15 ágú. 2020Landslið kvenna mun koma saman og æfa um helgina líkt og staðið hefur til frá í vor. Búið er að samþykkja reglur af yfirvöldum sem KKÍ og HSÍ unnu að í sameiningu fyrir æfingar sinna félagsliða og verður þeim fylgt til fullnustu. Hægt er að lesa um reglurnar hérna nánar, en þær fjalla um skilyrði og sóttvarnarreglur til æfingahalds í íþróttahúsum.
Benedikt Guðmundsson boðaði eftirtalda leikmenn hér fyrir neðan til æfinga að þessu sinni og undirbúa sig fyrir komandi vetur. Framundan á tímabilinu eru leikir í undankeppni EM kvenna, en það mun koma í ljós í byrjun september hjá FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandinu, hvort af þeim landsliðsgluggum verður sem eru á dagskránni í nóvember og febrúar.
Meira