Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Skráning á KKÍ 1.a er hafin

8 maí 2017KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem er liður í fræðsluáætlun KKÍ en um er að ræða Þjálfari 1.a. og verður það haldið dagana 19.-21. maí.Meira
Mynd með frétt

Dagskrá seinni helgar úrslita yngri flokka

8 maí 2017Um næstu helgi fer fram seinni helgi úrslita yngri flokka en leikið verður á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Dagskráin er klár og má finna hana á mótavef KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir Íslandsmeistari í Minnibolta 11 ára drengja 2017

8 maí 2017Fjölnir varð um helgina Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára drengja en leikið var um helgina í DHL-höllinni. Með Fjölni í riðli léku KR-A, Haukar, Þór Þ., ÍA og Keflavík. Þjálfari Fjölnis er Birgir Guðfinnsson. Til hamingju Fjölnir! Meira
Mynd með frétt

Keflavík Íslandsmeistari 2017 í 7. flokki stúlkna

8 maí 2017Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna en leikið var til úrslita í A-riðli í Grindavík. Keflavík og Grindavík léku lokaleik mótsins sem var hreinn úrslitaleikur um titilinn og stóð Keflavík uppi sem sigurvegari í leikslok. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 2017 · Fyrri helgi lokið í Dalhúsum

8 maí 2017Um helgina fór fram fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2017 og var hún leikin í umsjón Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi. Leikið var í undanúrslitum föstudag og laugardag og til úrslita í 9. flokki stúlkna, 9. flokki drengja, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna á sunnudaginn.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir HM karla 2019 í dag kl. 12:00 á hádegi

7 maí 2017Núna kl. 12:00 að íslenskum tíma er komið að stórri stund í körfuboltanum þegar karlalandsliðið okkar verður í fyrsta sinn í pottinum þegar dregið verður í undankeppni HM 2019 sem haldið verður í Kína. Þetta er í fyrsta sinn sem undankeppni með þessu sniði er haldin og í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA. Ísland verður í riðli með þremur öðrum Evrópuþjóðum. Takist Íslandi að verða meðal þriggja efstu að loknum sex leikjum (leikið er heima og að heiman í nóv, feb og júní) fer liðið í aðra umferð undankeppninnar.Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ 2017 · Thelma Dís og Jón Arnór valin best

5 maí 2017Nú rétt í þessu voru verðlaun fyrir tímabilið 2016-2107 afhent á lokahófi KKÍ sem fram fór í hádeginu. Veitt voru hin ýmsu einstaklingsverðlaun leikmanna, þjálfara og dómara og úrvalslið Domino's deilda og 1. deilda karla og kvenna valin. Það eru fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildunum sem kjósa ásamt nokkrum sérfræðingum að auki. Í Domino's deildunum voru þau Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík, og Jón Arnór Stefánsson, KR, valin bestu leikmenn ársins eða MVP. Jón Arnór var að hljóta verðlaunin í þriðja sinn á ferlinum (2002 og 2009 áður) en Thelma Dís er að hljóta þau í fyrsta sinn. Þess má geta að móðir Thelmu Dísar, Björg Hafsteinsdóttir, hlaut verðlaunin árið 1990, og því er Thelma Dís að feta í fótspor móður sinar. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjst í dag í Dalhúsum · Fyrri helgin 2017

5 maí 2017Í kvöld hefst fyrri úrslita helgi yngri flokka í Dalhúsum í Grafarvogi í umsjón Fjölnis. Leiknir verða undanúrslitaleiki í kvöld og á morgun og á sunnudaginn er komið að úrslitaleikjunum. Keppt verður til úrslita í 9. flokki drengja og stúlkna, Drengjaflokki og Unglingaflokki kvenna um þessa helgi. Sýnt verður beint frá úrslitaleikjunum á sunnudaginn á YouTube-rás KKÍ.Meira
Mynd með frétt

Dregið í riðla fyrir HM karla í Kína 2019 á sunnudaginn

4 maí 2017Á sunnudagin kemur er komið að stórri stund í íslenzkum körfuknattleik þegar karlalandslið Íslands verður í fyrsta sinn í pottinum þegar dregið verður í undankeppni HM 2019 sem haldið verður í Kína.Meira
Mynd með frétt

FIBA þing sett á í Hong Kong

4 maí 2017Þessa dagana verður haldið FIBA þing og í nótt var þingið sett formlega. Þingið er haldið Hong Kong og mun standa yfir í tvo daga, 4. og 5. maí. ​ Fulltrúar 188 þjóða eru mættir til Hong Kong til að ræða málefni körfuboltans í heiminum. Fulltrúar KKÍ eru Hannes S. Jónsson, formaður, og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdótttir, varaformaður. Meira
Mynd með frétt

Lokahóf KKÍ · Föstudaginn 5. maí

3 maí 2017Föstudaginn 5. maí verður keppnistímabilið 2016-2017 gert upp með einstaklingsverðlaunum. Eins og síðustu tvö keppnistímabil verður tímabilið gert uppá annan máta. Í stað hefðbundins lokahófs á laugardagskvöldi verður létt hóf á föstudeginum þar sem vinningshöfum, forráðamönnum liða og fjölmiðlafólki verður boðið að mæta. Hófið verður í haldið úti á Granda, á Ægisgarði, Eyjaslóð 5, í Reykjavík og hefst það kl. 12:15.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2017

2 maí 2017Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari i 8. flokki drengja árið 2017. Úrslitamótið fór fram á Flúðum í umsjón Hrunamanna og léku með Stjörnunni lið Fjölnis sem varð í öðru sæti, Hrunamenn/Þór Þ., KR og Stjarnan-b. Meira
Mynd með frétt

Njarðvík Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna 2017

2 maí 2017Njarðvík varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna árið 2017. Stelpurnar í Njarðvík unnu 19 af 20 leikjum sínum í vetur og þar af alla leiki helgarinnar og stóðu því uppi sem sigurvegarar í mótslok.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: KR Íslandsmeistari 2017!

30 apr. 2017KR varð í kvöld Íslandsmeistari 2017 í Domino's deild karla eftir 95:56 sigur á Grindavík oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. KR vann því einvígið 3-2 og fengu titilinn afhendann í leikslok. ​ Hannes S. Jónsson afhendi fyrirliða KR, Brynjari Þór Björnssyni, Íslandsmeistarabikarinn en þetta er 16. íslandsmeistaratitill KR frá upphafi. Jón Arnór Stefánsson var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok.Meira
Mynd með frétt

Hverjir verða Íslandsmeistarar 2017? · Oddaleikur KR og Grindavíkur í kvöld

30 apr. 2017Í kvöld er komið að oddaleik um íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla, en þá verður leikinn hreinn úrslitaleikur um titilinn. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 og því stendur sigurvegari kvöldsins uppi sem Íslandsmeistari í körfuknattleik karla 2017. Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka 5.-7. maí

28 apr. 2017Dagskrá vegna fyrri helgi úrslita yngri flokka er klár. Leikið verður í Dalhúsum í umsjón Fjölnis. Helgina eftir klárast úrslit yngri flokka og þá verður leikið á Flúðum í umsjón Hrunamanna. Dagskrá þeirrar helgar verður gefin út í næstu viku.Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa KKÍ vegna oddaleiks KR og Grindavíkur

28 apr. 2017Vegna mikillar aðsóknar á oddaleik KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla þurfa þeir handhafar KKÍ korta sem ætla sér að sækja leikinn að ná sér í miða í DHL-höllinni fyrirfram. Meira
Mynd með frétt

Keflavík Íslandsmeistari 2017 í minnibolta stúlkna 11 ára

28 apr. 2017Keflavík varð um síðastliðna helgi Íslandsmeistari í minnibolta 11 ára stúlkna en þetta er fyrsti árgangurinn sem keppir um Íslandsmeistaratitilinn. Með Keflavík léku í A-riðli á lokamótinu Njarðvík, Þór Þ., Hrunamenn, Haukar-b og Stjarnan og unnu Keflavík alla leiki sína á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að öll mót vetrarins voru talin. Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla: ODDALEIKUR um titilinn á sunnudaginn!

27 apr. 2017Hreinan oddaleik þarf til að skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari 2017 í Domino's deildar karla! ​Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur 30. apríl kl. 19:15 í DHL-höllinni í Vesturbænum á heimavelli KR og verður sjónvarpað beint á Stöð 2 Sport! Þá verður leikinn 5. og síðasti leikurinn í lokaúrslitunum á milli KR og Grindavíkur. Staðan er 2-2 og leikið verður til þrautar og fer sigurvegari leiksins heim með Íslandsmeistarabikarinn.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing 2017 · Þingforsetar

27 apr. 2017Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram 22. apríl síðastliðin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var það vel sótt af félögunum og var góð þátttaka í þingsstörfum af hálfu þingfulltrúa þeirra.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira