Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið karla: Leikdagur í dag · Úrslitaleikur um sæti á HM!

26 feb. 2023Í dag leikur íslenska karlalandsliðið einn sinn mikilvægasta leik í sögunni um lokasæti á HM 2023 gegn Georgíu í Tbilisi. Aldrei áður hefur Ísland verið í þeirri stöðu að geta tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í körfuknattleik. Eftir að hafa farið í gegnum fyrsta riðil keppninnar er liðið nú í þeirri stöðu í seinni riðlinum að með fjögurra stiga sigri (eða meira) fer liðið áfram á lokamótið í lok sumars. Aðeins 12 lið úr Evrópu fara á HM. Ísland er nú þegar búið að tryggja sér sæti beint í næstu undankeppni EM, EuroBasket 2025 og sæti á undakeppni Evrópu fyrir Ólympíuleikana, í fyrsta sinn í sögunni. Georgía vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll með þrem stigum og dugir því sigur eða 1-3 stiga tap til að tryggja sér sæti á HM. Strákarnir okkar munu leggja allt í sölurnar til að vinna sér inn sætið og hvetjum við íslendinga til að horfa á leikinn á RÚV kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu). Liðið er þannig skipað í kvöld:Meira
Mynd með frétt

Tillögur fyrir þing – skil fyrir miðnætti í kvöld 24. febrúar

24 feb. 2023Minnt er frest til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþing 2023. Eins og fram kom í þingboði, og minnt var á á undirbúningsfundi með aðildarfélögum í byrjun vikunnar, þá er síðasti dagur til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþingið föstudagurinn 24. febrúar. Öllum tillögum þarf því að skila fyrir miðnætti í dag. Vinsamlegast gætið að því að tillögur séu sendar í Word skjali á kki@kki.is. Hægt er að óska eftir leiðsögn við uppsetningu þingtillaga hjá skrifstofu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður á landsleik Danmerkur og Noregs í kvöld

23 feb. 2023Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður FIBA, verður í Danmörku í kvöld, þegar Noregur kemur í heimsókn til Næstved. Liðin eru að leika í forkeppni EuroBasket 2025. Dómarar leiksins verða frá Svartfjallalandi, Spáni og Tyrklandi með Rúnari Birgi í leiknum. KKÍ óskar Rúnari Birgi góðs gengis í kvöld í sínu verkefni.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 22 FEBRÚAR 2023

23 feb. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Tillögur fyrir þing – síðasti skiladagur 24. febrúar

21 feb. 2023Minnt er frest til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþing 2023. Eins og fram kom í þingboði, og minnt var á á undirbúningsfundi með aðildarfélögum í gær, þá er síðasti dagur til að skila tillögum fyrir Körfuknattleiksþingið föstudagurinn 24. febrúar. Vinsamlegast gætið að því að tillögur séu sendar í Word skjali á kki@kki.is.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Undankeppni HM 2023 · Loka leikir liðsins í 2. umferð keppninnar

17 feb. 2023Íslenska karlalandsliðið leikur tvo risastóra landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er framundan í næstu viku í undankeppni HM 2023. Landsliðið byrjar á æfingum hér heima á mánudaginn og hefur leik á fimmtudaginn kemur þann 23. febrúar þegar Heims- og Evrópumeistarar Spánar koma í heimsókn í Laugardalshöllina og leika liðin kl. 19:45. Leikurinn verður í beinni á RÚV. Miðasala gengur vel á STUBB appinu og eru áhorfendur hvattir til að tryggja sér miða tímanlega því það stefnir í að verða uppselt á leikinn. Liðið ferðast svo út á föstudeginum en seinni leikurinn fer fram sunnudaginn 26. nóvember gegn Georgíu og verður hann leikinn í höfuðborginni Tbilisi og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma (20:00 í Georgíu) og verður í beinni útsendingu á RÚV2. Bæði lið andstæðinga Íslands eru fyrnasterk, Spánn vann fyrri leik liðana í Pamplona í ágúst og urðu svo Evrópumeistarar um þrem vikum síðar. Georgía vann leik liðanna í nóvember 2022 í Laugardalshöll í hörkuleik með þrem stigum. Mögulega getur lokaleikur liðsins gegn Georgíu orðið hreinn úrslitaleikur (með +4 stiga sigri) um 3. sætið og þar með lokasætið á HM næsta sumar í riðlinum, en Ítalía og Spánn eru búin að tryggja sér fyrstu tvö sætin í riðlinum.Meira
Mynd með frétt

Úrskurður aganefndar

17 feb. 2023Úrskurður í kærumáliMeira
Mynd með frétt

Áskorun til stjórnar ÍSÍ

16 feb. 2023Stjórn KKÍ samþykkti áskorun til stjórnar ÍSÍ á síðasta stjórnarfundi sínum, mánudaginn 13. febrúar. Í áskoruninni segir meðal annars: "Körfuknattleikssamband Íslands lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá ákvörðun stjórnar ÍSÍ frá 24. janúar s.l. að færa KKÍ úr afreksflokki A í B. Með ákvörðun sinni stefnir ÍSÍ öllu afreksstarfi sambandsins í hættu og sendir út skýr skilaboð um afstöðu stjórnar ÍSÍ til afreks- og landsliðsmála KKÍ. Þetta eru sorgleg skilaboð ekki síst í ljósi þess að árið 2022 var árangursríkasta ár landsliða KKÍ frá upphafi." Áskorunina er hægt að lesa í heild sinni hérna, eða í fundargerð stjórnar KKÍ.Meira
Mynd með frétt

NETTÓ mótið 2023 · Opið fyrir skráningar!

15 feb. 2023Skráning er hafin á NETTÓMÓTIÐ 2023 í Reykjanesbæ í umsjón Njarðvíkur og Keflavíkur. Allar upplýsingar er að finna á síðu mótsins nettomot.blog.is undir Tenglar/Gögn td. skjöl með upplýsingum um skráningu, mótsgjald, dagskrá o.fl. Samhliða því hefur verið opnað fyrir rafrænar skráningar á mótið á sama stað. Skráningarfrestur er til og með 23. febrúar næstkomandi og athugiðað einungis er hægt að skrá lið en ekki einstaklinga. Á mótinu í ár verður leikið á 12 völlum í 4 íþróttahúsum líkt og 2022 sem eru færri vellir en þegar mest var en lengi vel höfðum við 15 velli til umráða. Vegna þessa mun stærð mótsins takmarkast af því að hægt verður að taka á móti 112 liðum í árgöngum 2012, 2013 og 2014 og 74 liðum í árgöngum 2015 og 2016. Þetta gæti þýtt að setja þurfi einhver takmörk á fjölda liða í einhverjum tilfellum þó er vonast að til þess komi ekki.Meira
Mynd með frétt

Evrópumót yngri liða 2023 · Riðlar og mótherjar

14 feb. 2023Í morgun var dregið í alla riðla hjá FIBA í höfuðstöðvunum í Munich fyrir öll yngri mót sumarsins. Ísland á lið í öllum keppnum U16, U18 og U20 liða drengja og stúlkna. Aðeins 16 bestu þjóðir Evrópu leika í A-deildum og hinar þjóðirnar sem taka þátt leika í B- og C-deildum. Langflest lið taka þátt í B-deildinni sem telur um 22-25 lið í hverjum flokki en í C-deild eru smærri þjóðir. Ísland á eitt lið í A-deild en það eru 20 ára drengir sem leika þar í ár sem tryggðu sér sæti sl. sumar með glæsilegum árangri og 2. sæti í mótinu. Hin íslensku liðin leika í B-deildum í sumar. Eftirfarandi lið voru dregin saman með Íslandi í riðla í mótum sumarsins:Meira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir í undankeppni EM kvenna í Svíþjóð

12 feb. 2023Í kvöld er ekki bara íslenska landsliðið með verkefni að keppa í undankeppni EuroBasket kvenna 20203 heldur er Davíð Tómas Tómasson FIBA dómari einnig með verkefni. Hann dæmir leik Svíþjóðar og Lettlands sem fram fer í Stokkhólmi. Meðdómarar Davíðs í kvöld eru Marek Kukelicik frá Slóvakíu sem er aðaldómari leiksins og Juozas Barkauskas frá Litháen. KKÍ óskar Davíð Tómasi góðs gengis í sínu verkefni í kvöld.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2023 · ÍSLAND-SPÁNN í kvöld

12 feb. 2023Í kvöld leikur íslenska kvennalandsliðið sinn síðasta leik í undankeppni EM 2023 kvenna þegar liðið tekur á móti liði spánverja í Höllinni. Leikurinn verður í beinni á RÚV2. Spænska liðið hefur tryggt sér sæti í riðlinum og þar með sæti á EuroBasket Women í sumar, en liðið er í efsta sæti styrkleikalista Evrópu um þessar mundir. Ungverjaland er einnig öruggt með eitt af bestu 2. sætum riðlanna og þar með sæti á EM fyrir leiki kvöldsins, en þær leika gegn Rúmeníu. Líklegt verður að telja að Ungverjalandi sigri sinn leik í kvöld og þá verður Ísland í 3. sæti í riðlinum þar sem það á innbyrðis á Rúmeníu. Íslenska liðið er eins skipað og í leiknum gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn sl.: Meira
Mynd með frétt

Upplýsingar fyrir minniboltamót helgarinnar, 11.-12. febrúar

10 feb. 2023KKÍ hefur borist nokkrar fyrirspurnir í dag vegna minniboltamóta helgarinnar og veðurútlits. Það er því nauðsynlegt að árétta að bæði mótin eru á dagskrá þar til annað verður gefið út. Búist er við að hitastig verði yfir frostmarki og vegir auðir, og því ætti það ekki að vera neinum sérstökum vandkvæðum bundið að komast til og frá leikstað, hvort sem er í Breiðholti eða á Selfossi. Að venju verður fylgst með veðri og staðan tekin með Vegagerðinni í fyrramálið, laugardaginn 11. febrúar, og ef ástæða er til að fresta þá verður það tilkynnt sérstaklega.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 8 FEBRÚAR 2023

9 feb. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2023 · Ungverjaland-Ísland í dag

9 feb. 2023Í dag leikur íslenska kvennalandsliðið sinn fyrri leik í febrúar landsliðsglugganum þegar liðið mætir Ungverjalandi kl. 16:00 að íslenskum tíma. Leikið er í DVTK-höllinni í Miskolc og verður leikurinn í beinni á RÚV. Seinni leikurinn verður í Laugardalshöllinni gegn Spáni á sunnudaginn kemur 12. febrúar kl. 19:45. Miðasala er í fullum gangi á STUBB appinu og leikurinn verður einnig sýndur beint á RÚV2. Spænska liðið hefur tryggt sér sæti í riðlinum og þar með sæti á EuroBasket Women í sumar, en liðið er í efsta sæti styrkleikalista Evrópu um þessar mundir. Við hvetjum íslenska áhorfendur og stuðningsmenn að fjölmenna og styðja stelpurnar okkar á sunnudaginn í Höllinni í síðasta leik undankeppninnar 2023.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2023 · Næstu æfingahópar liðanna

8 feb. 2023Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023 sem um ræðir og hefur leikmönnum og forráðamönnum þeirra verið tilkynnt um valið. Um er að ræða um áframhaldandi hópa hjá liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 17.-19. febrúar en U18 lið stúlkna æfir helgina 11.-12. febrúar og í kjölfarið eftir þá æfingar í byrjun mars verða loka 16 manna U16 og U18 liða hópar og 20 manna lokahópar U15 liða valdir fyrir verkefni sumarsins. Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika vináttulandsleiki gegn Finnum í byrjun ágúst. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2023 með Norðurlöndunum og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig og í fyrsta sinn í langan tíma á NM einnig fyrr í sumar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2023 | Þingboð

8 feb. 2023Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands boðar með bréfi þessu til þings sambandsins 25. mars næstkomandi. Körfuknattleiksþingið verður haldið í Laugardalshöll. Nánari upplýsingar eru í viðhengi.Meira
Mynd með frétt

Breyting á landsliðshóp kvenna · Liðið ferðast til Ungverjalands í dag

6 feb. 2023Ein breyting hefur verið gerð á landsliði kvenna en landsleikjahæsti leikmaður liðsins, fyrirliðinn Hildur Björg Kjartansdóttir frá Val, er meidd og getur ekki leikið að þessu sinni með liðinu. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans völdu Agnesi Maríu Svansdóttur frá Keflavík í hennar stað, en hún er nýliði og þetta er því hennar fyrsta A-landslið verkefni. Hún á að baki fjölmarga yngri landsliðsleiki fyrir Ísland. Liðið er á ferðalagi í dag til Ungverjalands þar sem dvalið verður fram að fyrsta leik við æfingar. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.Meira
Mynd með frétt

Fjölliðamót um helgina | breytingar á leikjadagskrá

3 feb. 2023Gera hefur þurft nokkrar breytingar á leikjadagskrá fjölliðamóta sem fram fara um helgina. Tengiliðum viðkomandi félaga hefur verið tilkynnt um þær breytingar og leikjaplan hefur verið uppfært á kki.is með hliðsjón af þessum breytingum. Breytingar voru gerðar á eftirfarandi riðlum: 8. flokkur drengja | C, E1, F1, F2 8. flokkur stúlkna | B, D MB11 ára drengja | B1, C4, D1, D4, E1 MB11 ára stúlkna | D1, D4Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1 FEBRÚAR 2023

2 feb. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira