5 sep. 2017Í dag er komið að næsta leik okkar á EM, EuroBasket 2017, og eru mótherjar okkar Slóvenar. Slóveníu hefur gengið vel hingaði til og eru efstir í riðlinum eftir þrjá leiki og eru taplausir, með sigra gegn Póllandi, Finnlandi og Grikklandi, og því ljóst að þeir eru eitt sterkasta liðið í A-riðli í Helsinki.
Leikurinn hefst kl. 13:45 í Helsinki en kl. 10:45 á Íslandi og er í beinni á RÚV. Því miður er það svo að útprentaðir miðar frá mótshöldurum segja leikinn hefjast kl. 16:30 en hann er kl. 13:45 og því allir beðnir um að láta orðið berast svo enginn missi af leiknum í dag úti í Finnlandi.
Meira