13 ágú. 2017Ísland lék í dag gegn heimamönnum Rússum á alþjóðlegu móti í Kazan í Rússlandi. Eftir brösuga byrjun þar sem íslenska liðið hitti illa úr annars góðum færum, voru það Rússar sem byrjuðu vel og voru á endanum 48:31 yfir í hálfleik. Okkar strákar léku mun betur í seinni hálfleik og var munurinn 6 til 4 stig í nokkur skipti. Sterkt lið Rússa svaraði öllum áhlaupum okkar stráka jafnharðan með skilvirkum leik og góðri hittni í dag og höfðu að lokum 13 stiga sigur, 82:69.
Meira