Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

U20: Ísland leikur um 7. sætið gegn Þýskalandi sunnudaginn kl. 13:30

22 júl. 2017Íslenska landsliðið U20 karla tapaði í dag laugardag næst síðasta leiknum sínum á EM en leikið var um sæti 5.-8. Lokatölur 67:89 fyrir Serbíu. Það þýðir að sunnudaginn 23. júlí leika strákarnir okkar gegn Þýskalandi í leik um 7. sætið. Meira
Mynd með frétt

U20: Ísland-Serbía í dag

22 júl. 2017Ísland leikur gegn Serbíu í dag kl. 18:15 á EM á Krít. Sigurvegarinn mun svo leika um 5.-6. sæti. Tapliðið um 7.-8. en þeir leikir verða á sunndaginn. Bein útsending verður frá leiknum á Youtube-rás FIBA.Meira
Mynd með frétt

Haustdagskrá þjálfaranáms KKÍ

21 júl. 2017Búið er að opna fyrir skráningar á þjálfaranámskeið KKÍ haustið 2017. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu KKÍ undir flippanum FRÆÐSLUMÁL. Fyrsta námskeiðið verður helgina 25.-27. ágúst en þá verður 1.a.Meira
Mynd með frétt

Þrír íslenskir þjálfarar í FECC í sumar

21 júl. 2017Á næstunni halda þau Hallgrímur Brynjólfsson, Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason til evrópu til að sækja FECC þjálfaranámið. FECC stendur fyrir FIBA Europe Coaching Certificate og er mjög metnaðarfullt þjálfaranám á vegum FIBA Europe sem spannar þrjú sumur.Meira
Mynd með frétt

Æfingahópur U16 ára landsliðs drengja

21 júl. 2017Valinn hefur verið 35 manna æfingahópur fyrir U16 ára landslið drengja (árgangur 2002). Verkefnin sem U16 ára lið drengja taka þátt í á næsta ári eru Norðurlandamóti unglinga í Finnlandi 28. júní til 2. júlí 2018 og Evrópukeppni sem haldin verður í ágúst 2018.Meira
Mynd með frétt

ÍSLAND-BELGÍA 27. og 29. júlí

20 júl. 2017Ísland mætir Belgíu í tveim vináttulandsleikum í undirbúningi liðanna fyrir EuroBasket 2017. Leiknir verða tveir vináttulandsleikir:Meira
Mynd með frétt

U20: Tap fyrir Ísrael í 8-liða úrslitunum

20 júl. 2017Íslensku strákarnir okkar mættu Ísrael áðan í 8-liða úrslitum U20 karla á EM og reyndust þeir sterkari í dag og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 54:74. ​Meira
Mynd með frétt

U20 · 8-liða úrslit í dag kl. 11:30 gegn Ísrael

20 júl. 2017Í dag kl. 11:30 að íslenskum tíma mætir Ísland liði Ísraels á Evrópumóti U20 ára landsliða í 8-liða úrslitum mótsins. Lið Ísraela unnu góðan sigur í gær á Ítalíu á meðan okkar strákar unnu Svía. Skemmtileg tilviljun en bæði Ísrael og Svíþjóð léku á æfingamóti hér á landi í júní og því þekkjast liðin vel þegar þau mætast í dag. Þá hafði Ísrael betur í jöfnum leik þar sem úrslitin réðust á síðustu mínútum leiksins en það var eini sigur þeirra þá og eini tapleikur okkar stráka á því móti.Meira
Mynd með frétt

EM 2017: Æfingar landsliðs karla hefjast í dag

20 júl. 2017Í dag, fimmtudaginn 20. júlí, hefst formlegur undirbúningur landsliðs karla fyrir EuroBasket 2017, lokamót EM í körfuknattleik með upphafi æfinga. ​ 24 leikmenn voru upprunalega boðaðir til leiks og verður fyrsta æfing í dag í Ásgarði í Garðabæ. Meira
Mynd með frétt

U20 · Sigur á Svíþjóð í 16-liða úrslitum. Sæti í A-deild tryggt að ári

19 júl. 2017Strákarnir okkar í U20 gerður sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Svíum 73:39 í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar sem fram fer á Krít á Grikklandi. Þar með er ljóst að liðið getur ekki hafnað neðar en í 8. sæti mótsins og er þar öruggt að Ísland mun eiga lið að ári meðal 16 bestu þjóða Evrópu í körfuknattleik karla í U20.Meira
Mynd með frétt

U20 karla - 16 liða úrslit að hefjast

19 júl. 2017U20 karla · 16-liða úrslit karla á EM eru að hefjast núna kl. 11:30 að íslenskum tíma! 🇮🇸 Ísland - 🇸🇪 Svíþjóð Bein útsending á Youtube-rás FIBA hér! ÁFRAM ÍSLAND! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Sigur á Írum hjá u20 kvk

18 júl. 2017Á sunnudaginn var spilað um sæti á u20 kvk B-deild EM og kepptu íslensku stelpurnar um 11. sæti gegn Írum. Meira
Mynd með frétt

Sögulegur sigur!

17 júl. 2017U20 strákarnir unnu frækilegan sigur á Svartfjallalandi í dag. Eftir að hafa lent töluvert undir í upphafi leiks náðu þeir að komast yfir og leiddu í hálfleik 29-27. Þeir héldu forystunni það sem eftir lifði leiks og unnu 10 stiga sigur, 60-50, sem dugði nákvæmlega til að tryggja þriðja sætið í riðlinum. Þeir mæta því Svíum á miðvikudaginn og með sigri þá kemst liðið í átta liða úrslit. Strákarnir sýndu í leiknum sitt rétta andlit sem allir biðu eftir og vonandi að það verði framhald á. Meira
Mynd með frétt

Tyrkir of sterkir fyrir okkar stráka

16 júl. 2017U20 lið drengja tapaði fyrir Tyrkjum í dag 82-66. Okkar strákar héldu við Tyrkina fram í annan leikhluta og þá sigu þeir framúr. Staðan í hálfleik var 29-39. Tyrkirnir juku síðan muninn í seinni hálfleik og munurinn fór yfir 20 stig um tima. Meira
Mynd með frétt

Tap gegn Rúmeníu - spilað um 11. sæti í dag

16 júl. 2017Í gær spiluðu íslensku stelpurnar í u20 gegn Rúmeníu en sigurvegari leiksins myndi spila um 9. sæti en sá sem tapar um 11. sæti. Meira
Mynd með frétt

Tap gegn Frökkum – Skotin duttu ekki

15 júl. 2017Strákarnir í U20 léku gegn Frökkum í dag í A-deild Evrópukeppninnar og töpuðu 50-58. Strákarnir spiluðu frábæra vörn og þrátt fyrir að lenda nokkrum sinnum 10-11 stigum undir gáfust þeir aldrei upp. Á venjulegum degi með venjulegri hittni hefðu þeir unnið leikinn. Meira
Mynd með frétt

Tap hjá u20 kvk í seinasta leik í riðlakeppninni

15 júl. 2017Á fimmtudaginn spiluðu stelpurnar í u20 gegn Þýskalandi og var þetta seinasti leikurinn í riðlakeppninni. Meira
Mynd með frétt

Tap í spennandi leik gegn Tékklandi

12 júl. 2017Í dag spilaði u20 ára lið kvenna sinn fjórða leik í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins og var sá leikur gegn Tékklandi. Meira
Mynd með frétt

Svekkjandi tap gegn Ítölum

12 júl. 2017Strákarnir töpuðu fyrir Ítölum með minnsta mun, 66-67, í síðasta leik æfingamótsins á Krít. Leikurinn var jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu. Ítalarnir leiddu samt lengur en okkar strákar. Strákarnir voru yfir í hálfleik 34-30 og það var mesta forysta þeirra í leiknum. Meira
Mynd með frétt

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel!

12 júl. 2017KKÍ og Herragarðurinn hafa gert með sér samkomulag þess efnis að leikmenn karlalandsliðs Íslands í körfubolta klæðist sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum í tilefni þess að liðið er á leið á EuroBasket. Strákarnir unnu það glæsta afreka að komast á lokamót annað mótið í röð. Samkvæmt samkomulaginu mun Herragarðurinn útvega leikmönnum og þjálfurum jakkaföt sem þeir munu klæðast fyrir leiki og við sérstök tilefni á leiðinni og m.a. þegar haldið verður til Finnlands í lok ágúst. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira