Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Undankeppni EM · Sigur á Kýpur í kvöld · Lokaleikurinn á laugardaginn

14 sep. 2016Ísland vann í kvöld sannfærandi sigur á Kýpur í seinni leik liðanna sem fór fram á heimavelli Íslands. LokatölurMeira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmir í Lúxemborg

14 sep. 2016Sigmundur Már Herbertsson dæmir í kvöld leik Lúxemborg og Ungverjalands í G riðli undankeppni EuroBasket 2017.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · ÍSLAND-KÝPUR í kvöld

14 sep. 2016Íslenska landsliðið leikur gegn Kýpur í Laugardalshöllinin í kvöld kl. 20:15. Strákarnir þurfa á sigri að halda til að halda möguleikanum um að komast aftur á EM á lífi og ætla sér sigur.Meira
Mynd með frétt

EM draumurinn lifir - Heimaleikur gegn Kýpur á miðvikudaginn

12 sep. 2016Á miðvikudaginn kemur fáum við Kýpur í heimsókn og munu þeir mæta strákunum okkar í Laugardalshöllinni kl. 20:15. Sigur í þeim leik er lykillinn að því að komast á lokamót EM á næsta ári, EuroBasket 2017. Með sigri kemst Ísland í vænlega stöðu fyrir lokaleikinn á laugardaginn gegn Belgíu sem einnig verður í Höllinni kl. 16:00. Það er því gríðarlega mikilvægt að strákarnir fái góðan íslenzkan stuðning í stúkunni og það verði full Höll sem hvetji þá til sigurs.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Svisslendingar sterkari í lokin

10 sep. 2016Íslenska landsliðið í körfubolta lauk þriggja leikja útileikja hrinu sinni í dag með tapi fyrir Sviss. Lokatölur urðu 83:80 fyrir heimamenn.Meira
Mynd með frétt

Jón Arnór með í dag

10 sep. 2016Ísland mætir Sviss í A riðli undankeppni EuroBasket 2017 kl 15:30 í dag að íslenskum tíma. Leikurinn er síðasti útlileikur íslenska liðsins sem á enn góða möguleika á að komast á lokamótið. Leikurinn í dag er því mikilvægur á þeirri leið.Meira
Mynd með frétt

Ísland vann Írland 65-60

10 sep. 2016Ísland vann góðan sigur gegn Írlandi í vináttuleik er spilaður var í gærkvöldi hjá A-landsliði kvenna. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og var fyrri hálfleikur mjög hraður og bæði lið að hitta nokkuð vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-24 fyrir Írlandi og í hálfleik var staðan 44-38 fyrir Írlandi. Eins og sjá má var lítið um varnarleik hjá báðum liðum.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · SVISS-ÍSLAND í dag · Í beinni á netinu á ruv.is

10 sep. 2016Sviss og Ísland eigast við í undankeppni EM, EuroBasket 2017, í dag í Fribourg í Sviss. Leikurinn hefst kl. 15:30 að íslenskum tíma. Þetta er þriðji útileikurinn í röð hjá íslenska liðinu og jafnframt sá síðasti í undankeppninni. Strákarnir okkar eru staðráðnir í að klára þennan leik með sigri og halda síðan heim til Íslands á morgun.Meira
Mynd með frétt

A landslið kvenna spilar við Írland í kvöld

9 sep. 2016Í kvöld mun A-landslið kvenna spila æfingaleik við Írland en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM-leikina sem fara fram í nóvember. Liðið sem spilar í kvöld er mjög breytt frá seinustu leikjum liðsins þar sem Helena Sverrisdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru óléttar ásamt því að Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru ekki með að þessu sinni. Meira
Mynd með frétt

Æfingabúðir fyrir hávaxna leikmenn

9 sep. 2016KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum ætluðum hávöxnum leikmönnum á aldrinum 14 til 18 ára.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Tap gegn Belgum á útivelli

7 sep. 2016Belgía og Ísland áttust við í þriðja leik liðanna í undankeppninni fyrir EuroBsket 2017, lokamóti EM, í Lotto höllinni í Antwerpen. Lokatölur 80:65 fyrir Belgíu.Meira
Mynd með frétt

Dagskrá félagsmóta í minnibolta

7 sep. 2016Á heimasíðu KKÍ eru núna aðgengilegar upplýsingar vegna félagsmóta í minnibolta.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · BELGÍA-ÍSLAND í kvöld · Ein breyting á leikmannahópnum

7 sep. 2016Belgía og Ísland mætast í A-riðli undankeppni EuroBasket 2017 í dag. Leikið er í Antwerpen í Belgíu og hefst leikurinn klukkan 18:00 að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á RÚV.Meira
Mynd með frétt

Basketball Without Borders körfuboltabúðirnar: Hákon Örn Hjálmarsson valinn af NBA og FIBA

7 sep. 2016ÍR-ingurinn Hákon Örn Hjálmarsson var á dögunum valinn af NBA og FIBA til að taka þátt í árlegum körfuboltabúðum á þeirra vegum, Basketball Without Borders, þar sem bestu leikmönnum Evrópu er boðið til æfinga. Það er því mikill heiður fyrir Hjálmar Örn og KKÍ að hann skuli hafa verið valinn til að taka þátt að þessu sinni.Meira
Mynd með frétt

A landslið kvenna sem heldur til Írlands

6 sep. 2016Eins og áður hefur komið fram heldur A-landslið kvenna til Írlands um helgina og leikur tvo æfingaleiki við heimakonur. Þjálfararnir, þeir Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon hafa nú valið 12 manna hóp sem fer í ferðina og er hann skipaður eftirfarandi leikmönnum.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Hlynur á leið í sinn 100. landsleik

5 sep. 2016Hlynur Bæringsson, landsliðsfyrirliði íslenska liðsins, og leikmaður Stjörnunnar, leikur sinn 100. landsleik á miðvikudaginn kemur gegn Belgíu. Hlynur hefur verið einn af lykilmönnum íslenska liðsins síðustu ár og átt stóran þátt í velgengi liðsins. Hlynur verður 13. íslenski körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Hinir eru Guðmundur Bragason, Valur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, Torfi Magnússon, Guðjón Skúlason, Jón Sigurðsson, Teitur Örlygsson, Friðrik Stefánsson, Herbert Arnarson, Falur Harðarson, Jón Arnar Ingvarsson og núverandi samherji Hlyns, Logi Gunnarsson, sem hafa einnig náði því að spila 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Logi náði 100. landsleiknum sínum í júlí 2014 gegn Lúxemborg.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · Sterkur sigur á útivelli gegn Kýpur

3 sep. 2016Íslenska karla landsliðið lék í dag sinn annan leik í undankeppni EM. Leikið var í Nicosia á Kýpur og fór leikar þannig að Ísland hafði sigur, 64:75.Meira
Mynd með frétt

Pétur Hrafn eftirlitsmaður í Danmörku í dag

3 sep. 2016Pétur Hrafn Sigurðsson verður eftirlitsmaður FIBA á leik Dana og Hollendinga í dag en leikurinn er í B riðli undankeppni EuroBasket 2017. Meira
Mynd með frétt

Jón Arnór hvílir í dag

3 sep. 2016Ísland og Kýpur mætast í A riðli undankeppni EuroBasket 2017 í dag. Leikið er í Nicosia á Kýpur og hefst leikurinn klukkan 14 að íslenskum tíma og verður sýndur á RÚV en útsending hefst klukkan 13:40. Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM · KÝPUR-ÍSLAND í dag og í beinni á RÚV

3 sep. 2016Í dag er komið að öðrum leik íslenska liðsins í undankeppni EM en leikið verður á Kýpur gegn heimamönnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira