Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

NM 2017 · Leikdagur 4 · Ísland-Danmörk

30 jún. 2017🇮🇸 Ísland · 🇪🇪 Eistland · 30. júní Lokaleikdagurinn á NM er runninn upp og verða andstæðingar dagsins lið Eistlands. Fyrir leiki dagsins eiga U18 ára og U16 ára lið stúlkna eiga bæði möguleika á bronsi með sigri í dag og þá á U16 ára lið drengja framundan hreinann úrslitaleik um silfrið í sínum flokki. U18 ára lið drengja á ekki möguleika á verðlaunum í ár.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Danmörku

29 jún. 2017Í dag lékum við gegn Danmörku á NM 2017. Þrír leikir voru á dagskránni þar sem U18 ára lið stúlkna frá Dönum tekur ekki þátt í ár. Liðin okkar þrjú sem áttu leiki léku öll vel og uppskeran tveir sigrar og eitt tap í dag. Ítarlega umfjallanir birtast á karfan.is en úrslit leikjanna urðu þessi: Meira
Mynd með frétt

Tölfræðisamantekt frá æfingamóti U20 karla

29 jún. 2017Tölfræðisamantekt frá æfingamóti U20 karlaMeira
Mynd með frétt

NM 2017 · Leikdagur 4 · Ísland-Danmörk

29 jún. 2017🇮🇸 Ísland · 🇩🇰 Danmörk · 29. júní Á Norðurlandamóti yngri liða í Finnlandi er komið að leikdegi fjögur og verða andstæðingar dagsins lið Danmerkur. Eins og komið hefur fram varð U18 lið stúlkna frá Dönum að hætta við öll mót í sumar, og því verður frí hjá okkar U18 stúlkum og þrír íslenskir leikir á dagskránni í dag.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Svíþjóð

28 jún. 2017Í dag var leikið gegn Svíum í leikjum dagsins á Norðurlandamótinu í Finnlandi á þriðja leikdegi og var uppskeran tveir sigrar og tvö töp. U18 ára liðin töpuðu sínum leikjum en U16 ára liðin unnu sína leiki. Ítarlega umfjallanir birtast á karfan.is en úrslit leikjanna urðu þessi:Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Leikdagur 3 · Ísland-Svíþjóð

28 jún. 2017Í dag er komið að sænskum degi en við mætum öllum sænsku liðunum í dag. Í gær komu þrír sigrar í hús á norska deginum og í lokaleiknum rétt töpuðu strákarnir í U18 sínum leik.Meira
Mynd með frétt

Ísak Ernir dæmir í Sumardeild NBA

28 jún. 2017Það er óhætt að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Ísak Erni Kristinssyni dómara og íslenskum körfubolta þar sem NBA deildin hefur boðið Ísak að koma til Las Vegas í sumar og taka þátt í Global Camp fyrir efnilega dómara og jafnframt að dæma í NBA Summer League.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Noregi

27 jún. 2017Nú er leikdegi tvö á NM í Finnlandi lokið og stóðu öll okkar lið sig vel. U16 lið kvenna, U16 lið drengja og U18 lið stúlkna unnu öll sín leiki​.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Leikdagur 2 · ISL-NOR

27 jún. 2017🇮🇸Ísland - 🇳🇴Noregur · 27. júní Í dag þriðjudag er komið að öðrum leikdeginum á NM og er hann gegn Noregi. Þá munu öll okkar lið mæta norsku liðunum í leikjum dagsins. Liðin okkar hófu leik í gær gegn Finnum og töpuðust allir leikir íslensku liðanna. Í dag eru okkar lið staðráðin í að bæta upp fyrir það og ætla að sækja sigur.Meira
Mynd með frétt

Spánverjar Evrópumeistarar kvenna 2017

26 jún. 2017Í gærkvöldi lauk EuroBasket kvenna með úrslitaleik Spánar og Frakklands en mótið var haldið í Prag í Tékklandi. Lokatölur urðu 71:55. Frakkar urðu þar með að sætta sig við þriðja tapið í röð í úrslitaleiknum á EM á meðan Spánverjar fögnuðu sínum fyrsta sigri á síðustu þrem lokamótum, eða síðan á EuroBasket 2013.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 · Úrslit dagsins gegn Finnlandi

26 jún. 2017Nú er leikjum dagsins lokið í Finnlandi og fóru leikar þannig að öll liðin okkar töpuðu sínum leikjum sem voru þeir fyrstu á mótinu. Finnsku liðin hafa verið mjög góð á undanförnum árum og ávalt hörku leikir milli landanna tveggja. Í ár voru þeir sterkari og náðu í fjóra sigra. Meira
Mynd með frétt

NM 2017: Nýr landsliðsbúningur Íslands frumsýndur í dag

26 jún. 2017Á Norðurlandamótinu í ár verður nýr landsliðsbúningur tekinn í notkun en búningurinn var sérhannaður af Errea og KKÍ. Búningurinn er hinn glæsilegasti og skartar hann m.a. íslenskri fánarönd og hann verður merktur að framan ÍSLAND en ekki ICELAND eins og áður og fáni Íslands er kominn á brjóst fyrir neðan hálsmálið. Allar merkingar á búningnum að númerum undanskyldum eru prentaðar í búninginn og er mikil ánægja meðal Errea og KKÍ með útkomuna.Meira
Mynd með frétt

NM 2017 Leikdagur 1 · ISL-FIN

26 jún. 2017🇮🇸Ísland - 🇫🇮Finnland · 26. júní Í gær ferðuðust liðin okkar á leikstað og komu sér fyrir. Í dag er komið að fyrsta leikdegi og eru það heimamenn sem verða fyrstu andstæðingar Íslands í ár. Öll okkar lið leika hvern dag gegn sömu þjóð. Þátttökuþjóðir á NM yngri liða eru Danmörk, Eistland, Finnland, Íslands, Noregur og Svíþjóð.Meira
Mynd með frétt

NM í Finnlandi 2017

25 jún. 2017Þessa stundina eru landslið U16 og U18 og fylgdarlið, alls 69 manns, á ferðalagi til Finnlands á Norðurlandmót yngri liða 2017. Mótið verður haldið annað árið í röð í umsjón Finnlands í Kisakallio íþróttamiðstöðinni í Lohja, sem er í um 50 mín. akstri frá Helsinki.Meira
Mynd með frétt

EuroBasket 2017 og landsleikur í knattspyrnu · Lestarferð VITA Sport milli Helsinki og Tampere

24 jún. 2017Laugardagurinn 2. september verður stór dagur í íslenskri íþróttasögu en þá fara fram tveir landsleikir, í körfubolta og knattspyrnu. VITA Sport ætlar að bjóða upp á lest frá Helsinki þar sem karfan er leikin til Tampere á landsleikinn í fótbolta laugardaginn 2. september. Meira
Mynd með frétt

Ólíkt hlutskipti Íslandsmeistaranna

23 jún. 2017Búið er að draga í töfluröð fyrir næsta vetur í tveimur efstu deildum karla og kvenna og eru drög næsta keppnistímabils aðgengileg á mótavef KKÍ.Meira
Mynd með frétt

U20 landslið karla: Ísland vann mótið

21 jún. 2017Ísland vann 75-60 Finnland fyrr í kvöld á æfingarmóti U20 í Laugardalshöll. Þrátt fyrir tap Íslands gegn Ísrael í gær var hreinn úrslitaleikur milli Íslands og Finnlands vegna þess að Svíþjóð lagði Ísreal í fyrri leik dagsins. Þetta þýddi að liðin léku hreinan úrslitaleik og stigamunur skipti ekki máli.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2017 · Leikdagur 3

21 jún. 2017Í dag er komið að síðasta leikdeginum á U20 ára móti karla sem fram fer í Laugardalshöllinni. Meira
Mynd með frétt

U20 karla: Naumt tap fyrir Ísrael

20 jún. 2017Ísland tapaði fyrir Ísrael á æfingarmótinu í U20 sem fer fram í Laugardalshöll í dag 74-81. Finnar lögðu Svía 74-70 eftir að hafa verið undir stóran hluta af leiknum.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2017 · Leikdagur 2

20 jún. 2017Í dag fer fram annar leikdagurinn af þrem á U20 móti karla sem haldið er hérna á landi ásamt liðum Finna, Svía og Ísraela. Leiknir verða tveir leikir á dag kl. 17 og kl. 20 og spilar Ísland alla dagana þrjá kl. 20:00. ​Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira