Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Tap gegn Pólverjum

12 ágú. 2016A landslið karla lék sinn fyrsta æfingaleik þetta sumarið í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Póllandi, 82-71, á fjögurra þjóða móti í Austurríki. Meira
Mynd með frétt

Leifur dæmdi 8 leiki í Makedóníu

12 ágú. 2016Leifur Garðarsson var með U18 strákaliði Íslands í Makedóníu í B deildinni. Þar dæmdi hann einn leik á dag og öðlaðist enn meiri reynslu sem er þó orðin töluverð á þeim bænum.Meira
Mynd með frétt

Tryggvi og Elvar ekki með í kvöld

12 ágú. 2016Þjálfarateymi íslenska liðsins, Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hefur nú tekið ákvörðun um hvaða 12 leikmenn spila leikinn við Pólverja í kvöld en þar sem 14 leikmenn eru hér í Austurríki munu alltaf tveir leikmenn vera utan hóps í hverjum leik.Meira
Mynd með frétt

Leikið við Pólland í kvöld

12 ágú. 2016Ísland hefur leik á æfingamóti í Austurríki í dag þegar liðið mætir Póllandi í Multiversum Schwechat-höllinni klukkan 18 í Austurríki eða kl. 16:00 að íslenskum tíma. Hópurinn hélt til Austurríkis á miðvikudagsmorguninn og hefur æft af krafti í höllinni í gær og fyrradag og spenningur í hópnum að spila fyrsta æfingaleik sumarsins. Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EuroBasket 2017 · Breyting á leikstað

11 ágú. 2016Karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EuroBasket 2017 þann 31. ágúst næstkomandi með heimaleik gegn Sviss. Búið er að breyta leikstað á heimaleikjum liðsins og verður leikið í Laugardalshöll. Leikirnir áttu að fara fram í Smáranum í Kópavogi.Meira
Mynd með frétt

EM U16 drengja · Fyrsti leikurinn í dag

11 ágú. 2016U16 ára landslið drengja hefur leik í dag Sofiu í Búlgaríu þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni FIBA 11.-20. ágúst. Fyrsti leikur mótsins er gegn Georgíu en einnig eru Búlgaría, Belgía, Tékkland og Slóvakía með þeim í D-riðli.Meira
Mynd með frétt

Skráning í bikarkeppnir meistaraflokka, 1. deild kvenna, 2. og 3. deild karla, unglingaflokka og drengjaflokk er hafin fyrir keppnistímabilið 2016-17

10 ágú. 2016Skráning er hafin í bikarkeppnir meistaraflokka, 1. deild kvenna, 2. og 3. deild karla, unglingaflokka og drengjaflokk fyrir keppnistímabilið 2016-17.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið: KKÍ Þjálfari 1.a. dagana 19.-21. ágúst 2016

10 ágú. 2016KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem er liður í fræðsluáætlun KKÍ en um er að ræða „Þjálfari 1.a.“ og verður það haldið dagana 19.-21. ágúst. ​ Námskeiðið er 20 kennslustundir eða 13,5 klukkutímar. Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Mikil áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. KKÍ þjálfari 1.a gildir sem 25% af lokaeinkunn á námskeiðinu. Þjálfarar sem hafa lokið 1.a eru með leyfi til að þjálfa minnibolta 9 ára og yngri.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla komið til Austurríkis · 14 leikmenn taka þátt í mótinu

10 ágú. 2016Í gærkvöldi lagði landsliðs karla af stað til Austurríkis þar sem strákarnir okkar munu taka þátt í sterku æfingamóti ásamt heimamönnum, Póllandi og Slóveníu. Mótið verður leikið dagana 12.-14. ágúst. Alls fóru 14 leikmenn af 16 út ásamt þjálfurum og er hópurinn kominn á hótel í Vín í Austurríki þar sem leikið verður. Eftirtaldir leikmenn taka þátt í mótinu:Meira
Mynd með frétt

EM U16 drengja · Lagðir af stað frá Íslandi

10 ágú. 2016Íslenska landslið U16 drengja er nú á leiðinni til Sofiu í Búlgaríu þar sem þeir munu taka þátt í Evrópukeppni FIBA 11.-20. ágúst. Strákarnir eru í D-riðli og leika gegn heimamönnum frá Búlgaríu, Belgíu, Tékklandi, Georgíu og Slóvakíu en eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti.Meira
Mynd með frétt

Tap gegn Danmörku og Lúxemborg hjá U16 kvk

9 ágú. 2016Stelpurnar í u16 hafa spiluðu tvo leiki til viðbótar á síðustu dögum á EM í Rúmeníu, gegn Danmörku á sunnudaginn og gegn Lúxemborg í dag. Leikurinn gegn Danmörku var jafn til að byrja með og vorum við 1 stigi undir eftir 1. Leikhluta. En í 2. og 3. leikhluta gáfu Danirnir í og voru 18 stigum yfir fyrir seinasta leikhlutann. Því miður var það of mikið fyrir íslensku stelpurnar og endaði leikurinn 66-46 fyrir Danmörku. Stigahæst var Birna Benónýsdóttir með 17 stig og Hrund Skúladóttir með 13 stig og 13 fráköst.Meira
Mynd með frétt

Stórsigur og tap í fyrstu tveim leikjum u16 kvk

6 ágú. 2016Stelpurnar í u16 spiluðu sinn fyrsta leik í B-deild EM í gær og var sá leikur gegn Albaníu. Fljótlega í 1. leikhluta varð ljóst að íslensku stelpurnar voru mun betri á öllum sviðum leiksins og eingöngu spurning um hvort þær myndu halda einbeitingu út leikinn. Stelpurnar voru mjög ákveðnar strax í upphafi leiks og þær sem komu inn af bekknum mætu af sama krafti á parketið. Stórsigur var því staðreynd, 105-38 þar sem allar íslensku stelpurnar komust á blað. Meira
Mynd með frétt

Rio 2016 · Keppni í körfubolta kvenna á RÚV og karla á Stöð 2 Sport

6 ágú. 2016RÚV ætlar að sýna nokkra leiki frá Ólympíuleikunum í Rio sem hófust formlega í gær. Leikarnir bjóða upp á hágæða körfubolta með öllum bestu kvennalandsliðum heims sem etja saman kappi. Þar verður draumalið Bandaríkjanna auðvitað fremst í flokki en ekki má gleyma landsliðum Serbíu og Frakklands sem hafa verið í fremstu röð að undanförnu. Keppni karla verður sýnd á Stöð 2 Sport en þar eru Bandaríkin með ógnarsterkt lið en sömu sögu er að segja af liði Spánverja á leikunum. Liðin hafa á undanförnum leikum iðulega leikið úrslitaleikinn og verður fróðlegt að sjá hvernig leikar fara í ár.Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna hefja leik í dag · U18 karla leika í umspili

5 ágú. 2016Stelpurnar okkar í U16 ára landsliði stúlkna hefja leik á EM í Rúmeníu í dag en þá mæta þær Albaníu kl. 17:15 að íslenskum tíma. Hægt er að sjá allt um mótið þeirra og fylgjast með lifandi tölfræði allra leikja á síðu mótsins: Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · 16 manna æfingahópur 2016

4 ágú. 2016Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið þá 16 leikmenn sem koma til með að mynda loka æfingahóp landsliðs karla í ár. Framundan eru sex landsleikir í undankeppni EM fyrir EuroBasket 2017 þar sem leikið verður tvíveigis gegn Sviss, Kýpur og Belgíu. 16 manna leikmannahópur Íslands: (í stafrófsröð og leikmenn í liðum skv. félagatali KKÍ)Meira
Mynd með frétt

EM U16 stúlkna · Hópurinn lagður af stað til Rúmeníu

3 ágú. 2016U16 ára lið stúlkna lagði af stað í gærkvöldi frá Íslandi til borgarinnar Oradea í Rúmeníu þar sem þær munu keppa í Evrópukeppni FIBA.Meira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmdi 8 leiki í Grikklandi

2 ágú. 2016Sigmundur Már Herbertsson var með U20 liði Íslands í Grikklandi í B deildinni. Þar dæmdi hann einn leik á dag og öðlaðist enn meiri reynslu sem er þó orðin töluverð á þeim bænum. Meira
Mynd með frétt

EM U18 kvenna: Ísland - Bosnia

31 júl. 2016Ísland leikur sinn síðasta leik á EM í kvöld á móti Bosníu kl. 16:45 á íslenskum tíma. Þessi leikur er um þriðja sætið á mótinu. Er þetta besti árangur sem yngra landslið kvenna hefur náð á EM. Liðin mættust í riðlakeppninni og vann Bosnía þann leik með 17 stigum. Íslensku stelpurnar eru klára í slaginn og ætlar ekki að láta leikinn endurtaka sig og eru þær staðráðnar í því að sigra. Allir leikmenn Íslands eru heilir. Meira
Mynd með frétt

EM U 18 kvenna: Naumt tap gegn Grikkjum í kvöld

30 júl. 2016Ísland mætti Grikklandi í kvöld í undanúrslitum á EM kvenna U 18 ára. Grikkland hafði unnið alla sína leiki en Ísland tapað einum. Því var ljóst að hörkuleikur væri framundan. Ísland byrjaði leikinn betur og komust í 8 - 0. Fyrsti leikhlutin endaði 19 - 11 fyrir Íslandi. Grikkir komu svo ákveðnar til leiks í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 29 - 28 fyrir Íslandi. Hitinn í íþróttahúsinu var nærri ópbærinlegur og því erfiðar aðstæður sem stelpurnar voru að spila í.Meira
Mynd með frétt

EM U 18 kvenna: 4 liða úrslit í kvöld Ísland - Grikkland

30 júl. 2016Ísland leikur á móti Grikklandi í fjögraliða úrslitum í kvöld kl. 19:00 á íslenskum tíma. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira