Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Heil umferð

21 okt. 2018Í kvöld er komið að heillri umferð í Domino's deild kvenna en kl. 19:15 hefjast fjórir leikir. Leikir kvöldsins kl. 19:15 · Domino's deild kvenna 🏀 Haukar-Keflavík 🏀 Valur-Breiðablik 🏀 Skallagrímur-Stjarnan 🏀 KR-Snæfell ➡️ Lifandi tölfræði á kki.is #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

FRESTUN! Leik Sindra og Þórs Ak. frestað til morguns

20 okt. 2018Leik Sindra og Þórs Akureyri í 1. deild karla sem fram átti að fara kl. 14:00 í dag hefur verið frestað til morgundagsins og er settur á að nýju kl. 13:00. Þetta er gert vegna veðurs en ekki var flogið í morgun frá Akureyri. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's karla í kvöld · Tveir leikir í beinni í kvöld!

19 okt. 2018Framundan eru tveir leikir í beinni útsendingu í kvöld frá Domino's deild karla en þá mætast Stjarnan og Skallagrímur í Garðabænum kl. 18:30 og kl. 20:15 verður sýnt beint frá leik ÍR og Breiðabliks. 🍕Domino's deild karla í kvöld 🗓Föstudagurinn 19. okt. 🖥LIVEstatt á kki.is ⏰18:30 🏀Stjarnan-Skallagrímur · Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰20:15 🏀ÍR-Breiðablik · Sýndur beint á Stöð 2 Sport #korfubolti #dominosdeildinMeira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Grindavík-Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport

18 okt. 2018Domino's deild karla býður upp á fjóra leiki í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Röstinni í Grindavík og sýnir beint frá Grindavík-Keflavík. 🍕 Domino's deild karla 🗓 Fimmtudagurinn 18. okt. ⏰ 19:15 🏀 Grindavík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Njarðvík-Valur 🏀 KR-Þór Þ. · Beint á netinu á krtv.is 🏀 Tindastóll-Haukar · Beint á netinu á tindastolltv.com 🖥LIVEstatt frá öllum leikjum á kki.isMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í kvöld · Stjarnan-Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

17 okt. 2018Í kvöld er komið að næstu umferð Domino's deildar kvenna og fara fram fjórir leikir í kvöld kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður í Garðabænum og sýnir beint frá leik Stjörnunnar og Snæfells. ​ 🍕Domino's deild kvenna 🗓Miðvikudagurinn 17. okt. ⏰19:15 🏀 Stjarnan-Snæfell · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀Keflavík-Skallagrímur 🏀Valur-KR 🏀Breiðablik-Haukar 🖥LIVEstatt á kki.isMeira
Mynd með frétt

Geysis-bikarinn kynntur til leiks næstu tvö árin

15 okt. 2018Í hádeginu var dregið í fyrstu umferð bikarkkeppni KKÍ og við sama tilefni var kynnt nýtt nafn keppninnar en Geysir bílaleiga er nýr samstarfsaðili KKÍ og ber bikarkeppnin því nafnið Geysis-bikarinn næstu tvö árin. Ásgeir Elvar Garðarsson hjá Geysi bílaleigu er mjög spenntur fyrir samstarfinu. „Við hjá Geysi erum stolt að styðja við körfuboltahreyfinguna á Íslandi. Það er okkur sannur heiður að bikarkeppni KKÍ, ein skemmtilegasta keppni landsins beri nú Geysis nafnið. Íslenskur körfubolti er á uppleið og hlökkum við til að eiga farsælt samstarf með KKÍ næstu árin.“ Meira
Mynd með frétt

Bikarkeppni KKÍ · Nýtt nafn bikarkeppninnar kynnt til leiks í dag · Dregið í 32-liða úrslitin

15 okt. 2018Í dag mánudaginn 15. október kl. 12:15 verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. ​ Dregið verður í fundarsal í íþróttamiðstöðinni í Laugardagl, Engjavegi 6, 104 Reykjavík og verður kynntur verður nýr samstarfsaðili vegna bikarkeppni KKÍ og fær því bikarinn nýtt nafn þetta árið. Nánari upplýsingar um nýtt nafn og fyrstu viðureignirnar verða birtar strax að fundi loknum. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Framkvæmdastjóri FIBA Patrick Baumann látinn

14 okt. 2018Framkvæmdastjóri FIBA Patrick Baumann er látinn. Hann varð bráðkvaddur 51 árs að aldri nótt. Patrick hefur um árabil verið í forystu FIBA og sem framkvæmdastjóri unnið ötullega að uppgangi körfuknattleiksins á heimsvísu en undir FIBA heyra álfusvæðin fimm. Að auki átti Patrick sæti í stjórn alþjóðlegu ólimpíunefndarinnar og var mikils metinn innan íþróttahreyfingarinnar. Hannes S. Jónsson þekkti Patrick vel í gegnum sín störf fyrir stjórn FIBA Europe:Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 10.10.2018

10 okt. 2018Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir nokkur mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Spár þjálfara, formanna og fyrirliða

2 okt. 2018Nú rétt í þessu á fjölmiðla og kynningarfundi KKÍ fyrir Domino's deildirnar voru spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019 kynntar. Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni.Meira
Mynd með frétt

Domino's deildirnar 2018-2019 · Kynningarfundur í dag

2 okt. 2018Hinn árlegi kynningarfundur fyrir Domino's deildir karla og kvenna verður haldinn í fundarsölum nýju Laugardalshallarinnar i dag þriðjudaginn 2. október í hádeginu. Þangað hafa verið boðaðir fjölmiðlar sem og þjálfarar, forsvarsmenn og leikmaður frá hverju liði í Domino's deildunum í vetur. Á fundinum verður deildin kynnt fyrir veturinn, spá þjálfara, fyrirliða og formanna opinberuð og þjálfarar og leikmenn allra liða í deildum karla og kvenna verða á staðnum klárir í viðtöl og myndatökur. Einnig verður spá fyrir 1. deildirnar kynnt líkt og hjá Domino's deildar liðunum.Meira
Mynd með frétt

HM kvenna 2018: Bandaríkin heimsmeistarar þriðja skiptið í röð

1 okt. 2018Bandaríkin urðu í gær heimsmeistarar kvenna í körfuknattleik, í þriðja skipti i röð, eftir sigur gegn Ástralíu í úrslitaleiknum sem fram fór á Tenerife á Spáni. Lokatölur 73:56. Spánn lagði Belgíu í leiknum um bronsið 67:60. Breanna Stewart frá Bandaríkjunum var valin besti leikmaður mótsins (MVP) og með henni í úrvalsliðinu var liðsfélagin hennar Diana Taurasi, Emma Meesseman frá Belgíu, Liz Cambage frá Ástralíu og Astou Ndour frá Spáni. Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2018 · Íslandsmeistarar gegn Bikarmeisturum

30 sep. 2018Í dag, Sunnudaginn 30. september, fara fram árlegu leikir Meistara meistaranna og marka þeir upphaf tímabilsins 2018-2019 að þessu sinni. Um er að ræða árlega leiki milli íslandsmeistara- og bikarmeistara ársins. Skv. reglu þá er leikið til skiptis á heimavelli íslandsmeistara karla og kvenna til skiptis og í ár er komið að íslandsmeisturum karla og fara því leikirnir fram í DHL-höllinni í Vesturbænum á heimavelli íslandsmeistara KR.Meira
Mynd með frétt

Íslandsmótið hefst í dag

28 sep. 2018Í dag hefst keppni á Íslandsmótinu en þá eru fyrsti leikir vetrarins í unglingaflokki karla, 2. deild karla og 10. flokki drengja.Meira
Mynd með frétt

Körfuboltaæfingar fyrir börn með þroskahömlun

25 sep. 2018ÍF í samstarfi við Hauka hafa sett á fót æfingar fyrir börn með þroskahömlun á aldrinum 6-12 ára. Kristinn Jónasson mun stýra æfingum en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Haukum að undanförnu og hefur þegar sótt námskeið erlendis til þess að undirbúa þessa starfsemi á vegum FIBA. Æft verður á sunnudögum í vetur í nýja körfuboltahúsinu á Ásvöllum, Ólafssal, milli kl. 10:00-11:00. ​Meira
Mynd með frétt

HM kvenna 2018

24 sep. 2018Á laugardaginn var hófst keppni á HM kvenna 2018 en keppnin er haldin á Tenerife á Spáni. Alls eru 16 lið sem leika til úrslita í fjórum riðlum en það eru bestu lið hverrar álfu innan FIBA. Frá Evrópu eru það sex efstu liðin frá EuroBasket Women sl. haust sem taka þátt, Evrópumeistarar Spánar og svo Frakkland, Belgía, Grikkland, Tyrkland og Lettland. Leikið verður út september en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram 30. september. Meira
Mynd með frétt

Íslenskir dómarar í verkefnum fyrir FIBA

20 sep. 2018Um leið og keppnistímabilið fer að hefjast á næstunni hér heima þá er það nú þegar hafið erlendis og mun verkefnum FIBA dómara og FIBA eftirlitsmanna okkar aukast á næstunni. Í landsleikjaglugganum í síðustu viku var Rúnar Birgir Gíslason eftirlitsmaður í Kaupmannahöfn í spennandi landsleik milli Danmerkur og Svíþjóðar í forkeppni EuroBasket 2021, en Rúnar Birgir er á sínu öðru ári sem virkur eftirlitsmaður FIBA. Fyrir eigum við íslendingar einnig Pétur Hrafn Sigurðsson sem eftirlitsmann FIBA og hefur hann verið við störf undanfarin ár. Í kvöld fer fram merkilegur leikur í Kongsberg í Noregi, leikur noregsmeistara Kongsberg Miners gegn meisturum Úkraínu Cherkaski Mavpy, sem mætast í fyrri leik sínum í forkeppni EuroCup. Hann er merkilegur fyrir þær sakir að tveir íslendingar verða við störf í leik á vegum FIBA og að þetta er fyrsti evrópuleikurinn hjá norsku liði í 16 ár. Meira
Mynd með frétt

Haustfjarnám 2018 - Þjálfaramenntun ÍSÍ

18 sep. 2018Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 24. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni (Þjálfaramenntun KKÍ 1, 2 og 3 stig)Meira
Mynd með frétt

Forkeppni EM karla 2021: Þriggja stiga tap gegn Portúgal

17 sep. 2018Íslenska karlalandsliðið lék í gær gegn Portúgal á útivelli og fór leikurinn fram í bænum Sines. Þetta var fyrsti leikur liðsins í forkeppni EuroBasket 2021. Leikurinn fór jafnt af stað og Ísland leiddi með fimm stigum eftir 1. leikhluta en heimamenn með einu stigi í hálfleik. Ísland átti ekki góðan kafla í 3. leikhluta en þar vann Portúgal leikhlutann með 10 stigum og var á tímabili með ellefu stiga forskot í fjórða leikhluta.Meira
Mynd með frétt

Landslið karla: Portúgal-Ísland í dag kl. 17:30 · Forkeppni EuroBasket 2021

16 sep. 2018Í dag er komið að fyrsta leik landsliðs karla í forkeppni EuroBasket 2021. Ísland mætir Portúgal í bænum Sines í dag, sunnudaginn 16. september kl. 18:30 að staðartíma eða kl. 17:30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið hélt út á föstudaginn og æfði í gær og undirbjó sig fyrir leikinn í dag. Lifandi tölfræði verður á heimasíðu keppninnar sem og BEIN NETÚTSENDING á Youtube-Rás FIBA á sama stað: ​ Landslið Íslands í dag er þannig skipað:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira