Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: 17 manna leikmannahópur Íslands fyrir leikina tvo

20 feb. 2018Á blaðamannafundi í hádeginu í dag var kynnt hvaða 17 leikmenn Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið til æfinga næstu daga. Liðið undirbýr sig nú að kappi fyrir landsleikina tvo gegn Finnum og svo Tékkum föstudag og sunnudag 23. og 25. febrúar í Laugardalshöllinni. Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn: Leikmennirnir, félagslið og landsleikirMeira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Blaðamannafundur í dag kl. 12:30 í Laugardalnum

20 feb. 2018Íslenska karlalandsliðið leikur tvo landsleiki í undankeppni HM karla um næstu helgi en Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Miðasala er hafin á báða leikina á tix.is á Ísland-Finnland, föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 · Miðasala á TIX:IS. og á Ísland-Tékkland á sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00 Miðasala á TIX:IS. Á fundinum verða leikmenn úr æfingahópnum til taks og þeir kynntir og þá verða þjálfarar íslenska liðsins hér til taks einnig fyrir viðtöl. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019 · Miðaafhending til korthafa á þriðjudaginn 20. febrúar

19 feb. 2018KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleikina sem framunan eru hjá karlalandsliðinu. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína á landsleikina tvo í undankeppni HM karla fyrirfram en Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn. Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana fyrir úrslitaleikina í eigin persónu þriðjudaginn 20. febrúar á skrifstofu KKÍ á milli kl. 09:00 og 16:00. EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

16 feb. 2018Í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í þessari 19. umferð Domino’s deildar karla. Í Njarðvík eigast við Njarðvík og Haukar kl. 19:15. Síðan kl. 20:00 er komið að sjónvarpsleik Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar þeir verða í DHL-höllinni í Vesturbænum og sýna leik KR og Keflavíkur. Lifandi tölfræði á KKI.is á sínum stað frá báðum leikjum kvöldsins. Domino's deild karla · Leikir kvöldsins​ ⏰19:15 🏀Njarðvík-Haukar ⏰20:00 🏀KR-Keflavík #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Fjórir leikir í kvöld · Stjarnan-Grindavík í beinni

15 feb. 2018Í kvöld, fimmtudaginn 15. febrúar, fara fjórir leikir fram í Domino’s deild karla og hefjast þeir allir kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Ásgarði í Garðabænum og sýnir beint leik Stjörnunnar og Grindavíkur. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is frá öllum leikjum kvöldsins. Leikir kvöldins kl. 19:15 🏀 ÍR-Þór Akureyri 🏀 Stjarnan-Grindavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Höttur-Tindastóll 🏀 Valur-Þór Þorlákshöfn Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Stór æfingahópur landsliðsins

15 feb. 2018Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa boðað leikmenn til æfinga fyrir landsleikina í undankeppni HM karla 2019. ​ Formlegar landsliðsæfingar hefjast eftir helgina en áður en að þeim kemur hafa verið boðaðir til æfinga laugardag og sunnudag 20 leikmenn sem eiga kost á að verða boðaðir til áframhaldandi æfinga í loka æfingahópnum. Í hópnum sem mætir fyrr til æfinga eru bæði ungir og efnilegir leikmenn, leikmenn sem hafa verið í eða í kringum landsliðsæfingahópinn að undanförnu og leikmenn sem hafa verið að stíga sín fyrstu spor með A-landsliðinu. Hópurinn æfir saman eins og áður segir um helgina og verða þá í kjölfarið nokkrir leikmenn boðaðir til áframhaldandi æfinga í lokaæfingahóp fyrir landsleikina tvo sem framundan eru, dagana 23. febrúar og 25. febrúar gegn Finnlandi og Tékklandi, hér heima í Laugardalshöllinni. Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla 2019: Miðasalan hafin á netinu

15 feb. 2018Framundan eru tveir heimaleikir íslenska karlalandsliðisins í körfuknattleik en liðið leikur tvo leiki í undankeppni HM karla þegar Ísland mætir Finnlandi föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og síðan Tékkum sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. ÍSLAND-FINNLAND · Föstudaginn 23. febrúar kl. 19:45 · Miðasala á TIX:IS. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 ÍSLAND-TÉKKLAND · Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16:00 · Miðasala á TIX:IS. Leikurinn verður sýndur beint á RÚVMeira
Mynd með frétt

EM kvenna 2019: Tap fyrir Svartfjallalandi í gær

15 feb. 2018Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Svartfjallalandi í síðari leik sínum í þessum landsliðsglugga í gær ytra. Þetta var annar útileikur liðsins en liðið lék gegn Bosníu í Sarajevo á laugardaginn síðastliðin. Liðið ferðast svo heim í dag til Íslands. Leikurinn í gærkvöldi var jafn til að byrja með og var Ísland yfir eftir fyrsta leikhluta 12:14. Áfram voru leikar jafnir í fyrri hálfleik þó heimastúlkur hafi unnið leikhlutann með sex stigum og voru því 35:31 yfir í hléinu. Þá hrundi því miður leikur íslenska liðsins því liðið skoraði aðeins þrjú stig í þriðja leikhluta gegn 19 stigum heimastúlkna og aftur þrjú stig í fjórða leikhluta gegn 15 stigum Svartfjallalands og því úrslitin ráðin. Helena Sverrisdóttir var lang atkvæðamest með 22 stig og 9 fráköst. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var næst stigahæst með 8 stig, en aðrir leikmenn voru samtals því aðeins með 7 stig sín á milli.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2019: Svartfjallaland-Ísland

14 feb. 2018Í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma er komið að seinni leik íslenska kvennaliðsins í undankeppni EM 2019 í þessum febrúar-landsliðsglugga. Þá mæta þær landsliði Svartfjallalands í Podgorica, höfuðborg landsins. Stelpurnar okkar hafa dvalið síðustu daga við æfingar þar eftir fyrri leikinn í Bosníu og eru tilbúnar í slaginn. Fyrri leik liðanna í nóvember hér heima lauk 62:84. Leikurinn verður í beinni á YouTube-rás FIBA á netinu. Þá er lifandi tölfræði og aðrar upplýsingar um keppnina að finna á heimasíðu mótsins www.fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Fimm leikir í kvöld

12 feb. 2018Fimm leikir fara fram í Domino’s deild karla í kvöld, en þrem leikjum var frestað vegna veðurs í gær og fara þeir allir fram í kvöld. Stöð 2 Sport ætlar að vera í Grindavík í Mustad höllinni og sýna beint leik Grindavíkur gegn Njarðvík kl. 19:15. Lifandi tölfræði verður frá öllum leikjum kvöldsins á sínum stað á kki.is. Leikir kvöldsins í Domino’s deild karla eru: ⏰19:15 🏀Keflavík-Höttur 🏀Grindavík-Njarðvík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Valur-ÍR 🏀Þór Þorlákshöfn-Tindastóll ⏰20:00 🏀Þór Akureyri-Stjarnan #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Leikjum dagsins í Domino´s deild karla frestað

11 feb. 2018Leikjum dagsins í Domino´s deild karla er búið að fresta vegna veðurs.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2019: Tap gegn Bosníu í Sarajevo

11 feb. 2018 Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að leiða út fyrsta leikluta. Bosnía skoraði síðustu stig leikhlutans og staðan var 22:22 að honum loknum. Í öðrum leikhluta gekk illa að skora framan af fyrstu fimm til sex mínúturnar en íslenska liðið kom til baka og lagaði stöðuna fyrir hálfleik en þar hafði Bosnía fjögurra stiga forskot eftir að hafa unnið leikhlutann 18:14. Í þriðja leikhluta eftir hálfleikinn urðu svo kaflaskil og þar lögðu heimastúlkur grunninn að sigri sínum með því að vinna leikhlutan 32:14 og komu sér í þægilega stöðu fyrir lokaleikhlutann. Bosnía hitti vel úr sínum skotum og fengu ítrekuð auðveld hraðaupphlaupsstig á meðan okkar stúlkum gekk illa að finna körfuna hinu megin. Lokatölur í gær 97:67 og Ísland því enn án stiga í keppninni eftir þrjá tapleiki.Meira
Mynd með frétt

Rúnar Birgir eftirlitsmaður á leik í undankeppni EM kvenna í dag í Svíþjóð

10 feb. 2018Rúnar Birgir Gíslason. FIBA eftirlitsmaður, verður við störf í dag á leik Svíðþjóðar og Ítalíu sem fram fer í Boras í Svíðþjóð. Um er að ræða undankeppni fyrir EuroBasket 2019 kvenna. Hefst leikurinn kl. 15:30 og hægt er að fylgjast með öllum leikjum keppninnar á heimasíðu FIBA: fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019 Ísland spilar einnig í kvöld við Bosníu í Sarajevo og hefst sá leikur kl. 16:00 að íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

BOSNÍA-ÍSLAND í dag · Sýndur beint á RÚV kl. 16:00

10 feb. 2018Í dag er komið að leikdegi hjá landsliði kvenna í undankeppni EM 2019. Stelpurnar okkar mæta Bosníu í Sarajevo kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV. Hægt er að auki að fylgjast með lifandi tölfræði leiksins á netinu á heimasíðu keppninnar: fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019 Í fyrsta landsleikjaglugganum í undankeppninni, sem fram fór í nóvember, mætti Ísland liði Svartfjallalands heima og svo liði Slóvakíu ytra. Báðir leikir töpuðust og nú eru stelpurnar að mæta Bosníu í fyrsta skipti og ætla sér að sækja sigur í dag. Á miðvikudaginn verða þær svo mættar niður til Svartfjallalands og leika á ný við heimastúlkur kl. 18:00 að íslenskum tíma. Áfram Ísland! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Fjölliðamótum helgina 10.-11. febrúar og stökum deildarleikjum laugardagsins 10. febrúar frestað

9 feb. 2018Mótanefnd KKÍ hefur tekið þá ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við Veðurstofuna að fresta öllum fjölliðamótum sem eiga að vera helgina 10.-11. febrúar. Veðurspáin er þannig að ekkert ferðaveður verður laugardaginn 10. febrúar og fyrri parts sunnudagsins 11. febrúar. Einnig er búið að fresta öllum deildarleikjum laugardagsins vegna sömu ástæðna.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni EM kvenna 2019: BOSNÍA-ÍSLAND í beinni á RÚV á morgun

9 feb. 2018Á morgun, laugardaginn 10. febrúar kl. 16:00 að íslenskum tíma, mætast Bosnía og Ísland í undankeppni kvenna í Sarajevo í Bosníu. Leikurinn er sá fyrri af tveim hjá okkar stelpum í þessum glugga. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 í sjónvarpinu og á netinu á ruv.is/ruv2.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · KR-GRINDAVÍK í beinni á Stöð 2 Sport

9 feb. 2018Einn leikur fer fram í kvöld í Domino's deild karla kl. 20:00 þegar KR og Grindavík mætast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og lifandi tölfræði verður á kki.is Domino's deild karla · Föstudaginn 9. febrúar Kl. 20:00 · KR-GRINDAVÍK · Sýndur beint á Stöð 2 Sport Kl. 22:00 · Körfuboltakvöld í beinni útsendingu þar sem farið verður yfir síðustu leiki og helstu tilþrif sýnd. ​ #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 07.02.2018

7 feb. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið í Reykjanesbæ

7 feb. 2018Góð þátttaka var á dómaranámskeiði sem var haldið í Reykjanesbæ um liðna helgi. Alls voru 12 þátttakendur á námskeiðinu. Á laugardeginum var farið í bóklega hluta námsins og á sunnudag var svo tekið próf úr námsefninu og eftir það dæmdu þátttakendur leiki hjá 8. flokki drengja sem var á fjölliðamóti í Akurskóla í Njarðvík.Meira
Mynd með frétt

Landslið kvenna · Ein breyting á liðinu fyrir brottför í morgun

6 feb. 2018Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, og aðstoðarþjálfarar hans, þurftu að gera eina breytingu á hópnum fyrir brottför en ljóst var að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Skallagríms, er ennþá að ná sér eftir slæm meiðsli og ekki orðin leikfær að fullu. Því þurfti að kalla inn nýjan leikmann í liðið og það er samherji Sigrúnar Sjafnar úr Borgarnesi, Jóhönna Björk Sveinsdóttir, sem kom í hennar stað í leikina tvö sem framundan eru í undankeppni EuroBasket Women 2019. Ísland leikur tvo útileiki, fyrst í Sarajevo gegn Bosníu þann 10. febrúar og svo í Svartfjallalandi í Podgorica þann 14. febrúar. Lið Íslands verður því þannig skipað:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira