Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

NM 2023: U18 stúlkur leika gegn Finnlandi í dag

20 jún. 2023🇮🇸 ÍSLAND 🆚 🇫🇮 FINNLAND 🏆 NM2023 🏀 U18 stúlkna 🗓 Þri. 20. júní ⏰ 14:00 📍 Södertalje, SWE 📲 Tölfræði (opið) og streymi (keypt) á: ➡️ nordicchampionship.cups.nu/en/start #korfubolti #NM23Meira
Mynd með frétt

NM 2023: U18 stúlkur með sigur á Danmörku

19 jún. 2023Íslenska U18 ára landslið stúlkna var að ljúka öðrum leik sínum á NM í Svíþjóð rétt í þessu og sóttu stelpurnar flottan sigur 68:58. Stelpurnar eru þá komnar með tvo sigra í fyrstu tveim leikjum sínum. Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst okkar stelpna í leiknum með 17 stig. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var með 15 stig og 7 fráköst, Heiður Karlsdóttir var með 12 stig og 9 fráköst. Þær stöllur úr KR Anna Margrét Magnúsdóttir og Anna María Hermannsdótir voru með 8 stig hvor og Sara Líf Boama var með 6 stig og tók heil 17 fráköst. Næsti leikur á morgun verður gegn öflugu liði Finnlands kl. 14:00 að íslenskum tíma. Allar upplýsingar um mótið, tölfræði og annað er að finna á heimsíðu NM 2023: nordicchampionship.cups.nu/en/start #körfuboltiMeira
Mynd með frétt

NM 2023: U18 stúlkur leika gegn Danmörku í dag

19 jún. 2023Í gær hófu okkar stúlkur NM 2023 með sigri á Noregi 90:62. Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst með 20 stig og næstar voru í stigaskorun þær Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 13 stig, Dzana Crnac var með 12 stig, Anna Margrét Hermannsdóttir var með 11 stig og Sara Líf Boama var með 10 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Næsti leikur er gegn Danmörku kl. 14:00 (að íslenskum tíma) en þær töpuðu fyrir Svíþjóð í gær í sínum fyrsta leik. Þá mættust Eistland og Finnland í sínum fyrsta leik sem Finnlandi vann. Hægt er að fylgjast með tölfræði á heimasíðu mótsins hérna og sjá stöðu, tölfræði og annað frá mótinu. Áfram Ísland!Meira
Mynd með frétt

NM 2023: U18 stúlkna á leið til Svíþjóðar · NM hefst á morgun

17 jún. 2023Íslenska U18 ára stúlkna landsliðið er á ferðalagi til Stokkhólms í dag þar sem þær munu leika á NM 2023 næstu daga til 23. júní. Mótið er haldið í Södertalje og hefst á morgun 18. júní. Ísland leikur fimm leiki á mótinu, gegn Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Eistlandi á mótinu. Leikjaplan liðsins er hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu sem og kaupa streymisaðgang einnig fyrir áhugasama. Heimasíða mótsins (Dagskrá, lifandi tölfræði og aðrar upplýsingar) nordicchampionship.cups.nu Streymi Allir leikir aðgengilegir á baskettv.se gegn gjaldi 209 SEK allt mótið eða stakir leikir á 69 SEK.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket kvenna 2023 · Lokakeppnin hefst í dag

15 jún. 2023Í dag er komið að upphafi EM kvenna, EuroBasket Women's 2023, en Ísland tók þátt í undankeppninni með Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu og hafnaði í þriðja sæti riðilsins. Spánn og Ungverjaland lentu í fyrsta og öðru sæti undanriðilsins og leika á EM í ár. Það verður spennandi að fylgjast með framgöngu þeirra, en spænska liðið er talið líklegt til sigurs á mótinu og Ungverjar eru með sterkt lið einnig. Leikið verður í tveim borgum í riðlakeppninni, í Ljubiana í Slóveníu, og Tel Aviv í Ísrael, og svo fara úrslitin fram í Slóveníu. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði frá öllum leikjum mótsins og hægt er að kaupa streymiáskrift á netinu einnig að öllum leikjum mótsins.Meira
Mynd með frétt

Úrskurður Áfrýjunardómstóls KKÍ 12. júní 2023

13 jún. 2023Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur komist að niðurstöðu í máli sem honum hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

KKÍ: U16 - U18 - U20 landsliðshópar · Lokaval

7 jún. 2023Nú hafa þjálfarar yngri landsliða Íslands valið sína endanlega liðsskipan en það eru 12 leikmenn í U16, U18 og U20 landsliðunum sem leika á NM og EM í sumar. U15 landsliðin hafa verið tilkynnt áður en þar eru það 20 leikmenn sem leika í tveim 10 manna landsliðum og eiga verkefni framundan í byrjun ágúst í Finnlandi. Í hverjum æfingahóp þessara liða eru lokahóparnir með 16-17 leikmönnum sem eru áfram eru hluti af æfingahópum og eru til taks sem varamenn og æfa og eru hluti af sínum liðum áfram. Ef til meiðsla eða forfalla kemur eru þeir klárir og hægt er að gera breytingar á liðunum milli móta ef þarf. Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands:Meira
Mynd með frétt

KKÍ 2 námskeiði lokið

5 jún. 2023KKÍ stóð fyrir KKÍ 2 námskeiði dagana 1.-2. júní sl. Námskeiðið heppnaðist mjög vel, en um 40 þjálfarar sátu námskeiðið. Að þessu sinni voru það Chris Oliver og Alex Sarama frá Basketball Immersion sem sáu um alla þætti námskeiðsins, sem eins og áður segir heppnaðist mjög vel. Næstu þjálfaranámskeið eru fyrirhuguð í ágúst, en verða auglýst sérstaklega.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 1 JÚNÍ 2023

2 jún. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Vel heppnuðu KKÍ 1A námskeiði lokið | KKÍ 2 í næstu viku

23 maí 2023Um nýliðna helgi fór fram þjálfaranámskeið KKÍ 1A. Alls kláruðu 14 þjálfarar námskeiðið og flestir þeirra eru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Námskeiðið gekk vel og var gerður góður rómur að námskeiðinu og þátttakendur voru sammála um að námsefnið muni nýtast þeim vel í þjálfun og að áhugi á þjálfun hafi aukist með þátttöku á námskeiðinu. Framundan er svo KKÍ 2 námskeið í næstu viku, en það er enn hægt að skrá sig á það námskeið. Við hvetjum áhugasama til að ganga frá skráningu sem allra fyrst.Meira
Mynd með frétt

ÍR Íslandsmeistari 12. flokks karla!

23 maí 2023Lið ÍR hampaði Íslandsmeistaratitli 12. flokks karla síðasta fimmtudag eftir sigur gegn Breiðablik í öðrum úrslitaleik liðanna í Smáranum. Úrslit 12. flokks voru nú í fyrsta skipti leikin sem sería þar sem vinna þurfti tvo leiki til að verða Íslandsmeistari, og að þessu sinni höfðu ÍR-ingar betur 2-0. ÍR vann fyrsta leikinn í TM hellinum 109-100 og tryggðu sér titilinn með 84-81 sigri í hörkuspennandi leik í Smáranum. Þjálfari liðsins er Daði Steinn Arnarsson. Friðrik Leó Curtis var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hann skilaði 19,5 stigum, 13,5 fráköstum og 4,5 vörðum skotum í einvíginu. Til hamingju ÍR!Meira
Mynd með frétt

Verðlaunahóf KKÍ 2023 | Kári og Eva valin best

22 maí 2023Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum, og Kári Jónsson, Val, voru valin bestu leikmenn Subway deilda á verðlaunahófi KKÍ í Laugardal síðasta föstudag. Þau urðu hlutskörpust í vali formanna, þjálfara og fyrirliða að lokinni deildarkeppni. Í 1. deild karla var það Dúi Þór Jónsson, Álftanesi, sem valinn var bestur og í 1. deild kvenna var það Dilja Ögn Lárusdóttir, Stjörnunni, sem var hlutskörpust. Davíð Tómas Tómasson var valinn dómari ársins af þjálfurum og fyrirliðum liða í Subway deildunum, en þetta er í fyrsta skipti sem Davíð Tómas hlýtur þessa viðurkenningu. Hér að neðan má sjá öll þau er hlutu viðurkenningu að þessu sinni.Meira
Mynd með frétt

Hannes S. Jónsson kjörin í stjórn FIBA Europe · Jorge Garbajosa kjörinn nýr forseti FIBA Europe

21 maí 2023FIBA Europe hélt ársþing sitt um helgina og fór það fram í München í Þýskalandi. Þingið sækja formenn og framkvæmdastjórar Evrópulandanna ásamt starfsfólki FIBA Europe. Fyrir lágu kosningar í stjórn og nefndir og til formanns FIBA Europe en hin tyrkneski Turgay Demerel, sem tók við af Ólafi Rafnsyni okkar á sínum tíma, hefur verið formaður undanfarin ár og lét nú af embætti. Ísland getur verið stolt því Hannes S. Jónsson var kjörinn í stjórn. Hann fékk mjög góða kosningu eða 43 atkvæði af þeim 50 þjóðum sem kusu. Að auki náðu 2 fulltrúar Norðurlandanna og Baltic þjóðanna líka í stjórn, Kieo Khui frá Eistlandi og Elisabeth Engell frá Svíþjóð. Þetta er mjög ánægjulegt fyrir KKÍ og Norðurlöndin að eiga fulltrúa sem tala máli landanna. Formaður spænska sambandins og fyrrum landsliðsmaður spænska landsliðsins, Jorge Garbajosa, var kjörinn forseti FIBA Europe með afgerandi kosningu. Hann fer inn í nýtt tímabil með nýjar hugmyndir og áherslur sem lofa góðu fyrir evrópskan körfuknattleik.Meira
Mynd með frétt

Þór Þ./Hamar Íslandsmeistari 12. flokks kvenna

20 maí 2023Sameiginlegt lið Þórs Þ. og Hamars í 12. flokki kvenna hampaði Íslandsmeistaratitli 12. flokks kvenna á fimmtudag eftir sigur gegn KR í oddaleik á Meistaravöllum. Úrslit 12. flokks voru nú í fyrsta skipti leikin sem sería þar sem vinna þurfti tvo leiki til að verða Íslandsmeistari, og að þessu sinni höfðu Þór Þ./Hamar betur 2-1 eftir jafna og spennandi rimmu við KR. Þór Þ./Hamar vann fyrsta leikinn á Meistaravöllum 73-69 en KR jafnaði rimmuna í öðrum leik liðanna með 9 stiga sigri, 73-64. Í oddaleiknum hafði Þór Þ./Hamar svo betur með 10 stigum, 76-66, og urðu þar með Íslandsmeistarar. Þjálfari liðsins er Davíð Arnar Ágústsson. Emma Hrönn Hákonardóttir var valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skilaði 24,3 stigum, 9,7 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2,7 stolnum boltum í einvíginu. Til hamingju Þór Þ./Hamar!Meira
Mynd með frétt

TINDASTÓLL ÍSLANDSMEISTARI SUBWAY DEILDAR KARLA 2023!

19 maí 2023Tindastóll vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í gær eftir sigur í oddaleik gegn Val í Origo höll Vals. Í leikslok var Antonio Keyshawn Woods, leikmaður Tindastóls, valinn besti leikmaður úrslitanna. Mynd / Eyjólfur Garðarsson @EyjolfurGardarsMeira
Mynd með frétt

Breiðablik Íslandsmeistari ungmennaflokks karla

17 maí 2023Breiðablik varð Íslandsmeistari ungmennaflokks karla á þriðjudag með sigri á Selfoss í úrslitaleik á Meistaravöllum. Breiðablik leiddi allan leikinn og unnu að lokum 7 stiga sigur, 80-73. Þjálfari liðsins er Halldór Halldórsson. Veigar Elí Grétarsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 20 stigum og hitti úr 8 af 12 skotum sínum, 15 fráköstum og 2 stolnum boltum. Til hamingju Breiðablik!Meira
Mynd með frétt

KR Íslandsmeistari 11. flokks stúlkna

17 maí 2023KR varð Íslandsmeistari 11. flokks stúlkna á þriðjudag með sigri á Stjörnunni í úrslitaleik á Meistaravöllum. KR leiddi mest allan leikinn og virtust vera með öruggan sigur í höndunum, en gott áhlaup Stjörnunnar í fjórða leikhluta minnkaði muninn, lokatölur 80-75. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson. Rebekka Rut Steingrímsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 25 stigum og 8 fráköstum. Til hamingju KR!Meira
Mynd með frétt

Selfoss meistari 2. deildar 12. flokks karla

17 maí 2023Selfoss varð meistari 2. deildar 12. flokks karla á mánudag með sigri á Skallagrím í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í þeim seinni náðu Selfyssingar yfirhöndinni og höfðu að lokum 16 stiga sigur, 88-72. Þjálfari liðsins er Bjarmi Skarphéðinsson. Birkir Hrafn Eyþórsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 18 stigum, 15 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Til hamingju Selfoss!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan b meistari 3. deildar 9. flokks drengja

17 maí 2023Stjarnan b varð meistari 3. deildar 9. flokks drengja á mánudag með sigri á sameiginlegu liði Laugdæla og Hrunamanna í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var jafn og spennandi, en liðin skiptust níu sinnum á forystu og 10 sinnum var jafnt. Að lokum var það Stjarnan sem hafði sigur eftir framlengingu, 77-71. Þjálfari liðsins er Leifur Steinn Árnason. Daníel Geir Snorrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 33 stigum og hitti úr 64% skota sinna í leiknum auk 6 frákasta og 2 stolna bolta. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

ÍR meistari 2. deildar 10. flokks drengja

17 maí 2023ÍR varð meistari 2. deildar 10. flokks drengja á sunnudag með sigri á Breiðablik b í úrslitaleik á Meistaravöllum. ÍR leiddi allan fyrri hálfleikinn, en góður þriðji leikhluti kom Breiðablik b í bílstjórasætið. ÍR-ingar voru svo sterkari á endasprettinum og höfðu 71-64 sigur. Þjálfari liðsins er Sæþór Kristjánsson. Oliver Aron Andrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 16 stigum, 14 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 vörðum skotum. Til hamingju ÍR!Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira