Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Bikarúrslit yngri flokka hefst í dag

20 mar. 2025Bikarúrslit yngri flokka hefst í dag í Smáranum í Kópavogi. Bikarúrslit yngri flokkana fara fram í dag, fimmtudag 20. mars, föstudaginn 21. mars og á sunnudaginn 23. mars. Allir leikir frá bikarúrslitum yngri flokka verða sýndir í opinni dagskrá á Bónusrás 1 hjá Stöð2 Sport. Meira
Mynd með frétt

KR mætir Val í úrslitum VÍS bikar karla

20 mar. 2025KR mætir Val í úrslitum VÍS bikar kvenna á laugardaginn næsta í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikur meistaraflokks karla byrjar kl. 16:30.Meira
Mynd með frétt

Upplýsingar um miðasölu á EuroBasket

19 mar. 2025Miðasala á EuroBasket fer af stað skömmu eftir dráttinn í riðlanna sem verður fimmtudaginn 27. mars. Íslendingar munu hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm daganna eftir að salan fer í gang, er það vegna þess að við erum svokölluð co-host með Pólverjum. Það verður þannig að KKÍ mun gefa út hlekk að miðasölunni. Mun þetta verða einhvern tímann milli 27.-30. mars og verður tilkynnt um það sérstaklega.Meira
Mynd með frétt

Grindavík mætir Njarðvík í úrslitum VÍS bikar kvenna

19 mar. 2025Grindavík mætir Njarðvík í úrslitum VÍS bikar kvenna á laugardaginn næsta í Smáranum í Kópavogi. Úrslitaleikur meistaraflokks kvenna byrjar kl. 13:30. Meira
Mynd með frétt

Bikarvikan hefst í dag

18 mar. 2025VÍS bikarvikan hefst í Smáranum í kvöld með tveimur leikjum. Um er að ræða undanúrslit í meistaraflokki kvenna í kvöld, þriðjudaginn 18. mars og undanúrslit karla annaðkvöld, miðvikudaginn 19. mars. Úrslitaleikir meistaraflokkana verða svo á laugardaginn 22. mars. Á fimmtudeginum, föstudeginum og á sunnudeginum eru bikarúrslit yngri flokka. Meira
Mynd með frétt

1. deild karla | ÍA deildarmeistarar

17 mar. 2025Karlalið ÍA tryggði sér sigur í 1. deild karla á útivelli síðasta föstudagskvöld 14. mars, og þar með sæti í Bónus deild karla á næstu leiktíð. Við óskum ÍA til hamingju með deildarmeistaratitilinn.Meira
Mynd með frétt

Kristinn Albertsson er nýr formaður KKÍ

17 mar. 202556. Körfuknattleiksþinginu lauk seinnipartinn á laugardaginn síðasta 15. mars. Nýr formaður og fjórir stjórnarmeðlimir voru kjörin á þinginu. Kristinn Albertsson er nýr formaður KKÍ, Hugi Halldórsson, Jón Bender, Margrét Kara Sturludóttir og Sigríður Sigurðardóttur voru kjörin í stjórn. Jón hefur verið í stjórninni undanfarin ár en þau Hugi, Margrét Kara og Sigríður eru ný í stjórn sambandsins. Fyrir í stjórn eru þau Ágúst Angantýsson, Einar Hannesson, Guðrún Kristmundsdóttir, Herbert Arnarson og Heiðrún Kristmundsdóttir.Meira
Mynd með frétt

Körfuknattleiksþing fer fram í dag

15 mar. 2025Körfuknattleiksþing KKÍ árið 2025 fer fram á Grand hótel í dag, þingið er haldið annað hvert ár. Þingið sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ. Á þinginu er stjórn KKÍ kosin, skýrsla stjórnar lögð fram ásamt reikningum.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 12 MARS 2024

12 mar. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild karla | Tindastóll – Keflavík | seinkað

6 mar. 2025Leik Tindastóls og Keflavíkur í Bónus deild karla hefur verið seinkað til kl.20:45 í kvöld. Þetta kemur til vegna lokunnar á Holtavörðuheiði fyrr í dag sem hafði áhrif á ferðalag dómara leiksins.Meira
Mynd með frétt

KKÍ þakkar Benedikt fyrir samstarfið

6 mar. 2025Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019, á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leiki og unnust 6 af þeim. Liðið fór í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum. Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 5 MARS 2024

5 mar. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Ísland mun spila í Póllandi í EuroBasket í haust

5 mar. 2025Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.Meira
Mynd með frétt

VÍS bikarinn | 4 liða úrslit

3 mar. 2025Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna rétt í þessu. Leikið verður dagana 18. og 19. mars 2025 en svo fer úrslitaleikurinn fram 22. mars. Einnig fara fram bikarúrslit yngri flokka á VÍS Bikar-hátíðinni en þeir fara fram fimmtudaginn 20. mars, föstudaginn 21. mars og sunnudaginn 23. mars. Allir bikarleikir fara fram í Smáranum.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild kvenna | Þór Ak.-Valur | seinkað

2 mar. 2025Leik Þórs Ak. og Vals í Bónus deild kvenna sem var á dagskrá kl.17:00 hefur verið seinkað til kl.19:30 í kvöld. Þetta kemur til vegna flugi Icelandair var aflýst, en dómarar leiksins áttu að fljúga norður frá Reykjavík.Meira
Mynd með frétt

Upplýsingar um Körfuknattleiksþing KKÍ

28 feb. 2025Allar tillögur, ársskýrsla 2023-2025, reikningar o.fl. í tengslum við Körfuknattleiksþing KKÍ hafa verið birtar. Allar upplýsingar í kringum þingið er að finna hér: KKÍ | Körfuknattleiksþing. Meira
Mynd með frétt

Upplýsingar um framboð til formanns og stjórnar KKÍ

27 feb. 2025Kjörnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust til formanns og stjórnar KKÍ sem kosið verður um á Körfuknattleiksþingi 15.mars. Eingöngu verður kosið um formann þar sem tveir verða í framboði. Fjórir einstaklingar buðu sig fram í fjögur laus sæti í stjórn og því er sjálfkjörið í stjórnina.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 26 FEBRÚAR 2024

26 feb. 2025Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

A Landslið karla, undankeppni Eurobasket 2025 - leikur í kvöld

23 feb. 2025A landslið karla spilar sinn síðasta leik í undankeppni EuroBasket 2025 í kvöld á móti Tyrkjum. Leikurinn er spilaður í Laugardalshöll og hefst hann á slaginu kl. 19:30. Einnig verður leikurinn í beinni á RÚV og hefst útsending kl. 19:20. Áfram Ísland!Meira
Mynd með frétt

Uppselt er á landsleikinn á sunnudaginn

21 feb. 2025Það er orðið uppselt á landsleik karla á sunnudaginn 23. febrúar þar sem Ísland mætir Tyrkjum kl. 19:30. Leikurinn er einnig sýndur á RÚV og hefst útsending kl. 19:20.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira