26 júl. 2019U18 ára lið drengja fór á miðvikudagsmorgun frá Leifstöð á EM þar sem liðið leikur í B-deildinni þetta árið en mótið fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Vegna tafa á flugi frá Íslandi misstu þeir af tengiflugi sínu og dvöldu því aukanótt í Amsterdam í fyrradag. Að auki voru öll flug í gær felld niður frá Amsterdam vegna bilunar á flugvellinum sem flækti málið en frekar þegar búið að var leysa upprunalega vandamálið. Allt gekk þetta á endanum eftir í dag með dyggri aðstoð Icelandair og Soffíu Helgadóttur starfsmanns VITA sem var ómetanleg í aðstoð við liðið í þessum raunum.
Í gær héldu þeir áfram til Rúmeníu eins og áður segir en mótið sjálft hefst svo á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma (14:00 úti). Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.
Meira