Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

EuroBasket 2017 í Helsinki · Frakkland

7 des. 2016Ísland leikur í A-riðli á lokamóti EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Helsinki dagana 31. ágúst til 6. september næsta haust. Liðið sem drógst í riðilinn úr 1. styrkleikaflokki er lið Frakklands. Leikur Frakklands og Íslands fer fram á þriðja leikdegi, sunnudaginn 3. september.Meira
Mynd með frétt

8-liða úrslit Maltbikarsins

6 des. 2016Nú rétt í þessu var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins. Dregið var í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar og voru það eftirfarandi lið sem drógust saman: Leikið verður dagana 14.-15. janúar og mun RÚV sýna beint frá kvennaleik á laugardeginum og karlaleik á sunnudeginum.Meira
Mynd með frétt

Maltibikarinn · Dregið í 8-liða úrslitin

6 des. 2016Í dag, þriðjudaginn 6. desember, verður dregið í 8-liða úrslit Maltbikars karla og kvenna. Dregið verður í höfuðstöðvum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar að Grjóthálsi 7-11 kl. 12:15. Liðin sem verða í skálinni góðu eru:Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur 100 ára · Þrír sæmdir gull- og silfurmerkjum KKÍ

5 des. 2016Í tilefni af 100 ára afmælis Skallagríms ákvað stjórn KKÍ að heiðra þrjá einstaklinga sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir körfuknattleik innan félagsins. Margir einstaklingar hafa lagt hönd á plóg og unnið frábært starf fyrir körfuboltann í Skallagrími í gegnum árin og því ekki auðvelt að velja nokkra einstaklinga út úr þessum hópi.Meira
Mynd með frétt

Maltbikar karla · 16-liða úrslitin klárst í kvöld

5 des. 2016Í kvöld fara fram þrír leikir í Maltbikar karla og eru þetta síðustu þrír leikirnir í 16-liða úrslitunum. Eftir leiki kvöldsins verður því ljóst hvaða átta liða verða í pottinum á morgun þriðjudag þegar dregið verður í 8-liða úrslit karla og kvenna í höfuðstöðvum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar.Meira
Mynd með frétt

Ísland eignast löggilta tölfræðinga

4 des. 2016Á dögunum útskrifuðst fyrstu löggiltu tölfræðingarnir á Íslandi eftir námskeið á vegum FIBA.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag

3 des. 2016Heil umferð fer fram í dag í Domino's deild kvenna og því fjórir leikir á dagskránni. Allir leikir dagsins verða í lifandi tölfræði og Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Skallagríms og Keflavíkur úr Borgarnesi.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 16-liða úrslit karla um helgina

2 des. 2016Einn leikur fer fram í dag í 16-liða úrslitum Maltbikars karla þegar Haukar leika gegn Haukum-b á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á morgun sunnudag fara svo fram þrír leikir og á mánudaginn lýkur 16-liða úrslitunum með síðustu þrem leikjunum, en áður hafa Njarðvík-b og Höttur mæst í Njarðvík þar sem Höttur hafði sigur og er komið áfram í 8-liða úrslit. Það ræðst svo eins og áður segir eftir mánudaginn hvaða lið komast áfram ásamt Hetti og verður dregið í næstu umferð á þriðjudaginn kemur í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Leikur Keflavíkur og Þórs Þ. verður sýndur í beinni á RÚV á sunnudaginn kl. 15:00. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Keflavík-KR í beinni í kvöld kl. 20:00 á Stöð 2 Sport

2 des. 2016Domino’s deild karla í kvöld býður upp á einn leik sem sýndur verður í beinni á Stöð 2 Sport en leikurinn hefst kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Æfingahópar U15, U16 og U18 landsliðanna

1 des. 2016Landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum eru búnir að velja og boða þá leikmenn sem eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs. ​ Þjálfarar yngri landsliðanna tilkynntu og boðuðu leikmenn með bréfi rafrænt í dag og hafa formenn félaga sem eiga leikmenn í æfingahópunum fengið upplýsingar um valið að auki. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni. Öll liðin, lið drengja og stúlkna, munu æfa tvisvar sinnum á dag, þrjá daga milli jóla og nýárs. Verið er að ganga frá æfingum þessa dagana og verður æfingadagskrá liðanna birt á kki.is og send til leikmanna. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · ÍR-Þór Þ. í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld

1 des. 2016Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Hertz-hellinum í Seljaskóla þar sem ÍR og Þór Þ. eigast við. Allir leikir kvöldsins í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Viltu vinna miða fyrir 2 á EuroBasket 2017 í Finnlandi, nýjan landsliðsbúning Íslands frá Errea og Molten EM-keppnisboltann?

30 nóv. 2016Nú þegar búið er að draga í riðla hjá FIBA er ljóst hvaða þjóðir verða mótherjar okkar á lokamóti EM, EuroBasket 2017 í Finnlandi. KKÍ efnir að því tilefni til skemmtilegs leiks meðal stuðningsmanna landsliðsins. Allir sem kaupa miða, eða hafa keypt miða, á Eurobasket í Finnlandi næsta haust fyrir 15. desember 2016 fara í pott og geta unnið glæsilega vinninga. Einn heppinn miðakaupandi verður dregin út og mun hann fá sína miða endurgreidda auk þess að fá gjafir frá Errea og Molten, landsliðsttreyju að eigin vali og keppnisboltann fyrir EuroBasket.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 30.11.16

30 nóv. 2016Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld

30 nóv. 2016Fyrstu leikir í Domino's deild kvenna fara fram í kvöld eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Mustad höllinni í Grindavík og HaukarTV sýna beint á netinu frá DB Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.Meira
Mynd með frétt

Beinar útsendingar í Domino´s deild kvenna í umferðum 10.-13.

29 nóv. 2016Búið er að velja þá leiki sem verða í beinni í Domino´s deild kvenna í umferðum 10.-13.Meira
Mynd með frétt

Verkefni yngri landsliða KKÍ sumarið 2017

29 nóv. 2016​FIBA er búið er að ákveða hvar keppt verður í Evrópukeppnum yngri liða á komandi sumri 2017. Stjórn FIBA fór yfir umsóknir mótshaldara 21. nóvember á fundi sínum og hér fyrir neðan má sjá hvar íslensku liðin okkar, landslið Íslands í körfuknattleik, munu keppa.Meira
Mynd með frétt

Dómarafræðsla fyrir 10. flokk

28 nóv. 2016Dómaranefnd er nú að endurskoða dómaramenntunin og móta stefnu til framtíðar. Eitt af þeim verkefnum sem ákveðið hefur verið að ráðast í er að bjóða öllum leikmönnum 10. flokks að fá heimsókn frá úrvalsdeildardómara og fá námskeið í helstu reglum og dómaratækni. Markmiðið er að fræða leikmenn um reglur og dómarastarfið og hjálpa öllum að stíga sín fyrstu skref til að geta hjálpað til við dómgæslu í fjölliðamótum leikmanna á grunnskólaaldri.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þ.-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

25 nóv. 2016Domino's deild karla býður upp á tvo leiki í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Þorlákshöfn, viðureign Þórs Þ. og Tindastóls kl. 20:00. Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi þar sem leikir umferðarinnar í deildum karla og kvenna verða gerðir upp. Meira
Mynd með frétt

Tölfræðinámskeið KKÍ og FIBA

24 nóv. 2016KKÍ heldur tölfræðinámskeið á laugardaginn kemur 26. nóvember og fer það fram í Laugardalnum í íþróttamiðstöðinni í D-sal á 3. hæð. Námskeið hefst kl. 10:00 og stendur yfir til að verða 16:00. Kennari frá FIBA kemur til landsins og mun stýra kennslunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · KR-Njarðvík í beinni á Stöð 2 Sport

24 nóv. 2016Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla. Stöð 2 Sport sýnir beint frá DHL-höllinni í Vesturbænum frá leik KR og Njarðvíkur. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira