Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Tveimur leikjum frestað í kvöld

2 feb. 2023Tveimur leikjum kvöldsins hefur verið frestað að fenginni ráðleggingu Vegagerðarinnar. Annars vegar leik Tindastóls og Hattar í Subway deild karla og hins vegar leik Þórs Ak. og Hrunamanna í 1. deild karla. Unnið er að því að finna nýja leiktíma.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna í körfuknattleik · Hópurinn fyrir febrúar leikina 2023 klár

30 jan. 2023Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið liðið sitt fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EuroBasket Women´s 2023 sem fara fram núna í febrúar. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðinum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Hrunamenn-Hamar frestað

30 jan. 2023Leik Hrunamanna og Hamars í 1. deild karla hefur verið frestað í kvöld vegna slæmrar veðurspár. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími, en unnið er að því.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Sindri-Hrunamenn seinkað

27 jan. 2023Seinka þarf leik Sindra og Hrunamanna í kvöld þar sem flugi dómara á Hornafjörð var aflýst. Leikurinn hefst því kl. 20:15 í stað 19:15.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Þór Ak.-Fjölnir frestað

27 jan. 2023Leik Þórs Ak. og Fjölnis sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað. Það varð óhapp með aðra körfuna í Höllinni á Akureyri, sem varð til þess að hún skemmdist. Viðgerðir eru hafnar, en tjónið varð nokkuð og það næst ekki að laga körfuna fyrir kvöldið. Leiknum hefur því verið frestað og verður fundinn nýr leiktími um leið og ljóst er hvenær karfan verður tilbúin.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Höttur-Þór Þ. frestað aftur

26 jan. 2023Leik Hattar og Þórs Þ. hefur verið frestað aftur, þar sem öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst á morgun, föstudaginn 27. janúar. Leiknum hefurm verið fundinn nýr leiktími laugardaginn 28. janúar kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla | Höttur - Þór Þ. frestað

26 jan. 2023Leik Hattar og Þórs Þ. sem var á dagskrá í kvöld í Subway deild karla hefur verið frestað þar sem allt innanlandsflug liggur nú niðri. Leiknum hefur verið fundinn nýr tíma kl. 19:15 annað kvöld, 27. janúar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 25. JANÚAR 2023

26 jan. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | Ármann-Þór Ak. frestað

20 jan. 2023Leik Ármanns og Þórs Ak. í 1. deild karla sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað til laugardagsins 21. janúar kl. 16:00 vegna varasamra aðstæðna á Norðurlandi.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 18. JANÚAR 2023

19 jan. 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1B og 2B | önnur þjálfaranámskeið framundan

17 jan. 2023Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og 2B, en vakin er athygli á því að aðeins þeir sem hafa greitt fyrir námskeið fá að taka þátt. Við bendum á að hægt er að sækja styrki fyrir þjálfaranámskeiðum, en oft veita stéttarfélög styrki fyrir þátttöku á námskeiðum. Aðeins er hægt að skrá sig á 1B eða 2B, en mælt er gegn því að taka bæði námskeiðin á sömu önn. Gott er að hafa í huga að þeir þjálfarar sem hyggjast sækjast eftir því að fara í FECC þurfa hið minnsta að hafa klára þjálfarastig KKÍ 1 og 2 ásamt ÍSÍ 1 og 2.Meira
Mynd með frétt

Tölfræði að loknum VÍS bikarúrslitum yngri flokka

17 jan. 2023VÍS bikarúrslitum yngri flokka lauk á sunnudag með fjórum úrslitaleikjum, en alls voru leiknir 8 úrslitaleikir yngri flokka frá fimmtudegi til sunnudags. Í þessum átta leikjum komu 151 leikmaður við sögu og skoruð voru 1.155 stig. Benedikt Björgvinsson hjá Stjörnunni skoraði flest stig samtals, 53, en hann skoraði 26 stig í úrslitaleik 10. flokks drengja og 27 í úrslitaleik 11. flokks drengja. Alls litu 18 tvennur dagsins ljós í úrslitaleikjum yngri flokkaMeira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmdi í Euro Cup kvenna fyrir helgi

16 jan. 2023Davíð Tómas Tómasson, einn FIBA dómara okkar, var ekki bara að dæma um helgina á VÍS bikar úrslitunum í Höllinni, heldur tilnefndi FIBA hann í verkefni í Póllandi í lok síðustu viku þar sem hann dæmdi leik í Euro Cup kvenna milli VBW Arka Gdynia gegn LDLC Asvel Fémin frá Lyon í Frakklandi en leikurinn fór fram í Gdynia í Póllandi. Leiknum lauk með sigri gestana 72:91 Meðdómarar hans voru þau Nikola Bejat frá Noregi og Herni Hilke frá Finnlandi, en þeir hafa báðir dæmt nokkrum sinnum landsleiki landsliða karla og kvenna hér heima.Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá körfuknattleikssamböndum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna

16 jan. 2023Körfuknattleikssambönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna vekja athygli ykkar og almennings á þeirri staðreynd að með öllu er ótímabært að íhuga endurkomu Rússa og Hvít-Rússa að vettvangi íþróttanna.Meira
Mynd með frétt

Skrifstofa KKÍ lokuð í dag

16 jan. 2023Skrifstofa KKÍ verður lokuð í dag, mánudaginn 16. janúar. Hægt er að ná sambandi við skrifstofu KKÍ í gegnum tölvupóst á kki@kki.isMeira
Mynd með frétt

Haukar VÍS bikarmeistarar 12. flokks kvenna

15 jan. 2023Haukar urðu í dag VÍS bikarmeistarar 12. flokks kvenna eftir sigur á Aþenu/Leikni/UMFK í úrslitaleik 74-60. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 25 stigum, 7 fráköstum og 5 stolnum boltum. Til hamingju Haukar! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

ÍR VÍS bikarmeistari 12. flokks karla

15 jan. 2023ÍR varð í dag VÍS bikarmeistari 12. flokks karla eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik 85-80. Teitur Sólmundarson var valinn maður leiksins en hann skilaði 28 stigum, 11 fráköstum og 3 stolnum boltum. Til hamingju ÍR! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Stjarnan VÍS bikarmeistari 11. flokks stúlkna

15 jan. 2023Stjarnan varð í dag VÍS bikarmeistari 11. flokks stúlkna eftir sigur á KR í úrslitaleik 76-67. Bo Guttormsdóttir-Frost var valin maður leiksins en hún skilaði 23 stigum, 8 fráköstum, 3 stolnir boltar og 2 varin skot. Til hamingju Stjarnan! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

Njarðvík VÍS bikarmeistari 9. flokks stúlkna

15 jan. 2023Njarðvík varð í dag VÍS bikarmeistari 9. flokks stúlkna eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik 70-33. ​Hulda María Agnarsdóttir var valin maður leiksins en hún skilaði 22 stigum, 10 fráköstum og 5 stolnum boltum. Til hamingju Njarðvík! Myndir: Bára Dröfn/karfan.isMeira
Mynd með frétt

VÍS bikarúrslitin klárast í dag!

15 jan. 2023Síðustu fjórir leikir VÍS bikarúrslita yngri flokka verða leiknir í dag. Dagurinn byrjar á leik Njarðvíkur og Breiðabliks í 9. flokki stúlkna kl. 10:00. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Annar leikur dagsins er í 11. flokki stúlkna hvar KR og Stjarnan mætast kl. 12:30. Leikurinn verður í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Við tekur svo 12. flokks tvíhöfði, fyrst 12. flokkur karla kl. 15:15 þar sem Fjölnir og ÍR mætast, og svo í 12. flokki kvenna kl. 18:00 þar sem Haukar og Aþena/Leiknir/UMFK mætast. Leikur Fjölnis og ÍR er í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Leikur Hauka og Aþenu/Leiknis/UMFK er í beinu streymi á Youtube síðu KKÍ. Miðasala á leikina er á Stubb.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira