Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslit kvenna í dag

8 feb. 2017Í dag verður leikið í undanúrslitum Maltbikars kvenna í Laugardalshöllinni. Tveir leikir fara fram og munu sigurvegarar þeirra mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur kl. 13:30 í Höllinni. Leikirnir: Fyrri undanúrslitaleikur dagsins er viðureign Keflavíkur og Hauka sem hefst kl. 17:00. Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Skallagríms og Snæfells sem hefst kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Bikartitlar félaganna

7 feb. 2017Á laugardaginn verða krýndir bikarmeistarar karla og kvenna. Hjá félögunnum sem taka þátt í undanúrslitunum hafa öll liðin orðið bikarmeistarar í sögunni fyrir utan eitt félag (Þór Þ.) en þeir léku til úrslita í fyrra og stefna á að endurskrifa sína sögu á fimmtudaginn þegar undanúrslitin hjá körlum fara fram. Undanúrslit kvenna fara fram á morgun miðvikudag kl. 17:00 og 20:00 í Laugardalshöllinni. Nýr farandbikar verður afhendur hjá konunum og því spennandi að sjá hvaða lið verður fyrst til að rita nafn sitt á hann. Bikar karla hefur safnað sögu síðan 1988 og stendur ennþá vel fyrir sínu. Miðasala á leikina fer fram á tix.is en selt er inn á hvern leik fyrir sig og er miðaverð 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16-6 ára krakka.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarhelgin 8.-12. febrúar

6 feb. 2017Framundan í vikunni og um helgina er Maltbikarhelgin 2017 þar sem úrslitaleikir í bikarkeppni KKÍ, Maltbikarnum, verða háðir í Laugardalshöll. Glæsileg umgjörð verður í Höllinni frá miðvikudegi til sunnudags þar sem verður leikið við bestu aðstæður í öllum flokkum. 8 leikir verða í beinni á RÚV og verða 5 yngri flokka leikir allir sýndir beint á ruv.is á netinu. Miðasala á alla leiki meistaraflokkanna fer fram á tix.is hérna en selt er inn á hvern leik fyrir sig (húsið rýmt milli leikja í undanúrslitum og úrslitum).Meira
Mynd með frétt

Snæfell-Grindavík í Domino's deild kvenna í kvöld

5 feb. 2017Einn leikur fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar Snæfell fær Grindavík í heimsókn í Stykkishólm. Leikur kvöldsins:​ 🏀 Snæfell-Grindavík Lifandi tölfræði á kki.is.​ Fylgist með umræðunni um leikinn á twitter undir #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Valur-Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport

4 feb. 2017Í Domino’s deild kvenna fara fram þrír leikir í dag. Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum dagsins. Domino’s deild kvenna í dag: ⏰15:30 🏀 Njarðvík-Skallagrímur í Njarðvík ⏰17:00 🏀 Valur-Keflavík í Valshöllin · Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰18:00 🏀 Stjarnan-Haukar í Ásgarði Fylgist með umræðunni á twitter undr #korfubolti og #dominos365Meira
Mynd með frétt

Dagskrá bikarúrslita yngri flokka

3 feb. 2017Bikarúrslit yngri flokka fara fram á sama tíma og undanúrslit og úrslit meistaraflokka fara fram. Allir leikir verða í Laugardalshöll.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þ.-KR í beinni á Stöð 2 Sport

3 feb. 2017Leiknir verða tveir leikir í Domino’s deild karla í kvöld, föstudaignn 3. febrúar. Kl. 19:15 mætast Haukar og Þór Akureyri í Hafnarfirði í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á netinu á tv.haukar.is. Kl. 20:00 verður svo bein útsending frá Þorlákshöfn þar sem Þór Þ. og KR eigast við í Icelandic Glacial höllinni. ​ Báðir leikirnir verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 2.2.2017

2 feb. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir fimm mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa · Maltbikarinn 2017

2 feb. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir undanúrslita- og úrslitaleiki meistaraflokka í Maltbikarnum sem framundan eru þann 8.-9. febrúar (undanúrslit mfl.) og 11. febrúar (úrslitaleikir mfl.) Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deil kvenna í kvöld

1 feb. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og hefjast þeir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Leikir kvöldsins í Domion's deild kvenna:​ 🏀Grindavík-Valur 🏀Keflavík-Njarðvík · Beint á Stöð 2 Sport 🏀Stjarnan-Snæfell 🏀Haukar-Skallagrímur · Sýndur beint á netinu á tv.haukar.is #korfubolti #dominos365 Meira
Mynd með frétt

Lokun félagskiptagluggans út tímabilið á miðnætti 31. janúar

30 jan. 2017Samkvæmt reglugerð um félagaskipti lokar félagaskiptaglugginn í annað sinn og í síðasta sinn á þessu tímabilli á miðnætti þriðjudaginn 31. janúar. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó þau leyfi sem verða í vinnslu fyrir lokun gluggans fyrir erlenda leikmenn. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 23:59 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á þriðjudeginum, hljóta fyrst leikheimild á miðvikudeginum daginn eftir, 1. febrúar frá kl. 09:00. Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa · Maltbikarinn 2017

30 jan. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir úrslitaleiki meistaraflokka í Maltbikarnum sem framundan eru þann 8.-12. febrúar. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Valur-Stjarnan í beinni á Stöð 2 Sport

29 jan. 2017Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Valur og Stjarnan mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda kl. 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður einnig í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · 2 leikir

28 jan. 2017Í Domino’s deild kvenna fara fram tveir leikir í dag. Í Borgarnesi mætast tvö efstu lið deildarinnar þessa stundina, Skallagrímur og Keflavík, en bæði lið eru með 26 stig. Í Stykkishólmi mætast svo liðin sem léku til úrslita í fyrra, Íslandsmeistarar Snæfells og Haukar. Leikir dagsins:​ 🏀 Skallagrímur-Keflavík í Borgarnesi kl. 16:30 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi kl. 17:00 Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum dagsins. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið FIBA Europe (FECC) · Opið til umsóknar

27 jan. 2017Körfuknattleikssamband Íslands auglýsir eftir umsóknum á þjálfaranámskeið FIBA Europe, FIBA Europe Coaching Certificate (FECC).Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

27 jan. 2017Síðustu tveir leikirnir í 15. umferð Domino's deildar karla fara fram í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir beint frá TM höllinni í Keflavík, frá viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar. 🏀 Keflavík-Stjarnan · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Þór Akureyri-Grindavík · Sýndur á netinu á ThorTV.is Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum kvöldsins. Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport þar sem umferðir karla og kvenna verða gerðar upp og farið yfir leikina og helstu tilþrif.​​ #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Evrópukeppni yngri liða · U18 karla

26 jan. 2017Í dag var loksins dregið í riðla hjá U18 körlum en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen í Þýskalandi. Ástæðan fyrir því að ekki var dregið í desember líkt og hjá öllum hinum yngri liðunum var sú að sökum ástandsins sem kom upp sl. sumar í Tyrkland, þar sem A-deildin átti að fara fram í fyrra, var frestað. Mótið var leikið núna rétt fyrir jól og því hægt að draga í dag í riðla fyrir komandi ár. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Njarðvík-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport

26 jan. 2017Fjórir leikir verða leiknir í kvöld í Domino's deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Ljónagryfjunni, viðureign Njarðvíkur og Tindastóls. 🏀 Njarðvík-Tindastóll · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 ÍR-Skallarímur 🏀 KR-Haukar · Sýndur á netinu á KRTV.is (gegn vægu gjaldi) 🏀 Snæfell-Þór Þ. Lifandi tölfræðin verður svo á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins. ​ #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Vilt þú taka þátt í Maltbikarhelginni 8.-12. febrúar?

25 jan. 2017Maltbikarhelgin er stærsti viðburður sem KKÍ heldur á hverju ári. Það eru því mörg störfin sem þarf að vinna og óskar KKÍ eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að taka þátt í viðburðinum. Hver og einn getur ráðið hversu mikið hann vill bjóða fram sína aðstoð og hægt er að raða niður á störf eftir tíma eða leikjum yfir helgina. KKÍ óskar eftir aðstoð í ýmisleg störf yfir helgina og meðal annars fólk í:Meira
Mynd með frétt

Sigmundur dæmir í Euro Cup kvenna í kvöld í Frakklandi

25 jan. 2017Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, verður í verkefni í kvöld í Frakklandi í EuroCup kvenna, nánar tiltekið í heimabæ Martins Hermannssonar, í Charleville-Mézéres, þar sem kvennalið þeirra Carolo Basket mætir Good Angels Kosice frá Slóvakíu. Það sem er skemmtilegt við leikinn er einnig önnur tenging við Ísland en hún er sú að Good Angels er einmitt fyrrum lið Helenu Sverrisdóttur, en hún lék með liðinu í tvö tímabil 2012-2014. Sigmundur Herbertsson er aðaldómari leiksins og meðdómarar hans verða Anthonie Sinterniklaas frá Hollandi, Maciej Nazimek frá Írlandi og eftirlitsmaður verður Victor Mas frá Spáni.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira