Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri-Hrunamenn frestað

17 feb. 2022Leik Sindra og Hrunamanna í 1. deild karla sem var á dagskrá annað kvöld hefur verið frestað vegna staðfestra COVID-19 smita í leikmannahóp Sindra. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í byrjun mars.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 16. FEBRÚAR 2022

17 feb. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | Þór Ak.-Hamar/Þór frestað

17 feb. 2022Leik Þórs Ak. og Hamars/Þórs í 1. deild kvenna sem var á dagskrá næsta laugardag hefur verið frestað vegna staðfestra COVID-19 smita í leikmannahóp Þórs Ak. Stefnt er að því að leikurinn fari fram í byrjun mars.Meira
Mynd með frétt

Evrópumót yngri liða · Sumarið 2022

15 feb. 2022Dregið var í riðlakeppni EM móta FIBA hjá yngri liðunum fyrir sumarið framundan í morgun en þar á Ísland lið í U16, U18 og U20 mótunum hjá drengjum og stúlkum eða alls sex lið. Íslensku liðin eru öll í B-deildum í sumar en aðeins 16 bestu þjóðirnar eru í A-deildunum í hverjum aldursflokki.Meira
Mynd með frétt

Subway og 1. deildir karla | frestað vegna ófærðar

14 feb. 2022Fimm leikjum hefur verið frestað í dag vegna ófærðar. Í Subway deild karla hefur leik Tindastóls og KR verið frestað þar sem Kjalarnesið er lokað og ekki hægt að fara norður. Sömuleiðis hefur leik Þórs Ak. og Vestra verið frestað þar sem flugi dómara leiksins var aflýst. Í 1. deild karla hefur leik Sindra og Fjölnis verið frestað ásamt leikjum Hauka og Selfoss, og leik Hrunamanna og ÍA.Meira
Mynd með frétt

11 feb. 2022Tveimur leikjum 1. deilda hefur verið frestað vegna COVID. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 9. FEBRÚAR 2022

10 feb. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna | Grindavík-Haukar frestað

9 feb. 2022Leik Grindavíkur og Hauka í Subway deild kvenna í kvöld hefur verið frestað þar sem COVID hefur hreiðrað um sig í leikmannahópi Grindavíkur. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Þór Ak.-Vestri frestað

7 feb. 2022Leik Þórs frá Akureyri og Vestra hefur verið frestað vegna ófærðar. Enn eru flestar leiðir ófærar á Vestfjörðum og óvíst er hvenær vegir opna að nýju. Unnið er að nýjum leiktíma.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | Vestri-KR frestað

5 feb. 2022Leik Vestra og KR í 1. deild kvenna sem var á dagskrá í dag hefur verið frestað vegna ófærðar. Eins og sakir standa er vegurinn um Djúpið lokaður og Vegagerðin hefur gefið það út að ekki verði ráðist í frekari mokstur í dag. Leikurinn hefur verið settur á kl. 16:00 á morgun.Meira
Mynd með frétt

Tveimur leikjum kvöldsins frestað

4 feb. 2022Tveimur leikjum hefur verið frestað í dag vegna COVID. Annars vegar leik Njarðvíkur og KR í Subway deild karla og hins vegar leik Sindra og Fjölnis í 1. deild karla. Leikjunum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Hamar-Selfoss frestað

2 feb. 2022Leik Hamars og Selfss sem var á dagskrá í 1. deild karla á föstudag, 4. febrúar, hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna Hamars. Mótanefnd KKÍ hefur uppfært vinnureglur sínar um frestanir vegna COVID-19 og ljóst er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að þrír af sjö mínútuhæstu leikmönnum Hamars eru í sóttkví og einangrun.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Haukar-Hamar frestað

1 feb. 2022Leik Hauka og Hamars sem var á dagskrá í 1. deild karla í kvöld hefur verið frestað vegna sóttkvíar og einangrunar leikmanna Hamars. Mótanefnd KKÍ hefur uppfært vinnureglur sínar um frestanir vegna COVID-19 og ljóst er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að þrír af sjö mínútuhæstu leikmönnum Hamars eru í sóttkví og einangrun. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími enn sem komið er.Meira
Mynd með frétt

Tveimur leikjum frestað í Subway deild karla

31 jan. 2022Tveimur leikjum í Subway deild karla hefur verið frestað vegna COVID. Annars vegar er það leikur Tindastóls og KR sem var á dagskrá í kvöld og hins vegar leikur Keflavíkur og Breiðabliks sem var á dagskrá fimmtudaginn 3. febrúar. Stefnt er að því að báðir leikirnir fari fram mánudaginn 14. febrúar.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | ÍR-Vestri frestað til sunnudags

29 jan. 2022Leik ÍR og Vestra í 1. deild kvenna hefur verið frestað til sunnudagsins 30. janúar kl. 17:30. Ekki var fært að vestan tímanlega fyrir Vestra að ferðast í leikinn í dag og því var hann fluttur til morgundagsins.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Breiðablik-Tindastóll frestað

28 jan. 2022Leik Breiðabliks og Tindastóls sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað vegna einangrunar leikmanna Breiðabliks. Leiknum hefur verið fundinn nýr leiktími mánudaginn 7. febrúar kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR 26. JANÚAR 2022

27 jan. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Félagskipti tímabilið 2021-2022 · Félagaskiptaglugginn lokar eftir 31. janúar

25 jan. 2022Samkvæmt reglugerð um félagskipti er nú opið fyrir félgaskipti yngri flokka leikmanna og leikmanna eldri en 20 ára og verður félagaskiptaglugginn opinn út mánuðinn eða til miðnættis mánudaginn 31. janúar. Eftir það lokar fyrir ÖLL félagskipti út tímabilið. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá eða afgreiðslu UTL/VMST í þeim tilfellum sem þess þarf.Meira
Mynd með frétt

Lífshlaupið 2022

24 jan. 2022Kæru sambandsaðilar Okkur langar að benda á að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022 en keppnin hefst svo 2. febrúar. Endilega hjálpið okkur við að breiða út boðskapinn. Hér í viðhengi eru myndir fyrir samfélagsmiðla. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna | Tindastóll-KR frestað

23 jan. 2022Leik Tindastóls og KR í 1. deild kvenna hefur verið frestað þar sem upp er komið smit í leikmannahópi Tindastóls og allt liðið því komið í sóttkví. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira