Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar kvenna · Haukar-Valur

16 apr. 2018Á föstudaginn réðust úrslit í undanúrslitum kvenna þegar Valur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna á þessu tímabili þar sem liðið mun mæta liði Hauka. Úrslitarimman hefst á heimavelli Hauka á fimmtudaginn kemur, 19. apríl en líkt og áður verður það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki krýnt íslandsmeistari Domino's deildar kvenna í ár.Meira
Mynd með frétt

Sindri sigra 2. deild karla 2017-2018

16 apr. 2018Sindri frá Höfn varð um helgina íslandsmeistari 2. deildar karla 2018 eftir úrslitaleik á Höfn gegn KV úr Reykjavík. Leikurinn fór fram á laugardaginn og urðu lokatölur 82:77 og mun því Sindri leika í 1. deild karla á næstu leiktíð. KKÍ óskar Sindra til hamingju! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Breiðablik sigra úrslitakeppni 1. deildar karla · Leika í Domino's deildinni að ári

16 apr. 2018Breiðablik hafði sigur gegn Hamar á föstudaginn í Smáranum í Kópavogi og þar með sigur í einvíginu um laust sæti í Domino's deildinni á næsta tímabili. Einvígið fór 3-1 fyrir Breiðablik. Breiðablik leikur því í efstu deild karla í fyrsta sinn frá árinu 2009-2010 en frá árinu 1995 hefur Breiðablik leikið sjö tímabil í efstu deild og því verður það þeirra 8. tímabili á næsta ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1995-1996 sem Breiðablik á tvö lið í efstu deild karla og kvenna á sama tíma. KKÍ óskar Breiðablik til hamingju með sætið í Domino's deildinni! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

KR-Haukar í kvöld kl. 20:00 · Leikur 4

14 apr. 2018Úrslitakeppni Domino's deildar karla er býður upp á einn leik í kvöld í Vesturbænum þegar KR tekur á móti Haukum í DHL-höllinni í fjórða leik liðanna. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin. Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13.04.2018

13 apr. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna: Valur-Keflavík í kvöld · Leikur 4

13 apr. 2018Valsstúlkur taka á móti liði Keflavíkur í Valshöllinni í kvöld kl. 19:15 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Val en þrjá leiki þarf til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í ár þar sem sigurvegarar þessarar rimmu munum mæta liði Hauka.Meira
Mynd með frétt

Tindastóll-ÍR · Leikur 4 í kvöld á Sauðárkróki

13 apr. 2018Einn leikur fer fram í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld þegar Tindastóll fær ÍR í heimsókn norður. Þetta er fjórði leikur liðanna og leiðir Tindastóll einvígið 2-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin 2018. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Breiðablik-Hamar · Leikur 4

13 apr. 2018Breiðablik og Hamar mætast í fjórða sinn í kvöld í úrslitakeppni 1. deildar karla í lokaúrslitunum um laust sæti í Domino's deildinni að ári. Staðan er 2-1 eftir að Hamar sigraði í Hveragerði á miðvikudaginn og í kvöld leika liðin kl. 19:15 í Smáranum í Kópavogi. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: Undanúrslit - Leikir 3 í kvöld

11 apr. 2018Í kvöld fara tveir leikir fram í undanúrslitum Domino's deildar karla kl. 19:15. Þá mætast í þriðja sinn ÍR-Tindastóll og Haukar-KR. Staðan í einvígum liðana er 1-1. ÍR-Tindastóll í beinni á Stöð 2 Sport og Haukar-KR í beinni á netinu á YouTube-rás HaukaTV. Meira
Mynd með frétt

1. deld karla: Hamar-Breiðablik í kvöld

11 apr. 2018Í kvöld fer fram þriðji leikur Hamars og Breiðabliks í lokaúrslitum 1. deildar karla en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Breiðablik. Þrjá sigurleiki þarf til að tryggja sér sigur í einvíginu og þar með sæti í Domino's deildinni að ári liðnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Hveragerði. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

KR sigra úrslitakeppni 1. deildar kvenna · Leika í Domino's deildinni á næsta ári

11 apr. 2018KR og Fjölnir mættust í gær í DHL-höllinni í Vesturbænum í þriðja leik sínum í úrslitakepninni en staðan var 2-0 fyrir leik gærkvöldsins. Leikar fóru þannig að KR vann í gærkvöldi leik liðanna 85:51 og þar með höfðu þær sigur í úrslitarimmunni. KR stúlkur leika því í úrvalsdeild þeirra bestu, Domino's deildinni, keppnistímabilið 2018-2019. Liðið átti frábært tímabil og tapaði ekki leik í allan vetur, að undanskyldum einum bikarleik. Til hamingjur KR!Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · 2 leikir í kvöld í undanúrslitunum

10 apr. 2018Tveir leikir fara fram í kvöld kl. 19:15 í undanúrslitum Domino's deildar kvenna þegar Keflavík tekur á móti Val og Haukar taka á móti Skallagrím. Valur og Haukar leiða einvígin 2-0 en þrjá leiki þarf til að fara í úrslitin! Stöð 2 Sport verður í Keflavík og sýnir beint frá Keflavík-Valur og HaukarTV sýna beint á youtube-rás sinni frá Haukum-Skallagrím.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Úrslit: KR-Fjölnir í kvöld!

10 apr. 2018KR og Fjölnir mætast í þriðja sinn í lokaúrslitum 1. deildar kvenna í kvöld í DHL-höllinni í Frostaskjóli kl. 19:15. Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir KR en þrjá leiki þarf til að tryggja sér sigur í einvíginu og er KR því einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deildinni að ári. Nái Fjölnir fram sigri mætast liðin að nýju í Dalhúsum á föstudaginn kemur, 13. apríl. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is og KRTV.is sýnir beint á netinu. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: KR-Haukar · Leikur 2 í kvöld!

9 apr. 2018KR og Haukar eigast við í kvöld í undanúrslitum Domino's deildar karla í sínum öðrum leik. Fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka í Hafnarfirði og í kvöld mætast liðin á heimavelli KR, í DHL-höllinni í Vesturbænum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður svo Körfuboltakvöld á staðnum og verður með uppgjör úr síðustu leikjunum í Domino's deildunum kl. 21:00.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tindastóll-ÍR - Leikur 2

8 apr. 2018Tindstóll og ÍR mætast í leik tvö í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir fyrsta leikinn. ​ Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár og leikur um íslandsmeistaratitilinn. Hægt er að sjá allt um dagskrá leikja, úrslit og stöðu einvíga á kki.is/urslitakeppni.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Breiðablik-Hamar í kvöld - Leikur 2

8 apr. 2018Breiðablik og Hamar mætast öðru sinni í kvöld í Smáranum í lokaúrslitum 1. deildar karla í kvöld. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leikinn er 1-0 fyrir Breiðablik en sá leikur vannst í framlengingu. Því má búast við spennandi leik í kvöld en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sigur í einvíginu. Leikurinn hefst kl. 19:15 á heimavelli Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna: Valur-Keflavík í dag · Leikur 2

7 apr. 2018Í dag mætast öðru sinni Valur og Keflavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna kl. 16:30 í Valshöllinni að Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði á kki.is. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í lokaúrslitin í ár. ​Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · Fjölnir-KR í lokaúrslitunum í dag

7 apr. 2018Fjölnir tekur á móti KR í öðrum liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna í dag kl. 16:30 í Dalhúsum í Grafarvogi. Þetta er annar leikur liðanna í rimmunni og leiðir KR 1-0. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer upp um deild og leikur í Domino's deildinni að ári. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

U20 karla · Æfingahópur 2018

6 apr. 2018U20 ára lið karla tekur þátt í evrópukeppni FIBA Europe í sumar 14.-22. júlí og nú hefur verið boðaður saman æfingahópurinn og telur hann 24 leikmenn og kemur hópurinn saman eftir miðjan maí til æfinga áður en endanlegt lið er valið. Liðið verður skipað leikmönnum sem fæddir eru 1998 og 1999. Þjálfari liðsins er Arnar Guðjónsson og honum til aðstoðar eru Baldur Þór Ragnarsson og Israel Martin. Liðið keppir í A-deild U20 liða í annað sinn, og leikur í D-riðli með Ítalíu, Svíþjóð og Serbíu. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti. Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:Meira
Mynd með frétt

Heiðursveitingar á 25 ára afmæli Hamars

6 apr. 2018Í tilefni af 25 ára afmæli körfuknattleiksdeildar Hamars í lok síðasta árs var leikur Hamars og Breiðabliks í úrslitakeppni 1. deild karla sérstakur afmælisleikur og heiðursgestir á leiknum voru Aldis Hafsteinsdótir, bæjarsstjóri og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjónar Hveragerðis ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira