Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Skráning yngri flokka 2017-18 hafin

12 sep. 2017Búið er að opna fyrir skráningu yngri flokka sem taka þátt í fjölliðamóti fyrir veturinn 2017-18.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · 8-liða úrslitin framundan

10 sep. 2017Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á EuroBasket 2017, EM í körfubolta í Tyrkalandi. Leikið var í gær og í dag og nú er ljóst hvaða lið fara áfram og hvaða lið munu mætast. A-riðill frá Helsinki í Finnlandi á tvo fulltrúa í 8-liða úrslitunum, Slóvena og Grikki, en Frakkar duttu nokkuð óvænt út gegn Þýskalandi og Ítalía vann vini okkar Finna örugglega. Útlit ef fyrir spennandi leiki og mun RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · 16-liða úrslitin hefjast laugardag · Allt í beinni á RÚV

8 sep. 2017Á morgun laugardag hefst úrslitakeppnin á EM, EuroBasket 2017, og eru fjórir leikir á dagskránni á morgun. Á sunnudag fara svo hinir fjórir leikir 16-liða úrslitanna fram en nú fara öll úrslitin fram í Istanbúl í Tyrkalandi. RÚV sýnir alla leiki keppninnar í beinni útsendingu sem eftir eru, bæði á RÚV og RÚV2, og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að horfa og njóta þess besta í evrópskum körfubolta. Gaman verður að fylgjast með framgangi liðanna sem fóru áfram úr A-riðlinum í Helsinki, Slóveníu, Finnlandi, Frakklandi og Grikklandi. Auk þess lékum við æfingaleik gegn Litháen fyrir EM. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Frábær frammistaða gegn Finnum

6 sep. 2017Íslenska liðið lék lokaleik sinn á EuroBasket 2017 gegn Finnum í dag. Leikur liðsins var sá lang besti í mótinu til þessa og voru þeir yfir stóran hluta af leiknum. Eftir magnaðar lokamínútur stóðu Finnar uppi sem sigurvegar með fjögurra stiga sigur 83-79.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Ísland-Finnland

6 sep. 2017Fimmti og síðasti leikur Íslands á EuroBasket er gegn heimamönnum í Finnlandi í kvöld kl. 20:45 í Finnlandi eða kl. 17:45 á Íslandi. Allt í beinni á RÚV. Ísland á ekki lengur möguleika á því að fara upp úr riðlinum og áfram í 16-liða úrslitin sem fram fara í Tyrklandi. Þrátt fyrir það má búast því að íslenska liðið spili af hörku og gefi allt í leikinn.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Frábær barátta íslenska liðsins ekki nóg í dag

5 sep. 2017Slóvenía lagði Ísland 75-102 í dag í fjórða leik Íslands á EuroBasket. Íslenska liðið spilaði sinn besta leik í keppninni til þessa. Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti Slóvena tryggði þeim sigurinn en í þeim leikhluta settu þeir m.a. tvo flautuþrista.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · ÍSLAND-SLÓVENÍA í dag kl. 10:45 (ISL) / 13:45 (FIN)

5 sep. 2017Í dag er komið að næsta leik okkar á EM, EuroBasket 2017, og eru mótherjar okkar Slóvenar. Slóveníu hefur gengið vel hingaði til og eru efstir í riðlinum eftir þrjá leiki og eru taplausir, með sigra gegn Póllandi, Finnlandi og Grikklandi, og því ljóst að þeir eru eitt sterkasta liðið í A-riðli í Helsinki. Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og er í beinni á RÚV. Því miður er það svo að útprentaðir miðar frá mótshöldurum segja leikinn hefjast kl. 16:30 en hann er kl. 13:45 og því allir beðnir um að láta orðið berast svo enginn missi af leiknum í dag úti í Finnlandi.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Gífurleg gæði í franska liðinu

3 sep. 2017Ísland lék þriðja leik sinn á EuroBasket 2017 í dag og að þessu sinni gegn Frökkum. Franska liðið er gífurlega vel mannað og sýndi það í dag af hverju þeir stefna alla leið á Evrópumeistaratitilinn með liðið. Ísland sem lék sinn besta sóknarleik á mótinu til þessa í þessum leik var með 42 stig í hálfleik og hefði það stigaskor dugað til að vera yfir gegn bæði Grikkjum og Pólverjum í hálfleik. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Komið að Frakklandi

3 sep. 2017Þriðji leikur Íslands á EuroBasket er gegn hinu gífurlega sterka liði Frakka. Frakkar sem stefna langt í keppninni hófu keppnina á því að tapa fyrir heimamönnum í Finnlandi. En þeir sýndu flotta takta og unnu öruggan sigur á Grikkjum í gær. Það má því segja að verkefni dagsins sé gífurlega erfitt.Meira
Mynd með frétt

Ægir kominn í 50 leikjahópinn

2 sep. 2017Landsleikurinn í dag hjá Ægi Þóri Steinarssyni var hans 50. landsleikur fyrir karlalandslið Íslands. Ægir sem hefur leikið með landsliðinu síðan árið 2012 er búinn að koma inná í báðum leikjum Íslands á EuroBasket 2017. Til hamingju Ægir Þór!Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Erfitt gegn Póllandi

2 sep. 2017Annar leikur Íslands á EuroBasket var gegn Póllandi. Pólverjarnir eru með sterkt lið sem sýndu á löngum köflum hversu megnugir þeir eru. Lokastaðan var 91-61 eftir að Póllandi leiddi aðeins með tveim stigum eftir fyrsta leikhluta 18-16.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Það er Pólland í dag

2 sep. 2017Andstæðingur Íslands á EuroBasket í dag er sterkt lið Pólverja. Pólverjar eru með gott lið og hafa reynst okkur erfiðir á síðustu árum. Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og í beinni á RÚV.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Grikkirnir sterkir í dag

31 ágú. 2017Ísland hóf keppni á EuroBasket í dag er þeir tóku á móti Grikklandi í Helsinki. Mikil eftirvænting hefur verið meðal Íslendinga eftir að keppni hefst og leikmennirnir jafn æstir að mótið fari af stað. Íslensku stuðningsmennirnir létu sitt ekki eftir liggja og fjölmenntu á leikinn og sköpuðu skemmtilega stemningu í húsinu.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · ÍSLAND-GRIKKLAND í dag

31 ágú. 2017Í dag fimmtudaginn 31. ágúst er komið að stóru stundinni þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á EM, EuroBasket 2017, sem fram fer í Finnlandi. Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 · Stuðningsmenn Íslands og „Fan-Zone“ í miðbæ Helsinki

30 ágú. 2017KKÍ í samstarfi við finnska körfuknattleikssambandi standa fyrir veglegu stuðningsmannasvæði eða „FAN-ZONE“ fyrir alla stuðningsmenn sína. FIBA mun að auki hafa svæði sitt við hliðina okkar. Svæðið verður staðsett á Kansalaistori Square í miðbæ Helsinki. Á stuðningsmannasvæðinu verður að finna veitingatjöld og veitingasölu, stóla og borð, risaskjá (sem sýnir alla kvöldleiki Finna), útikörfuboltavelli, sölubása og fleira skemmtilegt. Einnig verður risasvið þar sem meðal annars íslenskir listamenn munu troða upp fyrstu dagana. Meira
Mynd með frétt

Móttaka hjá sendiráðinu

30 ágú. 2017Í gærkvöldi bauð íslenska sendiráðið í Finnlandi uppá móttöku í sendaherrabústaðnum vegna þátttöku Íslands á EuroBasket. Er það KKÍ mikið gleðiefni að sendiráðið hafi gefið sér tíma í að bjóða íslenska hópinn velkominn til Finnlands. En ásamt íslenska hópnum var íslenskum fjölmiðlum boðið og samstarfsfólki KKÍ í Finnlandi vegna skipulagningar EuroBasket.Meira
Mynd með frétt

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel!

28 ágú. 2017Strákarnir héldu af stað til Finnlands í morgun. Leikmenn liðsins og fylgdarlið voru klæddir sérsniðnum jakkafötum og tilheyrandi klæðnaði frá Herragarðinum. Munu þeir klæðast þeim fyrir leiki og við sérstök tilefni.Meira
Mynd með frétt

Fylgist með strákunum á snappinu

27 ágú. 2017Strákarnir halda af stað til Finnlands í fyrramálið og verður hægt að fylgjast með ferðalagi þeirra á snappinu hjá RÚV og Karfan.isMeira
Mynd með frétt

Íslenska liðið klárt

27 ágú. 2017Craig Pedersen kynnti í hádeginu hvaða 12 leikmenn skipa lið Íslands á EuroBasket sem hefst í Helsinski í vikunni.Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Lokaleikurinn á EM gegn Noregi

25 ágú. 2017 U16 stelpurnar leika gegn Noregi á morgun kl. 7.45 að íslenskum tíma (09:45 staðartíma)Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira