Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landsliðæfingar U18 ára liða hafnar

20 des. 2017Í dag hófust jólaæfingar æfingahópa yngri landsliða en dagana 20.-22. des. munu U18 ára lið drengja og stúlkna vera við æfingar. Milli jóla og nýars taka svo U15 og U16 liðin við og æfa þrjá daga af fjórum, dagana 27.-30. des. Æfingar liða eru sem hér segir:Meira
Mynd með frétt

Sigmundur Már dæmir í Póllandi annað kvöld

20 des. 2017Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari dæmir nú í kvöld leik Artego Bydgoszcz gegn Aluinvent DVTK Miskolca í EuroCup kvenna. Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Háskólinn í Reykjavík í samstarf um mælingar á landsliðum kvenna

19 des. 2017KKÍ og HR hafa gert með sér samstarfssamning sem snýr að kvennalandsliðum KKÍ. Þá mun HR sjá um mælingar á nokkrum landsliðum, með áherslu á A-landslið kvenna, og munu niðurstöður þeirra nýtast báðum aðilum í kjölfarið. Samstarfið felur í sér að meistaranámsnemi í íþróttafræðum í HR mun gera yfirgripsmikla rannsókn á landsliðum KKÍ og verða mælingar og niðurstöður nýttar í meistararitgerð í íþróttavísindum og þjálfun. Rannsóknin verður gerð í nánu samstarfi við þjálfarateymi landsliðs kvenna og styrktarþjálfara liðsins og miðast við mælingar tvisvar til fjórum sinnum á ári næstu tvö árin. Meira
Mynd með frétt

Umferðarverðlaun fyrri hluta Domino’s deildarinnar

19 des. 2017Í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport síðastliðinn föstudag voru verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2017-2018 í Domino's deildum karla og kvenna. Það voru þau Ryan Taylor, ÍR, og Helena Sverrisdóttir, Haukum, sem voru kjörinn bestu leikmennirnir á fyrri hlutanum. Þá voru úrvalsliðin kjörinn og voru þau þannig skipuð: 🏀Úrvalslið karla · Fyrri hluti 2017-2018 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR Kári Jónsson · Haukar Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll Hlynur Bæringsson · Stjarnan Ryan Taylor · ÍR 🏀Úrvalslið kvenna · Fyrri hluti 2017-2018 Danielle Rodriguez · Stjarnan Hallveig Jónsdóttir · Haukar Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík Helena Sverrisdóttir · HaukarMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Fjórir leikir í dag

16 des. 2017Í dag fer fram síðasta umferðin í Domino's deild kvenna fyrir jólafrí og því fjórir leikir á dagskránni. Allir leikirnir hefjast kl. 16:30. Stöð 2 Sport sýnir beint úr Hólminum leik Snæfells og Breiðabliks. Domino's deild kvenna · kl. 16:30 Haukar-Skallagrímur Njarðvík-Keflavík Snæfell-Breiðablik Stjarnan-Valur #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Árvirkjamót FSu 2018

15 des. 2017Á nýju ári mun nýtt mót Árvirkjans og FSu verða haldið fyrir börn í 7. og 8. flokki. Leikirnir verða með svipuðu sniði og þekkist í minniboltamótunum, stuttir leikir og bara 4 leikmenn inni á vellinum í einu hjá hvoru liði. Leiktíminn verður 2 x 10 mín. Ætlunin er að spila í riðlum og síðan verður útsláttarkeppni þar sem spilað verður um öll sætin. Liðin ættu því að fá nóg af leikjum. Hvert lið mun spila alla sína leiki á sama deginum. Skráning er hafin á kallikrulla@gmail.com og stendur hún til 20. desember næstkomandi. Skemmtileg mót fyrir þessa aldurshópa að byrja nýtt körfuboltaár.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður FIBA í fyrsta sinn í kvöld

14 des. 2017Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður FIBA á leik UMEA Udoinate gegn Basket 90 Gdynia í EuroCup kvenna í kvöld. Er þetta fyrsti leikurinn þar sem Rúnar Birgir er eftirlitsmaður FIBA. Meira
Mynd með frétt

Fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

14 des. 2017Körfuknattleikssamband Íslands hvetur forsvarsmenn, þjálfara, iðkendur, foreldra og forráðamenn að kynna sér vel eftirfarandi fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum og viðbragðsáætlun á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).Meira
Mynd með frétt

Heil umferð í Domino's deild karla · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

14 des. 2017Lokaleikirnir í fyrri umferð Domino’s deildar karla og þar með síðasta umferðin fyrir jólafrí fer fram í kvöld þegar sex leikir fara fram. Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í beinni í kvöld, en sýnt verður frá Seljaskóla, leik ÍR og Keflavíkur, og í Ásgarði frá leik Stjörnunnar og Tindastóls. Fimm leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og einn kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13.12.201

13 des. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslitin 2018

13 des. 2017Í gær var dregið í undanúrslit í Maltbikarnum hjá körlum og konum og því ljóst hvaða lið mætast og á hvaða degi og tíma þau leika. Fyrirkomulag undanúrslitanna verður með sama sniði og í fyrra, þegar leikið var til undanúrslita í Höllinni. Undanúrslit Maltbikarsins verða sem hér segir: Meira
Mynd með frétt

Fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

13 des. 2017Körfuknattleikssamband Íslands hvetur forsvarsmenn, þjálfara, iðkendur, foreldra og forráðamenn að kynna sér vel eftirfarandi fræðsluefni gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum og viðbragðsáætlun á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Keflavík-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

13 des. 2017Domino’s deild kvenna býður upp á heila umferð í kvöld og fjóra leiki. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik Keflavíkur og Hauka kl. 19:15. Domino's deild kvenna:​ ​ Kl. 18:00 🏀 Valur-Snæfell Kl. 19:15 🏀 Keflavík-Haukar · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Breiðablik-Njarðvík 🏀 Skallagrímur-Stjarnan #korfubolti #dominos365 Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksfólk ársins 2017 · Hildur Björg og Martin körfuknattleiksfólk ársins!

13 des. 2017Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2017 af KKÍ. Þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða frá árinu 1998. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum og afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2017. Körfuknattleikskona ársins 2017 1. Hildur Björg Kjartansdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Helena Sverrisdóttir Körfuknattleikskarl ársins 2017 1. Martin Hermannsson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Haukur Helgi PálssonMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn 2018 · Dregið í undanúrslit á morgun

11 des. 2017Í kvöld lauk 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og því ljóst hvaða lið munu vera í skálinni góðu þegar dregið verður í undanúrslitin 2018. Dregið verður í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar á morgun, þriðjudaginn 12. desember, að Grjóthálsi 7-11 kl. 12:15. Þangað hafa fulltrúar liðanna sem eiga sæti í undanúrslitunum og fjölmiðlar.​ Undanúrslit karla fara fram miðvikudaginn 10. janúar kl. 17:00 og 20:15. Undanúrslit kvenna fara fram fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og 20:15. Allir sex leikirnir sem eftir eru í keppninni verða sýndir beint á RÚV og RÚV2. Liðin sem leika í Laugardalshöllinni í byrjun janúar eru eftirfarandi. Maltbikar kvenna · Undanúrslit Keflavík Njarðvík Snæfell Skallagrímur Maltbikar karla · Undanúrslit Breiðablik Haukar KR TindastóllMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 8-liða úrslit karla

11 des. 2017Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 og verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. Sigurvegarar kvöldsins tryggja sér farmiða í undanúrslitin í Laugardalshöll sem leikin verða miðvikudaginn 10. janúar hjá körlum. Konurnar leika í undanúrslitunum fimmtudaginn 11. janúar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram laugardaginn 13. janúar.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið KKÍ · 27. - 28. janúar í Garðabæ og 3. - 4. febrúar í Njarðvík

11 des. 2017KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði 27. - 28. janúar í Garðabæ og 3. - 4. febrúar í Njarðvík. Á námskeiðinu verður farið yfir bóklega hlutann um reglur og aðferðarræði dómara í skemmtilegum fyrirlestri sem endar á prófi. Á sunnudegi fer svo fram verklegur þáttur þar sem dæmt er á yngri flokka móti (hluti úr leik) undir leiðsögn kennarans.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 8-lið úrslit karla og kvenna í dag

10 des. 2017Í dag fara fram fimm leikir í 8-liða úrslitum karla og kvenna í Maltbikarnum. RÚV sýnir beint einn leik í dag en það er leikur Keflavíkur og Hauka hjá körlunum og hefst leikurinn kl. 16:00. Maltbikar karla: Keflavík-Haukar kl. 16:00 · Sýndur í beinni útsendingu á RÚV Maltbikar kvenna: Keflavík-KR kl. 13:45 Snæfell-Valur kl. 19:15 Njarðvík-Breiðablik kl. 19:15 Skallagrímur-ÍR kl. 19:15 #korfubolti #maltbikarinnMeira
Mynd með frétt

Domnino's deild karla í kvöld · Þór Þ. - Þór Ak. í beinni á Stöð 2 Sport

8 des. 2017Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þórs liðin tvö mætast í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Domino's deild karla 🏀 Þór Þorlákshöfn - Þór AkureyriMeira
Mynd með frétt

Seinkun á leik KR og Hattar í Domino's deild karla

7 des. 2017Vegna seinkunar á flugi dag þarf að seinka leik Hattar og KR í Domino's deild karla til kl. 20:00 í kvöld.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira