6 feb. 2019KKÍ auglýsir miðaafhendingu til korthafa fyrir undanúrslit og úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum í febrúar.
Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram eða til hádegis á leikdegi fyrir hvern dag en allir leikirnir fara fram 13.-16. febrúar í Laugardalshöllinni. Þá minnum við á úrslit yngri flokka á föstudeginum 15. febrúar og sunnudeginum 17. febrúar en á þau kostar 1.000 kr. við hurð (öll helgin).
Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram útgefnum miðum á viðburðinn.
Handhafar aðgönguskírteina/boðskorta geta sótt miðana sína rafrænt á netinu fram að leik með því að slá inn kennitölu sína (án bandstriks)
EINNIG ER SKÝRT TEKIÐ FRAM AÐ ENGA MIÐA VERÐUR HÆGT AÐ NÁLGAST EFTIR AFHENDINGARDAGINN SÍMLEIÐIS, MEÐ TÖLVUPÓSTI EÐA ÖÐRUM SKILABOÐUM TIL STARFSMANNA SAMBANDSINS.
Almenn miðasala fer fram á TIX:is:
Geysisbikarinn · Úrslit 2019: https://tix.is/is/event/7460/geysisbikarinn-2019
Í reglugerð um aðgönguskírteini segir meðal annars:
„Þegar um bikarúrslit og landsleiki er að ræða getur KKÍ krafist þess að rétthafar skírteina sæki aðgöngumiða gegn framvísun skírteinis og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf. Slíkt fyrirkomulag skal auglýst á heimasíðu KKÍ sem og í tölvupósti til félaga KKÍ.“
Meira