19

14 ágú. 2020Í framhaldi af auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem útgefin var 12. ágúst síðastliðinn, hafa stjórnir KKÍ og HSÍ samþykkt reglur um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19. Samböndin leggja mikla áherslu á að vel takist til svo hægt verði að æfa og keppa íþróttirnar á komandi keppnistímabili. Við viljum því beina því til aðildarfélaga okkar að kynna sér reglurnar mjög vel og kynna þær sérstaklega vel fyrir starfsmönnum, þjálfurum og leikmönnum.Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2020 fara fram um helgina á tveim stöðum

14 ágú. 2020Á morgun laugardag og sunnudag, 15.-16. ágúst, fara Úrvalsbúðir KKÍ fram hjá drengjum og stúlkum sem fædd eru 2009-2008-2007. Ein æfingahelgi verður haldin í ár í Úrvalsbúðum í stað tveggja eins og venjulega. Strákarnir æfa í íþróttahúsi Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi og stelpurnar í Ólafssal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Hægt er að lesa nánar um Úrvalsbúðirnar og framkvæmd þeirra hér fyrir neðan og á www.kki.is/urvalsbudir. KKÍ mun gera allt í sínu valdi til að tryggja að farið verði að fullu eftir sóttvarnarreglum sem í gildi eru (sjá nánar neðar um framkvæmd).Meira
Mynd með frétt

Útfærsla æfinga og keppni - reglur í vinnslu

13 ágú. 2020Á fundi sérsambanda með ÍSÍ og yfirvöldum í hádeginu í dag kom skýrt fram að æfingar félaga eru ekki leyfðar fyrr en yfirvöld hafa samþykkt reglur sérsambanda varðandi æfingar og mótahald og verða þær að uppfylla kröfur yfirvalda varðandi sóttvarnir.Meira
Mynd með frétt

Deildarbikar aflýst

12 ágú. 2020Mótanefnd hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa deildarbikarnum sem hefjast átti 23. ágúst næstkomandi.Meira
Mynd með frétt

Göngum í skólann

10 ágú. 2020Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett í fjórtánda sinn 2. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir og Afreksbúðir í ágúst á dagskránni

5 ágú. 2020Eins og staðan er í dag og að óbreyttu mun KKÍ standa fyrir úrvals- og afreksbúðum í ágúst skv. dagskrá svo framarlega sem það fylgir sóttvarnarreglum yfirvalda. · Úrvalsbúðir (2007-2008-2009 árg.) fara fram 15.-16. ágúst · Afreksbúðir (2006 árg.) fara fram 22.-23. og 29.-30. ágúst Undirbúningur og æfingar íþróttaliða eru leyfðar áfram af hálfu yfirvalda fyrir börn fædd 2005 og yngri, en þó þannig að gæta þarf að þrifum á öllum búnaði milli notenda og æfinga. Meira
Mynd með frétt

Erlendir leikmenn 2020-2021 · Komur til landsins og undanþágur

5 ágú. 2020Vegna komu erlendra leikmanna, bæði frá USA og aðildarríkja Schengen er vert að benda á eftirfarandi atriði við komu þeirra til landsins á meðan ferðatakmarkanir eru í gildi og reglur um sóttvarnir. Nauðsynlegt er að undirbúa alla þá leikmenn sem hingað koma og þurfa að sæta sóttkví undir það sem framundan er. Einnig skal gæta þess að erlendur leikmaður komist ekki í kynni við eða eigi samskipti við aðra sem tengjast félaginu meðan á sóttkví stendur, nema í gegnum fjarskiptabúnað. Sóttkví sem þessi, reynist seinni skimun neikvæð, getur varað í 4-7 daga.Meira
Mynd með frétt

Hert tilmæli vegna sóttvarnarráðstafana

4 ágú. 2020KKÍ gaf í dag út hert tilmæli til aðildafélaga vegna þeirra sóttvarnarráðstafana sem gripið var til í síðustu viku.Meira
Mynd með frétt

Æfingar og mótahald vegna COVID-19 - hertar sóttvarnaraðgerðir

31 júl. 2020ÍSÍ bárust í dag frekari skýringar á áhrifum þeirra sóttvarnaraðgerða sem tóku gildi á hádegi í dag á skipulagt íþróttastarf.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira