Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Fylgist með strákunum á snappinu

27 ágú. 2017Strákarnir halda af stað til Finnlands í fyrramálið og verður hægt að fylgjast með ferðalagi þeirra á snappinu hjá RÚV og Karfan.isMeira
Mynd með frétt

Íslenska liðið klárt

27 ágú. 2017Craig Pedersen kynnti í hádeginu hvaða 12 leikmenn skipa lið Íslands á EuroBasket sem hefst í Helsinski í vikunni.Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Lokaleikurinn á EM gegn Noregi

25 ágú. 2017 U16 stelpurnar leika gegn Noregi á morgun kl. 7.45 að íslenskum tíma (09:45 staðartíma)Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Svekkjandi tap gegn Bretlandi

25 ágú. 2017U16 ára stelpurnar eru staddar á Evrópumóti í Makedóníu um þessar mundir. Í dag tapaði liðið fyrir Bretlandi með aðeins einu stigi í umspili um 17.-20. sæti.Meira
Mynd með frétt

Nýtt smáforrit(app) fyrir EuroBasket 2017

25 ágú. 2017FIBA er búið að gefa út smáforrit(app) vegna EuroBasket 2017 sem hefst í næstu viku.Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkur: Leikur gegn Bretlandi

25 ágú. 2017U16 stelpurnar leika gegn Bretlandi í dag kl. 10.00 að íslenskum tíma (12:00 staðartíma)Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir · Seinni helgin 26.-27. ágúst

24 ágú. 2017Seinni helgi Úrvalsbúða í ár verða haldin um helgina næstkomandi, dagana 26.-27. ágúst. Staðsetningar eru þær sömu og á fyrri helginni en þá mættu um 700 krakkar til leiks. Úrvalsbúðirnar eru fyrir leikmenn fædda 2006, 2005 og 2004 og æfir hver árgangur einu sinni hvorn daginn. · Stelpur eru í Smáranum, Kópavogi · Strákar eru að Ásvöllum í Hafnarfirði í DB-SchenkerhöllinniMeira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Fyrsti sigur í hús

24 ágú. 2017U16 ára stelpurnar sigruðu sinn fyrsta leik í Evrópumótinu í dag gegn Albaníu. Stelpurnar eru núna að spila í umspili um 17.-22. sætið. Eftir þennan sigur er ljóst að þær spila um 17.-20. sæti.Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkur: Leikur gegn Albaníu kl. 10.00

24 ágú. 2017U16 stelpurnar leika gegn Albaníu kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 staðartíma)Meira
Mynd með frétt

Litháen-Ísland · Lokatölur 84:62

23 ágú. 2017Íslenska karlalandsliðið lék sinn síðasta æfingaleik í kvöld gegn öflugu liði Litháens ytra. Litháen byrjaði feiknavel í leiknum og leiddi í hálfleik 52:27 eða með 25 stigum. Okkar strákar minkuðu muninn um níu stig fyrir lokaleikhlutann en Litháen unnu þann síðasta og lokatölur 84:62 fyrir Litháen.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Leikið við Litháen í kvöld

23 ágú. 2017Karlalandslið Íslands leikur lokaleik sinn fyrir EuroBasket 2017 sem hefst í Finnlandi í næstu viku, í dag þegar liðið mætir Litháen í Siauliu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 að staðartíma eða 16:30 að íslenskum tíma. Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Ísrael of stór biti

22 ágú. 2017Í morgun spilaði íslenska U16 ára landsliðið gegn Ísrael, 48-63. Þetta var lokaleikurinn í riðlakeppninni og er því orðið ljóst að Ísland spilar um 17.-22. sæti á mótinu þar sem þær töpuðum öllum leikjunum. Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Slappur þriðji leikhluti gegn Svíum

21 ágú. 2017Undir 16 ára lið stúlkna er nú í Makedóníu á EM. Þær töpuðu sínum þriðja leik gegn Svíum, 39-57.Meira
Mynd með frétt

EuroBaket 2017 · Litháen-Ísland á miðvikudaginn

21 ágú. 2017Strákarnir okkar eru nú komnir til Litháens eftir ferðalag dagsins frá Ungverjalandi en þar verða þeir við æfingar á morgun þriðjudag. Á miðvikudaginn kemur þann 23. ágúst er komið að lokaæfingaleik liðsins fyrir EuroBasket, gegn Litháen.Meira
Mynd með frétt

Undankeppni HM karla · Hverjir verða mótherjar okkar?

21 ágú. 2017Í nóvember hefst undankeppni HM hjá landsliðum karla en þá verður keppt eftir nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA. Búið er að draga í riðla og ljóst var hvaða tveim mótherjum við myndum mæta í leikgluggunum í nóvember, febrúar og júlí. Síðasta liðið átti svo eftir að bætast við eftir undankeppni þeirra liða sem ekki unnu sér þátttökurétt á EuroBasket 2017. Þeirri undankeppni lauk á laugardaginn og því ljóst hvaða lið við getum fengið í okkar riðil. Meira
Mynd með frétt

U16 stúlkna: Leikur gegn Ísrael í dag

21 ágú. 2017U16 stúlkur leika í dag gegn Ísrael kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 staðartíma)Meira
Mynd með frétt

U16 drengja: Tveir sigrar í lokaleikjunum og 13 sæti niðurstaðan

21 ágú. 2017Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri lauk leik á Evrópumótinu í Sófíu, Búlgaríu á laugardag með að bera sigurorð af heimamönnum 71-64 í leik um 13 sæti mótsins.Meira
Mynd með frétt

A landslið karla: Annað tap í Ungverjalandi

20 ágú. 2017Íslenska karlalandsliðið tapaði aftur fyrir Ungverjum í æfingaleik í dag, 82-67, í Ungverjalandi.Meira
Mynd með frétt

Ísland og Ungverjaland mætast öðru sinni

20 ágú. 2017Karlalandsliðið mætir Ungverjum öðru sinni í dag í Ungverjalandi klukkan 14 að staðartíma, 12 að íslenskum. Hér á að vera hægt að horfa á leikinn og á heimasíðu ungverska sambandsins á að koma tengill á tölfræði þegar leikurinn byrjar. Meira
Mynd með frétt

Ungverskur sigur í Székesfehérvár

19 ágú. 2017A landslið karla mætti Ungverjum í Székesfehérvár í dag og tapaði 81-66.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira