Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Njarðvík Meistari meistaranna 2025

29 sep. 2025Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn og voru lokatölur 83-86 bikarmeisturum Njarðvíkur í vil. Stigahæstar í liði Njarðvíkur voru þær Brittany Dinkins með 20 stig og Hulda María Agnarsdóttir með 18 stig. Danielle Rodriguez og Pauline Hersler voru einnig atkvæðamiklar í liðinu og skilaði Danielle 12 stigum, 13 fráköstum og sjö stoðsendingum og Pauline 15 stigum og 10 fráköstum. Amandine Toi var stigahæst í liði Hauka með 35 stig og Krystal-Jade Freeman skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.Meira
Mynd með frétt

SPÁ BÓNUS DEILDA OG 1. DEILDA | TÍMABILIÐ 2025-2026

26 sep. 2025Spá fyrir Bónus og 1. deildir var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að Fjölni vinni sér sæti í Bónus deild kvenna og í 1. deild karla tryggir Höttur sér aftur sæti á meðal þeirra bestu í Bónus deildinni. Silfurliðum frá síðasta tímabili Tindastól og Njarðvík er spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2026.Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá KKÍ vegna umræðu um dómaramál

25 sep. 2025Vegna opinberrar umræðu um málefni körfuknattleiksdómara undanfarna daga er mikilvægt að hafa í huga að í öllum málum og sér í lagi í mannlegum samskiptum þá eru alltaf í það minnsta tvær hliðar. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 24 SEPTEMBER 2025

25 sep. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Kynningarfundur | Bónus deilda ásamt spá 1. deilda

24 sep. 2025Kynningarfundur Bónus deilda verður haldinn í hádeginu föstudaginn 26. september, en honum verður streymt beint á visir.is og hefst útsending kl.12:30. Á fundinum verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í 1. deildum, spá fjölmiðla fyrir Bónus deildir og spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í Bónus deildum.Meira
Mynd með frétt

Meistarakeppni KKÍ

23 sep. 2025Um næstu helgi fara fram hinir árlegu leikir Meistarar meistaranna, en það eru leikir Íslandsmeistara síðasta árs gegn bikarmeisturum síðasta árs. Í ár fer kvennaleikurinn fram á laugardaginn á Ásvöllum á heimavelli Íslandsmeistara Hauka, en þá mætast Haukar og bikarmeistarar Njarðvíkur. Karlaleikurinn fer svo fram á sunnudeginum á heimavelli Íslandsmeistara Stjörnunnar kl. 19:15 í ÞG Verk höllinni þegar Stjarnan mætir bikarmeisturum Vals.Meira
Mynd með frétt

Guðrún Kristmundsdóttir - minningarorð

19 sep. 2025Í dag kveðjum við Guðrúnu okkar, konu sem gaf körfuboltanum hjarta sitt, tíma sinn og ómetanlegan kraft. Missir hennar er sár fyrir okkur í KKÍ og körfuboltafjölskyldunni, en fyrir fjölskyldu hennar og nánustu vini er hann djúpstæð sorg sem erfitt er að setja í orð.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 17 SEPTEMBER 2025

18 sep. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamálI sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Ísland í 22. sæti á EuroBasket karla

15 sep. 2025EuroBasket karla lauk í gær með sigri Þjóðverja. Íslenska liðið lék 5 leiki í riðlakeppni mótsins í Katowice í Póllandi. Því miður náði ekki að vinna leik en var nálægt því í 4 leikjanna og sýndi að Ísland á heima á þessu stóra sviði. Liðið endaði í 22. sæti sem er besti árangur liðsins í sögunni.Meira
Mynd með frétt

U16 ára stelpur í 10. sæti í Tyrklandi - Berglind í úrvalsliðinu

9 sep. 2025U16 ára stelpur luku keppni á dögunum í B deild EuroBasket en þær enduðu í 10. sæti. Berglind Hlynsdóttir var stigahæsti leikmaður mótsins og var valin í fimm manna úrvalslið mótsins.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið á ensku sunnudaginn 21. september 2025 - Referee course

8 sep. 2025The 21st of September 2025 KKÍ will hold a trainingcourse for new referees in Ásvallalaug in Hafnarfjordur. Leading the training will be Aðalsteinn Hjartarson FIBA Instructor. The training will be taught in English.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið á íslensku laugardaginn 13. september 2025

27 ágú. 2025Laugardaginn 13. september 2025 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið fer fram á íslensku en er opið öllum.Meira
Mynd með frétt

Skráning hafin í VÍS bikarkeppni KKÍ ásamt skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla

26 ágú. 2025Opnað hefur verið fyrir skráningu í VÍS bikarkeppni KKÍ ásamt skráningu í 2. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2025-2026. Skráning er opin til kl. 23:59 fimmtudaginn 4. september 2025. Mikilvægt er að allar skráningar skili sér á réttum tíma. Fyrirhugað er að keppni þessara deilda hefjist um miðjan október og 32 liða úrslit í VÍS bikarkeppninni fara fram 18.- 20. október.Meira
Mynd með frétt

Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025

21 ágú. 2025Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram.Meira
Mynd með frétt

Almar Orri í stað Hauks Helga á EuroBasket

20 ágú. 2025Nú í hádeginu kom í ljós að Haukur Helgi Pálsson verður að draga sig úr EuroBasket hóp Íslands sem tilkynntur var í gær.Meira
Mynd með frétt

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik er klár

19 ágú. 2025Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tekur þátt á sínu þriðja EuroBasket sem fer fram 27. ágúst - 14. september. Riðlakeppnin fer fram 27. ágúst - 4. september og er leikið í í fjórum löndum, Kýpur, Lettlandi, Finnlandi og Póllandi. 16 liða úrslit eru leikinn í Lettlandi 6. - 14. september. Riðill íslenska liðsins fara fram í Katowice í Póllandi og verður fyrsti leikur á móti Ísrael fimmtudaginn, 28. ágúst kl. 12:00 að íslenskum tíma. Þjálfarateymi liðsins þeir Craig Pedersen, Baldur Þór Ragnarssonog Viðar Örn Hafsteinsson hafa gefið út hópinn sem fer á EuroBasket.Meira
Mynd með frétt

U16 stelpur halda til Tyrklands

19 ágú. 2025U16 ára lið kvenna hélt af stað til Istanbúl í Tyrklandi í morgun, þar sem liðið leikur í B deild Evrópumótsins. Fyrsti leikur liðsins er á morgun (20. ágúst) gegn Írlandi kl 17:30 á íslenskum tíma.Meira
Mynd með frétt

Patrik Birmingham í BWB búðirnar

13 ágú. 2025Patrik Joe Birmingham, leikmaður Njarðvíkur og yngri landsliða Íslands hefur verið valinn til þátttöku í Basketball Without Borders sem fara fram í Manchester á Englandi þessa dagana.Meira
Mynd með frétt

Íslenska landsliðið heldur til Portúgal

12 ágú. 2025Seinnipartinn í dag þriðjudag, flýgur karlalandsliðið til Porto í Portúgal til að að spila tvo leiki í undirbúningi fyrir EuroBasket. Leikirnir fara fram í Braga og verða báðir leikirnir í beinni útsendingu á RÚV2. Meira
Mynd með frétt

U20 stúlkur í 8. sæti á EuroBasket

11 ágú. 2025U20 ára kvennalið Íslands lauk keppni í A deild EuroBasket í gær og endaði liðið í 8. sæti sem er besti árangur kvennaliðs frá upphafi. Lokaleikurinn var við Tyrki og eftir góða byrjun íslensku stelpnanna sigu þær tyrknesku framúr og fór svo að þær sigruðu 73-65.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira