29 jan. 2021Í dag fögnum við 60 ára afmæli Körfuknattleiksambands Íslands, en sambandið var formlega stofnað sunnudaginn 29. janúar 1961. Körfubolti hafði verið stundaður hér á landi um nokkurt skeið áður en kom að stofnun KKÍ, en eftir dugnað stórhuga baráttumanna tókst að setja KKÍ á stofn. Þeim eigum við mikið að þakka. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig þar sem nokkur andstaða var við fjölgun sérsambanda á þessum tíma. Ég held að á engan sé hallað þegar ég nefni að Bogi Þorsteinsson, fyrsti formaður KKÍ hafi verið sá sem barðist hvað mest fyrir stofnun KKÍ.
Það má sannarlega segja að KKÍ og körfuboltinn á Íslandi hafi vaxið og dafnað á þessum 60 árum. Íþróttin er orðin ein fjölmennasta og vinsælasta íþróttagrein landsins, en fjöldi sjónvarpsútsendinga, fjöldi iðkenda og sá fítonskraftur sem leynist í aðildarfélögum KKÍ ber þess glögglega merki.
Meira