Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið karla í körfuknattleik · Æfingamót í Ungverjalandi

27 júl. 2023Nú er íslenska karlalandsliðið í dag á leið í ferðalag út á æfingamótið í Ungverjalandi sem fram fer í borginni Kecskemét sem er í um 1 klst. akstri frá Búdapest. Það mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn Ungverja næstu daga. Við munum færa fréttir af lifandi tölfræði og öðru sem verður í boði þegar út er komið og senda ykkur. Dagskráin: 29. júlí: 16.00 (ísl tími): ISR-ISL 30. júlí: 15.00 (ísl tími): HUN-ISL Landslið Íslands verður þannig skipað á mótinu:Meira
Mynd með frétt

Viðar Örn Hafsteinsson útskrifast úr FECC

26 júl. 2023Viðar Örn Hafsteinsson lauk á dögunum FECC þjálfaranámi FIBA, en námið stendur yfir í þrjú sumur. Um er að ræða mjög metnaðarfullt nám sem íslenskir þjálfarar sækja um til KKÍ, en annað hvert ár fær sambandið eitt til tvö sæti úthlutað. Stífar kröfur eru gerðar í hverri lotu um ýmis verkefni, bókleg og verkleg en mjög færir þjálfarar og fyrirlesarar taka þátt frá FIBA og kenna í prógramminu. Viðar er tíundi íslenski þjálfarinn sem klárar FECC námið, en áður hafa Einar Árni Jóhannsson (2011), Hjalti Þór Vilhjálmsson (2013), Lárus Jónsson (2013), Ágúst S. Björgvinsson (2015), Ingi Þór Steinþórsson (2015), Hallgrímur Brynjólfsson (2018), Margrét Sturlaugsdóttir (2019), Sævaldur Bjarnason (2019) og Snorri Örn Arnaldsson (2022) lokið FECC náminu. KKÍ óskar Viðari til hamingju með áfangann.Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U20 kvenna á leið á EM í Rúmeníu · Hefja leik á föstudaginn

26 júl. 2023Næsta yngra landslið KKÍ sem heldur á Evrópumót FIBA 2023 er U20 ára landslið kvenna, en þær eru að ferðast í dag miðvikudag til Craiova í Rúmeníu þar sem þær munu dvelja og keppa á EM. Mótið þeirra hefst á föstudaginn en keppnin stendur yfir frá 28. júlí - 6. ágúst. Ísland leikur í riðli með Austurríki, Búlgaríu, Slóvakíu og Noregi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-17. Liðið hefur leik gegn Austurríki á föstudaginn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að sjá allt um mótið, dagskrá leikja, riðla og stöðu, lifandi tölfræði og opið beint streymi frá öllum leikjum á heimasíðu FIBA U20 Women's www.fiba.basketball/europe/u20bwomen/2023Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Æfingahópur karla fyrir sumarið 2023

20 júl. 2023Æfingahópur landsliðs karla hefur verið kallaður saman og æft síðustu þrjá daga saman undir handleiðslu aðstoðarþjálfara liðsins, en æfingar halda áfram á morgun föstudag þegar Craig Pedersen mætir til landsins og formlegur undirbúningur hefst fyrir verkefni sumarsins. Æft verður í stórum hópi fyrstu tvo dagana en eftir það mun hópurinn vera minnkaður niður í lokahóp sem heldur áfram æfingum. Verkefni sumarsins verða æfingaferð til Ungverjalands í lok júlí þar sem leikið verður gegn heimamönnum og Ísrael vináttulandsleiki og svo heldur liðið 10. ágúst á FIBA Olympic Pre-Qualifiers mótið í Tyrklandi sem er fyrsta umferð að undankeppni ÓL 2024 fyrir Evrópuliðin. Í riðli með Íslandi verða heimamenn Tyrklandi, Úkraína og Búlgaría. Efstu tvö liðin fara í úrslit þar sem er útsláttaryfirkomulag. Sigurvegari úrslitakeppninnar tryggir sér sæti í seinni umferð undankeppninnar þar sem sigurvegarar annara álfuhluta koma inn auk liða sem taka þátt í HM-keppninni í haust.Meira
Mynd með frétt

KKÍ 3 námskeið í ágúst

18 júl. 2023KKÍ þjálfari 3 er kennt í staðnámi dagana 18.-19. ágúst 2023. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Chris Fleming frá Chicago Bulls, en hann hefur þjálfað í NBA frá 2015, en auk þess hefur hann þjálfað þýska landsliðið og í efstu deild í Þýskalandi. Fleming var mjög sigursæll í efstu deild í Þýskalandi, þar sem hann varð bikarmeistari fjórum sinnum og vann þýsku deildina fjórum sinnum. Auk Chris Fleming munu íslenskir fyrirlesarar deila sinni þekkingu og reynslu. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. ágúst og laugardaginn 19. ágúst.Meira
Mynd með frétt

Leikjadagskrá Subway og 1. deilda

18 júl. 2023Leikjadagskrá Subway og 1. deilda liggur nú fyrir og er hægt að nálgast á heimasíðu KKÍ. Það verður Subway deild kvenna sem mun hefja Íslandsmótið 2023-2024, en fyrsta umferð deildarinnar er fyrirhuguð 26.-27. september. Subway deild karla hefst svo 5.-6. október. Keppni 1. deilda hefst í október, en karlarnir leika fyrst 6. október og konurnar 7. október. Hægt er að nálgast leikjadagskrá deildanna með því smella á Meira >.Meira
Mynd með frétt

Leikjaplan deildarkeppni yngri flokka

18 júl. 2023Leikjaplan deildarkeppni yngri flokka liggur nú fyrir, en það var sent út á þau félög sem eiga lið í keppni 9.-ungmennaflokks í síðustu viku. Öll félög hafa nú tíma til 10. ágúst að gera athugasemdir við leikjaniðurröðun, svo breytingar geta orðið á þeirri niðurröðun sem hefur verið send út. Hægt er að sjá leikjaniðurröðunina með því að smella á Meira >. Athugið að enga nýja leiki er að finna í eldra mótakerfi KKÍ.Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U18 drengja á leið til Portúgals · Keppnin hefst á föstudaginn

18 júl. 2023U18 ára landslið drengja ferðast í dag 18. júlí til Matoshinos í Portúgal þar sem þeir munu taka þátt í B-deild Evrópumóts FIBA. Keppni hefst 21. júlí en Ísland leikur í riðli með Norður-Makedóníu, Austurríki, Bretlandi og Noregi. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-22. Liðið hefur leik gegn Bretlandi á föstudaginn kl. 19:30 að íslenskum tíma. Keppnin stendur yfir frá 21.-30. júlí.Meira
Mynd með frétt

EM U20 2023 · 12. sætið hjá okkar strákum

17 júl. 2023U20 karla luku keppni í gær í A-deild Evrópumótsins en þar voru það 16 bestu þjóðir álfunar sem áttust við. Okkar strákar stóðu sig frábærlega og tryggðu sér áframhaldandi veru í A-deildinni að ári sem er stórt afrek. Þar verður Ísland eitt norðurlandanna meðal þátttakenda á næsta sumri. Það voru Frakkar sem stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins, eftir sigur á Ísrael í úrslitaleiknum. Frakkar léku með Íslandi í riðli og voru mjög góðir í ár. Heimamenn Grikkja náðu í bronsið eftir leik gegn Belgíu. Ísland lék hörku leik gegn Grikkjum og áttu í fullu tréi við þá fyrir utan slæman þriðja leikhluta. Þrjár þjóðir féllu um deild, Eistland, Pólland og Króatía féllu um deild. Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U20 karla · Umspil í dag gegn Svartfjallalandi

13 júl. 2023🇮🇸 ÍSLAND - 🇲🇪 SVARTFJALLALAND 🏆EM Krít 🏀 U20 karlar Undir 20 ára karlalið Íslands mætir Svartfjallalandi kl. 15:30 í dag í umspili um 9.-16. sæti A-deildar Evrópumótsins í Heraklion. Leikurinn er mikilvægur en sigurvegari hans heldur sæti sínu í A-deild að ári. Liðið sem tapar þarf að spila gegn þrem öðrum í umspili um síðasta örugga sæti deildarinnar, en liðin í 16.-14. sæti fara niður í B-deild. Hægt að horfa í beinni vefútsendingu hér: www.youtube.com/watch?v=SgRFU8mdn2M #korfubolti #FIBAMeira
Mynd með frétt

EM 2023: U18 stúlkna enduðu 7. sæti á mótinu

11 júl. 2023Ísland mætti Búlgaríu í leik um 7. sætið á Evrópumótinu á sunnudaginn. Það var ljóst á fyrstu mínútu að stelpurnar okkar ætluðu sér sigur í lokaleik mótsins og léku af krafti, sóknin virkaði mjög vel og allar tilbúnar að spila saman sem lið. Staðan í hálfleik var 45:41 okkar stelpum í vil. Stelpurnar héldu áfram í seinni hálfleik og urðu lokatölur í leiknum 86:69 Íslandi í vil. Þar með tryggðu þær sér 7. sætið í mótinu sem er næst besti árangur íslensks U18 ára kvennaliðs frá upphafi á EM. Frábæru móti hjá stelpunum okkar er því lokið og þær geta farið stoltar heim eftir landsliðs sumarið sitt. Króatía, sem var með Íslandi í riðlakeppninni, stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik gegn Lúxemborg. Grikkland náði þriðja sætinu eftir sigur á Bosníu. Sara Líf Boama leiddi liðið á mótinu í framlagi með 15,6 að meðaltali í leik og fráköstum 8,9, Anna María Magnúsdóttir leiddi liðið í stigum 10,1 í leik að meðaltali og Emma Hrönn Hákonardóttir var með 4,1 stoðsendingu í leik.Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U20 karla í A-deild · Keppnin hefst á laugardaginn

6 júl. 2023U20 ára landslið karla eru nú á Krít í Grikklandi þar sem A-deild Evrópumóts FIBA fer fram í ár í borginni Heraklion. Keppni hefst á laugardaginn en Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Slóveníu og Þýskalandi og á fyrsta leik gegn Slóveníu. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1.-8. og 9.-16. Aðeins 16 bestu þjóðir Evrópu leika í A-deild á hverju ári og því mikið afrek að leika í deild þeirra bestu en þetta er í þriðja sinn sem Ísland á lið í A-deild U20 karla. Keppnin stendur yfir frá 8.-16. júlí. https://www.fiba.basketball/europe/u20/2023 Íslenska liðið er skipaði eftirtöldum leikmönnum:Meira
Mynd með frétt

NM 2023 í Svíþjóð lokið · Eitt silfur og tvo brons

2 júl. 2023Íslensku liðin geta gengið stolt frá borði eftir NM U18 og U20 liða í Svíþjóð. U20 karla og U18 drengir léku til úrslita og gátu náð gullinu en töpuðu bæði sínum leikjum í dag og uppskáru silfur og brons. U20 kvenna lék um bronsið og vann sinn leik örugglega. Liðin okkar eru öll á leið á Evrópumót FIBA og NM frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal og verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu mótum. U18 drengja og stúlkna halda á EM síðar í júlí en U20 karla fer á mánudaginn yfir til Krítar þar sem þeirra mót hefst 8. júlí.Meira
Mynd með frétt

NM 2023: U16 í Finnlandi

29 jún. 2023Í dag hófst NM U16 ára liðanna í Finnlandi. Niðurstaðan var einn sigur og eitt tap gegn Svíþjóð í fyrstu leikjum mótsins. U16 stúlkur unnu sinn leik 69-58 og U16 drengirnir töpuðu sínum leik 78-67. Næstu leikir eru 30. júní: U16 stúlkur: Ísland-Finnland kl. 14:00 U16 drengir: Ísland-Finnland kl. 16:30Meira
Mynd með frétt

EM 2023: U18 stúlkna á leið á EM í Búlgaríu

28 jún. 2023Íslenska U18 ára landslið stúlkna heldur í dag til Sofiu í Búlgaríu þar sem liðið keppir á EM 2023. Ísland leikur í riðli með Króatíu, Hollandi, Danmörku og Norður Makedóníu. Eftir riðlakeppnina er leikið um sæti, annars vegar 1.-8. fyrir efstu liðin og svo um sæti 9.-15. fyrir hin. Keppnin stendur yfir frá 30. júní til 9. júlí. Hægt er að sjá allt dagskrá, riðla, lifandi tölfræði og streymi á heimasíðu FIBA U18 EM mótsins. www.fiba.basketball/europe/u18bwomen/2023Meira
Mynd með frétt

NM 2023 í Svíþjóð· Þrír sigrar í dag

27 jún. 2023🇮🇸 ÍSLAND 🏆 NM 2023 í Svíþjóð · U18 drengja og U20 karla og kvenna Íslensku liðin byrjuðu vel á NM U18 drengja og U20 liðanna en öll liðin unnu sína fyrstu leiki í dag. U18 drengja hófu daginn með sigri á Noregi, 96:60. U20 kvenna mættu einnig Noregi og eftir fjóra leikhluta var staðan 74:74. Því þurfti að framlengja og þar skoruðuð okkar stúlkur 10 stig gegn engu frá Noregi og unnu því 84:74. U20 karla enduð svo daginn með öruggum sigri á liði Svía, 90:70.Meira
Mynd með frétt

NM 2023: U16 landslið Íslands · Komin til Finnlands

27 jún. 2023Íslensku landsliðin í U16 ára drengja og stúlkna ferðuðust til Finnlands í dag þar sem þau munu keppa á NM 2023 og eru búin að koma sér fyrir úti. Keppt verður í Kisakallio að venju fyrir utan Helsinki að venju og hefjast leikar á fimmtudaginn og lýkur 4. júlí. Íslensku liðin leika fimm leiki á mótinu hvert, gegn Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Eistlandi. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu sem og kaupa streymisaðgang einnig fyrir áhugasama gegn vægu gjaldi. Þá verður karfan.is á mótinu og flytur fréttir frá mótinu einnig á sínum veitum. Meira
Mynd með frétt

NM U18 drengja og U20 liðanna · Liðin að ferðast út í dag

26 jún. 2023Íslensku landsliðin í U18 ára drengja og U20 lið karla og kvenna eru í dag að ferðast á NM 2023 sem fram fer í Södertalje í Stokkhólmi. Keppni hefst á morgun 27. júní og lýkur 2. júlí. Íslensku liðin leika fimm leiki á mótinu, gegn Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Eistlandi á mótinu, fyrir utan U20 kvenna er Eistland ekki með lið að þessu sinni. Leikjaplan liðanna á mótinu er hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði frá mótinu sem og kaupa streymisaðgang einnig fyrir áhugasama. Heimasíða mótsins (Dagskrá, lifandi tölfræði og aðrar upplýsingar) nordicchampionship.cups.nuMeira
Mynd með frétt

Hannes S. Jónsson nýr varaforseti FIBA Europe

23 jún. 2023Ný stjórn FIBA Europe kom saman til fyrsta fundar í dag í Ljubljana í Slóveníu. Hannes S. Jónsson framkvæmdarstjóri KKÍ var skipaður þar í embætti varaforseta sambandins. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að taka fyrir tillögu Jorge Garbajosa forseta FIBA Europe að þrem varaforsetum sambandsins og er Hannes einn þeirra þriggja, hinir varaforsetanir eru Matje Erjavec frá Slóveníu og Carmen Tocala frá Rúmeníu. Sem varaforseti mun Hannes einnig sitja í framkvæmdaráði FIBA Europe en framkvæmdaráð skipa níu manns, forseti, varaforsetar, gjaldkeri og fjórir stjórnarmenn. Stjórn FIBA Europe er skipuð 25 einstaklingum. Stjórn FIBA Europe er kjörin til 2027 og mun Hannes sinna störfum varaforseta út starfstímabil stjórnarinnar. Skipun Hannesar í embætti varaforseta FIBA Europe er mikil viðurkennig fyrir það starf sem KKÍ og íslenskur körfubolti hefur unnið á síðustu árum sem og persónuleg viðurkennig til Hannesar fyrir hans störf í alþjóðlegum körfubolta. Þá var Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, einnig kjörin í fastanefnd FIBA Europe í „Youth Commission“ (Unglinganefnd) til næstu fjögurra ára.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir nýr FIBA tæknifulltrúi

21 jún. 2023Rúnar Birgir Gíslason var nú á dögunum í Ljublijana í Slóveníu þar sem hann sat lokanámskeið fyrir tæknifulltrúa FIBA (e. Technical Delegate). Rúnar Birgir hefur síðastliðna átta mánuði farið yfir lesefni, hlustað á fyrirlestra og tekið verkefni og próf á námsvef FIBA og var námskeiðið í Ljublijana lokahnykkurinn á náminu. Það er þó ekki fyrr en 1. september sem Rúnar getur formlega talið sig tæknifulltrúa FIBA. Tæknifulltrúi FIBA er hlutverk sem FIBA kom á laggirnar 2017 þegar landsliðin fóru að leika í lansliðsgluggum í stóru álfukeppnunum. Tæknifulltrúi er sendur á landsleiki til að vera augu og eyru FIBA á staðnum og aðstoða liðin við að framkvæma leikinn. Fylgja öllum FIBA stöðlum um framkvæmd leiks en fyrir FIBA er einmitt framkvæmd, ímyndin og útlit og eins að leikurinn fari fram eftir leikreglum mjög mikilvægt.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira