Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Njarðvík Íslandsmeistari MB 10 ára stúlkna

16 maí 2024Njarðvík varð Íslandsmeistari í MB 10 ára stúlkna á sunnudaginn en 4. umferð mótsins var haldið á Ásvöllum. Njarðvík unnu alla leikina sína á mótinu ásamt því að vera taplaus á tímabilinu. Til hamingju Njarðvík!Meira
Mynd með frétt

ÍR sigrar úrslitakeppni 1. deildar karla

13 maí 2024ÍR sigraði úrslitakeppni 1. deildar karla eftir sigur á Sindra í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. ÍR tekur því sæti í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Til hamingju ÍR!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 13 MAÍ 2024

13 maí 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 10 MAÍ 2024

11 maí 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Aþena sigrar úrslitakeppni 1. deildar kvenna

10 maí 2024Aþena sigraði úrslitakeppni 1. deildar kvenna eftir sigur á Tindastól í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Aþena tekur því sæti í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Til hamingju Aþena!Meira
Mynd með frétt

SNÆFELL MEISTARI 3. DEILDAR 10. FLOKKS DRENGJA

7 maí 2024Snæfell varð meistari 3. deildar 10. flokks drengja með sigri á Laugdælum/Hrunamönnum í jöfnum leik í Dalhúsum í Grafarvogi. Hjörtur Jóhann Sigurðarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 40 stigum, 8 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Til hamingju Snæfell! Meira
Mynd með frétt

SINDRI MEISTARI 2. DEILDAR 10. FLOKKS DRENGJA

7 maí 2024Sindri varð meistari 2. deildar 10. flokks drengja með sigri á Breiðablik í jöfnum leik í Dalhúsum í Grafarvogi. Hilmar Óli Jóhannsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 20 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Til hamingju Sindri! Meira
Mynd með frétt

HÖTTUR MEISTARI 3. DEILDAR 9. FLOKKS DRENGJA

7 maí 2024Höttur varð meistari 3. deildar 9. flokks drengja með sigri á Tindastól í framlengdum háspennuleik í Dalhúsum í Grafarvogi. Óskar Guðmundsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 31 stigi, 16 fráköstum og 5 stoðsendingum. Til hamingju Höttur!Meira
Mynd með frétt

Hrunamenn/Selfoss meistari 2. deildar ungmennaflokks karla

6 maí 2024Hrunamenn/Selfoss varð meistari 2. deildar ungmennaflokks karla á sunnudag með sigri á Skallagrím í úrslitaleik í Vallaskóla á Selfossi. Hrunamenn/Selfoss tóku strax stjórn á leiknum og sigldu heim öruggum sigri. Óðinn Freyr Árnason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 30 stigum, 4 stoðsendingum og 3 fráköstum. Til hamingju Hrunamenn/Selfoss!Meira
Mynd með frétt

ÍR b meistari 4. deildar 10. flokks drengja

6 maí 2024ÍR b varð meistari 4. deildar 10. flokks drengja á sunnudag með sigri á Val b í úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eftir jafnan fyrri hálfleik tók ÍR öll völd og vann að lokum öruggan sigur. Hörður Wehmeier var valinn maður leiksins, en hann skilaði 18 stigum, 4 stoðsendingum, 3 fráköstum og 2 stolnum bolum. Til hamingju ÍR b!Meira
Mynd með frétt

Haukar meistarar 2. deildar 9. flokks drengja

6 maí 2024Haukar urðu meistarar 2. deildar 9. flokks drengja með sigri á Val í úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Haukar sigldu öruggum sigri heim. Sindri Logason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 22 stigum, 9 fráköstum og 4 stolnum boltum. Til hamingju Haukar!Meira
Mynd með frétt

Selfoss meistari 2. deildar 12. flokks karla

6 maí 2024Selfoss b varð meistari 2. deildar 12. flokks karla á sunnudag með sigri á ÍA í úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Leikurinn var lengst af jafn, þó Selfoss hafi leitt allan fjórða leikhluta. Unnar Örn Magnússon var valinn maður leiksins, en hann skilaði 14 stigum og 9 fráköstum. Til hamingju Selfoss!Meira
Mynd með frétt

Njarðvík meistari 2. deildar 9. flokks stúlkna

6 maí 2024Njarðvík varð meistari 2. deildar 9. flokks stúlkna á sunnudag með sigri á ÍR í úrslitaleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn var jafn og Njarðvík tryggði sér sigurinn undir lokin. Þorgerður Tinna Kristinsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 15 stigum og 4 fráköstum. Til hamingju Njarðvík!Meira
Mynd með frétt

Grindavík meistari 2. deildar 12. flokks kvenna

6 maí 2024Grindavík varð meistari 2. deildar 12. flokks kvenna á sunnudag með sigri á Þór Ak. í úrslitaleik á Meistaravöllum. Leikurinn var lengst af jafn og Grindavík tryggði sér sigurinn með körfu 17 sekúndum fyrir leikslok. Elín Bjarnadóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 23 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum og 6 stolnum boltum. Til hamingju Grindavík!Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 4 maí 2024

4 maí 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

1. deild karla · Úrslit 2024

4 maí 2024Á morgun, sunnudaginn 5. maí, hefjast lokaúrslit 1. deildar karla þegar ÍR og Sindri leika um laust sæti í efstu deild karla að ári. KR tryggði sér sigur í deildarkeppninni og fór beint upp en næstu lið á eftir léku um hitt sætið sem í boði er. ÍR er með heimavallarréttinn og því fer fyrsti leikurinn fram í Skógarselinu og síðan leika liðin til skiptis á Höfn og í Skógarselinu þar til annað liðið hefur tryggt sér þrjá sigra í seríunni.Meira
Mynd með frétt

Fyrri úrslitahelgi neðri deilda yngri flokka

3 maí 2024Fyrri úrslitahelgi neðri deilda yngri flokka fer fram núna um helgina, en leikið verður á sex stöðum, Ásvöllum, Blue höllinni, Dalhúsum, Ljónagryfjunni, Meistaravöllum og Vallaskóla. Meira
Mynd með frétt

Subway deild karla · Undanúrslit

29 apr. 2024Undanúrslit Subway deildar karla hefjast í kvöld mánudaginn 29. apríl. Annars vegar mætast (1) Valur og (4) Njarðvík og hins vegar (2) Grindavík og (3) Keflavík í undanúrslitunum í ár. Allir leikir úrslitakeppninnar verða í beinni á Stöð 2 Sport. Gengið er út frá því að allir leikir hefjist kl. 19:15, fyrir utan ef til kemur leiks þann 11. maí, en þá hefst hann kl. 16:00. Klárist undanúrslit í 3 eða 4 leikjum verður leitast við að hefja lokaúrslit fyrr en fram kemur í keppnisdagatali.Meira
Mynd með frétt

Subway deild kvenna · Undanúrslit

27 apr. 2024Undanúrslit Subway deildar kvenna hefjast í kvöld laugardaginn 27. apríl nk. Annars vegar mætast (1) Keflavík og (5) Stjarnan og hins vegar (2) Grindavík og (3) Njarðvík. Allir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport. Klárist undanúrslit í 3 eða 4 leikjum verður leitast við að hefja lokaúrslit fyrr en fram kemur í keppnisdagatali.Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna · ÚRSLIT

26 apr. 2024Úrslit 1. deildar kvenna hefjast í kvöld föstudaginn 26. apríl þegar Aþena tekur á móti Tindastól í fyrsta leik úrslitanna, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki, tryggir sæti sitt í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Leiktímar leikjanna eru 19:15 nema í leik fimm, ef til kemur, sem fer fram laugardaginn 11. maí kl. 16:00.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira