Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Sigmundur og Rúnar að störfum erlendis

26 jan. 2018Sigmundur Már og Rúnar Birgir voru í verkefnum á vegum FIBA í vikunni. Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leik Tango Bourgers Basket gegn Entente Sportive B. Villeneuve D'ascq lille Metropole í EuroLeague kvenna miðvikudaginn 24. janúar. Leikurinn fór fram í Bourges í Frakklandi. Meðdómarar Sigmundar voru Pedro Coelho, aðaldómari frá Portúgal og Alija Ferevski frá Makedóníu. Rúnar Birgir Gíslason var einnig eftirlitsmaður FIBA þennan sama dag á leik Bakken Bears Aarhus gegn Tsmoki-Minsk. Leikurinn fór fram í Aarhus í Danmörku.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Keflavík-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

26 jan. 2018Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Hauka í TM höllinni í Keflavík og hefst hann kl. 20:00. Körfuboltakvöld Strax að leik loknum, eða kl. 22:00, tekur Körfuboltakvöld við á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir ganga mála í Domino's deildum karla og kvenna. #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 25.01.2018

25 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla og kvenna í kvöld · Tvíhöfði í Njarðvík

24 jan. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna og einn leikur í Domino's deild karla. Njarðvík býður upp á tvíhöfða í kvöld, fyrst leik hjá kvennaliðinu gegn Stjörnunni og strax á eftir leik hjá karlaliðinu gegn ÍR. Stöð 2 Sport verður í Ljónagryfjunni í kvöld og sýnir báða leikina beint.Meira
Mynd með frétt

Vika í lokun félagskipta 2017-2018

24 jan. 2018Eftir viku, eða á miðnætti þann 31. janúar mun samkvæmt reglugerð um félagaskipti, félagaskiptaglugginn lokast í annað sinn og þar með í síðasta sinn á þessu tímabilli. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó sú að þau leyfi/beiðnir sem borist hafa innan tímarammans til KKÍ og verða í vinnslu fyrir lokun gluggans eru afgreidd áfram, t.d. þegar beðið er eftir leikheimild erlendis frá. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 00:00 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á miðvikudeginum þann 31. janúar, hljóta fyrst leikheimild á fimmtudeginum, daginn eftir, 1. febrúar kl. 09:00 eftir að þau eru afgreidd.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM 2019: Mánuður í fyrsta leik!

23 jan. 2018Það verður sannkölluð körfuboltaveisla eftir mánuð dagna 23. og 25. febrúar þegar íslenska karlalandsliðið leikur tvo heimaleiki í Höllinni í undankeppni HM. Fyrri leikurinn verður gegn Finnlandi á föstudeginum 23. febrúar kl. 19:45 og svo tveim dögum síðar á sunnudeginum verður leikið gegn Tékklandi kl. 16:00. Meira
Mynd með frétt

KKÍ og Icelandair undirrita nýjan samstarfssamning til ársins 2020

23 jan. 2018Í gær endurnýjuðu Icelandair og KKÍ samstarfssamning sín á milli og var samningurinn undirritaður í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Icelandair hefur verið aðal samstarfsaðili KKÍ um árabil en góður stuðningur Icelandair er mikilvægur fyrir sambandið og því afar ánægjulegt að áframhaldandi samstarf sé nú í höfn, en samingurinn er út árið 2020.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Snæfell-Haukar í dag kl. 15:00

21 jan. 2018Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Snæfell fær Hauka í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í lifandi tölfræði að venju á KKI.is. Domino’s deild kvenna · Sunnudagurinn 21. janúar 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi ​#korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

19 jan. 2018Í kvöld lýkur 14. umferð Domino's deildar karla með tveimur leikjum. Kl. 19:15 mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda Valur og Höttur. Kl. 20:00 er svo komið að beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Grindavík fær Keflavík í heimsókn í Mustad höllina í Grindavík. Að loknum seinni leik kvöldsins verður svo allt fjörið í Domino's deildunum gert upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport kl. 22:00. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Fjórir leikir í Domino's deild karla í kvöld · ÍR-KR í beinni á Stöð 2 Sport

18 jan. 2018Fjórir leikir eru á dagskránni í Domino’s deild karla í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld og sýnir beint frá Reykjavíkurslag toppliðanna ÍR og KR. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum. Leikir kvöldsins kl. 19:15 🏀ÍR - KR · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Þór Akureyri - Tindastóll 🏀Stjarnan - Njarðvík 🏀Þór Þ. - Haukar #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 17.01.2018

17 jan. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eitt mál á fundi sínum.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið Íslands 2018 · Riðlarnir fyrir EM klárir

17 jan. 2018Í gær var dregið í riðla hjá FIBA fyrir öll evrópumót yngri liða á komandi sumri 2018. Ísland sendir annað árið í röð lið í evrópukeppnir í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna hjá liðum í aldursflokki U16, U18 og U20. Hvert landslið leikur gegn viðkomandi þjóðum í riðlakeppni í upphafi móts og í kjölfarið taka svo við úrslitakeppnir og leikir um sæti eftir gengi liðanna í riðlunum. Eftirtalin lönd verða mótherjar okkar liða í riðlakeppni evrópumótanna:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna af stað í kvöld

17 jan. 2018Í kvöld er komið að leikjum í Domino's deild kvenna eftir Maltbikarúrslitin um helgina. Heil umferð fer fram kl. 19:15 með fjórum leikjum á dagskránni. Haukar taka á móti Njarðvík í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði, Skallgrímur fær Snæfell í heimsókn í Borgarnesi, Bikarmeistarar Keflavíkur mæta efsta liði deildarinnar, Val, í TM höllinni í Keflavík og nágrannaliðin Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í Garðabæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Hrunamenn/Þór Þ. bikarmeistari í 9. flokki drengja

14 jan. 2018Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þ. varð bikarmeistari í 9. flokki drengja eftir úrslitaleik við Keflavík.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Þór Ak. bikarmeistari í drengjaflokki

14 jan. 2018Í drengjaflokki mættust tvö sterk lið en þar áttust við Stjarnan og Þór Ak.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Breiðablik bikarmeistari í unglingaflokki karla

14 jan. 2018Seinni sjónvarpsleikur dagsins á RÚV var leikur ÍR og Breiðabliks í unglingaflokki karla.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Keflavík bikarmeistari í stúlknaflokki

14 jan. 2018Önnur viðureign dagsins var á milli Keflavíku og KR í stúlknaflokki.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

14 jan. 2018Fyrsti úrslitaleikur dagsins var viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur í 9. flokki stúlkna. Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Fimm úrslitaleikir á dagskrá í dag

14 jan. 2018Lokadagur Maltbikarvikunnar er í dag en þá fara fram fimm úrslitaleikir. Það má búast við miklu fjöri í Höllinni í allan dag.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn: Fimmtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur í hús

13 jan. 2018Það var Reykjanesbæjarrimma í úrslitum Maltbikars kvenna í dag. Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík áttust við í Laugardalshöllinni í frábærri stemningu.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira