17 jan. 2018Í kvöld er komið að leikjum í Domino's deild kvenna eftir Maltbikarúrslitin um helgina. Heil umferð fer fram kl. 19:15 með fjórum leikjum á dagskránni.
Haukar taka á móti Njarðvík í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði, Skallgrímur fær Snæfell í heimsókn í Borgarnesi, Bikarmeistarar Keflavíkur mæta efsta liði deildarinnar, Val, í TM höllinni í Keflavík og nágrannaliðin Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í Garðabæ og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meira