Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Maltbikarinn · Úrslit yngri flokka hefjast í dag

10 feb. 2017Í kvöld hefjast bikarúrslit yngri flokka en leikið verður til úrslita í 10. flokki stúlkna og í Drengjaflokki. Leikið veðrur í Laugardalshöllinni í glæsilegri umgjörð. Úrslit yngri flokka halda svo áfram á sunnudaginn kemur. Leikir kvöldsins eru: Föstudagur 10. febrúar Kl. 18.00 · 10. flokkur stúlkna · Keflavík-Njarðvík Kl. 20.00 · Drengjaflokkur · KR-Stjarnan Báðir leikirnir verða í beinni á netinu á ruv.is. #maltbikarinnMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Úrslitaleikir karla og kvenna laugardag

10 feb. 2017Nú er orðið ljóst hvaða lið munu leika til úrslita í Maltbikarnum, bikarkeppni KKÍ, árið 2017 en undanúrslitunum lauk í gær. Hjá konunum verða það Keflavík og Skallagrímur sem munu leika til úrslita í Laugardalshöllinni kl. 13:30 og hjá körlum verða það KR og Þór Þ. sem munu mætastMeira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslit karla í dag

9 feb. 2017Í dag verður leikið í undanúrslitum Maltbikars karla í Laugardalshöllinni. Tveir leikir fara fram og munu sigurvegarar þeirra mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur kl. 16:30 í Höllinni. Leikirnir: Fyrri undanúrslitaleikur dagsins er viðureign Vals og KR​ sem hefst kl. 17:00. Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Þórs Þ. og Grindavíkur sem hefst kl. 20:00. RÚV sýnir beint frá fyrri leiknum í sjónvarpinu á aðalrás sinni og seinni leiknum á RÚV2. Lifandi tölfræði verður frá báðum leikjunum á kki.is Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Undanúrslit kvenna í dag

8 feb. 2017Í dag verður leikið í undanúrslitum Maltbikars kvenna í Laugardalshöllinni. Tveir leikir fara fram og munu sigurvegarar þeirra mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur kl. 13:30 í Höllinni. Leikirnir: Fyrri undanúrslitaleikur dagsins er viðureign Keflavíkur og Hauka sem hefst kl. 17:00. Seinni undanúrslitaleikurinn er viðureign Skallagríms og Snæfells sem hefst kl. 20:00.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarinn · Bikartitlar félaganna

7 feb. 2017Á laugardaginn verða krýndir bikarmeistarar karla og kvenna. Hjá félögunnum sem taka þátt í undanúrslitunum hafa öll liðin orðið bikarmeistarar í sögunni fyrir utan eitt félag (Þór Þ.) en þeir léku til úrslita í fyrra og stefna á að endurskrifa sína sögu á fimmtudaginn þegar undanúrslitin hjá körlum fara fram. Undanúrslit kvenna fara fram á morgun miðvikudag kl. 17:00 og 20:00 í Laugardalshöllinni. Nýr farandbikar verður afhendur hjá konunum og því spennandi að sjá hvaða lið verður fyrst til að rita nafn sitt á hann. Bikar karla hefur safnað sögu síðan 1988 og stendur ennþá vel fyrir sínu. Miðasala á leikina fer fram á tix.is en selt er inn á hvern leik fyrir sig og er miðaverð 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16-6 ára krakka.Meira
Mynd með frétt

Maltbikarhelgin 8.-12. febrúar

6 feb. 2017Framundan í vikunni og um helgina er Maltbikarhelgin 2017 þar sem úrslitaleikir í bikarkeppni KKÍ, Maltbikarnum, verða háðir í Laugardalshöll. Glæsileg umgjörð verður í Höllinni frá miðvikudegi til sunnudags þar sem verður leikið við bestu aðstæður í öllum flokkum. 8 leikir verða í beinni á RÚV og verða 5 yngri flokka leikir allir sýndir beint á ruv.is á netinu. Miðasala á alla leiki meistaraflokkanna fer fram á tix.is hérna en selt er inn á hvern leik fyrir sig (húsið rýmt milli leikja í undanúrslitum og úrslitum).Meira
Mynd með frétt

Snæfell-Grindavík í Domino's deild kvenna í kvöld

5 feb. 2017Einn leikur fer fram í Domino's deild kvenna í kvöld kl. 19:15 þegar Snæfell fær Grindavík í heimsókn í Stykkishólm. Leikur kvöldsins:​ 🏀 Snæfell-Grindavík Lifandi tölfræði á kki.is.​ Fylgist með umræðunni um leikinn á twitter undir #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Valur-Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport

4 feb. 2017Í Domino’s deild kvenna fara fram þrír leikir í dag. Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum dagsins. Domino’s deild kvenna í dag: ⏰15:30 🏀 Njarðvík-Skallagrímur í Njarðvík ⏰17:00 🏀 Valur-Keflavík í Valshöllin · Sýndur beint á Stöð 2 Sport ⏰18:00 🏀 Stjarnan-Haukar í Ásgarði Fylgist með umræðunni á twitter undr #korfubolti og #dominos365Meira
Mynd með frétt

Dagskrá bikarúrslita yngri flokka

3 feb. 2017Bikarúrslit yngri flokka fara fram á sama tíma og undanúrslit og úrslit meistaraflokka fara fram. Allir leikir verða í Laugardalshöll.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla í kvöld · Þór Þ.-KR í beinni á Stöð 2 Sport

3 feb. 2017Leiknir verða tveir leikir í Domino’s deild karla í kvöld, föstudaignn 3. febrúar. Kl. 19:15 mætast Haukar og Þór Akureyri í Hafnarfirði í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni á netinu á tv.haukar.is. Kl. 20:00 verður svo bein útsending frá Þorlákshöfn þar sem Þór Þ. og KR eigast við í Icelandic Glacial höllinni. ​ Báðir leikirnir verða í lifandi tölfræði á kki.is.Meira
Mynd með frétt

Úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar 2.2.2017

2 feb. 2017Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir fimm mál á fundi sínum í vikunni.Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa · Maltbikarinn 2017

2 feb. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir undanúrslita- og úrslitaleiki meistaraflokka í Maltbikarnum sem framundan eru þann 8.-9. febrúar (undanúrslit mfl.) og 11. febrúar (úrslitaleikir mfl.) Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deil kvenna í kvöld

1 feb. 2017Í kvöld fara fram fjórir leikir í Domino's deild kvenna og hefjast þeir kl. 19:15. Stöð 2 Sport sýnir beint frá nágrannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur. Leikir kvöldsins í Domion's deild kvenna:​ 🏀Grindavík-Valur 🏀Keflavík-Njarðvík · Beint á Stöð 2 Sport 🏀Stjarnan-Snæfell 🏀Haukar-Skallagrímur · Sýndur beint á netinu á tv.haukar.is #korfubolti #dominos365 Meira
Mynd með frétt

Lokun félagskiptagluggans út tímabilið á miðnætti 31. janúar

30 jan. 2017Samkvæmt reglugerð um félagaskipti lokar félagaskiptaglugginn í annað sinn og í síðasta sinn á þessu tímabilli á miðnætti þriðjudaginn 31. janúar. Það þýðir að engir leikmenn, íslenskir né erlendir, á öllum aldri, geta fengið félagaskipti eftir þann tíma. Það sama gildir um venslasamninga þar sem þeir lúta reglum um félagaskipti. Undanþága er þó þau leyfi sem verða í vinnslu fyrir lokun gluggans fyrir erlenda leikmenn. Skila má gögnum alveg fram til lokunar gluggans kl. 23:59 en athygli skal vakin á því að leikmenn sem skila inn gögnum eftir kl. 16:00 á þriðjudeginum, hljóta fyrst leikheimild á miðvikudeginum daginn eftir, 1. febrúar frá kl. 09:00. Meira
Mynd með frétt

Miðaafhending til korthafa · Maltbikarinn 2017

30 jan. 2017Allir handhafar aðgönguskírteina/boðskorta KKÍ þurfa að nálgast miða sína fyrirfram fyrir úrslitaleiki meistaraflokka í Maltbikarnum sem framundan eru þann 8.-12. febrúar. Ekki verður hleypt inn á leikdegi gegn framvísun aðgönguskírteina/boðskorta við hurð, heldur verður aðeins tekið við fyrirfram prentuðum miðum á viðburðinn.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · Valur-Stjarnan í beinni á Stöð 2 Sport

29 jan. 2017Í dag fer fram einn leikur í Domino's deild kvenna þegar Valur og Stjarnan mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda kl. 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður einnig í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna í dag · 2 leikir

28 jan. 2017Í Domino’s deild kvenna fara fram tveir leikir í dag. Í Borgarnesi mætast tvö efstu lið deildarinnar þessa stundina, Skallagrímur og Keflavík, en bæði lið eru með 26 stig. Í Stykkishólmi mætast svo liðin sem léku til úrslita í fyrra, Íslandsmeistarar Snæfells og Haukar. Leikir dagsins:​ 🏀 Skallagrímur-Keflavík í Borgarnesi kl. 16:30 🏀 Snæfell-Haukar í Stykkishólmi kl. 17:00 Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum dagsins. #korfubolti Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið FIBA Europe (FECC) · Opið til umsóknar

27 jan. 2017Körfuknattleikssamband Íslands auglýsir eftir umsóknum á þjálfaranámskeið FIBA Europe, FIBA Europe Coaching Certificate (FECC).Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla · Tveir leikir í kvöld

27 jan. 2017Síðustu tveir leikirnir í 15. umferð Domino's deildar karla fara fram í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir beint frá TM höllinni í Keflavík, frá viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar. 🏀 Keflavík-Stjarnan · Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 Þór Akureyri-Grindavík · Sýndur á netinu á ThorTV.is Lifandi tölfræði á kki.is frá báðum leikjum kvöldsins. Kl. 22:00 er svo komið að Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport þar sem umferðir karla og kvenna verða gerðar upp og farið yfir leikina og helstu tilþrif.​​ #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Evrópukeppni yngri liða · U18 karla

26 jan. 2017Í dag var loksins dregið í riðla hjá U18 körlum en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum FIBA Europe í Munchen í Þýskalandi. Ástæðan fyrir því að ekki var dregið í desember líkt og hjá öllum hinum yngri liðunum var sú að sökum ástandsins sem kom upp sl. sumar í Tyrkland, þar sem A-deildin átti að fara fram í fyrra, var frestað. Mótið var leikið núna rétt fyrir jól og því hægt að draga í dag í riðla fyrir komandi ár. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira