Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Stjarnan-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

6 des. 2017Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna og verður einn leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Domino's deild kvenna í kvöld: Stjarnan-Snæfell · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Njarðvík-Valur Skallagrímur-Keflavík Að venju verða allir leikir kvöldsins í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Landslið kvenna í æfingaferð milli jóla og nýárs · Æfingamót í Lúxemborg

5 des. 2017Íslenska kvennalandsliðið mun halda til Lúxemborgar í boði körfuknattleikssambandsins þar í landi sem hafa boðið íslenska liðinu á æfingamót sem fram fer dagana 27.-29. desember. Á mótinu leika heimastúlkur frá Lúxemborg ásamt U20 ára liði Hollands. Liðið heldur út þann 27. des. og mun vera við æfingar og leika æfingaleiki fram að brottför heim þann 30. des. Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir hafa valið 13 leikmenn til að taka þátt í mótinu en þar á meðal eru tveir nýliðar, þær Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir, báðar frá Breiðablik. Leikmannahópur Íslands á æfingamótinu:​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · KR-Tindastóll í beinni í kvöld

4 des. 2017Einn leikur fer fram í kvöld í Domino's deild karla þegar KR tekur á móti Tindastól í DHL-höllinni Frostaskjóli. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deildir karla og kvenna í dag og kvöld

3 des. 2017Í dag og í kvöld fara fram leikir í Domino's deildum karla og kvenna. Einn leikur fer fram hjá konunum þegar Snæfell fær Njarðvík í heimsókn í Stykkishólm kl. 14:00. Hjá körlum fara fram fjórir leikir og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir einn leik í kvöld og það er nágrannaviðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni. Allir leikir dagsins eru í beinni tölfræðilýsingu á kki.is.​Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag

2 des. 2017Í dag eru þrír leikir á dagskránni í Domino's deild kvenna og hefjast þeir allir kl. 16:30. Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint Keflavík-Stjarnan. Leikir dagsins: Valur-Haukar Breiðablik-Skallagrímur Keflavík-Stjarnan · Sýndur beint á Stöð 2 SportMeira
Mynd með frétt

Æfingahópar yngri landsliða U15, U16 og U18 liða Íslands 2018

1 des. 2017Þjálfarar yngri liða drengja og stúlkna í U15, U16 og U18, hafa valið sína æfingahópa fyrir fyrstu æfingar liðanna milli jóla og nýárs. Vinna við æfinganiðurröðun er að hefjast og er stefnt á að U18 ára liðin æfi dagana 20.-22. desember og U15 og U16 liðin dagana 27.-29. desember og fara æfingarnar fara fram á suðurhorni landsins.Meira
Mynd með frétt

Dregið í bikarkeppni yngri flokka 4-liða úrslit

1 des. 2017Búið er að draga í undanúrslit bikarkeppni yngri flokka.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Höttur - Þór Þorlákshöfn í kvöld

1 des. 2017Einn leikur fer fram í kvöld í Domino's deild karla og þá fá Hattarmenn Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn. Stöð 2 Sport slæst með í för og sýnir beint frá leiknum kl. 19:15. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Davíð Tómas dæmir sinn fyrsta leik sem FIBA dómari

30 nóv. 2017Í kvöld dæmir Davíð Tómas Tómasson sinn fyrsta leik sem FIBA dómari. Mun hann dæma leik Umeå Udominate á móti MBA Moscow í EuroCup kvenna. Davíð mun dæma með Karolinu Andersson frá Finnlandi sem er aðaldómari leiksins og Gatis Salins frá Lettlandi. Eftirlitsmaður leiksins er Pekka Saros frá Finnlandi. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Skallagrímur-Valur í beinni á Stöð 2 Sport

29 nóv. 2017Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna þegar fjórir leikir fara fram. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Borgarnesi og sýnir beint frá leik Skallagríms og Vals.Meira
Mynd með frétt

HM 2019 · ÍSLAND-BÚLGARÍA á mánudaginn kl. 19:45 í Höllinni

25 nóv. 2017Á mánudaginn kemur er komið að næsta leik okkar drengja í undankeppni HM 2019 en þá taka þeir á móti Búlgaríu á heimavelli í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefst kl. 19.45 og er miðasala í gangi á TIX.is.Meira
Mynd með frétt

HM 2019 · Tékkland-Ísland í dag kl. 17:00 á RÚV

24 nóv. 2017Undankeppni HM 2019 hjá körlunum hefst í dag í Tékklandi þegar við leikum gegn heimamönnum í bænum Pardubice. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni á RÚV! Á morgun ferðast liðið svo heim og undirbúa sig fyrir seinni leikinn í nóvember, það er heimaleikurinn gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni mánudaginn 27. nóvember kl. 19:45. Meira
Mynd með frétt

HM 2019 · Tryggvi Snær Hlinason leikur gegn Búlgaríu

24 nóv. 2017Nú er það ljóst að Tryggvi Snær Hlinason mun koma heim til Íslands í dag föstudag og ná seinni leiknum með Íslandi gegn Búlgaríu í Höllinni á mánudaginn kemur í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær átti leik í gærkvöldi í EuroLeague með Valencia gegn Brose Bamberg í Þýskalandi þar sem þeir þýsku höfðu eins stigs sigur. Tryggvi mun ferðast heim í dag til Íslands og því eiga möguleika á að vera með í leiknum gegn Búlgaríu. KKÍ hefur verið í talsverðum samskiptum við forsvarsmenn Valencia undanfarnar vikur og um miðja vikuna náðist samkomulag um að Tryggvi fengi að koma heim. KKÍ harmar þær deilur sem eru á milli FIBA og EuroLeague og það er sérstaklega svekkjandi að EuroLeauge hafi ekki staðið við þann samning sem gerður var fyrir um ári síðan um að leikir færu ekki fram í EuroLeague á meðan landsleikjaglugginn er í gangi hjá FIBA. Þá mun Brynar Þór Björnsson einnig koma inn í hópinn á nýju eftir veikindi sem urðu til þess að hann fór ekki með liðinu til Tékklands og því verða 13 leikmenn sem Craig Pedersen getur valið úr fyrir seinni leikinn í þessum landsliðsglugga.Meira
Mynd með frétt

FIBA HM 2019 smáforritið komið í loftið

23 nóv. 2017FIBA hefur sett í loftið smáforrit sem heldur utan um allt sem við kemur undankeppninni fyrir HM 2019. Hægt er að velja sitt uppáhaldslið í keppninni og fá þá allar fréttir um viðkomandi lið, skoða riðla, úrslit og lifandi tölfræði. Forritið er til fyrir bæði Android og iOS tæki.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · 8-liða úrslitin

23 nóv. 2017Búið er að gefa út leikdaga í 8-liða úrslitum Maltbikars karla og kvenna en leikirnir fara fram 10.-11. desember. Liðin sem komast áfram í undanúrslitin leika miðvikudag og fimmtudag 10. og 11. janúar í undanúrslitum í Laugardalshöllinni.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 22.11.2017

22 nóv. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Stjarnan-Haukar í beinni á Stöð 2 Sport

22 nóv. 2017Í kvöld fer Domino’s deild kvenna af stað aftur eftir landsleikjahléið í nóvember og er heil umferð á dagskránni í kvöld með fjórum leikjum sem hefjast allir kl. 19.15. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði og sýnir beint frá nágrannaslag Stjörnunnar og Hauka. Leikir kvöldsins: 🏀 Stjarnan-Haukar · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Skallagrímur-Njarðvík 🏀 Keflavík-Snæfell 🏀 Breiðablik-Valur #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

ÍSLAND-BÚLGARÍA · Miðaafhending til korthafa fimmtudaginn 23. nóv.

21 nóv. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir landsleikinn sem fram fer á mánudaginn þegar íslenska karlalandsliðið okkar mætir Búlgaríu í Laugardalshöllinni kl. 19:45. Leikurinn er annar leikur liðsins í undankeppni HM 2019, sá fyrsti á heimavelli, en strákarnir mæta á föstudag Tékkum ytra kl. 17:00 að íslenskum tíma (sýndur beint á RÚV2) Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Á leið til Tékklands í dag

20 nóv. 2017Íslenska karlalandsliðið er nú á leiðinni til London þar sem þeir fljúga svo yfir til Prag í Tékklandi. Þar hitta þeir fyrir þrjá leikmenn og annan aðstoðarþjálfara liðsins áður en haldið verður í rútu til bæjarins Pardubice þar sem leikurinn fer fram á föstudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur heima í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 17:00 að íslenskum tíma (kl. 18:00 ytra).Meira
Mynd með frétt

Liðið sem heldur til Tékklands - tvær breytingar

19 nóv. 2017Craig Pedersen þjálfara karlalandsliðs Íslands og Finnur Freyr Stefánsson og Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfarar liðsins kynntu þá 12 leikmenn í blaðamannafundi í dag sem halda til Tékklands á mánudag til að etja kappi við heimamenn í undankeppni HM. Tvær breytingar voru gerðar á 12 manna liðinu sem var kynnt á dögunum en Pavel Ermolinskij getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi hjá félagsliði sínu að vera með í fyrri leiknum. En vonir standa til að hann geti verið með í seinni leiknum. Þeir Axel Kárason, Tindastóll, og Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan, koma inn í stað þeirra Pavels og Tryggva. Tómas spilar sinn fyrsta A-landsliðsleik gegn Tékklandi.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira