Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna · Heil umferð í kvöld

26 feb. 2020Í kvöld er komið að fjórum leikjum í Domino's deild kvenna en heil umferð fer fram í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Sunnubrautinni frá viðureign Keflavíkur og Hauka. Lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Öruggur sigur á liði Slóvaka

23 feb. 2020Íslenska karlalandsliðið vann mikilvægan sigur í kvöld er þeir lögðu Slóvakíu að velli 83-74 í Laugardalshöll. Þar með er liðið komið með sigur í riðli sinum í forkeppni HM 2023. Tryggvi Snær Hlinason var fyrirferðarmikill á báðum endum vallarins en hann skoraði 26 stig, tók 17 fráköst og varði átta skot en þessi vörðu skot voru öll komin um miðjan þriðja leikhluta. Næstur honum í stigaskorun var Sigtryggur Arnar Björnsson en hann setti 16 stig og svo kom Kári Jónsson með 15 stig. Pavel Ermolinskij var að daðra við þrennu eins og Tryggvi Snær en Pavel gaf 11 stoðsendingar, tók tíu fráköst og setti sjö stig.Meira
Mynd með frétt

Forkeppni að HM karla 2023 · Ísland-Slóvakía í dag kl. 20:00

23 feb. 2020Í dag er komið að landsleik Íslands og Slóvakíu í Laugardalshöllinni kl. 20:00. Þetta er annar leikurinn í forkeppni að undankeppni HM karla 2023 hjá liðunum. Miðasala er á Tix.is hérna! Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2. Craig Pedersen og hans aðstoðarþjálfarar hafa ákveðið að gera tvær breytingar á liði sínu frá því í leiknum ytra gegn Kósovó á fimmtudaginn fyrir leikinn í kvöld. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · 3 leikir

22 feb. 2020Í dag fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna, einn kl. 14:00, einn kl. 16:00 og einn kl. 16:30. Stöð 2 Sport sýnir leik Keflavíkur og KR kl. 14:00 í beinni. 🆚 3 leikir í dag! 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Lau. 22. feb. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 14:00 🏀 KEFLAVÍK-KR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰ 16:00 🏀 BREIÐABLIK-SNÆFELL ⏰ 16:30 🏀 VALUR-GRINDAVÍK Leik Hauka og Skallagríms var frestað vegna veikinda sem herja á leikmannahóp Skallagríms. 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Landsliðs karla: Tveggja stiga tap í Kósovó

20 feb. 2020Íslenska landsliðið lék í kvöld sinn fyrsta leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 í Pristina í Kósovó. Heimamenn hófu leikin af krafti og náðu mest 12 stiga forskoti. Okkar strákar komu til baka og var staðan 35:34 í hálfleik fyrir Kósovó. Í seinni hálfleik gekk íslenska liðinu betur í vörn og sókn í annars jöfnum leik. Í stöðunni 62:62 þegar um fjórar og hálf mínúta var eftir af leiknum náðu heimamenn að skora 9 stig í röð. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tvö stig en heimamenn svöruðu áhlaupi okkar stráka jafn harðan á móti. Lokastaðan 80:78 fyrir Kósovó. Liðin mætast aftur í Laugardalshöllinni í nóvember 2020.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla · Forkeppni að HM 2023: Kósovó-Ísland í kvöld

20 feb. 2020Íslenska landslið karla hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 í fyrsta landsliðsglugganum af þrem í forkeppninni í kvöld. Í kvöld mætir íslenska liðið Kósovó ytra í höfuðborginni Pristina kl. 18:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV2 og er einnig streymt á Youtube-rás FIBA.Meira
Mynd með frétt

Yngri landslið KKÍ · 16 manna hópar U16 og U18 liðanna fyrir sumarið 2020

20 feb. 2020Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið sína loka 16 manna landsliðshópa sem æfa í sumar. Þeir leikmenn sem voru í æfingahópum um jólin hefur verið tilkynnt um valið af sínum þjálfurum sem og félögunum sem eiga leikmenn í yngri landsliðum KKÍ þetta sumarið. Í lok mars verða svo loka 12 manna liðin valin fyrir verkefni sumarsins 2020 en þeir leikmenn sem eru hafa verið valdir æfa allir í sumar og eru hluti af liðinu.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · 3 leikir

19 feb. 2020Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna, einn kl. 18:00 og tveir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir leik KR og Hauka kl. 19:15 í beinni. 🆚 3 leikir í kvöld! 🍕 Domino's deild kvenna 🗓 Mið. 19. feb. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:00 🏀 VALUR-SKALLAGRÍMUR ⏰ 19:15 🏀 KR-HAUKAR ➡️📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 BREIÐABLIK-GRINDAVÍK 📲 #korfubolti 📲 #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ fyrir landsleik karla gegn Slóvakíu 23. febrúar

18 feb. 2020 KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir landsleik karlaliðsins gegn Slóvakíu 23. febrúar. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn. EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.Meira
Mynd með frétt

Þakkir að lokinni Geysisbikarviku | pistill formanns

17 feb. 2020Nú er lokið frábærri Geysisbikarviku í Laugardalshöll, körfuboltaveislu sem tókst mjög vel. Þúsundir lögðu leið sína í Laugardalshöllina og tugþúsundir horfðu leikina á RÚV og YouTube rás KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Keflavík er bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

16 feb. 2020Loka úrslitaleikur helgarinnar var leikur Keflavíkur og KR í 9. flokki stúlkna. Eftir jafnar fyrstu mínútur tóku Keflavíkingar öll völd á vellinum og keyrðu upp muninn.Meira
Mynd með frétt

Njarðvík er bikarmeistari í stúlknaflokki

16 feb. 2020Í úrslitaleik stúlknaflokks mættu Njarðvíkingar KR-ingum. Það voru Njarðvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hörkuleik við röndótta KR-inga.Meira
Mynd með frétt

KR er bikarmeistari í drengjaflokki

16 feb. 2020Í úrslitaleik drengjaflokks áttust við KR og Breiðablik en þessi sömu lið öttu kappi í úrslitum unglingaflokks á föstudagskvöld.Meira
Mynd með frétt

GEYSISBIKARINN 2020 · Bikarúrslit yngri flokka í dag

16 feb. 2020Í dag er komið að síðustu úrslitaleikjum Geysisbikarvikunnar, en drengjaflokkur, stúlknaflokkur og 9. flokkur stúlkna ljúka Geysisbikarveislunni í Laugardalshöllinni.Meira
Mynd með frétt

Keflavík er bikarmeistari í 10. flokki stúlkna

15 feb. 2020Keflavík og Njarðvík áttust við í lokaleik dagsins í úrslitaleik 10. flokks stúlkna. Það má segja að leikurinn hafi verið eign Keflvíkinga frá upphafi sem keyrðu upp stóran mun fljótlega í 1. leikhluta.Meira
Mynd með frétt

Skallagrímur er Geysisbikarmeistari kvenna

15 feb. 2020Í úrslitaleik Geysisbikar kvenna mættust KR og Skallagrímur. Það var lítið skoraði í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en munurinn ávallt með minnsta móti. Í hálfleik var staðan 24-27 fyrir Skallagrím.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan er Geysisbikarmeistari karla

15 feb. 2020Í úrslitaleik Geysisbikar karla mættust Grindavík og Stjarnan. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem liðin sýndu flottan leik. Eftir jafna þrjá leikhluta reyndust Garðbæingar sterkari og lönduðu sigri 75-89 eftir að þeir sigu fram úr í fjórða leikhluta.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir er bikarmeistari í 9. flokki drengja

15 feb. 2020Í dag eru fjórir úrslitaleikir á dagskrá og fyrsta viðureign dagsins var leikur Fjölnis og Stjörnunnar í 9. flokki drengja. Það má segja að Fjölnismenn hafi stýrt leiknum frá upphafi og á endanum unnu þeir öruggan sigur 78-37.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan er bikarmeistari í 10. flokki drengja

14 feb. 2020Seinni úrslitaleikur kvöldsins sló þeim fyrri ekkert við. Þvílíkur leikur hjá tveimur flottum liðum þegar Breiðablik og Stjarnan áttust við í 10. flokki drengja.Meira
Mynd með frétt

Breiðablik er bikarmeistari í unglingaflokki karla

14 feb. 2020Fyrsti úrslitaleikur helgarinnar er að baki og var keppt í unglingaflokki karla. Þar bar Breiðablik sigur úr býtum eftir magnaðan leik við KR/KV. Lokatölur 75-72 grænum í vil.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira