Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjast í dag

12 maí 2023Úrslitaleikir eldri yngri flokka hefjast í dag, en úrslitaleikirnir fara fram dagana 12.-16. maí í Blue höll Keflavíkur og á Meistaravöllum hjá KR. Leikið verður í 9. flokki og eldri, þar sem lið í 1. deildum kljást um Íslandsmeistaratitla, en lið í neðri deildum um meistaratitil viðkomandi deildar. Hægt verður að horfa á beint streymi af leikjunum í Blue höllinni á https://keftv.is/beint/ og frá Meisaravöllum á https://www.youtube.com/@krbasket7603. Hægt er að sjá leikjaniðurröðun allra leikja á mótavef KKÍ https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/.Meira
Mynd með frétt

Úrslitaviðureign 12. flokks kvenna hefst í dag

11 maí 2023Úrslitaviðureign 12. flokks kvenna hefst í kvöld þegar KR tekur á móti Þór Þ./Hamar. Viðureignin er nýlunda í keppnishaldi yngri flokka, en þetta er í fyrsta sinn þar sem leikin er sería til úrslita um Íslandsmeistaratitil yngri flokka. Í þessari seríu þarf að vinna tvo leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari.Meira
Mynd með frétt

Breiðablik Íslandsmeistari MB11 ára drengja

10 maí 2023Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 11 ára drengja í lokamóti flokksins í Glerárskóla á Akureyri um helgina. Breiðablik tryggði sér sigurinn með sigri á Stjörnunni í lokaleik A riðils, 32-25, en höfðu áður unnið gegn Selfossi, Þór Þ./Hamar, Stjörnunni b og Sindra. Stjarnan vann silfrið, en þeir unnu þrjá leiki af fimm. Til hamingju Breiðablik!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari MB11 ára stúlkna

10 maí 2023Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 11 ára stúlkna í lokamóti flokksins í Glerárskóla á Akureyri um helgina. Stjarnan tryggði sér sigurinn með sigri á Val í lokaleik A riðils, 26-21, en höfðu áður unnið gegn Hrunamönnum, Aþenu/Leikni/UMFK og Grindavík en tapað gegn Njarðvík. Valur vann silfrið, en þær unnu fjóra leiki af fimm. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 8. flokks drengja

10 maí 2023Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitil 8. flokks drengja í lokamóti flokksins í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ um helgina. Stjarnan tryggði sér sigurinn með sigri á Fjölni í lokaleik A riðils, 55-47, en höfðu áður unnið gegn KR, Aftureldingu og Grindavík. Fjölnir vann silfrið, en þeir unnu þrjá leiki af fjórum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Kostuð meistaranámsstaða - Karlalandslið

10 maí 2023KKÍ og íþróttafræði HR auglýsa kostaða meistaranámsstöðu: KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA - KARALANDSLIÐ Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan eru kostuð af Háskólanum í Reykjavík (HR) og Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ) og munu nemandi ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 15. maí og mun nemandi hefja nám strax á haustönn, samkæmt skóladagatali. Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 9 MAÍ 2023

9 maí 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2023

5 maí 2023Fyrsti æfingahópur U20 karla hefur verið boðaður til æfinga fyrir sumarið 2023 um 40 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins sem verða í kvöld og um helgina. Lokahópurinn verður svo valinn í kjölfarið en liðið mun keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og svo tekur liðið þátt í stóru verkefni þegar A-deild á Evrópumóts FIBA fer fram í júlí á Krít í Grikklandi. Eftirtaldir leikmenn voru boðaðir í æfingahóp U20 karla:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 2 maí 2023

3 maí 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið kvenna 2023

3 maí 2023U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. 12 leikmenn verða svo valdar til að keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og FIBA EM mótið fer fram í júlí í Rúmeníu. Aðrir leikmenn verða áfram í æfingahóp og til vara ef upp koma meiðsl. Leikmenn U20 kvenna í sumar:Meira
Mynd með frétt

Frá dómaranefnd KKÍ

1 maí 2023Frá dómaranefnd KKÍ: Í ljósi ummæla þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn vegna atviks úr þriðja leik Vals og Þórs vill dómaranefnd KKÍ koma því á framfæri að allir þeir sem um þetta mál hafa fjallað á vegum nefndarinnar, innlendir sem erlendir aðilar, hafa komist að þeirri sömu niðurstöðu að atvikið verðskuldi ekki brottrekstur.Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur Íslandsmeistari minnibolta 10 ára stúlkna

1 maí 2023Skallagrímur tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 10 ára stúlkna í lokamóti flokksins á Flúðum um helgina. Skallagrímur tryggði sér sigurinn með sigri á Grindavík í lokaleik A riðils, 29-15, en höfðu áður unnið gegn Þór Þ./Hamar, Tindastól, Keflavík og Val. Grindavík vann silfrið, en þær unnu fjóra leiki af fimm. Til hamingju Skallagrímur!Meira
Mynd með frétt

Grindavík Íslandsmeistari minnibolta 10 ára drengja

1 maí 2023Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 10 ára drengja í lokamóti flokksins í Umhyggjuhöllinni um helgina. Grindavík tryggði sér sigurinn með sigri á Stjörnunni í lokaleik A riðils, 28-26, en höfðu áður unnið gegn Skallagrím, Sindra, Breiðablik og Keflavík. Stjarnan vann silfrið, en þeir unnu fjóra leiki af fimm. Til hamingju Grindavík!Meira
Mynd með frétt

Ísland í forkeppni að ÓL2024 · Leikið í sumar í Tyrklandi

1 maí 2023Dregið var í hádeginu í forkeppni karla að Ólympíuleikunum 2024 í París en Evrópulöndin sem ekki eru að fara á HM í sumar leika um laus sæti til að halda áfram í næstu umferð keppninnar. ÍSLAND leikur í þessari fyrstu umferð og var dregið í riðil í Istanbul í Tyrklandi gegn heimamönnum, Búlgaríu og Úkraínu. Leikið verður í frá 10. ágúst í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland leikur í undankeppni að ÓL og verður spennandi verkefni. Meira
Mynd með frétt

Keppnisdagatal 2023-2024

29 apr. 2023Mótanefnd KKÍ hefur staðfest keppnisdagatal KKÍ fyrir keppnistímabilið 2023-2024. Dagatalið hefur einnig verið kynnt á fundi með stjórn KKÍ. Dagatalið er aðgengilegt á heimasíðu KKÍ undir Mótamál > Leikir og úrslit > Keppnisdagatal 2023-2024. Keppnisdagatalið nær yfir keppni allra deilda og flokka.Meira
Mynd með frétt

Valur Íslandsmeistari Subway deildar kvenna 2023!

28 apr. 2023Valskonur urðu í kvöld Íslandsmeistarar í Subway deild kvenna eftir sigur á Keflavík í fjórða leik úrslita í Origo höll Vals. Í leikslok var Kiana Johnson, leikmaður Vals, valin besti leikmaður úrslitanna.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 28 APRÍL 2023

28 apr. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit yngri flokka hefjast í kvöld

28 apr. 2023Fyrstu leikir undanúrslita yngri flokka hefjast í kvöld, en þá verður leikið í Ljónagryfjunni. Um helgina verða leiknir alls 42 undanúrslitaleikir í 9. flokki og upp í ungmennaflokk á Ásvöllum, HS Orkuhöllinni, Ljónagryfjunni og Meistaravöllum. Hægt er að sjá dagskrá allra leikvalla á mótahluta heimasíðu KKÍ. Úrslit 9., 10., 11. og ungmennaflokks og 2. deild 12. flokks karla fara svo fram dagana 12.-16. maí, en þá verður leikið í Blue höllinni og Meistaravöllum. Í 1. deildum 12. flokks karla og kvenna verður leikin úrslitasería þar sem vinna þarf tvo leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari, en þær seríur verða settar á dagskrá þegar ljóst er hvaða lið mætast í úrslitum.Meira
Mynd með frétt

Söfnunarátak fyrir yngri landsliðin: Þinn styrkur - Þeirra styrkur

27 apr. 2023Í dag hefst söfnunarátak KKÍ sem er sett af stað til að greiða niður kostnað leikmanna yngri landsliða og fjöskyldna þeirra fyri verkefni komandi sumars. Verkfnið kallast „Þinn styrkur - þeirra styrkur” . Eins og undanfarin ár heldur KKÍ úti 10 yngri landsliðum sem taka þátt í verkefnum erlendis, U15 drengja og stúllkna (æfingarmót), U16 drengja og stúlkna, U18 drengja og stúlkna og U20 karla og kvenna sem öll taka þátt í NM og EM. Heildarkostnaður við yngri landsliðsstarfið á þessu ári er um 80 milljónir og af því þurfa leikmenn og fjölskyldur þeirra að greiða 45-50 milljónir í ferða- og fæðiskostnað, KKÍ þarf að fjárfmagna 30-35 milljónir. Flestir leikmenn munu fara bæði á NM og EM og verður heildarkostnaður samtals rúmlega 600.000 kr. á þann einstakling og fjölskyldu. Því hefur KKÍ ákveðið að fara í átak sem snýr því að fá fyrirtæki og einstaklinga til að styðja við bakið á okkar unglingalandsliðum. Fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu til landsliðsstarfs sérsambandanna þarf að verða enn meiri og kallar KKÍ enn einu sinni eftir því að ríkistjórn Íslands stór auki framlag sitt til landsliðsstarfs íþróttahreyfingarinnar. Undir lok síðasta árs KKÍ var sett niður um afreksflokk hjá stjórn og afrekssjóði ÍSÍ sem gerir það að verkum að sambandið fær enn minna úr afrekssjóði ÍSÍ (sem fjármagnaður er að stærstum hluta frá ríkisvaldinu). Töluverð vinna er í gangi vegna þessa á vegum ríksvaldins, ÍSÍ og sérsambandanna en því miður þá er útlit fyrir að engin breyting verði á þessu ári. Því hefur KKÍ ákveðið að fara í átak sem snýr því að fá fyrirtæki til að styðja við bakið á yngri landsliðsleikmönnum okkar í sumar. Þannig fer það fjármagn sem safnast í þessu átaki beint til að niðurgreiða kostnað leikmanna og fjölskyldna þeirra. Átakið er kallað „Þinn styrkur – þeirra styrkur“ því það fjármagn sem safnast nýtist beint til unga fólksins sem leikur með landsliðum KKÍ með því að niðurgreiða þann kostnað sem þau þurfa sjálf að greiða. KKÍ mun koma fyrirtækjunum sem styðja við bakið á okkar yngri landsliðsfóki í þessu átaki á framfæri með almennum auglýsingum, samfélagsmiðlum og svo í kringum ferðirnar hjá öllum landsliðnum okkar í sumar. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 26 APRÍL 2023

26 apr. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira