Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Valur VÍS bikarmeistarar karla!

14 jan. 2023Valur varð í dag VÍS bikarmeistarar karla eftir 72-66 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll. ​Kári Jónsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins, en hann skilaði 22 stigum, 7 stoðsendingum, 4 fráköst og niður 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum. ​Ástríður Viðarsdóttir frá VÍS afhenti Val 1.000.000 kr. verðlaunafé fyrir sigurinn, sem Lárus Blöndal tók við í leikslok. VÍS afhenti einnig Stjörnunni ávísun að upphæð 500.000 kr. fyrir annað sætið. ​Til hamingju Valur! Myndir: Bára Dröfn/karfan.is og Hafsteinn Snær/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Haukar VÍS bikarmeistarar kvenna!

14 jan. 2023Haukar urðu í dag VÍS bikarmeistarar kvenna eftir 94-66 sigur á Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöll. Sólrún Inga Gísladóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins, en hún skilaði 20 stigum, 7 stoðsendingum, 7 fráköstum og skoraði úr 6 af 8 skotum sínum. Til hamingju Haukar! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

KR VÍS bikarmeistari 9. flokks drengja

14 jan. 2023KR varð í dag VÍS bikarmeistari 9. flokks drengja eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik 95-31. Lárus Grétar Ólafsson var valinn maður leiksins en hann skilaði 15 stigum, 19 fráköstum og 3 stoðsendingum. Til hamingju KR! Myndir: Davíð Eldur/karfan.isMeira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslit meistaraflokka í dag!

14 jan. 2023Í dag verða leiknir þrír bikarúrslitaleikir, en ásamt bikarúrslitum meistaraflokka karla og kvenna er leikið í úrslitum 9. flokks drengja. Dagurinn hefst á áðurnefndum úrslitaleik 9. flokks drengja, en þar mætast KR og Stjarnan kl. 10:15. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. VÍS bikarúrslit kvenna verða leikin kl. 13:30, en þar mætast lið Hauka og Keflavíkur. Haukar unnu 1. deildarlið Snæfells í undanúrslitum 98-62 og lið Keflavíkur vann 1. deildarlið Stjörnunnar 100-73. VÍS bikarúrslit karla hefjast kl. 16:15, en þar mætast Stjarnan og Valur. Stjarnan sigraði Keflavík í jöfnum og spennandi leik í undanúrslitum 89-83 og Valsmenn sigruðu Hött sannfærandi 47-74. VÍS bikarúrslitaleikir meistaraflokka verða í beinni útsendingu á RÚV. Miðasala á leikina er á Stubb. Leikskrá yfir hátíðina með öllum leikmannalistum liða er að finna hérna.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 11. flokks drengja

13 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 11. flokks drengja eftir sigur á Stjörnunni b í úrslitaleik 101-90. Viktor Jónas Lúðvíksson var valinn maður leiksins en hann skilaði 26 stigum, 25 fráköstum og 4 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Davíð Eldur/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Upplýsingar vegna úrslitaleikja VÍS bikars 14. janúar

13 jan. 2023Vegna atviks sem kom upp í undanúrslitum hefur verið ákveðið að auka gæslu á úrslitaleikjum VÍS bikarsins laugardaginn 14. janúar. Mikil áhersla verður lögð á að tryggja enn frekar öryggi þátttakenda leiks og áhorfenda og minnka líkur á að skemmd epli geti eyðilagt upplifun fyrir öðrum. Eftirfarandi atriði ber því að athuga: 1. Fleiri gæslumenn verða til staðar á leikstað. 2. Ekki verður heimilt að koma með flöskur, dósir, ílát eða annað sem getur valdið skaða á leikstað. 3. Allir drykkir sem seldir eru í sjoppu verða opnaðir áður en þeir eru afhentir, þannig að dósir verða opnaðar og tappar teknir af flöskum við sölu. KKÍ vonast til að allt fari vel fram og að allir geti einbeitt sér að skemmtilegum úrslitaleikjum í Laugardalshöll á morgun.Meira
Mynd með frétt

Annar í VÍS bikarúrslitum yngri flokka!

13 jan. 2023VÍS bikarúrslit yngri flokka hófust í gær og halda áfram í dag með einum leik. Leikið verður í VÍS bikarúrslitum 11. flokks drengja kl. 19:00 en þar mætast Stjarnan og Stjarnan b. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Miðasala á leikinn er á Stubb. Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 10. flokks stúlkna

12 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 10. flokks stúlkna eftir sigur á Njarðvík í úrslitaleik 86-57. Elísabet Ólafsdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 18 stigum og 17 fráköstum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 10. flokks drengja

12 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 10. flokks drengja eftir öruggan sigur á Stjörnunni B í úrslitaleik 107-43. Benedikt Björgvinsson var valinn maður leiksins en hann skilaði 26 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum ásamt því að hitta úr 11 af 14 skotum sínum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslit yngri flokka hefjast í dag!

12 jan. 2023Tveir VÍS bikarúrslitaleikir yngri flokka verða leiknir í Laugardalshöll í dag. Fyrri leikurinn hefst kl. 17:15 og er bikarúrslitaleikur 10. flokks drengja þar sem A og B lið Stjörnunnar mætast. Klukkan 20:00 mætast Stjarnan og Njarðvík í bikarúrslitum 10. flokks stúlkna. Miðasala á leikina er á Stubb.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit VÍS bikars karla í dag!

11 jan. 2023Seinni undanúrslitadagur VÍS bikarsins, en í dag eru það undanúrslit karla. Fyrri undanúrslitaleikurinn hefst kl. 17:15, en þar mætast Stjarnan og Keflavík. Í seinni leik dagsins mætast lið Hattar og Vals. VÍS bikarúrslitaleikur karla fer fram laugardaginn 14. janúar kl. 16:15, en þar mætast þau tvö félög sem sigra sína undanúrslitaleiki.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarvikan hefst í dag!

10 jan. 2023Hin árlega og skemmtilega VÍS bikarvika hefst í dag með undanúrslitaleikjum kvenna. Framundan eru 12 leikir á sex dögum, þar sem tíu bikarmeistarar verða krýndir frá 9. flokki upp í meistaraflokk. Eins og áður sagði hefst vikan á undanúrslitaleikjum kvenna. Fyrri leikurinn hefst kl. 17:15, en þar er viðureign 1. deildarliðs Snæfells og Subwaydeildarliðs Hauka. Í seinni leiknum sem hefst kl. 20:00 eigast við 1. deildarlið Stjörnunnar og Subwaydeildarlið Keflavíkur, en bæði liðin sitja í efsta sæti sinna deilda. VÍS bikarúrslitaleikur kvenna fer fram laugardaginn 14. janúar kl. 13:30, en þar mætast þau tvö félög sem sigra sína undanúrslitaleiki.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 4. JANÚAR 2023

5 jan. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 21. DESEMBER 2022

22 des. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Undanúrslit VÍS bikars

19 des. 2022Dregið var í undanúrslit VÍS bikarsins í Laugardalshöll í dag. Hjá konunum voru fjögur lið í skálinni, Haukar, Keflavík, Snæfell og Stjarnan. Hjá körlunum voru liðin fjögur Höttur, Keflavík, Stjarnan og Valur.Meira
Mynd með frétt

Dregið í undanúrslit VÍS bikarsins í dag

19 des. 2022Dregið verður í undanúrslit VÍS bikarsins í dag. Viðburðinum verður streymt á FB síðu KKÍ. Undanúrslit VÍS bikars kvenna verða leikin 10. janúar og undanúrslit karla þann 11. janúar. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 14. janúar 2023.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KKÍ 14. desember 2022

15 des. 2022Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í Þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2022 · Sara Rún og Elvar Már kjörin best annað árið í röð!

14 des. 2022Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2022 af KKÍ. Þetta er í 25. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Bæði voru þau ríkjandi Körfuknattleiks karl og kona síðsta árs. Elvar Már er nú að fá tilnefninguna í annað sinn og Sara Rún er að hljóta nafnbótina í þriðja sinn og þriðja árið í röð.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands · Sumarið 2023 - Þjálfarar og æfingahópar

12 des. 2022KKÍ hefur ráðið þjálfara yngri liða Íslands fyrir komandi verkefni í sumar. Öll landslið Íslands taka þátt í verkefnum drengja og stúlkna líkt og síðasta sumar og þá hefur NM U20 liða verið bætt við í samstarfi norðurlandanna líkt og hefur verið með U16 og U18 liðin á undanförnum árum. Verkefni liðanna verða viku keppnisferð til Finnlands hjá U15 liðunum í ágúst, NM í Finnlandi og EM hjá U16 liðunum, NM í Svíþjóð og EM hjá U18 og U20 liðunum. Alls eru þetta átta landslið sem verða í gangi næsta sumar. U20 ára lið drengja leikur í A-deild evrópukeppninnar næsta sumar en þar leika aðeins 16 bestu þjóðirnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland á lið í A-deild í Evrópukeppninni. U16 og U18 drengja og stúlkna og U20 kvenna leika í B-deild þar sem rúmlega 20 lið keppa. Yfirþjálfari yngri liða KKÍ er Finnur Freyr Stefánsson. Þjálfarar yngri landsliðana 2022 verða: U20 kvenna · Halldór Karl Þórsson U20 karla · Baldur Þór Ragnarsson U18 stúlkna · Benedikt Guðmundsson U18 drengja · Lárus Jónsson U16 stúlkna · Danielle Rodriguez U16 drengja · Snorri Örn Arnaldsson U15 stúlkna · Andrea Björt Ólafsdóttir U15 drengja · Emil Barja Búið er að boða fyrstu hópa allra U15, U16 og U18 landsliðanna til æfinga í lok desember. Þá verður æft ásamt því að mælingar leikmannahópa í samstarfi við HR verða teknar á öllum liðum og þá verða fræðslufyrirlestrar einn daginn að auki fyrir alla hópana. Alls er um að ræða 224 leikmenn frá 26 félögum og þá eru þrír leikmenn í erlendum skólum sem eru boðaðir nú til æfinga. Hægt er að sjá nánari skiptingu eftir félögum neðar. Eftirtaldir leikmenn skipa stóru æfingahópa þessara liða hjá drengjum og stúlkum:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLS KKÍ 30. NÓVEMBER 2022

1 des. 2022Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur komist að niðurstöðu í máli sem honum hafði borist til úrlausnar. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira