Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Bónus deild karla hefst í kvöld

3 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í Bónus deild karla þetta tímabilið með fjórum leikjum. Tindastóll fær nýliða KR í heimsókn, Þór Þ. taka á móti Njarðvík, Álftanes fær Keflavík í heimsókn, Höttur heimsækir Hauka. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru í beinni útsendingu. Annað kvöld eru það svo Stjarnan sem taka á móti Valsmönnum kl.19:00 og nýliðar ÍR mæta til Grindavíkinga í Smáranum kl.20:15 og eru leikirnir í beinni útsendingu.Meira
Mynd með frétt

Lifandi tölfræði

2 okt. 2024Eins og einhverjar hafa eflaust tekið eftir hafa verið smá hnökrar á því að hægt sé að opna tengla á lifandi tölfræði nú í fyrstu leikjunum. Nú er vonandi búið að leysa það vandamál og því ættu allir að geta smellt á leiki kvöldsins og framtíðarinnar á kki.is og fylgst með tölfræðinni í beinni.Meira
Mynd með frétt

Bónus deild kvenna hefst í kvöld

1 okt. 2024Í kvöld hefst keppni í Bónus deild kvenna þetta tímabilið með þremur leikjum. Haukar fá nýliða Hamars/Þórs í heimsókn, Njarðvík tekur á móti Grindavík og Þór Ak. heimsækja Val í N1 höllina. Annað kvöld er síðan nýliðaslagur þegar Aþena og Tindastóll mætast og Stjarnan tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur. Allir leikir hefjast kl.19:15 og eru í beinni útsendingu.Meira
Mynd með frétt

Keflavík Meistari Meistaranna 2024

29 sep. 2024Bikarmeistararnir í Keflavík sigruðu Íslandsmeistaranna í Val í Blue höllinni á laugardaginn, leikurinn endaði 98-88 Keflavík í vil. Meira
Mynd með frétt

Þór Akureyri Meistarar Meistaranna 2024

29 sep. 2024Leikurinn fór fram í Blue höllinni í Keflavík á laugardaginn og voru lokatölur 82-86 Þór Akureyri í vil. Keflavík eru ríkjandi deildar, bikar- og Íslandsmeistarar en þær spiluðu við Þór sem þær mættu einnig í úrslitum bikarkeppninnar. Meira
Mynd með frétt

Meistari meistaranna: Lifandi tölfræði liggur niðri en hægt er að nálgast linka hér

28 sep. 2024Nú er í gangi leikur Keflavíkur og Þórs Akureyri í körfubolta kvenna og kl. 19 byrjar leikur Vals og Keflavíkur í Meistari Meistaranna sem fer fram í Blue höllinni í Reykjanesbæ. Lifandi tölfræði liggur niðri en fyrir ykkur sem viljið fylgjast með eru linkar hér í frétt.Meira
Mynd með frétt

Spá Bónus deilda og 1. deilda | tímabilið 2024-2025

27 sep. 2024Spá fyrir Bónus og 1. deildir var kynnt núna í hádeginu á Grand Hótel. Forsvarsmenn liða í 1. deild kvenna gera ráð fyrir að KR vinni sér sæti í Bónus deild kvenna og í 1.deild karla tryggir Hamar sér aftur sæti á meðal þeirra bestu í Bónus deildinni. Ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur og Vals er spáð Íslandsmeistaratitlinum vorið 2025.Meira
Mynd með frétt

Kynningarfundur Bónus deilda í dag

27 sep. 2024Kynningarfundur Bónus deilda verður haldinn í hádeginu í dag, en honum verður streymt beint á visir.is. Á fundinum verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í 1. deildum, spá fjölmiðla fyrir Bónus deildir og spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í Bónus deildum.Meira
Mynd með frétt

32 liða úrslit karla í VÍS bikar Karla

25 sep. 2024Dregið var í 32 liða úrslit karla í Laugardalnum í dag. 32 liða úrslitin verða leikin dagana 20.-21. október nk. og dregið verður í 16 liða VÍS bikarúrslit karla og kvenna miðvikudaginn 23.október. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 18.-23.mars 2025 í Smáranum, þar sem undanúrslit kvenna verða leikin þriðjudaginn 18. mars og undanúrslit karla miðvikudaginn 19. mars. VÍS bikarúrslit eru leikin laugardaginn 22. mars í Smáranum, konurnar eiga fyrri leikinn og karlarnir þann seinni.Meira
Mynd með frétt

Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla í dag kl. 12:15 í beinni

25 sep. 2024Dregið verður í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla í Laugardalnum í dag kl.12:15. Eftirfarandi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 9 viðureignir. Bikardrátturinn verður í beinu streymi á Facebook síðu KKÍ.Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 19 SEPTEMBER 2024

19 sep. 2024Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið á næstunni - skráning

17 sep. 2024Opnað hefur verið fyrir skráningu á KKÍ 1B og KKÍ 2B. Námskeiðin hefjast mánudaginn 30. september. Skráningu lýkur á kl. 12:00 fimmtudaginn 26. september.Meira
Mynd með frétt

Leikreglubreytingar frá FIBA

16 sep. 2024Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, sendi á dögunum frá sér nýja útgáfu af leikreglum sínum þar sem nokkrar breytingar eru á reglum leiksins sem tóku gildi hér á Íslandi við upphaf Íslandsmóts.Meira
Mynd með frétt

KKÍ hvetur alla að kynna sér WNBA með Helenu Sverris og Klefanum

10 sep. 2024Klefinn og Helena Sverris bjóða í WNBA áhorfs party 15. september. Leikur Indiana Fever og Dallas Wings hefst klukkan 19:00, en viðburðurinn byrjar kl. 18:30. Helena Sverris ásamt fleirum munu fara yfir leikinn og helstu leikmenn liðanna, en Caitlin Clark ein stærsta stjarna WNBA leikur með Indiana Fever.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið á ensku sunnudaginn 22. september

5 sep. 2024Þann 22. september 2024 stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Leiðbeinandi verður FIBA Instructor Aðalsteinn Hjartarson. Námskeiðið fer fram á ensku en er opið öllum. ​The 22nd of September KKÍ will hold a trainingcourse for new referees at the headquarters of ISI in Laugardalur. Leading the training will be Aðalsteinn Hjartarson FIBA Instructor. The training will be taught in English.Meira
Mynd með frétt

Íslandsmótið hefst um helgina

30 ágú. 2024Íslandsmótið 2024-2025 hefst með formlegum hætti um helgina. Meira
Mynd með frétt

Leikjadagskrá í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild liggur nú fyrir

19 ágú. 2024Leikjadagskrá í deildarkeppni yngri flokka og 2. deild karla er tilbúin fyrir tímabilið 2024-2025. Meira
Mynd með frétt

3x3 mót fyrir 11-16 ára í Laugardalshöll

16 ágú. 2024Fyrsta körfuboltamótið fyrir yngri flokka fer fram þann 31. ágúst næstkomandi þegar Ármann heldur 3x3 mót í Laugardalshöllinni fyrir 11-16 ára. Mótið fer fram helgina 31. ágúst - 1. september næstkomandi og er fyrir árganga 2008-2013. Skráning fer fram á karfa@armenningar.is og er síðasti séns til að skrá sig 27. ágúst. Skráningargjald er 6.000 kr. Ef að spurningar vakna varðandi mótið þá er hægt að hafa samband við karfa@armenningar.is. Meira
Mynd með frétt

Kvennalandsliðið kemur saman til æfinga

15 ágú. 2024Kvennalandsliðið okkar er við æfingar þessa dagana og fram yfir helgi. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Þeir leikmenn sem hafa verið boðaðir til æfinganna eru:Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 1C framundan

14 ágú. 2024KKÍ þjálfari 1C er kennt í staðnámi sem helgarnámskeið dagana 31. ágúst-1. september 2024. Áhersla er lögð á þjálfun barna 14 ára og yngri í KKÍ 1C náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en gert er í 1A. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1 A, B og C námi, ásamt því að hafa lokið ÍSÍ 1 útskrifast með KKÍ 1 þjálfararéttindi. Frekari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má nálgast með því að smella á Meira.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira