8 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson, þjálfari landsliðs kvenna, og aðstoðarþjálfari hans Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 14 leikmenn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik sem leikur tvo leiki gegn Slóvakíu og Bosníu hér heima í nóvember.
Í æfingahóp landsliðsins nú eru tveir nýliðar þær Bríet Sif Hinriksdóttir Stjörnunni og Sigrún Björg Ólafsdóttir úr Haukum. Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjörnunni, var einnig valin í æfingahópin, en hún er meidd og gefur ekki kost á sér að þessu sinni.
Liðið hefur æfingar eftir helgi og undirbýr sig fyrir síðustu tvo leiki landsliðsins í undankeppni EuroBasket Women 2019, en lokamótið fer fram næsta sumar í Lettlandi og Serbíu.
Ísland mætir Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember kl. 16:00 og Bosníu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 19.45 en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni.
Meira